Livni næsti forsætisráðherra Ísraels?

Ef útgönguspár fjölmiðla í Ísrael ganga eftir þá hafa meðlimir ísraelska stjórnarflokksins kosið utanríkisráðherrann Tzipi Livni sem nýjan leiðtoga sinn og þar með næsta forsætisráðherra landsins.

Útgönguspár tveggja sjónvarpsstöðva gefa það til kynna en samkvæmt þeim hefur Livni sigrað samgönguráðherrann Shaul Mofaz með meirihluta sem hleypur á bilinu 37 til 48%.


 

Livni hefur þegar lýst yfir sigri og þakkað stuðningsmönnum sínum og sagði hún í þakkaræður sinni að hún myndi sjá til þess að bregðast ekki traustinu og koma öllu því í verk sem stuðningsmennirnir hafa barist fyrir.

Endanleg niðurstaða mun samkvæmt Reuters fréttastofunni ekki fást fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Talsmaður Mofaz sagði að hann hygðist ekki tjá sig um kosningarnar fyrr en á morgun.(mbl.is)

Nokkuð öruggt er að Livni verði næsti forsætisráðherra

Israels. Hún verður þá önnur konan til þess að gegna því embætti í  Ísrael. Sú fyrri var Golda Meir,leiðtogi jafnaðarmanna í landinu.Ég hitti Goldu Meir,þegar ég fór til Ísraels 1975 í boði  jafnaðarmannaflokks  Ísraels. Hún var mikill persónuleiki.

 

Björgvin Guðmundsson



 


mbl.is Livni hefur lýst yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot braskstefnunnar

Hér áður  reyndu stórnendur fyrirtækja að  reka   þau sem best og stunda þá starfsemi sem þau voru stofnuð til þess að reka. En svo kom. að   það þótti ekki nóg. Fyrirtækin tóku að braska, kaupa önnur fyrirtæki,eða hlut í öðrum fyrirtækjum . Þetta kalla ég braskstefnuna en líka mætti nefna þetta græðgisvæðingu.Í byrjun græddu mörg fyrirtæki   mikið á braskinu,bæði hér og erlendis. En svo kom að braskið mistókst. Dæmi um þetta eru Fl Group  og Eimskip. Þetta voru hvort tveggja mjög góð fyrirtæki. En  segja má  að þau hafi orðið braskstefnunni að bráð og hrunið. Það er stundum betra að fara varlega og ætla ekki að græða of mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Glitnir:Enginn hagvöxtur fyrr en 2010

Fimm ára hagvaxtartímabili á Íslandi er lokið og niðursveiflan í efnahagslífinu verður snörp og hröð, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Glitnis. Glitnir spáir því að hagvöxtur verði enginn á þessu ári og því næsta, þjóðarútgjöld muni dragast saman um ríflega 9%, utanríkisviðskipti aukist hins vegar ámóta mikið en ef það gengur eftir er það er alger viðsnúningur frá því sem verið hefur.(ruv.is)

Fyrir skömmu komu tölur frá Hagstofunni um mikinn hagvöxt sl. ár og betri tölur í ár en áður höfðu verið birtar. Ná spáir Glitni engum hagvexti í ár og næsta  ár. Hlutirnir breytast hratt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Nýsir á barmi gjaldþrots

Þróunar- og fjárfestingarfélagið Nýsir rambar á barmi gjaldþrots samkvæmt heimildum 24 stunda. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarna mánuði og vikur.

Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, segir að unnið sé að því hörðum höndum að létta á greiðslubyrði lána félagsins til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Endurfjármagna þarf sjö til tíu milljarða af skammtímalánum félagsins á þessu ári svo að rekstur félagsins geti gengið áfram. Auk þess þarf að endurskipuleggja lán félagsins til lengri tíma. „Niðurstaða liggur fyrir innan nokkurra vikna frekar en mánaða,“ segir Höskuldur.(mbl.is)

Skuldir Nýsis nema um 50 milljörðum og eigni álíka miklu. Eigið fé er því uppurið. Stjórnvöld hafa verið að tala um að láta einkaðila eins og Nýsi  eiga og byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fregnir um fjárhagsstöðu Nýsis sýna hversu fráleitt þetta er. Það er algerlega út   í hött  að láta einkafyrirtæki eins og Nýsi eiga og reka hjúkrunarheimili,sem ríkið leigi síðan af einkaaðilum. Ríkið er mikið fjársterkara en þessi einkaaðilar og hefur því margfalt meiri burði til þess að fjáragna og byggja  heimilin. Ef ríkið' fer út á þá braut að láta einkaðila gera þetta er verið að taka þá áhættu að viðkomandi einkaaðilar verði gjaldþrota og ríkið sitji upp með allt saman.Ríkið á sjálft að byggja og eiga hjúkrunarheimilin. Ríkið á ekki að reka björgunarstarfsemi fyrir þessa einkaaðila.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Nýsir á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smátt skammtað til eldri borgara

Eftir að ríkisstjórnin ákvað,að  allir eldri borgarar ættu að fá a.m.k 25 þús kr. úr  lifeyrissjóði    á ´mánuði eða ígildi þess námu brúttogreiðslur  til einhleypra ellilífeyrisþega  kr. 148.516.Af þessari fjárhæð verða eldri borgarar að greiða skatt  þannig,að ráðstöfunarupphæðin er ekki mikil.25 þús. krónurnar úr ríkissjóði  valda skerðingu tryggingabóta og sæta skatti.Hefur því verið sagt,að í raun verði 25 þús. krónurnar ekki nema 8 þús. kr. eftir skatta og skerðingar.Eðlilegra hefði verið að greiða 25 krónunrnar út hjá Tryggingastofnun  sem uppbót á lífeyri þar.Þá hefðu þær ekki valdið skerðingu bóta.

Nú hefur félags-og tryggingamálaráðherra ákveðið að lágmarksframfærslutrygging skuli vera 150 þús. kr. á mánuði.Það  þýðir,að það á að greiða þeim verst settu meðal lífeyrisþega kr. 1484 kr. á mánuði sem félagslega aðstoð frá Tryggingastofnun.Smátt er skammtað en fjármálaráðherra hefur greinilega þó ekki viljað greiða þessa upphæð þannig,að það verður að greiða hana sem félagslega aðstoð.Af þessu þarf að greiða skatta.Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins segir,að þetta þýði að lífeyrisþegar eigi að lifa af 130 þús. á mánuði eftir að skattur hefur verið greiddur.Hann segir: Menn geta spurt sig hvort unnt sé að  lifa af 130 þús. kr. á mánuði í íslensku samfélagi.

Ég hefði búist við því að Samfylkingin mundi standa að meiri kjarabótum en þetta til handa eldri borgurum og öryrkjum.Ég sé ekki,að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skipti miklu máli þegar hún gerir lítið meira en að festa í sessi það sem þegar er greitt.Reglugerðin frá því í gær hækkar ekki lífeyri um meira en 1484 kr. á mánuði fyrir skatta en hún ákveður að 25 þús krónurnar,sem fjármálaráðuneytið greidir til aldraðra,fyrir skatta,skuli teljast með  greiðslum almannatrygginga,þegar lágmarksframfærslutrygging er metin.Ríkisstjórnin verður að taka sig á  í þessum málum.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Bloggfærslur 17. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband