Föstudagur, 19. september 2008
USA: 50 milljarðar$ til að styrkja fjármálakerfið
Bandaríska fjármálaráðuneytið ætlar að verja 50 milljörðum dollara til að styrkja almenna hlutabréfasjóði og verja þá áföllum. Tilkynnt var um þessa aðgerð eftir að Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hófu að vinna að víðtækri áætlun til að stöðva fjármálakreppuna.
Bandaríska fjármálaráðuneytið segir að markmiðið sé að viðhalda tiltrú á hlutabréfasjóði til þess að viðhalda stöðugleika í fjármálakerfi heimsins.
HenryPaulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, boðar víðtækar aðgerðir sem krefjist nýrrar lagasetningar til þess að komast fyrir rót vandans m.a er ætlunin að koma á fót sérstökum sjóði til að kaupa svokölluð undirmálslán af bankakerfinu.
Sérfræðingar segja að Bandaríkjastjórn hyggist nú taka frumkvæðið og koma í veg fyrir að fleiri stórfyrirtæki rambi á barmi gjalþrots eftir að stjórnin bjargaði tryggingarisanum AIG frá gjaldþroti með 85 milljörðum dollara.
Verð á hlutabréfum hefur hækkað víða um heim í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar. Bandaríska Dow Jones hækkaði um 3,8%, hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði um 8,6%, og í París hækkuðu hlutabréfavísitalan um 7,6%. Hlutabréf í bönkum hafa hækkað mikið eins og í Royaol Bank og Scotland þar sem hlutabréf hækkuðu um 50%.
Forsetaframbjóðandi Repúblikana, John McCain, snupraði bandaríska seðlabankann í dag og sagði að bankinn ætti að hætta að bjarga fyrirtækjum og hverfa aftur að því að stjórna peningaflæði og verja gengi dollarans.
McCain boðar breytingar sem muni koma í veg fyrir að fjármálafyrirtæki taki upp slæma viðskiptahætti.. Hann segir að verði hann kosinn forseti og leiti gjaldþrota fyrirtæki eftir opinberum lánum af fé skattgreienda muni fjámálaráðuneytið fylgja ströngum reglum um það hvort lán verði veitt. (ruv.is)
Aðgerðirnar höfðu góð áhrif í dag. Hlutabref hækkuðu alls staðar í verði og meira segja krónan styrktis verulega. Þessar miklu aðgerðir Bandaríkjastjórnar eru athyglisverðar,þar eð stefnan hefur verið sú að láta fyrirtækin deyja drottni sínum. Ég tek ofan fyrir Bush vegna aðgerðanna.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 19. september 2008
Allt í uppnámi hjá frjálslyndum
Sigurjón Þórðarson fyrrv. þingmaður frjálslyndra hefur lagt til,að Grétar Mar Jónsson verði formaður þingflokks frjálslyndra. Ungir frjálskyndir leggja til,að Kristinn Gunnarsson segir af sér þingmennsku. Miðstjórn flokksins leggur til,að Jón Magnússon verði formaður þingflokksins. Guðjón Arnar formaður styður ekki þá hugmynd.Það virðist hver höndin upp á móti annarri í flokknum. Margrét Sverrisdóttir segir,að það sé að koma fram það sem hún spáði,að Jón Magnússon muni reyna að ná völdum í flokknum.Ef til vill leysist flokkurinn upp í frumeindir sínar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. september 2008
Landsbanki og Kaupþing gera tilboð í eignir Nýsis
Nýsi hf. hefur í dag borist tilboð frá Landsbankanum og Kaupþingi í allar eignir félagsins.
Ef tilboðunum verður tekið munu þau hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning félagsins. Félagið mun meta tilboðin og kynna þau síðan fyrir kröfuhöfum þar með talið kröfuhöfum þeirra verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöllinni.
Í tilkynningu um málið segir að Nýsir muni því seinka birtingu á árshlutareikningi á meðan viðræður um tilboðin fara fram.(visir.is)
Nýsir hefur undanfarið rambað á farmi gjaldþrots.Stærsu kröfurhafarnir eru Landsbankinn og Kaupþing. Með tilboði bankanna í eignir félagsins verður gjaldþroti félagsins hugsanlega forðað.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 19. september 2008
Fasteignaviðskipti: Veltan á höfuðborgarsvæði 5,5 milljörðum minni en sl.ár
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. september til og með 18. september 2008 var 90. Heildarveltan var 3.763 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,8 milljónir króna. Á tímabilinu 14. september til og með 20. september í fyrra var 250 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og var heildarveltan 9.302 milljónir króna, 5.539 milljónum króna meiri en nú.
Í vikunni sem er að líða voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna.
Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir samningar um sérbýli. Heildarveltan var 59 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,8 milljónir (mbl.is)
Þetta er dæmi um samdráttinn.Íslendingar geta ekki lamið hausnum við steininn og sagt,að það sé enginn samdráttur. Tölurnar tala sínu máli. Og það er hætt við,að veturinn verði erfiður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Veltusamdráttur á fasteignamarkaði 5,5 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. september 2008
Eldri borgarar fái lífeyri,sem dugi fyrir framfærslu
Fyrir síðustu alþingiskosningar barðist Samfylkingin fyrir því,að eldri borgarar fengju lífeyri,sem dygði fyrir framfærslu.Samfylkingin sagði: Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum og mun koma þeim best,sem hafa lægstan lífeyri.
Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Ísland eru meðaltalsneysluútgjöld einstaklinga nú 226 þús. kr . á mánuði. Skattar ekki meðtaldir.Eftir ákvörðun um 150 þús. kr. lágmarkstryggingu vantar 76 þús. á mánuði til þess að ná þessu marki.Því marki þarf að ná í 2-3 áföngum,25-38 þús kr. hækkun í áfanga.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 19. september 2008
Ljósmæður fengu 22,6%. Deilan leyst
Bæði ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram á mánudag, og er því kominn á kjarasamningur milli þessara aðila.
Alls greiddi 191 ljósmóðir, eða 82,68 % félagsmanna, atkvæði um tillöguna og vildu 162 samþykkja hana, 22 höfnuðu og 7 skiluðu auðu.
Samkvæmt miðlunartillögunni er núgildandi kjarsamningur Ljósmæðrafélagsins framlengdur frá 1. ágúst til 31. mars 2009. Grunnlaun ljósmæðra hækka um allt að 22,6% á mánuði, þar af koma um 5% í stofnanasamningum, og að jafnaði hækka mánaðarlaun þeirra um 60-90 þúsund krónur á mánuði, að sögn ljósmæðra. Á móti kemur, að svonefndur Vísindasjóður ljósmæðra verður lagður af en í hann hafa vinnuveitendur greitt 1,5% af launum.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sagði að ljósmæður væru sáttar við þessa niðurstöðu. Þetta hefði verið löng og ströng samningalota og ljóst, að enn vanti um 10% upp á að ljósmæður hefðu náð því fram sem þær stefndu að. Ljóst sé, að þeirri baráttu verði haldið áfram í mars þegar þessi samningur rennur út.
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki tjá sig um niðurtöðuna þegar fréttamenn í húsakynnum ríksissáttasemjara leituðu eftir því.
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, sagðist hafa verið bjartsýnn á að miðlunartillagan yrði samþykkt. (mbl.is)
Ég óska ljósmæðrum til hamingju með niðurstöðuna. Þær fá 22,6% kauphækkun en fóru fram á 25%. Ég held að þetta verði að teljast viðunandi niðurstaða.Fjármálaráðherra dró stefnuna til baka.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Miðlunartillagan samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. september 2008
Reiknivél TR reiknar rétt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)