Siðferði í stjórnmálum hefur hrakað

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Er í lagi að rjúfa gerða samninga

i stjórnmálum?Þar segir svo m.a.:

 Svo virðist sem siðferði í stjórnmálum Reykjavíkur hafi hrakað.Það er áhyggjuefni, að  stjórnmálin í borgarstjórn skuli hafa fallið  niður á  mjög lágt plan.Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta í borgarstjórn.Þó menn væru ekki sammála stefnu flokksins  var unnt að treysta samningum við flokkinn. Og Sjálfstæðisflokkurinn gat státaf því að hafa aldrei rofið samstarf í borgarstjórn.En eftir að flokkurinn rauf meirihlutasamstarfið við Ólaf F. Magnússon hefur þar orðið  breyting á. Flokkurinn getur því allt eins leikið sama leikinn    við Óskar Bergsson.Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn er ekki að treysta  lengur. Forustumenn flokksins taka flokkshagsmuni og skoðanakannanir fram yfir hag borgarbúa.Á rúmum tveimur árum,sem liðin eru af kjörtímabilinu hafa setið 4 borgarstjórar og 4 meirihlutar. Fyrst sat Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson í embætti borgarstjóra.Hann myndaði meirihluta með Framsókn strax eftir kosningar 2006.Viðræður voru þá hafnar við Ólaf F.Magnússson en Sjálfstæðisflokkurinn sveik hann í miðjum samningaviðræðum.Næst myndaði Dagur B. Eggertsson,oddviti Samfylkingar, meirihluta og settist í stól borgarstjóra. Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknar , hætti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og gekk til samstarfs við "vinstri flokkana".Þetta samstarf var kallað Tjarnarkvartettinn,þar eð skýrt var frá því á bökkum tjarnarinnar.Það samstarf stóð aðeins í 100 daga eða þar til Ólafur F. Magnússon  hljópst undan merkjum og gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem bauð honum borgarstjórastólinn. Hefur Ólafur nú upplýst,að strax og Tjarnarkvartettinn komst til valda hafi  Sjálfstæðisflokkurinn byrjað að senda honum gylliboð en hann var þá veikur heima..Ólafur F. Magnússon gaf sig að lokum. Lék Sjálfstæðisflokkurinn hér  ljótan leik. Og aftur lék flokkurinn mjög ljótan leik,þegar Ólafi var sparkað eftir að búið var að nota hann. Var þá fjórði meirihlutinn myndaður,þ.e. meirihluti íhalds og framsóknar á ný og Hanna Birna,oddviti Sjálfstæðisflokks settist í stól borgarstjóra. Er talið að sá meirihluti hafi verið myndaður af formönnum flokkanna,Geir H. Haarde og Guðna Ágústssyni..Forusta Sjálfstæðisflokksins hafði orðið áhyggjur af slæmu gengi flokksins í Reykjavík og taldi að  það  gæti skaðað flokkinn á landsvísu. Þess vegna skarst Geir í leikinn.-En valdabroltið hefur ekki aukið fylgið

 

.Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún veik í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem greinst hefur með góðkynja mein í höfði, sagði við Útvarpið í dag að hún hefði fengið aðkenningu að aðsvifi þegar hún var í pallborðsumræðum í New York á mánudag um þróunarsamvinnu og konur í Afríku.

„Það þótti ástæða til að líta betur á þetta sem var ágætt því það kom í ljós að ekki var allt með felldu og það þarf eitthvað að skoða mein sem ég er með í höfðinu og það verður gert," sagði Ingibjörg.

„Þetta er eins og orðað var af einhverjum fornt  og friðsælt og ég vona að þetta verði allt í lagi," bætti hún við.

Ingibjörg sagði að dagskrá hennar í New York hefði raskast lítillega í gær en nú yrði haldið áfram nokkurn veginn eins og gert var ráð fyrir og vonandi yrði það þannig út vikuna.

Hún sagði að þing SÞ væri eins og pólitískur markaður í jákvæðri merkingu en ar væru allir saman komnir sem þurfa að tala saman um hin ýmislegu mál. Íslendingar legðu aðaláherslu á framboðið til öryggisráðs SÞ.  (mbl.is)

Vonandi verður Ingibjörg Sólrún fljót að ná sér. Þetta er mikill annatíma í stjórnmálunum,bæði í innanlandsmálum og utanríkismálum en kosið verður í Öryggisráðið í næsta mánuði.Segja má,að hún veikist á versta tíma en heilsan gengur fyrir öllu. Ekki er enn vitað hvort einhver verður að leysa hana af sem utanríkisráðherra á meðan hún er að ná sér. En talið er að unnt sé að meðhöndla meinið á stuttum tíma.

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka Til baka


Helgi Hjörvar fer út af línunni

Þessi fyrirsögn birtist þvert yfir forsiðu Mbl.

í dag: Sóknarfæri í að selja virkjanir.Ég hrökk við þegar ég sá þessa fyrirsögn,einkum vegna þess að þetta var haft eftir Helga Hjörvar,þingmanni Samfylkingarinnar.Ég hefði talið að þessi skoðun kæmi frá Sjálfstæðisflokknum en ekki frá þingmanni Samfylkingar. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.Helgi Hjörvar hefur verið talinn með róttækari þingmönnum Samfylkingarinnar.Alla vega hefi ég alltaf talið hann róttækan jafnaðarmann.Helgi skrifar grein um mál þetta í Mbl. Við lestur hennar kemur í ljós,að hann er að tala um leigu á rekstri  virkjana eins og Kárahnjúkavirkjunar og talar um að leigja Alcoa reksturinn í 40 ár. Hvers vegna? Og til hvers? Til þess að fá peninga?Ég hefi ekki trú á því að það yrði til hagsbóta fyrir ríkið að leigja amerískum auðhring rekstur virkjunar.Þessir aðilar stunda enga góðgerðarstarfsemi.Þeir yrðu harðir í samningum og mundu sennilega  beygja litla Ísland og greiða okkur smánarlega litla leigu. Svo var þegar fyrstu álverin fóru í gang,að erlendu auðhringarnir píndu okkur til þess að  láta rafman af hendi fyrir algert lágmarksverð. Erlendir auðhringir eru ekkert auðveldari viðfangs í dag. Nei,ég er algerlega á móti því að leigja erlendum auðhringum rekstur  virkjana okkar til margra áratuga.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband