Sþ: Stoltenberg ítrekar stuðning við Ísland

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lagði sérstaka áherslu á það í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt, að Ísland nyti stuðnings allra hinna Norðurlandanna í framboðinu til öryggisráð SÞ. „Ég bið ykkur að taka það til athugunar," sagði Stoltenberg.

Hann sagði að Ísland væri nú í fyrsta skipti, frá því landið gerðist aðili að SÞ fyrir 62 árum, í framboði til öryggisráðsins.

„Framboð Íslands endurspeglar þá skuldbindingu allra Norðurlandanna að vinna að alþjóðlegum friði og hinu mikilvæga starfi Sameinuðu þjóðanna. Ísland nýtur virks stuðnings bandalagsþjóða sinna í norræna ríkjahópnum: Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs," sagði Stoltenberg.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ávarpa allsherjarþingið í kvöld, líklega á milli klukkan 21 og 22 að íslenskum tíma.  (mbl.is)

 

Það er mikils virði,að Stoltenberg forsætisráðherra Noregs skyldi ítreka stuðning Norðurlanda við framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu.Nú er mjög stutt til kosninganna,og hver yfirlýsing vigtar þungt í kosningabaráttunni.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Stoltenberg ítrekar stuðning Norðurlanda við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vildi seðlabanki USA ekki semja við Seðlabanka Íslands?

Seðlabanki Íslands hefur átt viðræður við Seðlabanka Bandaríkjanna á undanförnum vikum um gerð gjaldmiðlaskiptasamnings. Ekki voru taldar ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi samning við Seðlabanka Íslands. Alls ekki væri þó útilokað að slíkur samningur yrði gerður síðar ef aðstæður gefa tilefni til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

„Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna gert tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við fjóra seðlabanka til þess að leysa úr bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viðkomandi löndum. Samningar þessir eru annars eðlis en þeir sem Seðlabanki Íslands gerði við þrjá norræna seðlabanka í maí sl.," segir í tilkynningu Seðlabankans.(mbl.is)

Ekki kemur skýrt fram hvort Seðlabanki Bandaríkjanna vildi ekki semja við Seðlabanka Íslands eða hvort aðrar ástæður réðu því,að ekki var gerður gjaldmiðlaskiptasamningur milli bankanna.Þetta hefði vissulega verið mikilvægt fyrir Ísland,ef slíkur samningur hefði verið gerður.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Ekki þótti ástæða til að gera gjaldmiðlaskiptasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistrými fyrir aldraða 3360 árið 2007

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2007. Frá árinu 1993 hefur Hagstofan leitað upplýsinga hjá rekstraraðilum. Í desember árið 2007 voru vistrými alls 3.360, þar af voru hjúkrunarrými 2.163 eða 64,4% vistrýma. Á milli áranna 2006 og 2007 fækkar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 50. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25. Árið 2007 voru tæp 53% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu en rúm 47% annarsstaðar.

Af 3.235 öldruðum sem bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2007 voru konur tæp 64%. Tæp 10% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2007. Þetta hlutfall var tæp 12% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2007 voru tæp 24% fólks 80 ára og eldra búsett  í vistrýmum aldraðra. Það á við um 20% karla á þessum aldri og rúm 26% kvenna.(hagstofa.is)

Athyglisvert er,að dvalarrýmum aldraðra fækkar frá 2006 til 2007.Hins vegar fjölgar hjúkrunarrýmum á þessu tímabili um 25.Alls  voru rými fyrir aldraða á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum 3360 í des. 2007.

Björgvin Guðmundsson


VG andmælir gjaldskrárhækkun OR

Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Reykjavík segist í ályktun fordæma gjaldskrárhækkun OR sem virðist tilkomin vegna glórulausrar lántöku erlendis.

Efnt hafi verið til þeirrar lántöku svo fyrirtækið geti fjármagnað innrás á óspjölluð hverasvæði og virkjað  fyrir erlendar stóriðjur. Almenningi sé síðan ætlað að borga brúsann og niðurgreiða þannig umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins.


„Stórfelldar hækkanir á gjaldskrá OR eru hnefahögg í andlit almennings, sem þegar hefur  tekið á sig mikla kjaraskerðingu og hefur enga leið til að verjast  slíkum lífskjaraárásum," segir í ályktuninni. (mbl.is)

Ég er sammála fordæmingu VG á gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar.Það er forkastanlegt,að opinbert fyrirtæki skuli stórhækka gjaldskrá fyrir orku til almennings,þegar brýnt er að reyna að ná verðbólgunni niður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is VG fordæmir gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan fellur áfram.

Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla fór í hæst í 183,91 í viðskiptum í morgun og hefur vísitalan aldrei verið hærri. Þegar gengisvísitala erlendra gjaldmiðla hækkar veikist krónan og hefur krónan því aldrei verið veikari gagnvart körfu helstu mynta en í morgun. Þá hefur krónan aldrei staðið veikari gagnvart evru, en evran fór hæst í 140,96 krónur í viðskiptum í dag.

Þá fór Bandaríkjadalur hæst í 96,80 krónur og þarf að leita aftur til vormánaða ársins 2002 til að sjá krónu jafn veika gagnvart dalnum. Gengi krónu gagnvart bresku pundi og gjaldmiðlum Norðurlandanna náði enn fremur sögulegu lágmarki í vikunni, en gengisvísitalan hefur sveiflast í grennd við vísitölugildið 180 síðustu daga. Gengi krónu hefur lækkað um ríflega þriðjung frá áramótum. Þar af nemur gengislækkun það sem af er september ríflega 12%. Gengislækkunin nemur nú tæpum3%.(mbl.is)

Það er orðið erfitt að láta krónuna fljóta áfram. Það verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að stöðva áframhaldandi fall krónunnar .Áframhaldandi  fall þýðir aukin verðbólga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan skilin eftir munaðarlaus!

Sé rétt haft eftir efnahagsráðgjafa forsætisráðherra að stjórnvöld hér sækist ekki eftir aðgengi að lánalínum hjá seðlabanka Bandaríkjanna, hafa þau skilið krónuna eftir munaðarlausa á víðavangi, segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Þetta valdi því að krónan falli eins og steinn með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Sé þetta stefna Seðlabankans, beri ríkisstjórninni umsvifalaust að setja stjórn bankans af og gefa yfirlýsingu um að þetta sé ekki hennar stefna.

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, segir í Fréttablaðinu í dag að lánalínur á borð við þær sem Seðlabankar Norðurlandanna sömdu um við seðlabanka Bandaríkjanna séu óþarfar hér. Aðalatriði sé að slíkar lánalínur, sem eiga að greiða fyrir gjaldeyrisviðskiptum, séu ekki það sem sóst hafi verið eftir.

Ólafur Ísleifsson undrast mjög þessi ummæli. Meginvandinn hér sé að krónan falli eins og steinn og verðbólgan æðir áfram. Þegar yfirlýsing kemur um að menn hafi ekki gripið líflínu sem Bandaríkjamenn hafi kastað hingað, og nágrannþjóðir okkar hafi gripið, er það yfirlýsing um að stjórnvöld hvorki geti né hreinlega vilji bjarga krónunni, segir Ólafur.

Ólafur segir fall krónunnar í morgun standa í beinu sambandi við þessi ummæli efnahagsráðgjafans, markaðurinn hafni þessari stefnu algjörlega. Krónan sé skilin eftir munaðarlaus á berangri. Hann segir þetta raunar vart geta verið rétta lýsingu á afstöðu Seðlabanka Íslands. Ef svo væri, væri fullkomið tilefni að leysa bankastjórn Seðlabankans frá störfum nú þegar, segir Ólafur. Og hann segir ljóst að þetta ástand geti ekki haldið áfram; ríkisstjórnin hljóti að gefa út skilyrðislausa yfirlýsingu um að það sé ekki hennar stefna að verja ekki gjaldmiðilinn hér, að verja ekki fjármálastöðugleikann hér og að verja ekki markmiðin í verðlagsmálum.(ruv.is)

 

´EG undrast nokkuð,að Ísland skyldi ekki taka þátt í samstarfi  Norðurlanda við seðlabanka Bandaríkjanna  og  fá lánalínu þaðan.Það hlýtur þá að vera að Ísland hafi einhver önnur ráð uppi í erminni sem upplýst verði um fljótlega.Ólafur Ísleifsson er mjög harðorður um afstöðu Íslands þessu máli  og segir fall krónunnar i morgun beinlínis stafa af þessari afstöðu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mega múslimar ekki reisa mosku á Íslandi?

Nokkrar deilur hafa risið um það hvort leyfa eigi muslimum á Íslandi að reisa mosku í Reykjavík eða nágrenni. Nokkuð  er umliðið síðan sótt  var um lóð undir mosku í Reykjavík en söfnuðurinn hefur verið dreginn á svari og er ljóst,að einhver tregða er hjá borgaryfirvöldum.En er unnt að amast við safnaðarstarfi muslima á Íslandi'? Ég held ekki. Hér ríkir trúfrelsi og þá má hver sem er hafa þá trú sem hann vill og reka safnaðarstarf. Ef ekki er unnt að banna safnaðarstarf muslima á Íslandi þá sé ég ekki að unnt sé að neita muslimum um lóð.Hér verður jafnrétti að ríkja. Sumir segja,að moskur geti orðið gróðrarstía hryðjuverkamanna. Slíkt hafi gerst erlendis.Ef raunverulegur ótti er á slíku á Íslandi verður lögreglan að hafa strangt eftirlit með muslimum og starfsemi þeirra. En menn verða að athuga,að muslimar eru nú þegar með safnaðarstarf á Íslandi enda þótt þeir hafi ekki moskur.Þeir  reka það í öðru húsnæði og hryðjuverkamenn geta alveg eins verið  þar eins og í moskunum.Við verðum að leyfa starfsemi muslima hér.Annað væri brot á   stjórnarskránni.

 

Björgvin Guðmundsson 


Endurfjármagnar Íbúðalánasjóður íbúðalán hjá bönkunum?

Félagsmálaráðherra skoðar nú hvort heimila eigi Íbúðalánasjóði að endurfjármagna íbúðalán sem tekin voru hjá bönkunum á sínum tíma. Slíkt myndi bjarga mörgum heimilum frá gjaldþroti en Íbúðalánasjóður leyfir viðskiptavinum sínum að frysta lán í allt að þrjú ár vegna greiðsluerfiðleika. 

Þeir sem tók níutíu prósenta lán hjá bönkunum fyrir tveimur árum til að kaupa húsnæði horfa margir hverjir fram á það að höfuðstóll lánsins er orðinn hærrri en verðmæti húsnæðisins. Það sem verra er, þverrandi kaupmáttur gerir það að verkum að fólk hættir að geta staðið í skilum. Þótt Íbúðalánasjóðslánin séu verðtryggð ekki síður en bankalán er hægt að frysta þau í allt að þrjú ár í von um batnandi tíð.

Ingólfur H. Ingólfsson hjá spara.is segir að þetta snúist jú allt um að spara tíma. Geti fólk beðið eftir því að verðbólgan lækki mun húsnæðisverðið á endanum hækka og fólk ná því að verða réttum megin við strikið. Hann telur þetta líka geta gagnast bönkunum, sem losi þannig um fé, en þeir séu ekki að græða mikið á sumum þessara íbúðalána sem séu 4,15 prósenta vöxtum.(mbl.is)

Hér er um góða hugmynd að ræða. Mikil vandræði eru nú hjá fólki,sem er með miklar afborganir og vexti af íbúðalánum.Afborganir hækka og hækka af íbúðalánum og fólk á erfitt með að standa í skilum enda hækkar matarreikningurinn á sama tíma stöðugt að ekki sé nú talað um bensínreikninginn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SA kynna sér kosti og galla aðildar að ESB

Forysta Samtaka atvinnulífsins heimsækir Evrópusambandið í Brussel í byrjun næstu viku. Samtökin munu hitta og ræða við valda aðila innan og utan ESB. „Ferðin er liður í umræðum innan aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA.  „Markmið okkar með þessari ferð eru að fá nánari vitneskju um hvernig evrópsku atvinnulífi farnast innan ESB, hver sé líkleg þróun ESB á næstu árum og hvernig efla megi samskipti íslensks atvinnulífs og ESB,“ að því er segir í tilkynningu.

 

Fjölmörg málefni verða til umfjöllunar, m.a. gjaldmiðilsmál, sjávarútvegsmál, aðgangur að innri markaði ESB og orkumál ásamt mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Þá munu fulltrúar SA kynna sérstaklega árangur íslensks atvinnulífs á liðnum misserum. 

„Við Íslendingar eigum að leggja miklu meiri rækt við að kynna á vettvangi ESB árangur okkar  á ýmsum sviðum atvinnulífsins og hvað megi læra af honum. Þar standa upp úr mál eins og stjórnun fiskveiða og rekstur í sjávarútvegi ásamt árangri okkar í orkumálum. Þá hef ég fundið fyrir miklum áhuga forystu atvinnulífsins í ýmsum Evrópuríkjum á árangri okkar í uppbyggingu nýrra háskóla sem atvinnulífið hefur komið beint að hérlendis,“ segir Þór, í tilkynningu.

 

Formaður Samtaka atvinnulífsins undirstrikar í tilkynningunni að Íslendinga hafi mikinn hag af því að árangur landsins sé kynntur á vettvangi Evrópusambandsins.  „Þannig styrkjum við stöðu okkar og eflum um leið  samskipti við ESB.“(mbl.is)

Það  er vel til fallið,að Samtök   atvinnulífsins  kynni    sér ESB frá ölllum hliðum.Það   getur þurft að taka afstöðu til  aðildarumsóknar fyrr en varir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

Fara til baka T


mbl.is Kostir og gallar aðildar rædd í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband