Krísufundur í Stjórnarráðinu með Seðlabankanum

Bankastjórar Seðlabankans hafa í dag setið á fundum í stjórnarráðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins segja áfall fyrir peningastefnuna að bandaríski seðlabankinn vilji ekki semja við Íslendinga um skipti á gjaldmiðlum og verði stjórnvöld stjórnvöld að halda áfram að reyna að semja við erlenda seðlabanka.(mbl.is)

 

Forsætisráðherra kallaði á alla bankastjóra Seðlabankans til fundar í gamla stjórnarráðshúsinu ´

i dag. Segja má,að fundurinn hafi verið haldinn strax eftir að  Geir Haarde kom heim frá New York.Þetta var eins konar krisufundur en krónan hefur hríðfallið' undanfarið. Það var mikið áfall fyrir Ísland,að Seðlabanki  Bandaríkjanna  skyldi ekki vilja gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Íslands.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stjórnvöld semji við erlenda seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill árangur af ferð Evrópunefndar

Evrópunefnd var á ferð í Brussel í síðustu viku til þess að fjalla um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án þess að ganga í ESB.Jóhanna Vilhjálmsdóttir sagði í Kastljósi í gær,að þetta hefði verið alger sneypuför,árangur enginn.Það er ef til of sterkt að orði kveðið.Hins vegar var vitað fyrirfram,að embættismenn í Brussel mundu segja nei,þegar þeir væru spurðir um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án aðildar að ESB.Þeir gátu ekki svarað öðru. Auk þess var rætt við lágt setta embættismenn.Þetta hefur því nánast verið skemmtiferð og almenn kynningarferð um ESB almennt.

Ef athuga á í alvöru hvort unnt er að taka upp evru á þeim grundvelli að Ísland sé í EES og ætli ekki í ESB í bráð þarf að tala við stjórnmálaleiðtoga ESB. Það þarf þá að heimsækja þau aðildarríki sem ráða mestu í ESB.Ekki er líklegt að pólitískur vilji sé til þess hjá ESB að samþykkja beiðni Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Breskir jafnaðarmenn rétta sig aðeins af

Heldur hefur dregið saman með Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í Bretlandi samkvæmt nýjum könnunum. Þannig hefur Íhaldsflokkurinn aðeins 9 prósentustiga forskot í könnun sem Guardian birtir í dag. Blaðið segir þetta veruleg umskipti því fyrir mánuði hafi litið út fyrir algjört afhroð Verkamannaflokksins, hann hafi átt á hættu að þurrkast út. Guardian telur góða frammistöðu Gordons Brown forsætisráðherra á nýlegu þingi flokksins, og trúverðug viðbrögð hans við fjármálakreppunni, hafa valdið sinnaskiptum margra.

 


Hins vegar sé enn langt í land að Verkamannaflokkurinn öðlist fyrra fylgi. Samkvæmt könnun blaðsins styður 41 prósent Breta Íhaldsflokkinn, 32 prósent Verkamannaflokkinn og 18 prósent Frjálslynda demókrata.(mbl.is)

Það hefur sannast  í Bretlandi eins og víðar,að valt er veraldargengi. Blair fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra var mjög vinsæll fyrstu árin en svo hallaði undan fæti fyrir honum einkum vegna Íraksstríðsins og stuðnings hans við Bush. Talið var,að Gordon Brown mundi  hífa fylgið upp en það fór á annan veg. Brown hefur reynst óvinsælli en Blair. Brown hefur ekki sömu persónutöfra og Blair en er ef til örlítið róttækari jafnaðarmaður. Brown á nú erfitt verk fyrir höndum að ná flokknum upp í sömu hæðir og áður.

 

Björgvin Guðmundsson


Jafntefli hjá Obama og MacCain í kappræðum

Hvorugur hafði betur í sjónvarpskappræðum í nótt,Obama eða Mac Cain.Þeir voru svipaðir. Obama sagði,að hann vildi bæta heilbrigðiskerfið,menntamálin og orkumálin. Bandaríkin ættu að vera sjálfum sér nóg í orkumálum.Mac Cain sagðiust vilja lækka skatta  en Obama vildi hækka þá.Stjórnandinn spurði þá ítrekað um björgunaraðgerðir Bush vegna fjármálakreppunnar.Þeir töluðu jákvætt um aðgerðirnar en töldu ýmsu þurfa að breyta í björgunarpakkanum.Obama sagði,að það væri sök Bush og republiana hvernig komið væri. Þeir deildu mikið um Írak og Afganistan.Obama sagði,að Mac Cain hefði sagt,að gereyðingarvopn væru í Írak en engin slík hefðu fundist. Obama sagði einnig,að Mac Cain hefði sagt,að stríðið í Írak tæki örskamman tíma en annað  hefði komið á daginn. Staða frambjóðendanna er óbreytt eftir kappræðurnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Stærstu ísl. fyrirtækin þurfa 600 milljarða endurfjármögnun!

Stærstu íslensku fyrirtækin, að bönkunum undanskildum, þurfa að endurfjármagna sig um að minnsta kosti 600 milljarða króna á næstu 12 mánuðum. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vandamálið tröllvaxið.

Ef einhverjum tækist að útvega þessa upphæð og leysa hana út í þúsundköllum og raða þeim í einfalda röð næði sá borði 67 sinnum hringinn í kring um Ísland eftir þjóðvegi númer eitt. Sami borði myndi ná um það bil tvisvar sinnum í kring um jörðina.

Stoðir sem áður hét FL-Group er eitt þeirra rekstrarfélaga sem þarf á mestri endurfjármögnun að halda þ.e. rúmum 120 milljörðum á næstu 12 mánuðum. Talsmaður Stoða segir vaxtaberandi skuldir Stoða sem komi til gjalddaga næstu 12 mánuði nema 69 milljörðum króna. Hluti skuldanna verði greiddur niður samhliða sölu eigna.(ruv .is)

Hér eru nefndar tröllvaxnar upphæðir,sem dosentinn telur vanta til endurfjármögnunar stærstu fyrirtækjanna. Ljóst er,að útrásin hefur öll verið fjármögnuð með lánsfé og nú er komið að skuldadögum.Spurning er hvernig gengur að útvega lánsfé eða að selja eignir til þess að greiða lánin.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 27. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband