Miðvikudagur, 3. september 2008
Tekist á um stóriðju á alþingi
Öll orkan á Íslandi er frátekin fyrir tvö til tvö og hálft álver næstu árin ef stefna ríkisstjórnarinnar gengur eftir, fullyrti formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag og sakaði Samfylkinguna um svikin loforð. Á sama tíma hafni þjóðin fleiri álverum. Ríkisstjórnin styður álver á Bakka.
Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, hóf umræðuna með því að benda á misvísandi yfirlýsingar ráðamanna um stóriðju fyrir og eftir kosningar. Hann vildi fá að vita hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar, og þar með Samfylkingarinnar, að byggja upp frekari stóriðju þrátt fyrir kosningaloforð og aðrar yfirlýsingar ráðamanna.
Hvað á að virkja til að útvega orku fyrir allar þessar stóriðjur, spurði Steingrímur, verður það neðri Þjórsá, Skjálfandafljót og jökulárnar í Skagafirði? Veruleikinn sé að búið sé að taka frá alla orku fyrir álver og ekkert annað.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, lýsti stuðningi ríkisstjórnarinnar við álver á Bakka, kvaðst andvígur olíuhreinsistöð á Vestfjörðum en vildi ekki gefa upp afstöðu sína til virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hann ítrekaði að ekki verður farið inn á óröskuð svæði. Ríkisstjórnin haldi áfram að byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að nýta auðlindir af varúð og skynsemi en líka af mikilli umhyggju fyrir náttúrunni sjálfri. (ruv.is)
Mörgum finnst,að lítið hafi breytst í stóriðjumálum frá því fyrir kosningar.Stjórnvöld eru áfram með stóriðju.Samfylkingin hefur að vísu knúið það fram,að ekki verður farið inn á óröskuð svæði.Enn er allt óráðið með það hvort virkjað verður í neðri Þjórsá.Ég tel,að helmingslíkur séu á því að það verði gert.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Er komin kreppa?
Miklar umræður urðu um efnahagsmál á alþingi í gær. Geir Haarde forsætisráðherra skýrði frá því að ríkið væri að taka 30 milljarða gjaldeyrislán til þess að styrkja gjaldeyrisforðann.Einnig skýrði hann frá frekari ráðstöfunum í sama skyni.Enginn vafi er á því,að ríkisstjórnin hefur styrkt stöðu sína með því að taka umrætt lán. Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum en hún hefuir nú að mesta rekið af sér slyðruorðið.
Stjórnin á þó eftir að gera ráðstafanir til þess að sporna gegn yfirvofandi atvinnuleysi. Auka þarf framkvamkvæmdir ríkisins í þessu skyni.Þess verður nú vart,að samdráttur er mikill í íslensku efnahagslífi. En það er ekki komin kreppa. Það er samdráttur.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Aðild að ESB forsenda upptöku evru
Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, telur evruupptöku Íslendinga án aðildar að Evrópusambandinu ekki koma til greina. Ráðherrann, sem er nú í opinberri heimsókn til Íslands, telur Íslendinga ekki þurfa að óttast að missa yfirráðin yfir fiskimiðunum við inngöngu í ESB. Hann lýsir jafnframt yfir stuðningi við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Moratinos átti í dag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir Haarde forsætisráðherra, en þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Spánar kemur í opinberra heimsókn til landsins.
Aðspurður um hvers vegna hann teldi Íslendinga ekki geta tekið upp evruna án aðildarviðræðna vísaði Moratinos til þeirra orða Jean-Claude Trichet, bankastjóra evrópska seðlabankans, að slíkt skref væri ekki raunhæft.
Moratinos er jafnframt þeirrar hyggju að evruupptaka Spánverja hefði reynst farsæl og að gjaldmiðillinn verndaði hagkerfin fyrir miklum utanaðkomandi sveiflum, sem jafnan væri ókostur smærri gjaldmiðla.
Moratinos á sæti í stjórn José Luis Zapatero forsætisráðherra, sem komst til valda eftir kosningar sem fram fóru aðeins nokkrum dögum eftir hryðjuverkaárásirnar í Madrid í mars 2004.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði margt hafa borið á góma í viðræðum þeirra. Hinn spænski kollegi hennar var reiðubúinn til að byggja brýr til Suður-Ameríku til að styrkja Íslendinga í framboðinu til öryggisráðsins, en Spánverjar eiga í miklum viðskiptum við álfuna.
Þá sagði Ingibjörg Sólrún spænska utanríkisráðherrann telja að ekki væri rétt að beita Rússa frekari þvingunum vegna Georgíudeilunnar, svo sem að leggja á þá viðskiptaþvinganir eins og nokkur ESB-ríkin hefðu léð máls á undanfarið. (mbl.is)
Ummæli spænska utanríkisráðherrans um Ísland,evruna og ESB skipta miklu máli,þar eð Spánn er mikilvægt ríki í ESB.Eftir þessi ummæli er tilgangslaust að gæla við þá hugmynd að taka upp evru án aðildar að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Það vantar lágvöruverðsverslun i Grafarholti
Grafarholtið er eitt af nýrri hverfum borgarinnar.Hverfið hefur byggst hratt upp og m.a. er mikið af barnafólki í hverfinu. Í stórum dráttum er þjónusta góð í hverfinu en einn galli er á: Það vantar tilfinnanlega lágvöruverðsverslun í hverfinu.Kaupás er með tvær verslanir þarna,Nóatún og 11/11.Þetta eru ágætar verslanir sérstaklega Nóatún en þar er vöruúrval mikið og gott en verðið er í hærri kantinum.Nú þegar harðnar á dalnum finnst fólki tilfinnanlega vanta lágvöruverðsverslun í Grafarholti. Það er Bónus verslun á Spöng í Grafarvogi en það er nokkuð langt að fara þangað fyrir Grafarholtsbúa.Bónus,Krónan eða Netto þyrfti því að setja upp verslun í Grafarholti. Raunar vekur það furðu að ekki skuli hafa verið sett upp slík verslun í hverfinu. Í Norðlingaholti,sem byggðist seinna en Grafarholt er þegar komin Bónus búð. Sagan segir,að eitthvert samkomulag hafi verið gert á bak við tjöldin um að ekki yrðu settar upp aðrar verslanir en Nóatún ( Kaupás) í Grafarholti.Því verður ekki trúað að slíkt samkomulag hafi verið gert. Það væri brot a öllum reglum um frjálsa samkeppni. Ég skora á Bónus eða Krónuna að setja upp verslun í Grafarholti.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
"Við ætlum að leiðrétta þetta misrétti"
Samfylkingin sagði fyrir síðustu alþingiskosningar,að ójöfnuður hefði aukist í samfélaginu og lífeyrir eldri borgara hefði ekki fylgt launavísitölu.Aldraðir hefði því ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar ( gliðnunin).Síðan sagði: Samfylkingin ætlar að leiðtétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Í kjaramálum lagði Samfylkingin mesta áherslu á þetta atriði, meira en að draga úr tekjutengingum enda þótt þær skipti einnig miklu máli.En ekkert hefur enn verið gert til þess að leiðrétta misréttið.Ekkert hefur verið gert til þess að draga úr gliðnuninni.Þvert á móti hefur hún aukist. Lífeyrir aldraðra var 100 % af lágmarkslaunum sl. ár en nú er lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum.. Gliðnunin hefur því aukist.Hvað er hér að gerast? Hvað er Samfylkingin að hugsa? Lætur hún Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í lífeyrismálum? Er það ef til vill fjármálaráðherrann sem ræður?
Björgvin Giðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Jákvæð viðbrögð við gjaldeyrisláni
Efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, ekki síst af hálfu markaðarins bæði heima og erlendis. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið jákvæð þegar fréttirnar um lánið spurðust til Lundúna.
Elizabeth Gruié, sérfræðingur hjá BNP Paribas, segir þetta gleðitíðindi sem beðið hafi verið eftir með eftirvæntingu. Markaðurinn hefði nánast gefið upp vonina um að svona færi en þessi innspýting verði vel þegin. Og Gruié tekur ekki undir þá gagnrýni að íslensks stjórnvöld hafi farið sér óþarflega hægt í að grípa til aðgerða í efnahagsmálum.
Þróun gjaldmiðlaviðskipta sýni að ríkisstjórnin hafi gert allt rétt til þessa; frá því hún gerði skiptisamninga við norrænu bankana. Það hafi verið mikilvæg ákvörðun. Þessi leið hafi reynst hagstæðari fyrir markaðina þó að þróunin hafi verið hæg. Hún telji það vera réttu leiðina að taka sér tíma.
Áhrifanna af lántökunni ætti að vera skammt að bíða að mati sérfræðings fjárfestingabankans franska. Raunar gætti þeirra þegar í dag því gengi krónunnar styrktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.
Gruié segir að framhaldinu geti skuldatryggingaálag lækkað sem myndi þá auðvelda bönkunum að taka lán á hagstæðari kjörum. (ruv.is)
Það er gott,að viðbr0gð við gjaldeyrisláni skuli jákvæð.En betur má ef duga skal. Nú þarf ríkisstjórnin að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Býður Ingibjörg sig fram sem forseti ASÍ?
Stjórnir VR og LÍV, Landssambands íslenskra verzlunarmanna, skora á Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formann LÍV og varaforseta ASÍ, að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands en kosið verður á ársfundi sambandsins í október.
Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu.
Fram kemur í tilkynningu, að Ingibjörg hafi starfað í verkalýðshreyfingunni í áratugi, verið formaður LÍV frá árinu 1989 og varaforseti ASÍ alls í 13 ár. Hún sé eina konan, sem kjörin hafi verið formaður landssambands innan ASÍ og myndi kosning hennar í embætti forseta brjóta blað í sögu verkalýðshreyfingarinnar( mbl.is)
Ingibjörg mundi svo sannarlega sóma sér vel í embætti forseta ASÍ og hún mundi örugglega valda embættinu vel. Talið er,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ muni bjóða sig fram. Hann er einnig mjög góður kostur. Hann er mjög vel að sér um öll kjaramál ,þekkir málin út og inn og er mjög skeleggur málsvari ASÍ. Sennilega er hann ögn betri kostur þó erfitt sé að gera upp á milli tveggja góðra kosta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skorað á Ingibjörgu að gefa kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Verkfall ljósmæðra hefst á miðnætti
Verði tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra að veruleika á miðnætti skerðist þjónusta þeirra mjög mikið og sums staðar verður hún engin. Samkvæmt neyðaráætlun ríkisins verður engin þjónusta við konur í barnseignarferli á þessu tímabili. Mæðravernd fellur niður, þjónusta ungbarnaverndar verður skert og fæðingardeild lokuð, segir til dæmis á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Í verkfalli starfa ljósmæður samkvæmt undanþágulistum, sem miða við þjónustu sem veitt var fyrir 13 árum.-mbl.is
Staðan er mjög alvarleg. Svo virðist sem ekki sé nægilegur áhugi á því að semja,þar eð enginn samningafiundur var boðaður í dag. Samningafundur verður fyrst á morgun ,þegar verkfall er hafið.Það er furðulegtáhugaleysi og kæruleysi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Víða engin neyðarvakt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |