Laugardagur, 6. september 2008
Fjölmenni við útför Sigurbjörns Einarssonar
Útför Sigurbjörns Einarssonar, biskups, hófst klukkan 14 í Hallgrímskirkju í Reykjavík að viðstöddum forseta Íslands, forsætisráðherra og öðrum ráðherrum, prestum þjóðkirkjunnar, fulltrúum íslenskra safnaða og erlendum gestum.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, jarðsöng.. Athöfninni var bæði útvarpað á Rás 1 og sjónvarpað í Sjónvarpinu.
Um 1100 manns höfðu fyrr í dag ritað nafn sitt í minningarbók, sem lá frammi vegna andláts Sigurbjörns, sem andaðist 28. ágúst síðastliðinn, 97 ára að aldri. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.(mbl.is)
Útförin var falleg en látlaus. Sigurbjörn hafði óskað eftir því að athöfnin yrði látlaus og að ekki yrði fjallað eingöngu um hann heldur Jesú Krist og upprisuna. Eftir því var farið. Ræða sr. Jóns Dalbú var mjög góð. Hann sagði,að þegar Sr. Sigurbjörn hefði talað þá hefði verið hlustað og það er rétt. Sr Sigurbjörn var áhrifaríkur kennimaður en hann var mikið meira.Hann hafði ríka réttlætiskennd.Hann var jafnaðarmaður,var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn,barðist gegn hersetu á Íslandi og lét mörg þjóðfélagsmál til sín taka.Sr. Sigurbjörn var mjög merkur maður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sigurbjörn Einarsson jarðsunginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Þá var kreppa
Hér er saga úr kreppunni fyrir stríð ( 1930-1940):
Heimilisfaðirinn er hafnarverkamaður í Reykjavík.Hann er atvinnulaus,það er gífurlega miiklð atvinnuleysi. Það eru engar atvinnuleysisbætur.Menn verða að bjarga sér.Þegar allt um þrýtur lætur sveitarfélagið einhverja smáaura í fátækrastyrk.En stoltið er mikið og heldur aftur af mönnum að taka við slíku. Heimilisfaðirinn atvinnulausi segir við konu sína: Ég ætla að skreppa niður á höfn og trolla kol. Það falla stundum kol í höfnina og hann reynir að ná þeim upp með handtolli. Ef hann er heppinn fær hann kol og getur selt þau fyrir mat. Þetta er kreppa. En það en engin kreppa í dag.Og það er undarlegt að heyra menntaða menn tala um að það sé kreppa í dag.
I hagfræðinni er fjallað um hagsveiflur:Þenslu,verðbólgu,samdrátt og kreppu. Þensla er undanfari verðbólgu og samdráttur er undanfari kreppu. Það er samdráttur núna og vissulega getur hann leitt til kreppu.En allt bendir þó til þess að við munum komast út úr þessu samdráttarskeiði án þess að hér verði stórfellt atvinnuleysi og kreppa skelli á.Margir hafa riðið nokkuð hratt í góðærinu,keypt stóra jeppa,sem þeir höfðu ekki efni á,eytt um efni fram þrátt fyrir miklar tekjur. Þó þeir verði nú að sleppa jeppanum og láta sér nægja einn bil er engin kreppa.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 6. september 2008
Guði reynir að hífa Framsókn upp
Þetta segir Guðni Ágústsson (mbl.is)
Ekki er víst að þetta gangi eins vel hjá Guðna og hann vonar Það er að vísu róttækur tónn í málflutningi Guðna af og til og eins og gamli samvinnu -og umbótatónninn sé kominn aftur. En síðan er Guðni alltaf fljótur að hlaupa til íhaldsins eins og sást þegar hann fékk Óskar Bergsson til þess að gerast hækja íhaldsins í borgarstjórn. Það urðu mikil vonbrigði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lagður af stað í mikið ferðalag fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Bankarnir skulda 8400 milljarða erlendis
Nýjar tölur Seðlabankans um skuldir Íslendinga erlendis eru ógnvekjandi. Íslendingar skulda rúmlega 10000 milljarða erlendis en eignir á móti eru um 8000 milljarðar. Hefur hrein staða við útlönd versnað um 27 milljarða og nemur 2100 milljörðum í skuld.Af skuldum Íslendinga skulda bankarnir mest eða 8400 milljarða en á móti koma eignir upp á rúmlega 6000 milljarða.Það eru þessar gífurlegu skuldir bankanna sem skapa hættuástand þeirra,þar eð erfitt er í dag að fá fjármagn til endurfjármögunar,a.m.k. á góðum kjörum.Bankarnir hafa farið mjög óvarlega í lántökum erlendis.Þeir geta ekki reiknað með því að skattgreiðendur komi þeim til hjálpar. Stjórnendur bankanna ættu að byrja á því að lækka sín laun og kaupréttarssamninga. Þar er um hömlulaust bruðl að ræða. Glitnir hefur þar gengið á undan með góðu fordæmi en hinir bankarnir hafa ekki einu sinni sýnt lit.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 6. september 2008
Leggjum Bjölluvirkjun til hliðar
Enn hefur Landsvirkjun tekist að fá náttúruverndarsinna marga hverja upp á móti sér. Nú hafa spurst út áform um að setja Bjallavirkjun inn á lista fyrir rammaáætlun um virkjunarkosti, sem stjórnvöld eru að vinna að. Virkjunin er rétt norðan við friðlandið að Fjallabaki, í Tungnaá ofan Sigöldustöðvar.
Með því að stífla Tungnaá myndast miðlunarlón í farvegi árinnar, allt að 30 ferkílómetrar, og telst það svæði vera á náttúruminjaskrá. Gæti slík virkjun framleitt árlega um 46 MW.
Unnið hefur verið að frumhönnun síðustu mánuði og var Náttúrufræðistofnun fengin til að fara yfir vistfræði og þá náttúrufarsskoðun sem hafði áður farið fram á svæðinu. Bjallavirkjun er nefnilega ekki ný hugmynd. Hún hefur verið til í hirslum Landsvirkjunar frá árinu 1980 þegar hún varð hluti af svonefndri mynsturáætlun Orkustofnunar.
Fyrstu hugmyndir gerðu þá ráð fyrir mun stærra miðlunarlóni og því yrði miðlað um opna skurði í inntakslón og þaðan til stöðvarhúss. Átti sá virkjunarkostur að geta útvegað allt að 70 MW. Sú Bjallavirkjun þótti hins vegar ekki hagkvæmur kostur og ekki samkeppnishæf við aðrar virkjanir sem þá voru til skoðunar. Áformin voru lögð til hliðar.
Fyrir fáum árum fóru verkfræðingar Landsvirkjunar að gefa þessum möguleika gaum á ný, m.a. með því að notast meira við jarðgöng. Hið nýja miðlunarlón, Tungnaárlón, nýtist að auki fleiri virkjunum, bæði í Tungnaá og Þjórsá, og Landsvirkjunarmenn telja lónið spila vel með Þórisvatni.
Að sögn Eysteins Hafberg, verkfræðings hjá Landsvirkjun, þótti sjálfsagt að reyna að koma þessum kosti að í þeirri rammaáætlun um virkjunarkosti sem verið er að vinna að. Hann segir að Bjallavirkjun megi líkja við virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Urriðafoss-, Hvamms- og Holtsvirkjun. Þó að hún sé ekki stór geti hún reynst ágætis búbót og góð söluvara fyrir mögulega raforkukaupendur ef sátt næst um hana.
Rammaáætluninni er ætlað að raða upp þeim virkjunarkostum sem í boði eru. Hljóti Bjallavirkjun náð fyrir augum þeirra sem um áætlunina fjalla er ekki þar með sagt að hún verði reist. Við tekur verkhönnun, umhverfismatsferli og vinna við framkvæmdaleyfi og útboðsgerð sem allt gæti tekið nokkur ár.
Andstæðingar virkjana geta ekki sakað Landsvirkjun um að ætla að leyna þessum virkjunarkosti. Í tengslum við undirbúning að rammaáætlun hafa áformin verið gerð opinber en spurt er hvort þau séu sett fram af fullri alvöru. Miðað við staðsetningu Bjallavirkjunar og nálægð við friðland og vinsæla ferðamannastaði á borð við Landmannalaugar benda viðmælendur Morgunblaðsins á að afar ólíklegt megi teljast að áformin gangi í gegn. Þau séu meira sett fram til að beita þrýstingi á að ná fram öðrum kostum.
Meðal þeirra sem á þetta benda er Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Hann gerir fyrst og fremst athugasemd við staðsetninguna og nálægðina við friðlandið að Fjallabaki og Vatnajökulsþjóðgarðinn. Um þennan kost náist aldrei sátt, í anddyri Landmannalauga.(mbl.is)
Þetta svæði er alltof viðkvæmt frá náttúruverndar sjónarmiði.Ég tel því að leggja eigi Bjölluvirkjun til hliðar.Samfylkingin vill ekki að' virkjað sé á oröskuðum svæðum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Gamall virkjunarkostur hringir bjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Kosningaloforð við eldri borgara svikin
´Fyrir síðustu alþingiskosningar lofuðu stjórnarflokkarnir þeim eldri borgurum,sem hættir væru störfum, miklum kjarabótum.Ekki hefur verið staðið við þessi kosningaloforð.Það eru 16 mánuðir liðnir frá kosningum en samt er ekki farið að efna þessi loforð.Ég tel,að það hefði átt að efna þessi loforð strax eftir kosningar. Það hefði átt að samþykkja þær kjarabætur ,sem lofað var,strax á sumarþinginu 2007.
Ríkisstjórnin hefur aðeins sinnt þeim eldri borgurum,sem eru á vinnumarkaðnum en "gleymt" hinum.Það eina,sem hefur verið gert fyrir þá,sem hættir eru að vinna er að samþykkja uppbót á eftirlaun fyrir lítinn hóp eldri borgara,sem ekki hafa verið í lífeyrissjóði. Þeir fá nú 8 þús. í uppbót á mánuði eftir skatta og skerðingar.Um það bil 2/3 eldri borgara eru hættir störfum og hafa ekki fengið þær kjarabætur,sem lofað var. Krafan er sú,að staðið verði við loforðin og það strax.
Björgvin Guðmundsson