Þarf ríkisstjórnin að tala meira til þjóðarinnar?

Silfur Egils byrjaði á ný í dag eftir sumarhlé.Þátturinn var frekar bragðdaufur.Helst vakti það athygli,að Jónas H. Harals fv. bankastjóri kom fram í þættinum og ræddi efnahagsmál,ESB og virkjanamál.Hann var hress þó hann sé orðinn 89 ára.En ekki kom neitt nýtt fram hjá honum. Hann sagði,að Ísland þyrfti að sækja um aðild að ESB til þess að sjá hvaða samning Ísland gæti fengið'.Hann sagði,að  nú  væri brýnast að koma á stöðugleika í efnahagslífi og gjaldeyrismálum en ekki  að  ráðast í frekari stóriðju.Reynir Traustason blaðamaður sagði að forsætisráðherra  og ríkisstjórnin þyrfti að tala meira til þjóðarinnar. Í þeim erfiðleikum sem nú væru  þyrfti að tala kjark í þjóðina og fá hana með í þær aðgerðir,sem þyrfti að gera.

Björgvin Guðmundsson


Jóhanna styður fatlaða í Peking

 

Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra,fór á   ólympíuleika fatlaðra í Peking. Með því sýnir hún íslenskum þáttakendum í leikunum að íslenskir ráðamenn styðja okkar þátttakendur í  ólympíuleikum fatlaðra ekki síður en í

ólympíuleikum   heilbrigðra.Þetta getur verið okkar þátttakendum í leikunum,sem nú standa yfir,mikils virði. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sýnt málefnum fatlaðra mikinn skilning og hefur unnið ötullega   að úrbótum í málaflokknum.

 

 Björgvin Guðmundsson


Flóttamenn velkomnir til Akraness

Flóttamennirnir frá Palestínu eru væntanlæegir til Akraness n.k.þriðjudag.Er öllum undirbúningi að komu þeirra lokið og þar á meðal er búið að útvega húsnæði fyrir þá alla. Nokkrar deilur urðu á Akranesi,þegar mál þetta kom fyrst upp. Magnús Hafsteinsson,varaforamaður frjálslyndra  gerði alvarlegar athugasemdir við komu flóttamannanna.Voru athugasemdir hans túlkaðar svo,að hann væri andvígur því að' taka á móti flóttamönnunum til Akraness. En  bæjarstjóri og bæjarstjórn Akraness samþykkti að taka á móti flóttamönnunum og svo virðist sem bæjarbúar séu    ánægðir með komu þeirra. Ég tel,að það sé gott er Ísland getur tekið á móti erlendum  flóttamönnum,sem hvergi eiga athvarf.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband