Mánudagur, 8. september 2008
Ungkratar andvígir sjúkratryggingafrv.
Ungir jafnaðarmenn lýsa í ályktun undrun sinni yfir því að þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að stuðla að því að frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar verði samþykkt óbreytt á yfirstandandi þingi.
Í ályktuninni segir, að frumvarpið gangi í grundvallaratriðum gegn stefnu Samfylkingarinnar en kjarni þeirrar stefnu birtist í því grunnskilyrði að réttarstaða einstaklinga breytist ekki verði einkaaðilum falið að sinna þjónustu á sviði heilbrigðismála.(mbl.is)
Ég tek undir með ungum jafnaðarmönnum.Frumvarpið gengur í grundvallaratriðum gegn stefnu jafnaðarmanna.
Björgvin Guðmundsson
T
Mánudagur, 8. september 2008
Á að láta þegna Eystrasaltsríkjanna leggja fram sakavottorð við komuna hingað?
Á að láta ríkisborgara frá Eystrasaltsríkjunum leggja fram sakavottorð við komuna hingað? Krafa um það er borin fram af ýmsum vegna þess hve mikið af fólki frá þessum ríkjum hefur komist í kast við lögin hér.En þetta er ekki eins einsfalt og það virðist í fljótu bragði. Þessi ríki eru aðilar að EES,Evrópska efnahagssvæðinu og eiga því að njóta sama réttar og önnur ríki EES varðandi frjálsa för fólks og frjálsa vinnuaflsflutninga.Við getum ekki mismunað ríkjum EES í þessu efni. Ef við tökum upp einhver sérstök skilyrði fyrir komu EES fólks hingað verða þær að gilda fyrir öll EES ríki,ekki aðeins Eystrasaltsríkin og ekki aðeins Litháen.
Það er eðlilegt að Íslendingum gremjist að útlendingar séu hér að fremja afbrot,beita ofbeldi,brjótast inn og jafnvel að ráðast á lögregluna. En Íslendingar hafa einnig brotið af sér erlendis.Og við viljum ekki af þeim sökum að við verður krafðir um sakavottorð í hvert sinn,sem við komum við útlanda.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 8. september 2008
Er verið að markaðsvæða heilbrigðisþjónustuna?
BSRB segist í umsögn um frumvarp um sjúkratryggingar, vara alvarlega við því að frumvarpið verði afgreitt sem lög óbreytt. Segir bandalagið m.a. að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir mjög rúmum heimildum ráðherra til þess að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna eftir eigin höfði.
Í umsögninni segir að síðastliðið vor hafi BSRB mótmælt því að frumvarpið yrði afgreitt frá Alþingi með þeim hraða sem ætlun stóð til. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að stigin verði skref í átt til markaðsvæðingar heilbrigðisþjónustunnar. Áhersla sé á kaup og sölu og að fram geti farið útboð á einstökum þáttum þjónustunnar.
Þannig sé Sjúkratryggingastofnun, samkvæmt 40. grein frumvarpsins ætlað að gera samninga í samræmi við stefnumörkun skv. 2. grein frumvarpsins, m.a. um skipulag heilbrigðisþjónustu, forgangsröðun verkefna innan hennar, hagkvæmni og gæði þjónustrunnar og aðgengi að henni."
Í 2. greininni sé einmitt áhersla lögð á vald ráðherra til að framfylgja stefnu sinni hvað varðar skipulag heilbrigðisþjónustu". Segir BSRB, að opnar heimildir af þessu tagi til einstakra ráðherra séu varasamar eins og reynslan frá Bretlandi sýni.
Þá hvetur BSRB til ítarlegrar og upplýsandi umfjöllunar um frumvarpið en varar eindregið við því að rasað verði um ráð fram og það lögfest á næstu dögum án nauðsynlegrar umræðu í þjóðfélaginu.
(mbl.is)
Ég er sammála mörgu í áliti BSRB.Ég óttast,að stefnt sé að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að koma á fót umræddri sjúkratryggingarstofnun. Ráðherra er einnig fengið alltof mikið vald í hendur. Vitað er,að núverandi
heilbrigðisráðherra vill aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.Dæmin sýna,að einkaaðilar hafa fengið í hendur rekstur heilbrigðisstofnana og hafa ekki getað rekið þær eins ódýrt og ríkið. Auknum kostnaði verður velt yfir á notendur,sjúklingana.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Varar við afgreiðslu frumvarps um sjúkratryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. september 2008
Gæti íslenskur banki orðið gjaldþrota?
Umræðan um íslenska banka og fjármálastofnanir er nú kominn á það stig,að menn ræða opinskátt um það,að íslenskur banki gæti orðið gjaldþrota. Nýlega voru birtar tölur um skuldir bankanna erlendis og eignir á móti. Menn hrukku við þegar þeir sáu hve´ gífurlega miklar skuldirnar eru en eignir eru að vísu miklar á móti.Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar,að það getur oft verið erfitt að koma eignunum í verð. Allt veltur á því hvernig bönkunum gengur að endurfjármagna sig.Það er erfitt um þessar mundir nema með gífurlegum kostnað.
Hvað gerist,ef einhver íslenskur banki kemst í veruleg vandræði,getur ekki greitt af erlendum skuldum sínum og við blasir þrot? Á íslenska ríkið þá að koma honum til bjargar? Margir segja nei. Bankarnir hafa komið sér í þessi vandaræði og þau eru þeirra mál. En málið er ekki svo einfalt.Fjöldi sparifjáreigenda á sparifé sitt í bönkunum. Íslenska ríkið vill gæta hagsmuna þeirra.Það yrði mikill álitshnekkir fyrir Ísland ef einhver banki hér yrði gjaldþrota.Hugsanlega mun Seðlabankinn lána bönkunum fjármagn til þess að þeir geti staðiðí í skilum við greiðslur af erlendum lánum.
Hugsunin á bak við aukinn gjaldeyrisforða Seðlabankans er sú,að erlendar lánastofnanir viti af því að nægir fjármunir séu fyrir hendi í Seðlabankanum til þrautavara.Vonandi þarf ekki að nota þessa peninga. En ef allt um þrýtur gæti Seðlabankinn lánað bönkunum fé.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. september 2008
Hlutabréf hækka,krónan hækkar
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 4,21%, Kaupmannahöfn 3,67%, Stokkhólmur um 4,9% og Helsinki um 3,95%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 3,78%.
Gengisvísitalan var 164,60 stig þegar viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun en er nú 162,55 stig. Bandaríkjadalur stendur í 87,25 krónum, pundið er 153,40 krónur og evran 123,65 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 10,9 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.(mbl.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir.Ástæðan er inngrip ríkisins í Bandaríkjunum í markaðinn.Ef til vill gætu stjórnvöld hér beitt handafli til þess að hækka krónuna,lækka verðbólgu og lækka vexti.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Markaðir á uppleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. september 2008
Bandaríkjastjórn yfirtekur húsnæðislánastofnanir í USA.Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð
George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að nauðsynlegt hafi verið að fjármálaráðuneytið tæki yfir rekstur húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac, því staða þeirra hefði ógnað fjármálakerfinu. Því hefði verið óhjákvæmilegt að taka þau yfir, taka til í rekstri þeirra og skjóta styrkari stoðum undir reksturinn.
Bush segir um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Lánasjóðirnir eiga eða ábyrgjast um helming allra fasteignalána í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld hafa sjaldan eða aldrei þurft að koma jafn stórum fyrirtækjum til bjargar. Þau römbuðu á barmi gjaldþrots eftir að hafa tapað um 14 miljörðum dollara undanfarið ár.
Henry Paulson tilkynnti um yfirtökuna í gær. Tveir gamalreyndir bankamenn hafa tekið við stjórn fyrirtækjanna.
Hlutabréf snarhækkuðu í verði á Asíumörkuðum í nótt eftir að tilkynnt var um yfirtökuna. Japanska Nikkei vísitalan hefur hækkað um 3,6%, í Seul er hækkunin 4,7%. Reiknað er hækkun í Evrópu og vestanhafs í dag.(ruv.is)
Það er athyglisvert,að það skuli gerast í háborg kapitalismans,að ríkið yfirtaki húsnæðislánasjóði.Hér er unnið að því öllum árum að koma húsnæðismálastofnun í hendur einkaaðila,bankanna.Það hefði heyrst hljóð úr horni,ef slikt skref hefði verið stigið hér og nú hefur verið stigið í Bandaríkjunum. Mér skilst einnig,að um einhverja ríkisábyrgð sé að ræða í Bandaríkjunum á vissum húsnæðislánum,nokkuð sem er fordæmt hér.Dæmið frá Bandaríkjunum sýnir okkur einfaldlega að stjórnvöld þar gera það sem nauðsynlegt er að gera til þess að tryggja hagsmuni húsbyggjenda þar og hið sama eiga stjórnvöld að gera hér. Við getum áreiðanlega fengið undanþágu hjá ESA fyrir ríkisábyrgð á húsnæðislán ef við teljum það nauðsynlegt.Og við þurfum ekki að breyta Íbúðalánasjóði neitt.Hann getur áfram starfað í óbreyttu formi.Við þurfum engan heildsölubanka um húsnæðislán.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 8. september 2008
Bjallavirkjun kemur ekki til greina
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að hún teldi Bjallavirkjun ekki koma til greina. Nóg væri komið af risastórum uppistöðulónum á miðhálendinu.
Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar annars áfanga Rammaáætlunar um virkjanakosti, sagði hins vegar í dag, að það sé ekki óhugsandi að Bjallavirkjun geti orðið eitt af viðfangsefnum verkefnisstjórnarinnar, en óhugsandi sé að nokkrar framkvæmdir hefjist vegna Bjallavirkjunar, án þess að virkjunin verði sett á áætlunina og Alþingi samþykki.(mbl.is)
Ég er ánægður með það,að Þórunn skuli taka afdráttarlausa afstöðu til Bjölluvirkjunar. Það er of mikið um það,að ráðherrar og stjórnmálamenn slái úr og í. Ég er sammmála Þórunni,eins og fram hefur komið hjá mér áður. Ég tel Bjölluvirkjun ekki koma til greina.Hér er um of viðkvæmt svæði að ræða frá náttúruverndarsjónarmiði. Sennilega er það rétt hjá Landvernd,að Landvirkjun kastar fram hugmynd um Bjölluvirkjun til þess að nota hana sem skiptimynt í samningum um virkjanir.Það þarf greinlega að breyta lögum til þess að ríkisvaldið geti haft meiri völd en nú er til þess að ákveða virkjanir og stóriðjufrakvæmdir.Það gengur ekki að Landsvirkjun og sveitarfélögin ráði hér mestu um og ráðherrarnir séu eins og álitsgjafar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. september 2008
McCain kominn með meira fylgi en Obama
Spennan fer vaxandi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Nú sýnir ný skoðanakönnun, að John McCain, frambjóðandi Repúblikana, hefur náð forskoti á Barack Obama, frambjóðanda Demókrata, en fyrir viku var staðan allt önnur.
Könnunin, sem Gallup gerði fyrir USA Today, sýnir að 50% aðspurðra sögðust myndu kjósa McCain, ef kosið yrði nú, en 46% sögðust myndu kjósa Obama. Fyrir viku hafði Obama 7 prósentna forskot í samskonar könnun.
Sérfræðingar segja að ástæðan fyrir þessum viðsnúningi sé flokksþing repúblikana í síðustu viku og sú athygli, sem Sarah Palin, varaforsetaefni McCains, fékk. (mbl.is)
Margir töldu,að það yrðu ekki republikönum til framdráttar að velja tiltölulega óreynda konu sem varaforsetaefni,þar eð vegna aldurs Mc Cain gæti hún orðið forseti Bandaríkjanna ef McCain næði kjöri og hann mundi síðan falla frá.En þetta hefur reynst þverofugt. Sarah Palin er glæsileg ung kona og virðist það vega þyngra en reynsluleysi hennar. Obama er einnig glæsilegur ungur maður en svo valdi hann reynslubolta úr eldri kantinum sem varaforsetaefni. Nú sakna margir demokratar Hillary Clinton.Það hefði verið stekur leikur að hafa hana sem varaforsetaefni.Kosningarnar verða mjög spennandi.Þessa stundina hefur Mc Cain vinninginn en það gefur breytst fljótt.
Björgvin Guðmundsson
Metáhorf á ræðu McCain
Ávarpar flokksþingið í nótt
Cindy McCain tekur ekki undir skoðanir Palins
Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna
Obama snýst til varnar
Saga Söru Palin
McCain útnefndur formlega
Palin afar vel fagnað
![]() |
McCain nær forskoti á Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)