Stöndum vörð um St.Jósefsspítala

Húsfyllir var á borgarafundi í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði,.og voru um 2.000 manns mætt til fundarins. Yfirskrift hans er „Stöndum vörð um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði,“ en sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hætta starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd hefur vakið hörð viðbrögð bæjarbúa.

Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur setti fundinn sem hófst kl. 14. en meðal framsögumanna voru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Almar Grímsson bæjarfulltrúi. Þá taka einnig til máls Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Almar Grímsson bæjarfulltrú og Kristín Gunnbjörnsdóttir formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði. .

Fundurinn var haldinn að frumkvæði áhugamannahóps um framtíð St. Jósefsspítala. Bæjarbúar voru hvattir til að fjölmenna og virðast hafa   gert það.(mbl.is)

 

Andstaða er svo mikil við áform heilbrigðisráðherra um að leggja spítalann niður að ekki verður séð ,að hann komist upp með það. Landlæknir sér ekki að neitt sparist við það.

 

Björgvin Guðmundsson


Eiga menn eftir að sakna Björns Bjarnasonar?

Fjölmiðlar fullyrða,að Björn Bjarnason muni  láta af ráðherradómi eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok mánaðarins og frændi hans Bjarni Benediktsson þá taka við. Þessi breyting hefur legið í loftinu frá því stjórnin var mynduð.

Björn hefur verið lengi ráðherra,var áður menntamálaráðherra.Hann hefur alla tíð verið vinnusamur og samviskusamur ráðherra.en margar ákvarðanir hans hafa verið umdeildar. Björn hefur haft ákveðnar skoðanir á flestum málum og hefur ekki legið á þeim.Margir munu eflaust sakna hans sem ráðherra.- Bjarni Benediktsson er efnilegur  stjórnmálamaður. Hann virðist heiðarlegur og samviskursamur. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann spjarar sig sem ráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson


Breiðfylking gegn ástandinu á Austurvelli

Fjölmenni er nú á Austurvelli þar sem fjórtándi mótmælafundur Radda fólksins hófst kl. 15. Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar sem fyrr: að ríkisstjórnin víki, að stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki og að boðað verði kosninga svo fljótt sem auðið er.

Að þessu sinni fluttu ávörp og ræður Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason, sem staðið hefur vaktina frá upphafi mótmælafundanna í október.(mbl.is)

 

Mótmælafundirnir á Austurvelli eru oðrnir fastur liður í bæjarlífi Rvíkur.Þeim  verður haldið áfram,þar til orðið verður við kröfum mótmælennda,segir fundarboðandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Fólk er óánægt með stjórnvöld

Það sem einkennir viðbrögð almennings í dag er óánægja með stjórnvöld. Atvinnurekendur eru óánægðir,launþegar eru óánægðir,allur almenningur er óánægður.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar segir í Mbl. í dag,að það hafi ekkert gerst sl. 3 mánuði til þess að auðvelda rekstur atvinnulífsins.Bankarnir þori ekki að taka ákvörðun,þegar fyrirtækin leita til þeirra.Hann segir: Samtök okkar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda sl. 3 mánuði.Hljóðið í almenningi heyrist vel á öllum mótmælafundunum. Og verkalýðshreyfingin er mjög óánægð,þar eð kjarasamningar eru í uppámi,kjaraskerðing er  þegar orðin mikil og eykst.

Það var ef til vill við því að búast,að  allir yrðu óánægðir,þegar kreppa var skollin á. En ég bjóst við því að ríkisstjórnin yrði aðgerðarmeiri og mundi gera meira til þess að  liðka til fyrir atvinnulífi og almenningi, Ef ríkisstjórni tekur ekki til hendinni og gerir eitthvað fyrir fyrirtækin sem eru að fara á hausinn,ef bankarnir manna  sig ekki upp í að taka ákvaðanir og veita fyrirtækjum lán þá hrynur hér mikill fjöldi fyrirtækja á næstunni og verður gjaldþrota.

 

Björgvin Guðmundsson

 


"Spilltir stjórnmálamenn hafa eyðilagt lýðveldið"

Njörður P.Njarðvík fyrrv. prófessor,var gestur Hjálmars Sveinssonar í þætti RUV "Á krossgötum" í dag. Nörður ræddi  stjórnmálin og ástandið eftir hrun bankanna. Hann gagnrýndi spillingu stjórnmálamanna og sagði,að  framkvæmdavaldið hefði valtað yfir þingið á undanförnum árum og áratugum og í raun sýnt þinginu algera lítilsvirðingu.Njörður sagði: Spilltir stjórnmálamenn hafa eyðilagt lýðveldið.Það verður þess vegna að stofna nýtt lýðveldi og byrja frá grunni.Hann sagði,að kosningar nú myndu engan vanda leysa. Menn mundu bara kjósa sömu flokkana áfram. Njorður sagði að flokkarnir hefðu brugðist og það yrði að umbylta þeim og í raun yrði að umbylta öllu kerfinu.

Hér hefur ríkt flokksveldi en ekki lýðræði sagði Njörður.

 

Björgvin Guðmundsson


ESB: Olían verður í eigu þjóðarinnar

Í samband  við hugsanlega aðild Íslands að ESB hefur mest verið rætt um sjávarútveg okkar,sem eina mikilvægustu auðlindina. En  við eigum fleiri auðlindir.Við eigum orku og nú styttist í að við getum farið að vinna olíu á Drekasvæðinu.Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Drekasvæðinu. Þjóðin mun eiga olíuna þó við förum í ESB.Um orkuna er það að segja,að ekkert  breytist við aðild að ESB frá því sem nú er með EES samningnum.EES samninguninn opnaði  erlendum fjárfestum á EES svæðinu leið til að fjárfesta í íslenskum orkufyrirtækjum. EES borgarar geta því þegar i dag tekið þátt í orkuvinnslu á Íslandi.Eignarhald á orkuauðlindum okkar breytist hins vegar ekki við aðild að ESB.Og   lög þau ,sem iðnaðarráðherra  setti um orkumál tryggja  eignarhald hins opinbera á orkuauðlindum okkar betur en áður.

 

Björgvin  Guðmundsson


Hvað gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins?

Nú styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins en talið er,að niðurstaða hans geti haft úrslitaáhrif á gang stjórnmála í landinu á þessu ári.Samfylkingin hefur  gefið til kynna,að ef landsfundurinn samþykki ekki aðildarviðræður við ESB þá eigi stjórnarflokkarnir ekki lengur samleið í ríkisstjórn.Æskilegast er,að landsfundurinn taki skýra afstöðu í málinu,samþykki aðildarviðræður eða vísi þeim á bug. Ýmislegt bendir hins vegar til,að ekki verði tekin skýr afstaða heldur verði reynt að miðla málum á fundinum til þess að flokkurinn klofni ekki.Geir Haarde formaður hefur sagt,að hugsanlegt   væri að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara ætti í aðildarviðræður við ESB. Slík tillaga gæti orðið málamiðlun fundarins. Bæði þeir sem eru fylgjandi aðild að ESB og andvígir henni ættu að geta samþykkt slíka tillögu.En mundi það duga Samfylkingunni? Samfylkingin yrði ekki ánægð. Hún vill fá   skýra afstöðu en  hún getur ekki verið á móti því að þjóðin sé spurð um það hvort hún vilji fara í aðildarviðræður   við  ESB. Ingibjörg Sólrún hefur hins vegar  sagt,að ef draga eigi þjóðina að kjörborðinu á annað borð þá eigi að kjósa til þings um leið.En Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki þingkosningar.Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa hjá þjóðinni og þingkosningar gætu þýtt endalok stjórnarsamstarfsins.Ekki verða þingkosningar nema stjórnarflokkarnir komi sér saman um þær. Úr þessu öllu fæst væntanlega skorið  um næstu mánaðamót.

 

 

Björgvin Guðmundssoin


Bloggfærslur 10. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband