Sunnudagur, 11. janúar 2009
Frumtak hefur 4 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum
Íslenskt sprotafyrirtæki fær hundrað milljónir í hlutafé frá fjárfestingasjóðnum Frumtaki síðar í vikunni. Þrátt fyrir bankahrunið hefur sjóðurinn enn rúma 4 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum.
Stóru bankarnir þrír og sex lífeyrisjóðir standa að Frumtaki auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Upphaflega áttu samtals 1,5 milljarðar að koma frá bönkunum en í vikunni var tilkynnt að sú upphæð myndi lækka í 900 milljónir vegna bankahrunsins.
Sex lífeyrissjóðir leggja til 1650 milljónir og þá fara 1,5 milljarðar af símapeningunum til sjóðsins í gegnum nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Frumtak hefur því 4 milljarða og 50 milljónir til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem komin eru af svokölluðu klakstigi.
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks, segist þegar hafa skoðað 36 fyrirtæki. Enginn hörgull sé á góðum hugmyndum og fyrirtækjum sem eigi góða möguleika. Tilkynnt verði um fyrstu fjárfestingu Frumtaks síðar í vikunni. Fjárfestingin er upp á 100 milljónir en þegar hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við umrætt fyrirtæki. Fjárfest verður fyrir milljarðana fjóra á 3-4 árum. Miðað er við að fjárfestingarnar skili sér á stuttum tíma.(ruv.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir í miðri kreppunni.Væntanlega munu ráðstafanir Frumtaks blása lifi í einhver fyrirtæki og þannig stuðla að atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Vill,að lífeyrissjóðirnir byggi húsnæði fyrir eldri borgara
Helgi í Góu birti opnuauglýsingu í Mbl. sl. föstudag um það baráttumál sitt,að lífeyrissjóðirnir byggi og reki hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Fyrirsögn á annarri síðunni er: Jóhanna! Næsta skóflustunga verður að vera í þágu aldraðra.Fyrirsögn á hinni síðunni er: Eldri borgara á ekki að flytja gripaflutningum!Síðari fyrirsögnin er birt í tilefni af því að eldri borgarar voru fluttir af hjúkrunardeildinni Sel á Akureyri til Kristneshælis. Segja má,að þeir hafi verið fluttir nauðugir,þar eð þeir voru á einsmanns stofum en voru fluttir á tveggja manna stofur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Andstaða við áform heilbrigðisráðherra eykst
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hvetur menn til að skoða reynsluna af sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi og Suðurlandi. Hörð mótmæli berast nú gegn sameiningum annarsstaðar á landsbyggðinni. Hann viðurkennir að margir stjórnendur muni missa vinnuna.
Fjölmenni sótti borgarafund á Sauðárkróki fyrir gegn áformum um að heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi verði settar undir stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Húnvetninga mótmæla líka og segja vegið harkalega að íbúum svæðisins.
Á Vestfjörðum er mótmælt og bent á að á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða komist enginn nema fuglinn fljúgandi í allt að 8 mánuði á ári vegna erfiðra samgangna og því vonlaust að sameina heilbrigðisstofnanir á Patreksfirði og Ísafirði. Og sunnlenskir sveitarstjórnarmenn efast um vegna landfræðilegrar sérstöðu Vestmannaeyja og Hornafjarðar að ná megi árangri með því að sameina stofnanir þeirra við Selfoss.(mbl.is)
Mikil andstaða er við áform heilbrigðisráðherra um sameiningu sjúkrastofnana á Norðurlandi og Vesfjörðum, og eins og áður hefur komið fram er gríðarleg andstaða við áform um að leggja niður St.Jósfssspítala.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Lífeyrissjóður á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga
Þegar verkalýðshreyfingin knúði fram stofnun lífeyrissjóða var ætlunin sú að þeir yrðu viðbót við lífeyri frá almannatryggingum.Launþegar áttu að greiðs hlut af launum sínum í lífeyrissjóð gegn mótframlagi frá atvinnurkendum og fá lífeyrinn greiddan út við 67 ára aldur,þegar starfævi var lokið.Þetta var sparnaður,sem átti að gagnast eldri borgurum á eftirlaunaaldri. En hvað gerðist? Stjórnvöld seildust í þennan sparnað lífeyrisþega. Ég vil ekki kalla þetta stuld en það er alla vega verið að rífa af lífeyrisþegum hluta af þeirra sparnaði.Það sem gerist er það,að þegar eldri borgari fær greiddan lífeyri þá lækka almannatryggingar lífeyri viðkomandi eldri borgara um sem svarar helmingi af lífeyri lífeyrissjóðsins. Þetta jafngildir því að helmingur lífeyris úr lífeyrissjóði sé tekinn af viðkomandi lífeyrisþega.Þetta er gifurlegt ranglæti og það verður að leiðrétta strax. Samfylkingin boðaði fyrir síðusti kosningar,að sett yrði 100 þús.kr. frítekjumark á mánuði vegna lífeyrissjóðstekna,eða m.ö.o. að 100 þús. kr. tekjur úr lífeyrissjóði mundi ekki skerða lífeyri frá almannatryggingum.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. janúar 2009
"ESB ríki á engan rétt á kvóta í íslenskri lögsögu"
Aðalsteinn Leifsson,lektor við viðskiptadeild HR segir í Mbl. í dag,að ESB ríki eigi engan rétt á kvóta í íslenskri lögsögu,ef Ísland gengur í ESB.Kvótaúthlutun fer fram á grundvelli sögulegrar veiðireynslu. Aðalsteinn segir,að aldrei hafi verið farið lengra en 9 ár aftur í tímann, þegar söguleg veiðireynsla er metin,Aðalsteinn segir,að ESB ríkin hafi enga veiðireynslu í fiskveiðilögsögu Ísland sl. 35 ár, Þess vegna ætti ekkert ríki ESB rétt á kvóta í ísl. fiskveiðilögsögu.
Þrátt fyrir þetta tel ég,að Ísland eigi að reyna að fá undanþágu í samningaviðræðum.Ísland á að freista þess að fá full yfirráð yfir sjávútvegi sínum,,þe. fá úthlutun kvóta i sínar hendur á þeim grundvelli,að Ísland sé eyríki á norðlægum slóðum,sem hafi orðið fyrir gífirlegu áfall í fjármálakreppunni.Hér séu staðbundnir fiskistofnar og Ísland liggi ekki að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Var beitt blekkingum til þess að fella gengi krónunnar?
Það er víðtæk skoðun þeirra sem gerðu þessa samninga við bankana að það sé maðkur í mysunni. Þeir sem halda þessu fram fengu loks í gær [á miðvikudag. innsk. blm.] sönnun fyrir því að þetta á sér stoð í raunveruleikanaum, þegar þeir lásu frétt um að Kjalar hf. sem sagður er hafa átt 10 prósent í Kaupþingi, geri kröfur um að fá stöður sínar gegn krónunni greiddar út hjá bankanum. Í dag kemur svo sambærileg frétt um Exista, annan eiganda í Kaupþingi. Er hægt að kalla þessi vinnubrögð svikamyllu? Hvernig er þetta hjá öðrum fyrrverandi eigendum bankanna, eru einu eignir þeirra stöður gegn krónunni? Og eru það stöður gegn þjóðinni? sagði Eiríkur á fundinum. Enn er óljóst hvernig samningarnir verða gerðir upp.(mbl.is)
Hér er um alvarlegar ásakanir að ræða,sem rannsóknarnefnd bankanna hlýtur að taka til rannsóknar, Því var oft haldið fram,þegar gengið féll sem mest,að bankarnir sjálfir ættu þátt í því.Það verður væntanlega allt rannsakað.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Mikið misrétti og ójöfnuður í þjóðfélaginu
Það er mikið misrétti og mikill ójöfnuður í íslensku þjóðfélagi.Launamunur er mjög mikill.Lágmarkslaun verkafólks eru 145 þús kr.á mánuði en bankastjórar nýju ríkisbankanna hafa 1500 þús. kr. á mánuði og ýmis hlunnindi til viðbótar.Launaruglið í bönkunum heldur því áfram.Það á strax að lækka laun bankastjóranna í 600 þús. á mánuði.Misrétti í lífeyrismálum er mikið. Æðstu embættismenn og stjórnmálamenn hafa enn mikið meiri lífeyrisréttindi en almenningur.Hvers vegna? Það eiga allir í þjóðfélaginu að hafa sömu eftirlaun,sama lífeyri,þegar þeir eru hættir að vinna.Annað er mismunun,misrétti.Kjör aldraðra og öryrkja eru óviðunandi.Lágmarkslífeyrir aldraðra eftir skatt er 145 þús.kr. á mánuði. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af því.Það þarf að leiðrétta þessi kjör þrátt fyrir kreppu.Kjör meirihluta eldri borgara, sem fá lífeyri frá TR, voru skert um áramótin að raungildi til.Kjörin voru skert áður en byrjað var að leiðrétta þau. Kjör þeirra eldri borgara sem hættir voru að vinna höfðu ekkert verið leiðrétt.Nýlega viðurkenndi nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins,að framkvæmd skattlagningar í þjóðfélaginu hefði valdið auknum ójöfnuði. Skattar höfðu verið lækkaðir á þeim hæst launuðu en hækkaður á þeim lægst launuðu! Núverandi ríkisstjórn lofaði að leiðtétta þetta. Örlítið skref var stigið í þá átt um áramót en alltof stutt. Þá var persónuafsláttur hækkaður lítillega,
Mesta misréttið í þjóðfélaginu er þó kvótakerfið í sjávarútvegi. Það hefur fært tugi milljarða í hendur fárra á kostnað fjöldans.Sægreifar hafa braskað með auðlind þjóðarinnar eins og þeir ættu hana. Mannréttindanefnd Sþ. segir,að um mannréttindabrot sé að ræða í kvótakerfinu og krefst leiðréttingar. En sjávarútvegsráðherra gerir ekkert í málinu.
Björgvin Guðmundsson