Bankahrunið: Hver er ábyrgð stjórnvalda?

Eftirlitsstofnanir,Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,brugðust gersamlega eftirlitshlutverki sínu,þegar bankarnir skuldsettu sig langt umfram það,sem eðlilegt gat talist og þöndu sig út í 12-falda þjóðarframleiðslu. En hver var ábyrgð stjórnvalda? Hún var og er mikil. Stjórnvöld eru yfir FME og Seðlabanka og áttu að sjá til þess,að  þessar stofnanir gegndu hlutverki sínu.

Upphaf ófaranna má rekja til einkavæðingar bankanna.Eftir að bankarnir voru komnir í hendur einkaaðila,sem kunnu ekki að reka banka,  breyttust bankarnir úr viðskiptamannabönkum og hefðbundnum lánastofnunum í  fjárfestingarbanka,sem bröskuðu með eignir og verðbréf.Þá var markmiðið ekki lengur að ávaxta sparifé og lána einstaklingum og fyrirtækjum á Íslandi,nei þá varð markmiðið að græða sem mest á alls konar braski með pappíra og fyrirtæki. Meiri og meiri áhætta var tekin og meiri og meiri erlend lán tekin,þar til skuldsetning var orðin  svo mikil erlendis,að engin leið var að borga þessi lán til baka. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn horfu sofandi á þessa þróun í stað þess að stöðva hana. Ríkisstjórnir fyrr og nú horfðu einnig aðgerðarlaus á þessa þróun.Stjórnvöld áttu að stöðva þessa þróun og þá hefði mátt afstýra bankahruninu. Þorvaldur Gylfason  varaði við þessari þróun hvað eftir annað og Robert Wade gerði það einnig og hann spáði hruni,ef ekkert yrði að gert.En íslensk stjórnvöld skelltu skollaeyrum við þessum viðvörunum. Þeirra ábyrgð er því mikil.

 

Björgvin Guðmundsson


Efst á baugi

Árið 1960 fengum við Tómas  heitinn Karlssson blaðamaður þá hugmynd að hleypa af stokkunum í útvarpinu fréttatengdun vikulegum útvarpsþætti. Útvarpsráði leist vel á  hugmyndina og þátturinn var samþykktur.Nefndum við þáttinn " Efst á baugi" og hann lifði í 10 ár,var í hverri viku.Þegar þátturinn hætti  hafði hann verið lengur samfellt í útvarpinu en nokkur annar útvarpsþáttur. Við fluttum í þættinum  skýringar  á erlendum fréttum  og umsagnir um þær. Einnig reyndum við að vera með eitthvað skemmtilegt i hverjum þætti.Efnið fengum við úr erlendum dagblöðum en við höfðum góðan aðgang að þeim, þar eð við vorum báðir blaðamenn,Tómas á Tímanum og ég á Alþýðublaðinu og  síðar á Vísi.

Efst á baugi naut mikilla vinsælda.Í því efni hjálpaði til,að þátturinn byrjaði áður en sjónvarpið kom til sögunnar en einnig var þátturinn alltaf á besta hlustunartíma.Enn í dag er ég að hitta menn,sem hlustuðu alltaf á þáttinn og voru ánægðir með hann.

 

Björgvin Guðmundssoin


Þá voru engar atvinnuleysisbætur.Marga munna þurfti að fæða en engar tekjur

Mikið er talað um kreppuna í dag.Og ekki ætla ég að gera lítið úr henni. Hún  hittir mörg heimili í landinu.Margir hafa þegar misst vinnuna og lífskjörin skerðast með  hverjum  degi sem líður vegna stöðugra verðhækkana á innfluttum vörur.

En ég ætla í þessum pistli að gefa lesendum mínum innsýn í  kreppuna  hér á landi  fyrir stríð,sem var angi af  heimskreppunni,sem skall á 1929. Ég er orðinn það gamall,að ég man afleiðingar kreppunnar hér á landi á árunum fyrir stríð.Það skall á mikið atvinnuleysi hér á landi vegna   heimskreppunnar.Þá voru engar atvinnuleysistryggingar.Engar atvinnuleysisbætur.Pabbi var verkamaður,hafði m.a. unnið mikið niður við höfn við uppskipun og útskipun. En nú varð hann atvinnulaus.Það var ekkert að hafa en marga munna þurfti að fæða.Pabbi greip þá til þess ráðs að fara niður á höfn með handtroll og reyndi að trolla kol upp úr höfninni. Stundum var hann heppinn og náði talverðu af kolum sem hann gat selt fyrir mat.En stundum náði hann engu.Þannig var ástandið í hinni raunverulegu kreppu.Stundum efndi bærinn til svokallaðrar atvinnubótavinnu.Menn voru jafnvel látnir berja klaka yfir veturinn  í smátíma  og verkamenn gripu hvað sem var til þess að fá einhverjar tekjur. En það voru engar atvinnuleysisbætur.Þegar allt um þraut urðu menn að leita til bæjarins og biðja um framfærslustyrk. En menn voru stoltir á þessum tíma og gerðu það ekki fyrr en allt um braut.

Nú eru atvinnuleysistryggingar,sem Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin komu á. Bæturnar eru ekki háar en þær hefðu þótt alger luxus á þeim tímum,sem ég  var að lýsa. Atvinnuleysisbætur í dag eru 150  þús. á mánuði hjá þeim,sem eru einhleypir en síðan fá fjölskyldumenn hærra eftir stærð fjölskyldu.Fyrstu  3 mánuði fá menn hærri bætur eða visst hlutfall af launum með  hámarki.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjávarútvegsfyrirtækin í erfiðleikum

Hrun íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um landið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eigendur veiðiheimilda voru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði.(mbl.is)

útvegsfyrirtækin skulda mikið í bönkunum vegna gjaldmiðilsskiptasamninga.Fyrirtækin hafa verið að biðja um sérmeðferð vegna þeirra en það gengur ekki. Þar verður eitt yfir alla,sem gert hafa slíka samninga,að ganga. Eins hafa útvegsfyrirtækin veðsett veiðiheimildir sínar,sem er að mínu mati algerlega ólöglegt.Útvegsfyrirtækin eiga ekki veiðiheimildirnar og hefðu því ekki átt að geta veðsett þær. Þjóðin á  veiðiheimildirnar. Nú er rétt að innkalla þær og stokka upp á ný.

 

Björgvin Guðmundssoin

 


Kreppan: Er það versta eftir?

Geir Haarde, forsætisráðherra, segist sammála Robert Wade, hagfræðiprófessor, um að efnahagsástandið í heiminum eigi enn eftir að versna. Það versta sé eftir.

Wade sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöld að á næstu mánuðum, líkast til einhvern tíma í mars til maí, komi nýr harður skellur á heimsvísu, svipaður skellinum í september í fyrra. Ríkisstjórnin hafi enn smá tíma til að búa sig undir það. Geir sagði í þætti Bubba Mortens á Rás tvö í gærkvöld að ríkisstjórnin hafi frá því haust reynt að gera það.

Stjórninni hafi tekist að koma landinu í visst skjól með samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkrar vinaþjóðir. Í gangi sé efnahagsáætlun sem ætlað sé lágmarka kostnaðinn vegna heimskreppunnar. Geir vildi ekki taka undir orð Wade um að aðgerðir stjórnarinnar hafi verið fálmkenndar.(visir.is)

Rétt er að taka mikið tillit til orða Wade.Hann hefur reynst sannspár áður.Hann gæti því einnig haft á réttu  að stabda nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 13. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband