Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Sveitarfélögin skulda 130 milljarða
Sveitarfélögin í landinu skulda yfir 130 milljarða króna. Þá eru ótaldar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar utan efnahags sem gætu numið allt að 100 milljörðum króna. Þetta má meðal annars lesa í 1. tölublaði fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga ákveðið að efla söfnun upplýsinga um fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna og verður þeim nú safnað mánaðarlega.
Verkefnið er unnið í samvinnu við samgönguráðuneytið og Hagstofu Íslands. Mánaðarlega verður sent út form sem sveitarfélögin eru beðin um að fylla út. Þar er óskað eftir upplýsingum um helstu atriðin sem varða tekjur og gjöld, fjármagnskostnað, fjárfestingar og skuldastöðu. Leitast er við að afla sem mestra upplýsinga með lágmarksfyrirhöfn. Niðurstöður úr þessari upplýsingasöfnun verða gefnar út í sérstöku fréttabréfi jafnóðum og þær liggja fyrir.
Skjalið var sent til allra sveitarfélaga um miðjan nóvember í fyrra og bárust svör frá 39 sveitarfélögum sem hafa um 82% landsmanna.
Í fyrsta fréttabréfinu birtast upplýsingar sem byggja á niðurstöðum frá fyrstu 10 mánuðum síðasta árs.
Rekstrarleg afkoma sveitarfélaganna er lökust á þeim svæðum þar sem þenslan var mest. Reykjavíkurborg er með framlegð upp á 2,5 milljarða króna sem er 4,1% af tekjum. Höfuðborgarsvæðið án Reykjavíkur er með neikvæða framlegð upp á 1,5 milljarða króna eða -3,9% af tekjum. Vaxtarsvæði eru með neikvæða framlegð upp á tæpar 600 milljónir króna eða -1,4% af tekjum. Að lokum eru önnur sveitarfélög með framlegð upp á 2,5 milljarða króna eða 8,7% af tekjum. Samtals er áætlað að sveitarfélögin séu með um 3 milljarða króna í framlegð sem er 1,8% af tekjum.
Fjárfesting er langmest hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eða rúmir 16 milljarðar króna. Síðan kemur Reykjavík með 8,7 milljarða og vaxtarsvæði með 8,6 milljarða. Fjárfesting er síðan mun minni hjá öðrum sveitarfélögum eða 3,8 milljarðar króna. Áætlað er að brúttófjárfesting nemi um 37,5 milljörðum króna á árinu 2008. Tekjur af gatnagerðargjöldum og söluverði varanlegra rekstrarfjármuna eru metnar á rúma 3 milljarða þannig að stærstur hluti þessara framkvæmda er fjármagnaður með lánsfé.
Heildarskuldir sveitarfélaganna eru áætlaðar um 131 milljarður króna. Þar af eru skammtímaskuldir um 42 milljarðar og langtímaskuldir um 89 milljarðar. Í samantektinni segir að það sé háð ýmsum óvissuþáttum að áætla heildarskuldir sveitarfélaganna út frá fyrirliggjandi upplýsingum svo að um ákveðna nálgun er að ræða. Þá segir að þróun gengismála hafi tekið verulegum breytingum frá einum mánuði til annars. Áhrif verðbólgunnar séu einnig töluverð á þróun verðtryggðra lána þannig að um nálgun sé að ræða en ekki handfastar niðurstöður.
Lífeyrisskuldbindingar eru ekki reiknaðar með í þessari samantekt. Þær eru reiknaðar út í tengslum við frágang ársreiknings og eru því einungis uppfærðar einu sinni á ári. Í árslok 2007 voru þær um 43 milljarðar króna, miðað við verðlag í nóvember 2008. Þá eru ekki taldar með skuldbindingar utan efnahags en þær koma meðal annars til með þeim
hætti að sveitarfélag hefur selt eignir sínar og endurleigt þær eða falið einkaaðila að kosta fjárfestingu sem sveitarfélagið leigir síðan til langs tíma. Upplýsingar um þessar skuldbindingar eru ekki í efnahagsreikningi sveitarfélaganna heldur er þeirra getið í skýringum samkvæmt ákveðinni forskrift. Í árslok 2007 voru skuldbindingar utan efnahags um 45 milljarðar króna, miðað við verðlag í nóvember 2008.(mbl.is)
Mikil óvissa rikir nú um afkomu sveitarfélagann.Tekjur þeirra munu minnka mikið vegna minni tekna einstaklinga og fyrirtækja. Kreppan þýðir einnig,að veita verður meiri félagslega aðstoð en áður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
T

Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael?
Þúsundir flýðu heimili sín í Gaza-borg í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa sótt langt inn í þéttbýl íbúðarhverfi. Harðar loftárásir hafa verið gerðar á miðborgina og Ísraelar vörpuðu m.a. 3 fosfórsprengjum á höfuðstöðvar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna þar sem hundruð flóttamanna hafa leitað skjóls fyrir sprengjuárásunum.
Chris Gunness, talsmaður Flóttamannahjálparinnar, segir að byggingin sé alelda. Fosfór brennur við háan hita og kveikir elda sem erfitt er að slökkva. Um 80.000 íbúar eru nú á flótta á Gaza. Tala látinna hækkar; 1.055 Palestínumenn verið drepnir á árásunum, þar af eru 670 óbreyttir borgarar.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, reynir að knýja Ísraela til að hætta árásum og sagði við ísraelska utanríkisráðherrann Livni í Jerúsalem í morgun að tala látinna sé orðin óbærileg. Níu mannréttindasamtök í Ísrael skora á Ísraelsstjórn að hætta að koma í veg fyrir að neyðarhjálp berist íbúunum og að rannsókn fari fram á stríðsglæpum Ísraelshers.
Miguel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti viðræður við Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í gærkvöld og forystumenn Palestínumanna í Ramallah og segist vongóður um vopnahlé. Abbas, forseti Palestínumanna, segir mikilvægt að lina þjáningar íbúanna á Gaza. Hamasamtök eru talin hlynnt tillögum Egypta sem kveður á um tafarlaut vopnahlé í tíu daga síðar verði samið um að umsátri Ísraela verði létt og gæslu landamæra.
Ísraelska dagblaðið Haarets segir að herför Ísraela sé nú farin að hafa áhrif á utanríkisviðskipti Ísraels m.a. hafi Tyrkir sett skorður við innflutningi á landbúnaðavörum frá Ísrael. Þá slitu stjórnvöld í Bólivíu og Venesúela stjórnmálasambandi við Ísrael í gær.(ruv.is)
Hvernig má það vera að Ísrael skuli gera árásir á flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna á Gazasvæði? Er þeim ekkert heilagt.Svo virðist sem alþjóðasamfélagið fordæmi þessar aðgerðir Ísraels ekki nægilega harðlega.En auðvitað ætti að fordæma þessar aðgerðir um allan heim og eðlilegt væri að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael við þessar aðstæður.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Íbúðalánasjóður yfirtekur húsnæðislán sparisjóða
Samningar eru á lokastigi um yfirtöku Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á innlendum húsnæðislánum SPRON og Sparisjóðsins í Keflavík (SPKef).
Um er að ræða hluta af húsnæðislánasafni SPRON, sem er um 20 milljarða króna virði, og þann hluta fimmtán milljarða króna safns SPKef, sem lánaður var í krónum.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra ÍLS, verða lánin keypt af sparisjóðunum með afslætti. Við gerum sérstakan samning við hvern og einn aðila um það á hvaða kjörum við kaupum lánin.
Tveir sparisjóðir til viðbótar hafa leitað eftir viðræðum við ÍLS um yfirtöku á húsnæðislánum sínum, en enginn stóru bankanna þriggja hefur óskað eftir slíkum viðræðum. Húsnæðislán í erlendri mynt verða ekki yfirtekin sem stendur.
Íbúðum, sem ÍLS hefur eignast á nauðungaruppboðum, fjölgaði mikið á síðasta ári. Í ársbyrjun 2008 átti sjóðurinn 54 slíkar íbúðir, en í árslok voru þær orðnar 205 talsins.
Vanskil almennt jukust hratt hér á landi í fyrra og var sú þróun hafin áður en bankarnir féllu í byrjun október. Þá voru um 16.000 einstaklingar á vanskilaskrá, en í árslok voru þeir komnir í tæplega 18.000. Framangreint bendir til þess að erfiðleikar heimila hafi aukist mikið.
Gert er ráð fyrir því að tillögur um greiðsluaðlögun verði lagðar fyrir Alþingi fljótlega. Miða þær að því að gera einstaklingum, sem eru ófærir um að standa í skilum, kleift að leita nauðasamninga um skuldaaðlögun.(mbl.is)
Þetta er ágætt skref en aðeins 1 skref. Það þarf einnig að færa lán úr bönkum til Ils. Og síðan þarf að flytja myntkörfulán fra bönkum til Ils.
Björgvin Guðmundssin

Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Aldraðir í Hafnarfirði gagnrýna ráðherra
Félag eldri borgara í Hafnarfirði gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega fyrir að loka St.Jósefsspítala.Einnig gagnrýna eldri borgarar í Hafnarfirði að ákvörðun yfirvalda um breytingar á Sólvagi,sem gerð var fyrir 3 árum hafi ekki komið til framkvæmda.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Þróttmikill borgarafundur
Sjónvarpið sýndi borgarafundinn sl. mánudagskvöld í dagskránni í gærkveldi. Var mjög gaman að ská fundinn í heild. Fundurinn var mjög þróttmikill og fór vel fram enda þótt nokkuð væri púað á ræðumann Viðskiptaráðs. Það er ágætt að fundarboðendur fái gagnstæð sjónarmið fram á borgarafundum en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,sem talaði var í rauninni að verja þá stefnu,sem olli bankahruninu og þess vegna var púað.Það var eðlilegt,
Ræða Wade frá Londin School of Economics bar af á fundinum. Hann varaði við því í blaðagrein í júli sl.,að hrun væri yfirvofandi í bönkunum hér.En menn tóku ekki mark á honum. Þegar grein Wade var borin undir forsætisráðherra sagði hann,að menn tækju ekki meira mark á grein Wade hér en bréfi í DV.Ekki von,að vel hafi farið.
Björgvin Guðmundsson