Mótmælt víða um land

Mótmælt var víða um land í dag líkt og undanfarna laugardaga. Þannig mættu á fjórða þúsund manns á Austurvöll í Reykjavík og  á Akureyri komu saman á Ráðhústorginu 200 manns til að mótmæla niðurskurði í menntakerfinu. Þar fluttu þeir Ragnar Sigurðsson, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, og Þráinn Karlsson leikari ræðu og að því loknu tókst fólk í hendur og mynduðu hring til að sýna samstöðu um frið og réttlæti.

Á Egilsstöðum mættu þá, að sögn Austurgluggans, um 90 manns og mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í yfirstandandi efnahagshruni og kosninga krafist. „Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson sem var frummælandi á fundinum ásamt Ingunni Snædal.

Hátt í fjörutíu einstaklingar söfnuðust þá saman við Mývatn og grýttu gullkálfinn og á Ísafirði tóku um sextíu manns þátt í mótmælaaðgerðum sem fóru friðsamlega fram að venju.(mbl.is)

Nú þegar alþingi byrjar má búast við,að mótmælin harðni. Hörður Torfason hefur boðað ,að mótmælt verði  við alþingishúsið. Að  mínu mati er í lagi að mótmæla  svo lengi sem um friðsamleg mótmæli er að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör

Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör  á efri árum.Og  þeir eiga að geta lifað með reisn. Lífeyrir aldraðra á ekki aðeins að duga fyrir framfærslukostnaði  heldur einnig til þess að eldri borgarar geti veitt sér eitthvað  og   notið lífsins í ellinni..Sú kynslóð, sem nú er komin á efri ár, hefur átt stærsta þáttinn í því að skapa það Ísland, sem við búum við í dag.Það er því aðeins eðlilegt og sjálfsagt, að  þeir,sem yngri eru, búi vel að eldri kynslóðinni.     Hvað er eðlilegur lífeyrir í dag? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eru útgjöld einstaklings til neyslu nú 282 þúsund krónur á mánuði. Skattar eru ekki meðtaldir. En lífeyrir almannatrygginga til aldraðra einhleypinga nemur  nú 136 þúsund krónum á mánuði eftir skatta. Það vantar því nær 146 þúsund krónur á mánuði upp á að endar nái saman. Hér er miðað við þá, sem ekki fá neitt úr  lífeyrissjóði. En jafnvel þó viðkomandi einstaklingur fái 50 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði þá hækka ráðstöfunartekjur hans ekki mikið eða aðeins sem svarar 1/2 lífeyrissjóðsteknanna. Hitt fer í skatta og skerðingar.   Það er mjög óeðlilegt, að tekjur úr lífeyrissjóði skerði lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir voru þeir hugsaði sem alger viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar samþykktu að leggja ákveðna upphæð  reglulega í lífeyrissjóð gegn ákveðnu mótframlagi frá atvinnurekanda. Menn gerðu þetta með glöðu geði, þar eð þeir ætluðu að njóta lífeyris úr lífeyrissjóði í ellinni og reiknuðu aldrei með því að lífeyrir almannatrygginga yrði skertur vegna lífeyrissjóðanna. Það er einnig mjög ranglátt að láta menn greiða fullan tekjuskatt  af tekjum úr lífeyrissjóði. Sá skattur ætti að vera að  hámarki 10%, þ.e. eins og fjármagnstekjuskattur er nú  Ég  vil hækka lífeyri aldraðra þannig, að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Ég vil koma þessari leiðréttingu á í áföngum og láta síðan lífeyri aldraðra hækka reglulega í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði. Ég vil einnig, að 100 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði og  frá atvinnulífinu skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum. Stærsta hagsmunamál eldri borgara er að fá lífeyrinn hækkaðan svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi og þeir þurfi ekki að skera niður brýn útgjöld.. Þetta er unnt að gera þó nú sé kreppa.,Það má skera  niður í ríkisrekstrinum til þess að gera það kleift.

    

  Björgvin Guðmundsson


Okrað á eldri borgara.Mannréttindi brotin

Fjölmiðlar skýrðu frá því fyrir 2-3 dögum,að vistgjald eldri borgara á Elliheimilinu Grund hefði verið hækkað úr   100 þús.á mánuði í 200 þús á mánuði,eða 100% hækkun. Maðurinn var í herbergi með öðrum vistmanni. Hér er um hreint okur að ræða og ekki verður séð annað en það sé hér verið að níðast á erldri borgara.

Sá háttur er hafður á málefnum eldri borgara á hjúkrunarheimilum aldraðra  og á elliheimilum,að Tryggingastofnun  heldur eftir af lífeyri aldraðra upphæð fyrir greiðslu vistgjalda aldraðra. En því yfirleitt tekinn allur lífeyririnn,sem eldri borgarar eiga að fá en síðan fá eldri borgarar úthlutað  smáupphæð sem kölluð er vasapeningar.Er sú upphæð alger hungurlús og til skammar hvernig farið er með gamla fólkið. Hér er um  algert mannréttindabrot að ræða og það ætti að  kæra þessi vinnubrögð til Mannréttindanefndar Sþ. Það er mannréttindabrot  að rífa af eldri borgurum allan lífeyrinn frá almannatryggingum og segja að hann fari til greiðslu vistgjalda. Auðvitað eiga eldri borgarar að fá útborgaðan  sinn lífeyri og síðan eiga þeir sjálfir að greiða vistgjöld og annan kostnað. Þessu verður að'  breyta strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorvaldur Gylfason: Stjórnin á að segja af sér

Þorvaldur Gylfason prófessor var gestur í þættinum Í vikulokin á RUV í morgun. Hann var eins og áður mjög ákveðinn í skoðunum um hvað gera hefði átt vegna bankahrunsins. Hann segði: Stjórnin átti strax að segja af sér og axla þannig ábyrgð og síðan átti forsetinn að mynda embættismannastjórn. Þorvaldur sagði,að Seðlabankinn hefði algerlega brugðist. Það yrði að skipta um yfirstjórn þar og mér heyðist hann gagnrýna Fjármálaeftirlitið einnig harðlega.

Þorvaldur var meðal fyrstu  hagfræðinga,sem gagnrýndu harðlega mikla skuldsetningu viðskiptabankanna. Hann var óþreytandi að gagnrýna skuldsetningu banka og þjóðarbús. En það var ekki hlustað á hann. Eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum. Ríkisstjórnin svaf.Síðan  voru allir hissa þegar bankarnir hrundu.Ef hlustað hefði verið á Þorvald Gylfason þá hefði mátt koma í veg fyrir bankahrun á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn samþykkir að sækja um aðild að ESB

Ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Áður hafði verið hafnað tillögu um að flokksþingið leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið. 

„Við höfum stigið stórt skref, framsóknarmenn, með samþykkt þessarar tillögu," sagði Sigfús Karlsson, fundarstjóri þegar búið var að afgreiða ályktunina. Umræður um Evrópumálin stóðu í fjórar klukkustundir á flokksþinginu og yfir 40 manns tóku til máls.

Í ályktuninni segir að hefja eigi aðildarviðræður á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Tekið er fram, að viðræðuferlið eigi að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skuli íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Í upphaflegri tillögu voru skilgreindar þær leiðir, sem flokkurinn vill fara í aðildarviðræðum en á flokksþinginu var samþykkt að breyta orðinu leiðir í skilyrði. Samkvæmt því setur Framsóknararflokkurinn það skilyrði, að staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Þá veðri Ísland sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Einnig verði fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.

Þá setur flokkurinn það skilyrði, að í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru. Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Loks er sett það skilyrði að ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB. (mbl.is)

Samkvæmt þessari samþykkt hefur Framsókn  samþykkt að sækja um aðild að ESB.Ekki er unnt að fá aðildarviðræður nema sótt sé  um aðild. Þetta er tímabótasamþykkt.Framsókn hefur þannig skotið Sjálfstæðisflokknum aftur  fyrir sig í Evrópumálum. Það  fylgja að vísu ýmis skilyrði samfþykkt Framsóknar.En ei að síður: Frtamsókn er komin um borð í Evrópulestina.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Handarlaus án tölvu

Tölvan  bilaði hjá mér og ég var alveg handarlaus á meðan,gat ekki bloggað og ekki sent tölvupóst eða neitt unnið á tölvu.Menn eru orðnir mjög háðir tölvum. Tölvan er orðin jafn mikilvæg og sími og ef til vill mikilvægari.Nú er ég aftur komin með tölvu í lagi og þá get ég tekið gleði mína á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband