Hömlulaus frjálshyggja undirrót bankahrunsins.Mislukkuð einkavæðing bankanna

Skúli Helgasonn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir svo m.a. áramótagrein á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag:

Nýtt ár er hafið.  Áramótin eru hefðbundið tilefni uppgjörs og endurmats en nú er það ekki bara til gamans gert heldur felst í því pólitísk nauðsyn að slíkt uppgjör við fortíðina eigi sér stað í íslenskum stjórnmálum, uppgjör sem tekur mið af því gjaldþroti hömlulausrar frjálshyggju, sem var ein undirrót bankahrunsins í haust.  Vissulega voru aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum sá hvati sem flýtti fyrir hruni bankanna en forsendurnar lágu í mislukkaðri einkavæðingu bankanna á síðasta áratug, hömlulausri sókn banka og auðmanna eftir skyndigróða, ofþenslu í hagkerfinu m.a. vegna stóriðjustefnu stjórnvalda sem blinduð voru af tilkomumiklum skyndilausnum, veikburða eftirlitskerfi með fjármálastofnunum, og peningamálastefnu sem ekki tók mið af umfangi fjármálakerfisins og gat ekki varið það áföllum.  Mistökin í þessu ferli voru mörg og afdrifarík og það er mikilvægasta verkefni stjórnvalda árið 2009 að tryggja að við endurreisn Íslands verði dreginn lærdómur af þessu ferli.  Það kallar á nýja hugsun, faglegri vinnubrögð og breytta atvinnustefnu, þar sem áherslan er á fjölbreytt atvinnulíf í stað þess að allt traust sé lagt á eina atvinnugrein, eins og því miður hefur verið háttur Íslendinga lengstum. 

Ég er sammála flestu í þessum pistli. En þeir,sem gerðu sig seka um þau mistök,sem rædd eru í þessum pistli verða að axka ábyrgð.Það er krafa almennings. Það er krafa þjóðarinnar,

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Mynda Samfylking og VG stjórn?

Ef stjórnarflokkarnir ná ekki samstöðu  í Evrópumálum er sjálfhætt  hjá ríkisstjórinni,að því er Ingibjörg Sólrún,formaður,sagði fyrir áramót.Þá þarf að kjósa,og hvort sem er.Krafa almennings er kosningar.

Hvað þýða  skoðanakannanirnar um fylgi flokkanna? Þær þýða það,að Samfylking og VG eru með meirihluta á alþingi, ef kosið væri í dag.Þessir tveir flokkar vilja umbylta kvótakerfinu,innkalla veiðiheimildir og úthluta á ný á réttlátan hátt,með uppboði eða úthlutun. Þessir flokkar tveir vilja einnig  endurreisa velferðarkerfið og stórbæta  hag aldraðra og öryrkja. Þessir tveir flokkar eiga margt sameiginlegt í innanlandsmálum en í Evrópumálum eru þeir ekki sammála. Best er að láta þjóðina ákveða næstu skref  í Evrópumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


Komugjöld á heilsugæslustöðvum hækka

Almenn Komugjöld sjúkratryggða á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma er 2.600 kr. skv. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sem tók gildi um áramótin. Verðið var 2.200 kr. og hefur því hækkað um 18%. Verð á dagvinnutíma helst hins vegar óbreytt, eða 1.000 kr.

Með komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma er átt við tímann á milli 16 og 8 á virkum dögum, og á laugardögum og helgidögum.

Eldri borgarar og öryrkjar greiða minna, eða 500 kr. á dagvinnutíma. Annars 1.300 kr.  Börn yngri en 18 ára greiða hins vegar ekkert gjald, hvorki á eða utan dagvinnutíma.

Skv. upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru engar breytingar gerðar á komugjöldum í heilsugæslunni á dagvinnutíma og breytingar til hækkunar séu fyrst og fremst tilkomnar vegna verðlagsbreytinga.

Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skal greiða 4.600 kr. Eldri borgarar og öryrkjar greiða 2.300 kr., en börn yngri en 18 ára greiða 800 kr.

Fyrir sjúkraflutning á sjúkrahús og frá sjúkrahúsi skulu sjúkratryggðir greiða 4.700 kr.

Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal sjúkratryggður greiða kr. 3.400 fyrir hverja komu. Eldri borgarar og öryrkjar greiða 1.700 kr.


 

Fram kemur í reglugerðinni að þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 - 70 ára hafi greitt 25.000 kr. á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, innlagna á sjúkrahús, koma á slysadeild, göngudeild, dagdeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga skal hann eiga rétt á
afsláttarskírteini. (mbl.is)

 Engin þörf er á því að hækka komugjöld á heilsugæslustöðvum. Þetta munar engu fyrir ríkið. Hér  er ekki um það miklar fjárhæðir að ræða. Hins vegar munar þetta miklu fyrir sjúkklingana.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Fara til baka 


Kaupmáttur lífeyris hefur minnkað

Eftir að lágmarksframfærsluviðmið aldraðra og öryrkja,eintaklinga, var ákveðið í september sl. kr. 150.000 á mánuði fyrir skatt ( 130 þús, eftir skatt) þá tilkynnti félagsmálaráðuneytið,að  lífeyrir aldraðra  einhleypinga væri 103% af lágmarkslaunum verkafólks.Fram að þeim tíma hafði lífeyrir aldraðra aðeins verið 93,74% af lágmarkslaunum allt árið,miðað við 100% af lágmarkslaunum 2007. Það hefði því mátt ætla,að kaupmáttur lífeyris aldraðra hefði aukist síðari hluta árs 2008 miðað við það ,sem var 2007. En svo var ekki. Kaupmátturinn minnkaði um 7,7% sl. 12 mánuði.Verðbólgan er tæp 20% og hefur etið upp þessa litlu hækkun á  lífeyri sem varð 1.sept. sl. og mikið meira en það. Það þarf því nýjar ráðstafanir til þess að bæta hag aldraðra og örykja.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mótmælendur fóru yfir strikið

Mótmælendur gengu of langt á gamlársdag, þegar þeir unnu skemmdarverk á tækjum Stöðvar 2 og

 réðust gegn starfsmönnum stöðvarinnar og  lögreglunni með ofbeldi. Milljónatjón varð á tækjunum og  starfsmenn Stöðvar 2 og lögreglumenn urðu fyrir meiðslum. Svona framkoma og ofbeldi skilar engu í baráttunni gegn stjórnvöldum.Þessi vinnubrögð skaða málstað þeirra mótmælenda,sem vilja viðhafa friðsamleg mótmæli.

Mótælafundur verður á Austurvelli á morgun og er þess að vænta,að þá verði mótmælin friðsamleg. Búast  má við fjölmenni á morgun ,þar eð jólahátíðinni er að mestu lokið og margir eru reiðir og óánægðir  vegna banakahrunsins. Enginn hefur enn axlað ábyrgð hvorki ráðamenn Seðlabankans, FME eða ríkis. Engu líkara er en að stjórnvöld haldi,að menn gleymi hruninu,sem varð en það gerist ekki.

 

Björgvin


VG stærst,Samfylking næststærst

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist frá fyrra mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups og fleiri segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk nú en fyrir mánuði. Vinstri grænir eru engu að síður áfram með mest fylgi stjórnmálaflokka landsins.

 

Þjóðarpúls Gallup mælir mánaðarlega fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi og einnig stuðning við ríkisstjórn landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur minnst fylgi. Hann fengi tæp 4% atkvæða ef kosið yrði nú. Fylgi flokksins hefur aukist um tæpt prósentustig milli mánaða. Flokkurinn nýtur hins vegar mun minna fylgis nú en í kosningunum í maí 2007 þegar hann fékk um 7% greiddra atkvæða.

Rúmlega 7,5% kjósenda myndi greiða Framsóknarflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningur við flokkinn er nánast sá sami og fyrir mánuði en mun minni en þegar síðast var kosið; þá hlaut Framsókn um 12% atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram 3. Stærsti flokkurinn. Eftir að hafa fengið um 37% greiddra atkvæða í síðustu alþingiskosningum mælist flokkurinn nú með um 25% fylgi. Forysta flokksins má kannski vel við una því fylgið mælist um 4 prósentustigum meira nú en þegar þjóðarpúls var mældur fyrir um mánuði. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn; mælist nú með um 28% fylgi.

Öfugt við samstarfslokkinn í ríkisstjórn hefur fylgi Samfylkingar minnkað frá síðasta þjóðarpúlsi; um heil 3 prósentustig.

Flestir kjósendur, eða um 29%, myndu hins vegar greiða frambjóðendum vinstri grænna atkvæði sitt ef kosið yrði til Alþingis nú. Þrátt fyrir að vera stærsta stjórnmálaafl þjóðarinnar annan mánuðinn í röð hefur lítillega dregið úr vinsældum VG milli kannana. Fyrir mánuði mældist flokkurinn með 32% fylgi sem er um 3 prósentustigum meira en nú. Flokkurinn má samt vel við una í ljósi þess að hann fékk um 14% greiddra atkvæða í síðustu alþingiskosningum.

Ríkisstjórnina styðja nú um 36% kjósenda, sem er aukning um 4 prósentustig milli mánaða. Niðurstaðan hlýtur engu að síður að valda forystumönnum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áhyggjum því fylgi við ríkisstjórnina hefur hrapað skarpt síðustu mánuði. Um 67% kjósenda studdi til að mynda ríkisstjórn flokkanna tveggja í mars á síðasta ári.(ruv,is)

Athyglisvert er,að fylgi við ríkisstjórn hefur aukist frá síðustu könnun.En hvað um það.Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt þessari könnun.Hér veldur bankahrunið sjálfsagt mestu.

Björgvin Guðmundsson' 


Tvær hópuppsagnir um áramót

Tvær hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar um áramótin. Um 30 manns misstu við það vinnuna. Um er að ræða tvö, fremur lítil fyrirtæki í byggingariðnaði þar sem nær öllum starfsmönnum var sagt upp fyrir áramót.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ljóst að þótt tilkynningum um hópuppsagnir hafi fækkað verulega síðan í október og nóvember þá séu stjórnendur fyrirtækja í óðaönn að hagræða, segja upp starfsfólki, lækka starfshlutföll og skera niður í launagreiðslum.

Uppsagnir sem tilkynntar voru fyrir lok október taka að óbreyttu gildi um næstu mánaðamót og þá megi búast við því að álagið hjá Vinnumálastofnun aukist verulega.

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar birtast tilkynningar um störf í boði; í morgun mátti sjá um 70 slíkar tilkynningar fyrir ríflega 100 stöðugildi. 56 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, 9 á vestfjörðum, 12 á Norðurlandi vestra, 10 á Norðurlandi eystra, 18 á Austurlandi og 16 á Suðurlandi.

Engar slíkar tilkynningar er að sjá frá Vesturlandi og Suðurnesjum.(visir.is)

Lítið bólar  á  ráðstöfunum af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að auka atvinnu en nauðsynlegt er að gripið verði til aðgerða. Atvinnuleysi er mesta bölið.

 

Björgvin Guðmundssin

 


Bloggfærslur 2. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband