Samfylkingin í Reykjavík vill kosningar i vor

Samfylkingarfélagið í Reykjavík hélt fjölsóttan fund í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöldi.Samþykkt var einróma á fundinum að  kjósa ætti til alþingis næsta vor. Fundarefnið var stjórnarsamstarfið og frummælendur voru  Lúðvík Bergvinsson alþingismaður og Mörður Árnason varaþingmaður.

Mótmælendur,sem voru á Austurvelli fluttu sig að Þjóðleikhúskjallaranum og voru fyrir utan með hávaða.Ekki truflaði það þó fundinn.Ályktun Samfylkingarinnar í Reykjavik um að rétt sé að kjósa í vor hlýtur að teljast talsverð pólitísk tíðindi. Einnig sú yfirlýsing Ágústs Ólafs Ágústssonar,að kosningar eigi að fara fram í vor.

Hins vegar sagði Geir Haarde forsætisráðherra  í kastljósi í kvöld,að  ekki væri  rétt  að kjósa   fyrr en næsta vetur.Hann sagði,að ef kosið yrði í vor mundi það tefja endurreisnarstarfið.Ekki væri gott að hafa stjórnarkreppu í biðju björgunarstarfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Líftími ríkisstjórnarinnar styttist

Mikill órói er nú í stjórnarflokkunum og vaxandi óánægja í Samfylkingunni með stjórnarsamstarfið. Talið er,að ríkisstjórnin verði að tilkynna næstu daga,að efnt verði til kosninga á árinu.Verði það ekki gert er hæltt við að ríkisstjórnin springi  á næstunni.

 

Björgvin Guðmundsson 


Mótmælin komin á nýtt stig.Hvert verður svar stjórnvalda?

Mótmælt var langt fram á nótt á Austurvelli. Óslóartréð var fellt og sett á bálköst ásamt bekkjum, vörubrettum og ýmsu lauslegu. Lögregla beitti gasi á mótmælendur þegar leið á nóttina.

Talið er að 1500-2000 manns hafi verið framan við Alþingishúsið framan af kvöldi. Búið var að kveikja í bálkesti framan við inngang þinghússins. Þar léku sumir á hljóðfæri, aðrir börðu málmbökkum eða spýtum í ljósastaura og bekki. Tugir lögreglumanna í óeirðabúningum vörðu þinghúsið en héldu sig til hlés. Enn aðrir héldu sig örlítið frá þinghúsinu og fylgdust með. Talsverð spenna var í loftinu. Mótmælendur kröfðust breytinga; margir kröfðust kosninga.

Um miðnætti var bensíni hellt á Óslóartréð og það fellt. Stór hópur stóð í kringum tréð en enginn slasaðist. Tréð fór svo á bálköst framan við þinghúsið. Þangað höfðu sumir mótmælendur líka borið vörubretti og alls kyns annan eldsmat. Eftir miðnætti fækkaði mótmælendum mjög. Þá var farið að bera garðbekki á bálið. Um klukkan tvö vildi lögregla greinilega binda enda á mótmælin en þá stigu tugir lögreglumanna fram og slökktu eldinn.

Mótmælendur létu ekki þar við sitja, færðu sig um set og kveiktu eld að nýju, framan við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Lögregla gerði ítrekaðar tilraunir til að stöðva mótmælendur. Þeir stigu nokkrum sinnum fram fylktu liði, börðu skildi sína, slökktu eldinn og hörfuðu aftur að þinghúsinu. Lögreglan beitti gasi og kylfum nokkrum sinnum. En mótmælendur drógu jafnharðan fleiri bekki og ruslatunnur að styttunni og kveiktu í. Sumir kveiktu í flugeldum.

Þegar leið á þriðja tímann skipti lögregla sér í smærri hópa og reyndi að dreifa mótmælendum sem þá voru ríflega 100 á að giska. Þá skarst í odda með mótmælendum og lögreglu sem beitti gasi og handtók fjóra mótmælendur. Einn var kærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann og félagi hans fyrir að reyna að frelsa hann. Á mótmælendum mátti skilja að haldið verði áfram í dag. (mbl.is)

Ljóst er,að mótmælin  eru komin á nýtt stig.Búast má við,að þetta haldi svona áfram,þar til stjórnvöld svara með einhverjum raunhæfum aðgerðum,kosningum eða  stórum breytingum á stjórninni,FME og Seðlabanka.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 21. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband