Föstudagur, 23. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún komin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að þau Geir H. Haade, forsætisráðherra, verði nú að vinna í sameiningu úr þeirri stöðu, sem upp er komin í stjórnmálum eftir tíðindi dagsins.
Ingibjörg Sólrún kom nú síðdegis til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna heilaæxlis. Hún ræddi við fréttamenn í Leifsstöð og sagðist í morgun hafa fengið þær bestu fréttir af sínum veikindum sem hún gat fengið þegar ljóst varð, að heilaæxlið reyndist allt vera góðkynja. Á sama tíma hefði hún fengið mikil ótíðindi af forsætisráðherra og hans veikindum, sem hann þyrfti nú að takast á við.
Úr þessari stöðu þurfum við tvö að vinna í sameiningu. Við munum ræða saman í ljósi þessara breytinga, sem þetta hlýtur að hafa á samstarf okkar og hvernig við skipuleggjum tíma okkar á næstunni," sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við að vonandi fengju þau svigrúm til þess.
Fram kom á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að flokkurinn vill að boðað verði til kosninga 9. maí. Ingibjörg Sólrún vildi ekki tjá sig um þá tillögu en sagði að það væri tiltölulega einfalt verkefni að boða til kosninga. Flóknara yrði að takast á við þau brýnu úrlausnarefni, sem nú blasi við. Sagði hún að stjórnarflokkarnir verði að sjá til þess að það verði gert og Samfylkingin muni ekki hlaupa frá því verki, að sjá til þess að það verði stjórn í landinu fram að kosningum. (mbl.is)
Eðlilegt er,að Ingibjörg Sólrún tali varlega við komu sína til landsins. Hún vill ræða við Geir Haarde áður. En ég tel litlar líkur á því að Samfylking og VG myndi stjórn fyrir kosningar.Ég tel best,að núverandi stjórn starfi fram að kosningum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 23. janúar 2009
Hörður: Mótmælin halda áfram
Hörður Torfason, forsvarsmaður Radda fólksins, segir að tillaga um að kosið verði 9. maí sé aðeins hænufet í átt að kröfum mótmælanda. Þeir vilji kosningar strax og mótmælin haldi áfram. Hann býst við því að mótmælin harðni.
Helgin er framundan og búast má við ölvun í miðbænum. Hörður óttast að drukkið fólk spilli mótmælunum með ólátum og skemmdarverkum. Því vill hann hvetja fólk til að gera hlé á mótmælum eftir klukkan átta í kvöld og annað kvöld. Mótmæli og áfengisdrykkja fari engan veginn saman. Útvarpað verður frá mótmælafundi sem hefst á Austurvelli kl. 15 á morgun.(ruv.is
Búast má við,að mótmælin verði ekki eins hörð nú þegar ljóst er,að Geir Haarde dregur sig í hlé vegna veikinda.En þó segja mótmælendur,að kosningar þurfi að vera strax og þeir vilja ríkisstjórnina frá svo og stjórnendur FME og Seðlabanka.Mótmælin munu því halda áfram.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 23. janúar 2009
Vægi Evrópumála minnkar
Atburðarásin í pólitíkinni er svö hröð nú,að hún breytist dag frá degi. Menn biðu eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins,sem átti að hefjast eftir viku. Þar átti m.a. að taka ákvörðun um afstöðu flokksins til ESB.En nú eru menn hættir að hugsa um ESB,a.m.k. í bili. Nú er hugsað um kosningar og líf eða dauða ríkisstjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir hafa orðið ásáttir um kosningar í mai n.k. Það þýðir ,að stjórnin lætur af störfum ekki síðar en þá.Geir Haarde hættir þá sem formaður og forsætisráðherra vegna veikinda.Nýr formaður tekur við í Sjálfstæðisflokknum. Það hafði byggst upp mikið traust milli Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.Í stjórnmálum skiptir traust öllu máli. Ef þessir tveir flokkar halda áfram að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar þarf að byggja upp traust að nýju.En svo getur eins verið að mynduð verði allt önnur ríkisstjórn.
Sjálfstæðiflokkurinn hefur frestað landsfundi sínum þar til í lok mars.Fyrr mótar flokkurinn ekki nýja stefnu í Evrópumálum. Það er slæmt,að það dragist en önnur mál eru nú orðin mikilvægari.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 23. janúar 2009
Stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Þorgerður Katrín,Bjarni Ben. og Kristján Þór keppa
Kristján Þór Júlíusson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins íhugar að bjóða sig fram til formanns í flokknum á komandi landsfundi. Þetta herma heimildir fréttastofu en stuðningsmenn Kristjáns hafa látið framkvæma símakönnun þar sem afstaða fólks til þingmannsins er könnuð.
Bjarni Benediktsson annar þingmaður flokksins hefur einnig verið nefndur sem hugsanlegur formannskandídat en heimildir herma að hann hafi viðrað hugmyndir um hugsanlegt framboð við aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Eftir tíðindi dagsins og þá staðreynd að Geir H. Haarde ætlar ekki að gefa kost á sér er ljóst að það stefnir í harðann formannsslag á landsfundinum.
Annað nafn sem heyrst hefur sem fýsilegur kandídat, fyrir utan Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformann, er nafn Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ.(mbl.is)
Ljóst er,að það stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum.Kristján Þór hefur það fram yfir aðra frambjóðendur,að hann er nýr þingmaður og ber ekki eins mikla ábyrgð og hinir þingmennirnir
á bankahruninu. En bæði Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson eru frambærilegir frambjóðendur og Árni Sigfússson auðvitað líka. Þó Bjarni sé mjög frambærilegur stjórnmálamaður hefur hann það á móti sér að vera fulltrúi gamals ættarveldis í Sjálfstæðisflokknum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 23. janúar 2009
Geir hættir vegna veikinda
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins en hann greindist nýverið með illkynja æxli í vélinda. Sjálfstæðisflokkurinn vill að boðað verði til kosninga þann 9. maí næstkomandi. Landsfundi flokksins verður frestað þar til í lok mars.
Þetta kom fram í ávarpi Geirs, sem hann las fyrir fréttamenn í Valhöll en þar stendur yfir miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins. Geir gaf ekki kost á spurningum fréttamanna að loknu ávarpi sínu.
Að sögn Geirs greindist hann með lítið æxli í vélinda við reglubundna læknisskoðun fyrir skömmu. Síðastliðinn þriðjudag var honum greint frá því að rannsókn hafi leitt í ljós að æxlið er illkynja. Hafa læknar lagt það til að hann fari í aðgerð til þess að fjarlægja meinið. Slíka aðgerð er ekki hægt að gera hér á landi og verður hún því framkvæmd erlendis um eða skömmu eftir næstu mánaðarmót. Ég er bjartsýnn á að sigrast á þessum veikindum og er sagt batahorfur séu ágætar og ég geti vænst þess að ná fullri starfsorku á næstu mánuðum hið minnsta. Hins vegar er aldrei hægt að útiloka að mál sem þessi geti þróast til verri vegar þegar til lengri tíma er litið," segir Geir.
Í þeirrar óvissu sem leiðir af óvissu um eðli þessa meins hefur Geir ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Ég hef þegar greint samherjum mínum í þingflokki og miðstjórn flokksins sem funda hér í næsta herbergi frá þessu," sagði hann.
Það gerir mína ákvörðun auðveldari að Sjálfstæðisflokkurinn á úr breiðum hópi frambærilegra forystumanna að velja og fyrir hönd flokksins kvíði ég þess vegna ekki framtíðinni. Ég vil jafnframt greina frá því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn hans vilja að gengið verði til alþingiskosninga laugardaginn 9. maí næstkomandi. Ég hef þegar rætt við formann samstarfsflokksins um ofangreinda dagsetningu og munum við ræða nánar saman um helgina eftir að hún er komin heim til landsins.
Geir segist leggja áherslu á að ríkisstjórnin vinni áfram ótrauð saman að þeim verkefnum sem hennar bíða fram að kosningum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ég mun leggja allt kapp á það að samstarfið við aðra flokka að undirbúningi að komandi þingkosningum muni ekki raska þeirri efnahagsáætlun sem við vinnum eftir í samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þar eru miklir hagsmunir í húfi eins og ég hef margítrekað lagt áherslu á.
Í ljósi þess að allar líkur eru á að gengið verði til alþingiskosninga strax í vor þá hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveðið að fresta landsfundi flokksins og verður hann haldinn dagana 26. til 29. mars næstkomandi. Á þeim landsfundi mun Sjálfstæðisflokkurinn móta stefnu sína fyrir kosningar og velja sér nýjan formann sem mun leiða flokkinn í næstu kosningum," sagði Geir við fréttamenn nú í hádeginu.(mbl.is)
Þetta eru gifurlega mikil tíðindi. Geir hættir sem formaður og forsætisráðherra í vor.Nýr formaður tekur við Sjálfstæðisflokknum og leiðir flokkinn í kosningum. Það verður ungur maður.Þetta eykur líkur á því,að stjórnin sitji fram að kosningum enda þótt Samfylkingin eigi eftir að segja sitt síðasta orð um það.Ingibjörg Sólrún lagði hins vegar áherslu á það í gær,að kosið yrði í vor en ekki að stjórnin færi frá. I dag var hins vegar haft eftir henni,að hún útilokaði ekki stjórn með VG. Ég hefi ekki trú á því,að af slíkri stjórnarmyndun verði fyrir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
![]() |
Föstudagur, 23. janúar 2009
Landsfundi Sjálfstæðisflokks frestað?
Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á hádegi en þar sem meðal annars verður rætt um hvor fresta eigi landsfundi flokksins þar til í apríl, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til stendur að halda landsfundinn í lok mánaðar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virðast báðir stjórnarflokkarnir vera farnir að búa sig undir kosningar í vor. Er talið líklegt að landsfundi Samfylkingarinnar verði flýtt og hann haldin í mars eða apríl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir að hún vilji að það verði kosið í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.(mbl.is)
Allt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki ósk Ingibjargar Sólrúnar um kosningar í vor. Ef svo fer mun landsfundi flokksins trúlega frestað og fundurinn verða undirbúningsfundur fyrir þingkosningar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Best,að sama stjórnin sitji fram að kosningum
Allar horfur eru nú á að efnt verði til þingkosninga næsta vor.Það er vel,ef svo verður.Þetta er krafa þjóðarinnar,m.a. vegna bankahrunsins.Fólk vill,að stjórnmálamenn axli ábyrgð vegna hruns banka og fjármálakerfis og það verður best gert með kosningum.Ef einhverjir hefðu sagt af sér eða verið látnir fara þá hefði ekki verið eins áríðandi að kjósa í vor en enginn hefur viljað segja af sér.Enginn hefur viljað axla ábyrgð.
En þá er spurningin sú hvernig á með að fara fram að kosningum? Að mínu mati er best,að núverandi ríkisstjórn sitji fram að kosningum.Hún er í miðju verkefni og eðlilegast að hún vinni sem mest af því áður en kosið verður.En síðan eiga menn að ganga óbundnir til kosninga og allt að vera opið með stjórnarmyndun eftir kosningar. Framsókn hefur stungið upp á að mynduð verði minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknar fram að kosningum í vor. Það er svolítið sérkennilegt,að stjórnmálaflokkur stingi upp á því að tveir aðrir flokkar myndi ríkisstjórn! Venjan er nú,að þeir sem ætla að mynda stjórn hafi frumkvæði að því sjálfir og ef um minnihlutastjórn er að ræða þá leiti þeir eftir hlutleysi annars flokks eða flokka. Ég sé engin rök fyrir því,að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG réði betur við verkefni líðandi stundar en núverandi stjórn.Nýr formaður Framsóknar er með frumkvæði sínu að reyna að gera sig gildandi og það er eðlilegt en hann hefur engin rök fyrir því að minnihlutastjórn yrði betri fram að kosningum en núverandi meirihlutastjórn.
Björgvin Guðmundssion
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Mótmælin friðsamleg á ný
Síðustu mótmælendurnir fóru af Austurvelli um klukkan hálftvö í nótt, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Eftir miðnættið höfðu verið 15-20 mótmælendur á Austurvelli. Flestir þeirra sem stóðu vaktina til enda voru merktir appelsínugulum lit, að sögn lögreglu.
Appelsínuguli liturinn auðkennir þá mótmælendur sem eru andvígir árásum á lögreglu.Ekki kom til neinna átaka og fór allt mjög friðsamlega fram, að sögn lögreglunnar. (mbl.is)
Mótælin voru friðsamleg í allan gærdag.Eftir að mótmæli fóru úr böndunum með árásum á lögregluna virðast mótmælendur hafa áttað sig á því að mótælin ættu ekki að anúast gegn lögreglu.Þess vegna breyttu þeir um starfsaðferðir í gær og tóku á ný upp friðsamleg mótmæli.Það er gott.Ofbeldi skilar engu
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 23. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún útilokar ekki stjórn með VG
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.
Ég tel að stjórnmálamenn verði að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara því skýrt hvert þeir vilja stefna til framtíðar. Það er í sjálfu sér einfalt að verða við þessari kröfu almennings en vandinn er að taka á þeim erfiðu verkefnum sem bíða við hvert fótmál. Til þess þarf stjórnvöld sem axla ábyrgð fram að kosningum og það mun Samfylkingin gera. Hún mun ekki hrökkva undan og láta duga að standa álengdar í sjálfumgleði meðan fólk og fyrirtæki berjast í bökkum.
Ingibjörg segir það koma til greina að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum sem Framsóknarflokkurinn verji falli. Hins vegar þurfi allir að gera sér grein fyrir þeim vandamálum sem við er að eiga.
Það kemur allt til greina ef þeir átta sig á því að stjórnvalda bíða erfiðar ákvarðanir við að koma skútunni á réttan kjöl aftur. Mér hefur sýnst skorta mikið upp á það. (mbl.is)
Ljóst er að mikil óvissa ríkir um framhald ríkisstjórnarinnar.Aukin mótmæli almennings og samþykkt Samfylkingarfélags Reykjavíkur um kosningar í vor og stjórnarslit hafa sett strik í reikninginn. Grasrótin hefur tekið völdin.Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að kjósa skuli í vor verður það sameiginleg niðurstaða stjórnarflokkanna,að svo skuli vera en ef stjórnarflokkarnir verða ekki sammála um hvenær eigi að kjósa gæti stjórnin sprungið fljótlega.
Björgvin Guðmundsson