Hvers vegna tapar Samfylkingin fylgi?

Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin að tapa miklu fylgi. Að mínu mati eru  tvær ástæður fyrir því: 1) vegna þess,að ríkisstjórnin hefur ekki látið neinn axla ábyrgð af bankahruninu.2) vegna þess,að Samfylkingin hefur ekki náð  nægum árangri í ríkisstjórninni í því að koma stefnumálum sínum fram.

Ef Samfylkingin ætlar að stöðva fylgishrunið verður hún að beita sér straX  fyrir því að  þeir sem bera ábyrgð á bankahruninu axli ábyrgð strax,ekki síðar.Og hún þarf einnig að taka sig á í velferðarmálum.T.d. á strax að  leiðrétta þá kjaraskerðingu,sem lífeyrisþegar urðu fyrir um áramót,sbr. aiglýsingu Öryrkjabandalagsins í blöðum í dag. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk aðeins hálfar verðlagsuppbætur um áramót.Þeir eiga að fá fullar verðlagsuppbætur. Það á ekki að níðast á öldruðum og öryrkjum þó  svo  eigi að  heita að kreppa ríki í landinu. 

Björgvin Guðmundsson


Einn fjölsóttasti útifundurinn í dag

Áfram er mótmælt á Austurvelli en þar eru nú nokkur hundrað manns sem berja taktfast á pottlok og pönnur. Útifundur var á Austurvelli í dag og er talið að um 5000 manns hafi komið þar saman. Eftir fundinn fækkaði mjög á svæðinu en hluti fundargesta varð eftir og hélt áfram.  mótmælaaðgerðum.(mbl.is)

Sú mikla þÁtttaka sem var í útifundinum í dag sýnir,að almenningur telur ekki nóg að gert þó ákveðnar hafi verið kosningar. Almenningur vill breytingar á Seðlabanka,FME og ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Hörður baðst afsökunar

Hörður Torfason, forsvarsmaður samtakanna Radda fólksins, hóf útifund á Austurvelli í dag með því að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Geir H. Haarde, forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagðist hann einnig hafa hringt í aðstoðarmann Geirs í morgun og beðist afsökunar.

Ummælin birtust á vefnum mbl.is. Þar var Hörður spurður um veikindi forsætisráðherra og svaraði: „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ Þessi ummæli sættu afar harðri gagnrýni bloggara.

Mannfjöldi er á útifundinum. Þar flutti Magnús Björn Ólafsson, blaðamaður, m.a. ávarp og gagnrýndi þá sem grýtti lögreglumenn í mótmælum á Austurvelli og reyndu að kveikja í Alþingishúsinu. Sagði hann að litlum hópi hefði næstum tekist að eyðileggja þrotlaust starf þúsunda, sem unnið hefðu að því undanfarna mánuði að byggja upp nýtt og réttlátara þjóðfélag.(mbl.is)

Hörður er maður að meiri að biðjast afsökunar. Ummæli hans um veikindi Geirs voru óviðeigandi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Heldur stjórnin?

Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor.

Formenn aðildarfélaga Samfylkingarinnar sitja á fundi þar sem farið er yfir þá stöð sem upp er komin í stjórnmálum. Boðað var til fundar formanna aðildarfélaga Samfylkingarinnar fyrr í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan Samfylkingarinnar enn óvissir um hvort að rétt sé fyrir flokkinn að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hittir síðdegis Geir H. Haarde, forsætisráðherr,a þar sem þau ræða framhald stjórnarsamstarfsins og þær hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um að boða til kosninga í byrjun maí.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurð um það í gær hvort hún teldi að stjórnarsamstarfið myndi halda fram á vorið þegar kosningar eru áætlaðar. Hún vonst til þess að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor.

Félagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ályktaði í vikunni að réttast væri að Samfylkingin sliti stjórnarsamstarfinu og boðaði til kosninga í vor. (visir.is)

Mikill vafi er  nú á því hvort stjórnin heldur.Margir þingmenn Samfylkingar vilja mynda stjórn með VG fram að kosningum en aðrir vilja setja skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Ljóst er,að gera þarf breytingar á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka strax ef stjórnin ætlar að sitja óbreytt og ef til vill þarf að breyta stjórninni sjálfri.

 

Björgvin Guðmundsson



VG með 32 %

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 32,6% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Framsóknarflokksins eykst einnig verulega og mælist 16,8% en fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur áfram að minnka. Aðeins 20,3% segjast styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningurinn aldrei mælst minni.

Fylgi Samfylkingarinna mælist nú 19,2% og hefur ekki verið minna í tvö ár. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 22,1%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 3,7%.

Flestir, eða 45,1%, segjast vilja þjóðstjórn fram að næstu kosningum. Fjórðungur vill að núverandi ríkisstjórn haldi áfram þar til kosið er, en 18,2 prósent vilja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokks. (mbl.is)

Þessi skoðanakönnun staðfestir,að miklar hræringar eru í pólitíkinni og fylgj flokkanna á mikilli hreyfingu. Nú er eftir að vita hvaða áhrif leiðtogaskipti í Sjálfstæðisflokknum hafa á fylgið og hvað verður um framhald stjórnarinnar fram að kosningum.Allt hefur þetta  áhrif á fylgið.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Óska Geir góðs bata

Ég óska Geir H.Haarde forsætisráðherra góðs bata í veikindum hans.Ég tel,að hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að ákveða að stíga til hliðar vegna alvarlegra veikinda hans.

En það  verður eftirsjá af Geir úr stjórnmálunum.Hann er vandaður og heiðarlegur stjórnmálamaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum enda þótt ég sé andvígur grundvallar stjórnmálaskoðunum hans.Ég sendi honum og fjölskyldu hans bestu kveðjur með ósk um góðan bata honum til handa.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband