Hvaða ríkisstjórn er æskilegust?

Tveir stjórnarmöguleikar eru líklegastir eftir að stjórn Geirs Haarde féll,þ.e. þjóðstjórn eða minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknar.Mér list betur á minnihlutastjórnina.Svo mikill ágreiningur er milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir stjórnarslitin,að  þessir flokkar ættu erfitt með að vinna saman í þjóðstjórn.Samfylking og VG ættu hins vegar að geta unnið vel saman að aðkallandi vandamálum vegna heimila og fyrirtækja ef þessir flokkar ná á annað borð saman.Ef  slík minnihlutastjórn tekst vel gæti hún stuðlað  að áframhaldandi stjórnarsamstarfi þessara flokka  eftir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Stjórnin er fallin

Ríkisstjórnin er fallin.Það var orðin mikil óánægja með stjórnina í röðum Samfylkingarmanna eins og sást af samþykkt Samfylkingarfélags Reykjavíkur.En svo virðist þó sem Ingibjörg Sólrún vildi halda stjórnarsamstarfinu áfram ef gerðar yrðu breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,ríkisstjórninni og stjórnkerfinu yfirleitt.Um tíma virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið að öllum kröfum Samfylkingarinnar  og stjórnin  mundi halda áfram.En undir lok viðræðna setti Samfylkingin fram kröfu um að forsætisráðuneytið færðist til  Samfylkingarinnar.Þessa kröfu féllst Sjálfstæðisflokkurinn ekki á og stjórnin sprakk.

Ég tel  leitt,að stjórnin skyldi springa vegna ágreiniings um ráðherrastóla.Ég var lítt hrifinn af stjórninni þegar hún var mynduð en  hins vegar tel ég,að stjórnin hefði átt að sitja fram að kosningum úr því sem komið var.

 

Björgvin Guðmundsson


Vilhjálmur Bjarnason: Atferli bankastjórnenda landráð

Upplýst hefur verið um alls  konar vafasamar ráðstafanir bankastjórnenda einkabankanna að undanförnu þar á meðal ráðstöfun og lánveitingar  Kaupþings rétt fyrir hrunið,miklar lánveitingar til tengdra aðila,sem ekki voru bornar undir lánanefnd Kaupþings eins og áskilið var.Vilhjálmur Bjarnason gagnrýndi ýmsar vafasamar ráðstafanir einkabankanna í þættinum Silfri Egils í gær. Hann kallaði atferli bankastjórnenda landráð.Atferli bankastjórnenda olli hruni bankanna og alls íslenska fjármálakerfisins

 

Björgvin Guðmundsson


Þingflokksfundir standa yfir

Þingflokksfundir Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru að hefjast í Alþingishúsinu og eru stjórnarþingmennirnir að týnast inn í húsið. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að niðurstaða verði að nást í stjórnarsamstarfið í dag.

Hann sagði í samtali við blaðamann mbl.is að Samfylkingin geri kröfu um að hlutirnir gangi betur fyrir sig en hingað til en neitaði að öðru leyti að tjá sig um stjórnarsamstarfið.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði við komuna á þingflokksfund Samfylkingarinnar að grundvallaratriðið væri að sama hreinsun ætti sér stað í Seðlabankanum og tilkynnt hafi verið um í Fjármálaeftirlitinu.(mbl.is)

 

´Örlög stjórnarinnar ráðast á þessum fundum.Samkomulag mun um þau mál,sem einhverja þýðingu hafa og þá má ekki láta deilur um minni atriði eins og ráðherrastóla valda slitum.

 

Björgvin Guðmundsson

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræðir við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræðir við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna. mbl.is/Golli

 

 


Samkomulag að nást milli stjórnarflokkanna?

Fjölmiðlar greina frá því í morgun,að samkomulsg sé komið milli stjórnarflokkanna um öll mál,sem máli skipta svo sem breytingu á yfirstjórn Seðlabankans,frekari breytingar á ríkisstjórn og þar á meðal á verkaskiptingu og að gerðar verði ráðstafanir til þess að bæta hag heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn mun víst vilja auka niðurskurð ríkisútgjalda til þess að mæta kröfum IMF. Það eina sem mun standa út af er ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið en Samfylkingin mun ætla að láta af hendi utanríkisráðuneytið.Ef samkomulag er komið um öll fyrri ágreiningsatriði skil ég ekki framkomna ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið. Það er engin þörf á því fyrir Samfylkinguna að fá forsætisráðuneytið og ég get vel skilið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki láta það af hendi þar eð flokkurinn myndaði stjórnina og hefur haft forsætisráðherrann.Sennilega er ósk Samfylkingar komin vegna þess að Samfylkingin mundi fá forsætisráðherra í stjórn með VG en ég sé ekki,að Samfylkingin geti haldið  þeirri ósk til streitu í viðræðum við Sjálfstæðisflokkin.Við skulum ekki búa til ný ágreiningsefni.

 

Björgvin Guðmundsson


Mál að foringjaræði stjórnmálaflokka linni

Um langt skeið hefur það verið svo í íslenskum stjórnmálaflokkum, að formenn flokkanna hafa ráðið öllu,sem þeir hafa viljað ráða.Þeir hafa verið nánast einráðir.Þannig var  þetta þegar Davíð var formaður Sjálfstæðisflokksins,þannig var þetta þegar Halldór var formaður Framsóknar og þannig hefur þetta verið hjá Sjálfstæðisflokknum undir formennsku Geirs og þannig er það hjá Samfylkingunni undir formennsku Ingibjargar Sólrúnar.Menn muna hvernig þetta var meðan Davíð og Halldór stjórnuðu.Þeir réðu öllu í sínum flokkum og þingmenn og aðrir flokksmenn sátu og stóðu eins og þeir vildu. Þetta gekk svo langt í Framsókn,að réttkjörinn varaformaður Guðni Ágústsson var algerlega sniðgenginn af formanni flokksins,Halldóri. Guðni var áhrifalaus í forustunni enda þótt hann réði sínum málaflokki sem ráðherra.Þetta er með allt öðrum hætti á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi t.d. er löngu búið að afnema foringjaræðið og þingmenn og flokksfélagar ráða  stjórnarmyndun og stefnumótun.

Nú er mikil krafa um það frá almenningi að  auka lýðræði í landinu. Menn vilja auka ákrif almennings og menn vilja,að þingið fái aukin völd og þau völd sem því ber en í dag ræður framkvæmdavaldið öllu og valtar yfir þingið.. Þessu þarf að breyta. Jafnframt þarf að auka lýðræði í stjórnmálaflokknumu og afnema  foringjaræðið sem tröllríður öllu í flokkunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Framtíð stjórnarinnar ræðst í fyrramálið

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að sjálfstæðismenn hefðu ekki útilokað neinar breytingar, hvorki í eigin röðum né í samstarfi stjórnar flokkanna.

„En við ráðum okkar málum sjálfir, sjálfstæðismenn og það sama gegnir um Samfylkinguna," sagði Geir.

Þegar Geir var spurður hvort kæmi til greina af hans hálfu að skipta um stjórnendur Seðlabankans sagði að í sjálfu sér kæmi allt til greina. Hann benti á, að undanfarið hefði farið fram skoðun á því hvernig skipuleggja eigi fjármálaeftirlitskerfið og  finnskur sérfræðingur væri að vinna að málum Fjármálaeftirlitsins. Þá hefðu íslensk stjórnvöld beðið  Alþjðóðgjaldeyrissjóðinn að leggja sér til  efni og aðstoð við að skipuleggja þetta sem sem best í framtíðinni  með titlliti til þess sem hefði gerst. 

Geir sagði, að í ljósi þessa fyndist sér að ekki ætti að rasa um ráð fram í þessu efni en Sjálfstæðisflokkurinn hefði þó ekki hafnað neinu varðandi breytingar.

Geir sagðist aðspurður ekki vita, hvort nota ætti orðið krafa um þau sjónarmið, sem Samfylkingin hefði komið fram með um breytingar í stjórnkerfinu en vissulega hefði það borið á góma af hálfu Samfylkingarfólks að gera breytingar á Seðlabankanum.  

Um það hvort núverandi stjórnarsamstarfi verði haldið áfram sagði Geir, að það gæti brugðið til beggja vona. Hins vegar væri ábyrgðarhluti að skilja landið eftir stjórnlaust og allir flokkar, ekki síst þeir sem nú stýra landinu bæru ábyrgð á að tryggja að starfhæf ríkisstjórn væri í landinu sem leiði mál til lykta sem varða hagmuni heimila og fyrirtækja. Þá væri mikilvægt að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haldi svo hægt verði að sjá fram á árangur af starfi síðustu vikna og mánaða.

Geir sagði, að sjálfstæðismenn hefðu ekki verið í viðræðum við aðra flokka um stjórnarsamstarf. Þá lagði hann áherslu á, að hann hefði sem forsætisráðherra ekki afsalað sér þingrofsvaldi.  (mbl.is)

Báðir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa verið boðaðir á fund í fyrramálið kl 10.Þá má búast við að dragi til tíðinda um framtíð ríkisstjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband