Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Ný stjórn á laugardag?
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að enginn ágreiningur hafi verið um það í stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna að hún verði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þá segir hún sjálfgefið að Ingibjörg Sólrún taki sæti í stjórninni.
Jóhanna sagði þegar hún kom út af fundi klukkan 16 að viðræðurnar hafi gengið vel í dag og er bjartsýn á að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós um helgina. Fyrst og fremst er verið að hugsa um næstu tvo mánuði í viðræðunum og að byrjað verði á endurreisn heimila og atvinnulífs. Ekki síst þurfi að skoða stöðu fyrirtækja og heimilin fylgi þar fast á eftir.
Hún segir að fara þurfi í ýmsar aðhaldsaðgerðir og að hún hafi skorið meira niður undanfarið en flestir aðrir ráðherrar. Þannig vísar hún á bug ásökunum um að hún hafi verið eyðslusöm á ráðherrastóli sem meðal annars hafa komið frá Sjálfsstæðisflokknum.
Jóhanna segir að standa þurfi vörð um samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Eignafrystingu þurfi að skoða á sanngjarnan hátt en ekki verði þó gengið á eignarrétt fólks. Hún segir að fjöldi ráðherrastóla hefi ekki verið ákveðinn.
Jóhanna telur að Samfylkingin geti þokast nær umsókn að ESB með samstarfi við Vinstri græna en hægt var með Sjálfstæðisflokknum. Einnig segir hún að barist hafi verið í því síðan í nóvember að ná þeim hreinsunum í Seðlabankanum sem nauðsynlegar eru en það hafi gengið hægt í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki séu þó komnar tillögur um nýja menn í stað þeirra sem nú skipa forystu Seðlabankans. Ekki hefur verið ágreiningur um það að Jóhann verði forsætisráðherra og sjálfgefið sé að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taki sæti í stjórninni. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvort utanaðkomandi aðilar taki sæti í stjórninni. Að lokum sagði Jóhanna að nú þurfi sterka ríkisstjórn sem vinnur með þjóðinni, velferðarstjórn sem ekki var möguleg með Sjálfstæðisflokknum. Aðspurð segist Jóhanna gáttuð á því að Einar skuli hafa heimilað hvalveiðar sem skaðar ímynd landsins á viðkvæmum tíma og á von á að ákvörðunin verði dregin til baka.(ruv.is)
Fólk bíður í eftirvæntingu eftir því að fá hina nýju stjórn Samfylkingar og VG.Margir telja tíma til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn fái fri frá landsstjórninni ekki síst vegna þess að sá flokkur á stærsta þáttinn i hruni bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Við þurfum ekki að borga Icesave
Lögmennirnir Stefán Már Stefánsson og Lárus L.Blöndal skrifa grein í Mbl. í dag um Icesave reikningana.Er það þriðja greinin,sem þeir skrifa í Mbl. um málið.Í greininni í dag svara lögmennirnir grein,sem Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur skrifaði um málið.Yngvi Örn taldi,að íslenska ríkið yrði að greiða Icesave reikningana. En það segja lögmennirnir rangt. Þeir vitna í tilskipun ESB um málið. Þeir segja m.a.: " Í 25. málsgr. aðfararorða tilskipunarinnar kemur fram,að aðildarríki geti ekki orðið ábyrg gagnvart innstæðueigendum,ef þau hafa komið upp tryggingakerfi í samræmi við tilskipunina eins og við gerðum á Íslandi á árinu 1999 og óumdeilt er. "
Ég er sammmála lögmönnunum og athugun mín á tilskipun ESB gaf sömu niðurstöðu. Ég fann ekki eitt einasta orð í tilskipuninni um að íslenska ríkið væri ábyrgt í þessu máli og ætti að borga eitthvað.Það á að borga úr tryggingasjóði og af eignum hlutaðeigandi banka en íslenska ríkið ber enga ábyrgð.
En hvers vegna hefur fráfarandi ríkisstjórn ljáð máls á því að borga það sem okkur ber ekki að borga. Stjórnin lét kúga sig.En ég tel ekki koma til greina að íslenska ríkið borgi þetta.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna
Fráfarandi stjórnarflokkar hafa verið að kýta um það hvers vegna stjórnin sprakk.Þar er ýmislegt nefnt. Sjálfstæðisflokkurinn segir,að Samfylkingin hafi ekki viljað að Þorgerður Katrín yrði forsætisráðherra.Samfylkingin segir,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað,að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra.En hvorugt er hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna. Hin raunverulega ástæða er sú,að stjórnin réði ekki við málin eftir að bankakreppan skall á. Meðan allt lék í lyndi gekk stjórnarsamstarfið vel. En þegar á bjátaði og fjármálakerfið fór á hliðina byrjaði ágreiningurinn.Flokkarnir gátu ekki komið sér saman um raunhæfar ráðstafanir í kreppunni. Þeir,sem áttu að fylgjast með bönkunum og brugðust sáttu fastir í stólum sínum,bæði bankastjórar Seðlabankans og forstjóri FME. Það var ekki fyrr en daginn fyrir stjórnarslit að forstjóri FME sagði af sér.Mótmæli almennings kröfðust afsagnar þessara aðila og raunar stjórnarinnar einnig. Samfylkingin í Reykjavík tók undir það síðast nefnda.Að mínu mati skipti engu máli hver var forsætisráðherra.Aðalatriðið var að gera það sem gera þurfti: Hreinsa út í Fjármálaeftirliti og Seðlabanka og gera róttækar ráðstafanir til bjargar heimilum,atvinnurekstri og bönkum. Sjálfstæðisflokkurinn dró lappirnar í því sem þurfti að gera. Því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Mær enginn hagvöxtur í heiminum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því nú, að hagvöxtur verði aðeins 0,5% að jafnaði í heiminum á árinu. Gangi það eftir hefur hagvöxtur ekki verið minni frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Samkvæmt spá sjóðins munu hagkerfi í Afríku, Asíu og Miðausturlöndum vaxa um 3-4% en 2-3% samdráttur verður í iðnríkjunum.
Hagkerfi heimsins er að fara í djúpt samdráttarskeið," segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í nýrri skýrslu Hefur spá sjóðsins breyst mjög á síðustu mánuðum en í nóvember spáði IMF 1,75% hagvexti að jafnaði í heiminum.
Þrátt fyrir víðtækar aðgerðir eru fjárhagserfiðleikar enn miklir og það dregur hagkefin niður," segir IMF. Segir í skýrslunni að útlitið sé afar óljóst.
Samkvæmt spá IMF mun landsframleiðsla í Bandaríkjunum dragast saman um 1,6% á árinu, um 2% á evrusvæðinu öllu, 2,5% í Þýskalandi, 1,9% í Frakklandi, 2,1% á Ítalíu, 2,8% í Bretlandi og 2,6% í Japan.(mbl.is)
AF ÞESSU sést ,að það er víðar en hér sem erfiðleikar eru í landframleiðslu og efnahagsmálum. Það er alls staðar samdráttur og kreppa.
Björgvin Guðmundsson

Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Óeðlilegar lánveitingar Kaupþings rétt fyrir hrun
Fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 var í Kastljósi í gærkveldi og skýrði frá því að erlendur aðili hefði fengið 280 milljarða lán hjá Kaupþingi á 12 mánuðum áður en bankinn hrundi.Peningar þessir hefðu hafnað á Jómfrúreyjum. Hvað var hér að gerast? Hvers vegna var Kaupþing að veita þetta lán á sama tíma og bankann skorti lausafé og á sama tíma og bankinn leitaði til Seðlabankans vegna þess að bankann sárvantaði lausafé.Sumir telja,að íslenskir auðmenn og íslenskir bankar hafi skotið undan fé og komið fyrir í skattaskjólum erlendis m.a. á Jómfrúreyjum. M.a. þess vegna þykja þessar lánveitingar grunsamlegar.Engu er líkara en að stjórnendur banka hafi sett þá á hausinn með óvarkárum lánveitingum og glæfralegum lántökum erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Forsetinn kominn út fyrir sitt svið
Þegar forsetinn boðaði stjórnmálaforingjana á sinn fund vegna stjórnarmyndunar ræddi hann við blaðamenn. Þá nefndi forsetinn fjögur atriði sem hann vildi,að ný stjórn mundi beita sér fyrir.Með því fór hann út fyrir sitt svið. Forsetinn á ekki að segja fyrir um þau mál,sem ríkisstjórnir eiga að beita sér fyrir.Hann getur viðrað skoðanir sínar í hátíðarræðum en hann á ekki að segja ríkisstjórnum fyrir verkum um málefni þeirra. Einnig fannst mér það óviðeigandi,að forsetinn væri að ræða við BBC um að það ætti að breyta yfirstjórn Seðlabankans.Það er heldur ekki á verksviði forsetans að gefa slíkar yfirlýsingar. Ólafur Ragnar hefur að mörgu leyti staðið sig vel sem forseti. Hann má ekki skapa ófrið um embættið með því að fara út fyrir sitt svið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Þurfum að fá félagshyggjustjórn
Rétt fyrir kosningar í mai 2007 skrifaði ég eftirfarandi grein í Fréttblaðið og birtist hún einnig á heimasíðu minni ( www.gudmundsson.net).
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Verðbólgan 18,6%
Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Er mælingin nokkuð í takt við spár greiningar Glitnis og hagfræðideildar Landsbankans.
Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 8,2%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 14,5%.
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,8% og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 3,5%. Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 1,7% .
Fastskattavísitala neysluverðs hefur verið uppfærð á ný og er nú áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda af bensíni haldið föstum eins og þau voru í nóvember 2008.
Greining Glitnis hafði spáð 18,7% verðbólgu og hagfræðideild Landsbankans spáði 18,3%.(visir.is)
Samkvæmt þessu hefur aukning verðbólgunnar stöðvast en ekki hefur tekist að lækka hana enn.
Björgvin Guðmundsson