18000 atvinnulausir i mai

Vinnumálastofnun áætlar að allt að 18.000 manns verði án vinnu í lok maímánuðar, ef fram heldur sem horfir, og að milli 15.000 og 16.000 verði á atvinnuleysisskrá í lok febrúarmánaðar, þegar áhrifa hópuppsagna í haust gæti að fullu.

Aðspurður um spár Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á næstu mánuðum segir Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, að ráðgert sé að hlutfall atvinnulausra fari í 10 prósent í maímánuði, sem jafngildi því að alls um 18.000 manns verði án vinnu á landinu öllu.

Til að setja þessar tölur í samhengi telur Gissur að erlendir starfsmenn hafi verið flestir hátt í 20.000 og að um þriðjungur, eða 6.000 manns úr þeim hópi, hafi nú snúið aftur til síns heima.(mbl.is)

Þetta er ógnvænlegt atvinnuleysi. Vonandi gerir nýja ríkisstjórnin einhverjar róttækar ráðstafanir til þess að draga úr atvinnuleysinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Karl Sigurðsson

Karl Sigurðsson

 

 

Karl Sigurðsson

Karl Sigurðsson

 


Mikil eftirsjá af Ágúst Ólafi Ágústssyni úr pólitíkinni

Mikil eftirsjá er af Ágúst Ólafi Ágústssyni,þingmanni og varaformanni Samfylkingarinnar, úr pólitíkinni.Hann er vel menntaður,duglegur  og hæfileikaríkur   og hefur að mínu mati verið einn efnilegasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar.Ágúst Ólafur ætlar utan til náms og útilokar ekki að koma á ný aftur í pólitíkina síðar.

Við stjórnarmyndunina 2007  vakti það  athygli,að Ágúst

Ólafur skyldi ekki verða ráðherra,þar eð hann var varaformaður flokksins. Að mínu mati átti hann rétt á ráðherrasæti. En það var gengið framhjá honum.Hvort það hefur átt þátt í  ákvörðun hans um að draga sig nú í hlé veit ég ekki en kæmi það ekki á   óvart. Réttum leikreglum var ekki fylgt.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn vill stjórnlagaþing

Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um stjórnlagaþing næst þegar þing kemur saman. Þingið hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá.

Stuðningur við frumvarpið er eitt þriggja skilyrða sem Framsóknarflokkurinn setur fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna.

 

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að 63 fulltrúar verði kosnir í almennum kosningum til setu á þinginu. Þrjúhundruð undirskriftir þyrfti til að geta boðið sig fram til setu á stjórnlagaþinginu, en þingmenn, ráðherrar, dómarar Hæstaréttar og forseti geta samkvæmt frumvarpinu ekki boðið sig fram.

Einfaldan meirihluta þeirra fulltrúa þyrfti til að samþykkja breytingar á stjórnarskránni. Framsóknarmenn sjá fyrir sér að jafnvel yrði hægt að kjósa á þingið samhliða alþingiskosningum í vor. Þingið myndi starfa í allt að sex mánuði, en möguleiki væri að framlengja störf þess. ir Jón Jónssonn varaformaður Framsóknarflokksinsn sagði á blaðamannafundi þar sem frumvarpið var kynnt að ekki væri eðlilegt að þingmenn sjálfir fjölluðu um breytingar á borð við kosningafyrirkomulag, kjördæmaskipan og fjölda þingmanna.

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður flokksins, sagði að kominn væri tími á að taka málið úr höndum þingmanna.

 

Forystumenn flokksins, sögðu mikilvægt, að greina betur á milli þrískiptingar ríkisvaldsins.  Eygló Harðardóttir sagði að ein af hugmyndum sem rætt hafi verið um bein kosning handhafa framkvæmdavalds sem myndi þýða afnám þingræðis. Forseti eða forsætisráðherra yrði kjörinn í sérstakri kosningu og hann myndi skipa ráðherra í ríkisstjórn sína að bandarískri fyrirmynd. (mbl.is)

Tillaga Framsóknar um sérstakt stjórnlagaþing er athyglisverð.Segja  má,að stjórnmálamenn hafi  klúðrað þessu máli. Þeir hafa árum saman fjallað um breytingar á stjórnarskránni en niðurstaðan er engin.

 

Björgvin Guðmundsson

 



Ekki á að lækka skuldir útgerðar meira en annars atvinnureksturs í landinu

Nú eru að komast til valda þeir tveir flokkar,sem hafa það á stefnuskrá sinni  að gerbreyta kvótakerfinu í landinu,Samfylking og VG.Auk þess vilja Frjálslyndir innkalla allar veiðiheimildir. Það ætti því að nálgast sá tími að unnt verði að innkalla allar veiðiheimildir og úthluta þeim á ný gegn gjaldi eða bjóða þær upp á uppboðsmarkaði. Aðalatriðið er að allir sitji við sama borð þegar úthlutað verður á ný eða boðið upp Ég hefi trú  á því að Framsókn styðji uppstokkun kvótakerfisins.

Mikið er í dag rætt um skuldir fyrirtækjanna í landinu og þar á meðal útgerðarfyrirtækja. Útgerðin skuldar 5-600 milljarða í ríkisbönkunum. Heyrst hafa þær raddir,að afskrifa ætti mikið af skuldum útgerðarinnar. Það kemur  ekki til greina. Útgerðarfyrirtæki eiga ekki að njóta sérmeðferðar. Útgerðin á að sitja við sama borð og önnur atvinnufyrirtæki í landinu. Ef  ákveðið verður að lækka skuldir fyrirtækja á útgerðin að njóta þess en ekkert umfram aðra.

 

Björgvin Guðmundsson


Fækkað um 20 legupláss á Landakoti!

Leguplássum á Landakoti fækkar um 20 vegna sparnaðar en sextíu til áttatíu eru á biðlista. Á Landakoti er meðal annars reynt að þjálfa aldraða til að búa lengur í heimahúsum. Hægt er að styðja 200 aldraða í að búa heima fyrir sömu upphæð og 15 pláss á hjúkrunarheimili kosta(mbl.is)

Hér er sennilega um að ræða " sparnað"i Guðlaugs Þórs fráfarandi ráðherra. Væntanlega mun nýja stjórnin breyta þessu.

 

Björgvin Guðmundsson


Halda mótmælin áfram?

Spurningin er sú hvort mótmæli almennings halda áfram nú þegar ríkisstjórnin er farin frá og forstjóri FME einnig. Tilkynnt hefur verið að mótmælafundur verði á laugardag á Austurvelli eins og verið hefur lengi undanfarið.Enginn vafi er á því,að mótmælin hafa haft mikil  áhrif.Sennilega hafa þau haft úrslitaáhrif í Samfylkingunni.Það hefur því komið skýrt í ljós,að  almenningur getur haft áhrif með öflugum mótmælum.

Enn er eftir að uppfylla eina af kröfum fundanna á Austurvelli,þe. kröfuna um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans.En auk þess er það' svo,að almenningur vill sjá meiri breytingar hér á landi en venjuleg stjórnarskipti. Almenningur vill aukin áhrif,meira lýðræði. Menn vilja  auka vald  alþingis.Úndanfarið hefur það verið svo ,að framkvæmdavaldið hefur valtað yfir alþingi.Þessu þarf að breyta. Þá vilja margir breyta kosningafyrirkomulaginu,þannig að unnt verði að velja einstaklinga en ekki flokka.Það eriu því margar breytingar í loftinu. Og ný framboð eru í undirbúningi. Í gær mættu fulltrúar tveggja nýrra framboða   í kastljósi en auk þess hefur það þriðja verið boðað undir stjórn Sturlu Jónssonar. Það er því mikil gerjun.Eldri borgarar eru einnig á ný að íhuga hvort þeir eigi að bjóða fram.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Opnast Icesavemálið aftur?

Fari svo að Vinstri grænir (VG) standi við fyrri kröfur sínar varðandi skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans er líklegt að VG og Samfylkingin þurfi að leita nýrra lausna í málinu, sé mið tekið af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks lauk málinu.

Það var gert með samkomulagi við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um að ábyrgjast lágmarkstryggingu á innistæðum, 20.887 evrur, á hvern reikning. Samtals er talið að íslenska ríkið sé bakábyrgt fyrir fjárhæðum sem geta numið 600 til 700 milljörðum króna.

Vinstri grænir gagnrýndu nýfallna ríkisstjórn harðlega fyrir það hvernig haldið var á Icesave-málinu og fór formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, mikinn í ræðustól á Alþingi vegna málsins. Í desember, þegar ljóst var að íslenska ríkið myndi sættast á að borga lágmarkstryggingu á innistæðum miðað við tilskipanir sem í gildi eru á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sagði Steingrímur að ekki væri hægt að líta á lendingu ríkisstjórnarinnar sem „lausn“ heldur hreinan ósigur. „Þegar ákveðið var að sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum varaði undirritaður strax sterklega við að í þeirri ákvörðun og því ferli sem Ísland lenti þar inn í gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fælist jafnframt baneitruð tenging yfir í hina óleystu deilu um Icesave-reikninganna. Þessu var í fyrstu neitað og sagt að ekki kæmi til greina að láta kúga okkur til uppgjafar í því deilumáli til þess eins að geta leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt var þetta síðan gefið eftir af ríkisstjórninni. Það sem menn hafa í þessu sambandið kallað „lausn“ er í raun ekkert annað en uppgjöf, ósigur, tap,“ sagði Steingrímur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið enn dýpra í árina en Steingrímur og sagt það því sem næst óréttlætanlegt að færa skuldir vegna Icesave-reikninga Landsbankans yfir á komandi kynslóðir, án þess að úr málinu sé skorið fyrir dómstólum. Sigmundur Davíð sagði á vefsíðu sinni 14. janúar sl.: „Eins og áður sagði þá varð niðurstaðan sú að íslensk stjórnvöld samþykktu að ábyrgjast lágmarksupphæð samkvæmt tilskipunum EES-samningsins. Með öðrum orðum, sú ofurvaxna ábyrgð sem ríkisstjórnin hefur núna fallist á að íslensk heimili og fyrirtæki taki á sig fyrir bresk stjórnvöld og Evrópusambandið fær ekki staðist.“

Þá hefur Sigmundur Davíð ennfremur fullyrt að eignir Landsbankans muni ekki geta gengið upp í skuldina þannig að minni hluti heildarskuldarinnar, eða um 150 milljarðar, lendi á íslenska ríkinu.(mbl.is)

Miðað við afstöðu VG og Framsóknar má búast við að málið verði tekið upp á ný.Enda eru margir fræðimenn þeirrar skoðunar,að okkur (ríkinu) beri enginn skylda til þess að borga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Bloggfærslur 29. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband