Laugardagur, 3. janúar 2009
Grasrótin vill breytingar á lýðræðinu
Hjálmar Sveinsson ræddi við 4 fyrrum ræðumenn á útifundum á Austurvelli í þætti sínum Krossgötur á RUV í dag. Það má því segja,að Hjálmar hafi verið að ræða við grasrótina.Þetta er allt ungt fólk með ákveðnar skoðanir. Unga fólkið vildi meira lýðræði eða breytingar á lýðræðinu. Því fannst ekki nóg að hafa eitthvað um málin að segja aðeins á 4 ra ára fresti.Það þarf að auka vald borgaranna sem einstaklinga en ekki aðeins hópa eða flokka.Allir vildu þessir fulltrúar grasrótarinnar að kosið yrði sem fyrst og ekki síðar en í vor.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. janúar 2009
Steingrímur J. vill rauðgrænt bandalag með Samfylkingu
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill mynda rauðgrænt bandalag með Samfylkingunni. Í viðtali við DV segist Steingrímur sannfærður um að boðað verði til þingkosninga á næstu mánuðum. Það sé lýðræðislegasta leiðin til að endurheimta það traust sem seitlað hefur út úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum frá upphafi bankahrunsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar myndi ráða úrslitum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Eðlilegt væri að efna til þingkosninga, ef farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi viðræður um Evrópusambandsaðild líkt og Geir Haarde hefur ljáð máls á. Vinstrihreyfingin grænt framboð er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.(visi.,is)
Allt veltur nú á niðurstöðu Evrópumála á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ef fundurinn samþykkir aðildarviðræður að ESB bendir allt til þess að stjórnin haldi áfram. Ef aðildarviðræður verða felldar er sjálfshætt fyrir stjórnina og þá er útlit fyrir stjórn Samfylkingar og VG.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. janúar 2009
GAK: Borgum ekki Icesave
Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins var í þætti RUV Í vikulokin í morgun. Hann ræddi m.a. skuldir ríkisins og sagði,að vextir vegna ríkisskulda væru hátt í 90 milljarða á þessu ári. Ef Ísland greiddi Icesave mundu bætast við 30-40 milljarðar á ári í vexti. Það þýddi,að vextir væru komnir í 120-130 milljarða á ári.Ísland réði ekki við að greiða það og yrði þá að neita að borga. Guðjón taldi Ísland gæti bakkað út úr Icesave,þar eð ekki væri unnt að neyð þjóðina í gjaldþrot. Eini möguleikinn til þess að greiða icesave væri að skuldin vegna þessara innlánsreikninga yrði vaxtafrjáls í 5 ár.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. janúar 2009
Eigum að ganga í ESB,ef yfirráð okkar yfir auðlindum okkar verða tryggð
Við eigum að ganga í ESB,ef við fáum samning sem tryggir yfirráð okkar yfir auðlindum okkar.Úr þessu fæst ekki skorið nema í aðildarviðræðum. Samningaviðræður um sjávarútveg okkar geta orðið erfiðar. Krafa okkar númer eitt hlýtur að verða ,að við fáum full yfirráð yfir fiskimiðum okkar.Við viljum sjálf úthluta heimildum til veiða á Íslandsmiðum.Ef þetta næst ekki fram er hugsanlegt,að við gætum samþykkt langan aðögunartíma,t.d. undanþágu í 15 ár,sem mundi tryggja okkur framangreind réttindi á þeim tíma. Sagt er,að Íslendingar hafi ekkert að óttast í þessu efni.Íslendingar fái allar veiðiheimildir við Ísland þó þeim verði úthlutað í Brussel.En ég vil samt fá undanþágu og tel,að vegna smæðar landsins,vegna þess að það er á fjarlægum norðurslóðum ( á ystu mörkum hins byggilega heims) eigi að vera unnt að fá undanþágu á sama hátt og Svíar og Finnar fengu undanþágu fyrir sinn landbúnað. Nú er ekki lengur unnt að nota þau rök um sjávarútveginn,að hann gangi svo ´vel á Íslandi. Það eru erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi í dag og hann er mjög skuldsettur,skuldar 600- 700 milljarða í bönkunum. Íslenska ríkið stendur einnig það illa í dag,að það eru rök fyrir að fá undanþágu til langs tíma.Ég býst ekki við að þjóðin samþykki aðild að ESB nema viðunandi samningur fáist fyrir sjávarútveg okkar,
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. janúar 2009
Össur styður álver í Helguvík
Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra,skrifar grein í Fréttablaðið í dag og skýrir þar frá því,að hann hafi látið staðfesta fjárfestingarsamning fyrir álver í Helguvík en á grundvelli þess samnings geti álverið samið um lán frá 5 erlendum bönkum til framkvæmdanna.Ég tel,að Össur hafi hér stigið rétt skref, Það er nauðsynlegt,að gera allt sem mögulegt er til þess að tryggja aukna atvinnu í landinu nú þegar 10 þús. manns eru þegar atvinnulaus og meira atvinnuleysi blasir við.Talið er að bygging álversins í Helguvík muni á byggingartíma alversins skapa 2500 manns störf en auk þess muni 650 manns starfa í alverinu,þegar það er risið. Hér er því mikið í húfi.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. janúar 2009
86,9 milljarðar í vaxtagjöld á árinu
Næstum fjórða hver króna af skattpeningum Íslendinga fer í vaxtagjöld samkvæmt fjárlögum fyrir árið í ár.
Áætlað er að vaxtagjöld verði 86,9 milljarðar króna á þessu ári en heildartekjur ríkisins verða rúmlega 402 milljarðar króna. Vaxtagjöldin nema um 22 prósentum af heildartekjum.
Aldrei fyrr hefur vaxtakostnaður verið eins hár samkvæmt fjárlögum.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ljóst að árið 2009 verði þungt í rekstri fyrir ríkið. Inni í fjárlögunum er ekki reiknað með vaxtakostnaði vegna lána fyrir útgreiðslu af innlánsreikningum erlendis.
Það er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir ríkið þegar vaxtagjöld eru 22 prósent af heildartekjum. Þetta er há upphæð og það kæmi sér vel að geta nýtt þessa fjármuni í annað, í því árferði sem nú ríkir. Það er alltaf áhyggjumál, hvort sem það er ríki, fyrirtæki, heimili eða sveitarfélag sem á í hlut, þegar ein króna af hverjum fjórum fer í greiða fjármagnskostnað, segir Gunnar.
Vaxtatekjur ríkisins eru áætlaðar um 22 milljarðar á þessu ári. Nokkurrar óvissu gætir um bæði vaxtagjöldin og vaxtatekjur þar sem þróun efnahagsmála á árinu ræður miklu. Auk þess er enn ósamið um vaxtakjör vegna ábyrgðar íslenskra skattgreiðenda á Icesave-innlánsreikningum Landsbankans.(mbl.is)
Þetta eru gífurlega mikil vaxtagjöld. Það er dýrt að vera fátækur.Hér eru ekki reiknuð með vaxtagjöld vegna Icesave reikninganna svonefndu. Mér sýnist augljóst,að íslenska ríkið ráði ekkert við að bæta vaxtagjöldum vegna þeirra við enda á þjóðin ekki að greiða vexti vegna skulda einkabanka.Nóg er að borga það sem er í tryggingasjóðum bankanna og það ,sem kemur inn fyrir eignir þeirra.
Björgvin Guðmundsson
