Framsókn tefur stjórnarmyndun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allar forsendur fyrir því að sú stjórnarmyndun sem unnið hefur verið að undanfarna daga geti gengið. Hann sagði Framsóknarmenn leggja áherslu á að leiðirnar séu trúverðugar fyrirfram.„Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð telur raunhæfast að stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn á mánudaginn kemur. Hann segir að væntanlegir stjórnarflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, séu aftur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morgun. „Við munum reyna að klára þetta fyrir þann tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. (mbl.is)

Framsókn var ekki alveg sátt við kaflann um efnahagsmál. Varð úr,að Framsókn myndi skila eigin tillögum um orðalag og að þegar það liggur fyrir verðo endanlega gengið frá kaflanum.Mörgum finnst að myndun stjórnarinnar sé farin að tefjast óeðlilega mikið miðað við stuttan tíma stjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Baugur lokar skrifstofu sinni á Íslandi

Baugur Group hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni á Túngötu og hefur öllum fimmtán starfsmönnum fyrirtæksins hér á landi verið sagt upp störfum. Jafnframt hyggst Baugur fækka starfsmönnum í Bretlandi úr 29 í 16.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Vísi að þetta væri lokahnykkurinn í því ferli sem greint var frá síðasta sumar og fól í sér að flytja alla starfsemi félagsins erlendis. „Það er ljóst að starfsemi okkar hefur breyst verulega. Við munum á næstunni einbeita okkur að halda utan um núverandi eignir okkar í stað þess að standa í fjárfestingum. Nær allar okkar eignir eru í Bretlandi og því er eðlilegt að færa starfsemina þangað," segir Gunnar.

Varðandi fækkun starfsfólks í höfuðstöðvum félagsins í London segir Gunnar að verið sé að leggja lokahönd á að búa til sextán manna hóp sem muni vinna áfram. Það þýði að þrettán einstaklingum verði sagt upp á næstunni.

Gunnar segir að ekki séu fyrirhugaðar neinar sölur á eignum Baugs á næstunni. „Við erum í áframhaldandi viðræðum við bankana með það fyrir augum að vernda verðmæti eigna okkar og passa upp á þau 53 þúsund störf sem eru í húfi í fyrirtækjum okkar. Annars erum við gríðarlega ánægðir með stöðuna á eignasafninu," segir Gunnar og bætir við að heildarjólasala fyrirtækja í eigu Baugs hafi verið 1,5 prósent meira en á síðasta ári á meðan markaðurinn í heild hafi farið niður um 1,7 prósent. „Auk þess var rekstarhagnaðurinn á milli ára óbreyttur sem er ótrúlegt í þessu árferði," segir Gunnar.( mbl.is)

Slæmt er að starfsmenn Baugs á Íslandi skuli missa vinnuna þó fáir séu.En Baugur hafði tilkynnt,að flytja ætti starfsemi félagsins alla til Bretlands svo þetta ætti ekki að koma á óvart.Ekki hefur það tafið þessa ákvörðun,að mjög hefur andað köldu   á Íslandií garð Baugs  frá því bankahrunið varð.Margir telja,þar á meðal ýmsir fjölmiðlamenn,að Baugur eigi stærstu sökina á hruninu.

 

Björgvin Guðmundsson

 







Vill Steingrímur J. norsku krónuna?

Norska dagblaðið Klassekampen birtir viðtal við Steingrím J. Sigfússon, væntanlegan fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, í dag. Steingrímur prýðir forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: „Hugnast norska krónan“.

Steingrímur segir í viðtalinu að hann hafi óskað eftir viðræðum við norska fjármálaráðherrann, Kristinu Halvorsen, um útvíkkun á gjaldeyrissamstarfi þjóðanna. Henni sé boðið hingað til lands til að vera viðstödd 10 ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs dagana 6. og 7. febrúar nk. Norska krónan gæti verið valkostur við evruna.

Hann segir m.a. að Vinstri grænir séu harðir á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin á vanda Íslendinga.(mbl.is)

Talsvert hefur verið rætt um norsku krónuna í sambandi við upptöku á nýjum gjaldmiðli.Norska krónan gæti komið til greina í skamman tíma ef Ísland vildi taka einhliða upp nýjan gjaldmiðil áður en landið gengur í ESB.Einnig kemur til greina að tengja krónuna við norska eða danska krónu og gera samning við seðlabanka Noregs eða Danmerkur en þá væri skynsamlegra að tengja sig við dönsku krónuna,þar eð hún er tengd eða miðuð við evru.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Minnihlutastjórn Emils- minnihlutastjórn Jóhönnu

Sú minnihlutastjórn,sem nú er

i burðaliðnum leiðir hugann að fyrri minnihlutastjórnum.Ein frægasta minnihlutastjórnin er minnihlutastjórn Emils Jónssonar,minnihlutastjórn Alþýðuflokksins,sem sat að völdum  1958-1959. Mér er hún sérstaklega minnistæð,þar eð ég var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og fékk það verkefni að fylgjast með undirbúningi og myndun stjórnarinnar.Ég var því í stöðugu sambandi við Emil Jónsson á  meðan hann var að koma stjórninni saman.Þetta var mjög skemmtilegt verkefni.Ég fekk alltaf einhverjar fréttir hjá Emil.Hann var ekki með málalengingar.Hann sagði skýrt frá í stuttu máli og gekk alltaf hreint til verks. Minnihlutastjórn Emils var mynduð um ákveðin verkefni. Hún átti að leysa efnahagsmálin,sem þá voru í hnút, og undirbúa kjördæmabreytingu, Sjálfstæðisflokkurinn veitti stjórninni hlutleysi. Emil Jónsson kom með róttækar tillögur í efnahagsmálum,niðurfærsluleiðina. Stjórn hans færði niður verðlag og kaupgjald  og það gaf góða raun. Vonandi gengur stjórn Jóhönnu eins vel.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí

Margir félagshyggjumenn eru  ánægðir með það að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú loks að fara úr stjórnarráðinu og fái frí frá stjórnarstörfum.Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera í stjórn í 17 eða 18 ár og það er alltof langur tími við völd. Sagt er að völd spilli og það er mikið til í því. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir eðlilegar  endurbætur á velferðarkerfinu  og hann átti stærsta þáttinn í því að bankarnir hrundu. Sjálfstæðisflokkurinn hnúði einkavæðingu ( einkavinavæðingu) bankanna í gegn og  vildi ekki of mikið regluverk eða eftirlit með bönkunum. Því fór sem fór.

 

Björgvin Guðundsson


Nýja ríkisstjórnin kynnt við styttu Jóns Sigurðssonar

Stefnt er að því að kynna nýja ríikisstjórn Samfylkingar og VG við styttu Jóns Sigurðssonar

á Austurvelli kl. 6 í dag.Ingibjörg Sólrún mun fara a fund forseta Íslands í dag og greina honum frá,að samkomulag sé komið um stjórnarmyndun og er þá búist við að forseti feli Jóhönnu Sigurðardóttur að mynda stjórnina.Vonandi mun almenningur ( mótmælendur) fagna stjórninni en ekki mótmæla henni.

 

Björgvin Guðmundsson


Nýja stjórnin að komast á koppinn

Nýja ríkisstjórnin er nú alveg að komast á koppinn. Búist er við að stjórnin verði tilbúin seinna í dag eða í fyrramálið.Margir  undrast hvað það  tekur langan tíma fyrir Samfylkingu og VG að mynda stjórn sem aðeins á að sitja í 3 mánuði að hámarki. Þegar þeir Jón Baldvin og Davið Oddsson mynduðu Viðeyjarstjórnina tók það aðeins augnablik að mynda stjórnina.Stjórnarsáttmálinn var örstuttur. Mjög er misjafnt hvernig menn vinna í  þessu efni. Stundum er hafður ítarlegur stjórnarsáttmáli en stundum örstuttur. Ég hygg að hjá núverandi stjórnarflokkum verði sáttmálinn frekar ítarlegur. Samfylking og VG vinna þannig,að þessir flokkar fara mikið í smáatriði.

Útlit er fyrir,að tveir utanaðkomandi menn verði í stjórninni,Gylfi Magnússon dósent verði viðskiptaráðherra og Björg Thorarensen verði sennilega dómsmálaráðherra. Hvor flokkur um sig hafi 5 ráðherra og kynjaskipting verði jöfn.Umbúðir stjórnarinnar verða því góðar en vonandi verður innihaldið það líka. Þetta  er mjög stuttur tími,sem er til stefnu. Það ríður því á að gera markvissar ráðstafanir. Það er búið að tala mikið undanfarnar vikur og raunar síðan í haust  um að  hjálpa þurfi heimilum og fyrirtækjum  í landinu. Nú er komið að framkvæmdum. Væntanlega verður úr þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Vöruskiptajöfnuður aðeins óhagstæður um 5,6 milljarða sl. ár. Mikill bati

Nánast var jöfnuður á vöruskiptum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Hagstofan birti í dag. Fluttar voru út vörur fyrir 467,1 milljarð króna en inn fyrir 472,7 milljarða króna. Hallinn nam því 5,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 127,5 milljarða á sama gengi.

Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru samkvæmt bráðabirgðatölum hagstæð um 24,2 milljarða króna. Í desember 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 16,7 milljarða króna á sama gengi. 
 
Samkvæmt bráðabirgðatölunum var heildarverðmæti vöruútflutnings 35,1 milljarði meira en á sama tíma árið áður eða 8,1% á föstu gengi. Iðnaðarvörur voru 52,1% alls útflutnings og er þetta fyrsta árið, að sögn Hagsgtofunnar, frá því að skráning á árlegum útflutningi hófst með reglubundnum hætti árið 1862, sem iðnaðarvörur eru meiri en helmingur alls útflutnings og hlutdeild þeirra hærri en sjávarafurða.

Verðmæti iðnaðarvara var 46% meira á árinu 2008 en árið áður og vó ál þyngst í útflutningnum. Sjávarafurðir voru 36,6% alls útflutnings og hefur hlutfall sjávarafurða af heildarútflutningi ekki verið lægra síðan 1865. Verðmæti þeirra var 5,3% minna en á sama tíma árið áður. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var fryst fiskflök og dróst útflutningur þeirra saman frá árinu 2007.

Sölur á skipum og flugvélum drógust umtalsvert saman á árinu. Árið 2008 voru fluttir út fólksbílar og flutningatæki til atvinnurekstrar fyrir 6,5 milljarða.

Verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2008 var 86,8 milljörðum minna eða 15,5% á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings 2008 voru hrá- og rekstrarvara með 31,8% hlutdeild og fjárfestingarvara en hlutur þeirra var 20,8%.

Af einstökum liðum varð mestur samdráttur, í krónum talið, í innflutningi á flutningatækjum, 48,1% (57,2 milljarðar), aðallega fólksbílum og flugvélum og í innflutningi á fjárfestingavöru 19,2% (23,3 milljarðar) og neysluvöru annarri en mat- og drykkjarvöru 21,6% (18,9 milljarðar) en á móti kom aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru 3,8% (5,5 milljarðar) og í verðmæti innflutnings á eldsneyti og smurolíum 16,8% (8,4 milljarðar).(  mbl.is)

Þessi hagstæða þróun vöruskiptajafnaðarins getur stuðlað að betri gengisþróun og flýtt fyrir því að hér komist á eðlileg gjaldeyrisviðskipti og verðbólgan hjaðni.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Samfylking og VG eiga að sameinast í einum flokki

Stórt skref var stigið í  átt til sameiningar vinstri manna, þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagiðð ákváðu að sameina flokkana. Það hafði lengi verið draumur jafnaðarmanna á Íslandi að sameina jafnaðarmenn í einn stóran jafnaðarmannaflokk. Því miður  náðist ekki fullkomin sameining. Hluti Alþýðubandalagsins fékkst ekki, þegar á reyndi, til þess að taka þátt í þessari sögulegu sameiningu.Þeir stofnuðu nýjan flokk,Vintri hreyfinguna grænt framboð. Það var mikið ógæfuspor og seinkaði algerri  sameiningu jafnaðarmanna um mörg ár. Þess vegna er staðan eins og hún er nú.: Jafnaðarmenn klofnir í tvær fylkingar,Samfylkinguna og Vinstri græn. Samfylkingin er með 18 þingmenn og Vinstri græn með 9. Þetta eru alls 27 þingmenn. Það væri myndarlegur hópur hjá sameinuðum jafnaðarmannaflokki og  fleiri þingmenn  en íhaldið er með sem hefur nú 25 þingmenn.  

 Málefnaágreiningur er lítill  

 Málefnaágreiningur er mjög lítill milli  Samfylkingar og Vinstri grænna.Heita má,að enginn ágreiningur sé í innanlandsmálum eftir að Samfylkingin markaði nýja stefnu í umhverfismálum,Fagra Ísland. Það er lítils háttar ágreiningur í landbúnaðarmálum en aðalágreiningur flokkanna er í utanríkismálum, þ.e. í afstöðunni til Evrópusambandsins. 

 

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna getur greitt fyrir sameiningu þessara tveggja flokka. Það er tímaskekkja að halda fylkingum jafnaðarmanna í tveimur flokkum. Þeir eiga að vera í einni.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson


Bloggfærslur 30. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband