Margir að hætta í stjórnmálum

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs fyrir komandi alþingiskosningar. Magnús segir niðurstöður af nýafstöðnu flokksþingi flokksins bera með sér að það sé almennur vilji flokksfólks að gefa nýju fólki tækifæri.

Magnús Stefánsson var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Vesturlandskjördæmi í alþingiskosningunum árið 1995. Hann náði ekki endurkjöri í alþingiskosningunum árið 1999, en tók sæti á Alþingi á ný vorið 2001 þegar Ingibjörg Pálmadóttir þáverandi heilbrigðis-og tryggingaráðherra lét af þingmennsku. Í alþingiskosningum 2003 var Magnús kjörinn þingmaður hins nýja Norðvestur kjördæmis og var endurkjörinn í alþingiskosningunum árið 2007.

Á þingmannsferli sínum hefur Magnús gegnt ýmsum verkefnum og ábyrgðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og fyrir hönd Alþingis, bæði á vettvangi Alþingis og annars staðar. Hann tók við embætti félagsmálaráðherra vorið 2006 og gegndi því fram yfir alþingiskosningarnar árið 2007. Nú eru liðin nærri 14 ár frá því Magnús var fyrst kjörinn á Alþingi.

„Ástæður þess að ég hef tekið þessa ákvörðun eru þær að ég á að baki langan feril sem alþingismaður og ráðherra, tel að nú sé tímabært að láta af þingmennsku og að ég takist á við ný verkefni.  Framsóknarflokkurinn er nú í mikilli framsókn, margt framsóknarfólk hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á vettvangi Alþingis, enda býr flokkurinn vel að mörgum hæfum einstaklingum til þeirra verka.  Eins og niðurstöður af nýafstöðnu flokksþingi flokksins bera með sér er það almennur vilji flokksfólks að gefa nýju fólki tækifæri til forystu og starfa á vegum Framsóknarflokksins.  Ég vil því á þessum tímamótum leggja mitt af mörkum til þess að stuðla að endurnýjun og breytingum á forystu og þingliði flokksins með því að gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Magnús í yfirlýsingu.(mbl.is)

Það hafa margir hætt í stórnmálum að undanfðrnu eða ákveðið að hætta.Þeir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson hættu með stuttu millibili.Áður hættu þeir Finnur Ingólfsson,Árni Magnússon,Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson.Jónína Bjartmars hætti við  síðustu kosningar og fleiri þingmenn. Geir Haarde var að tilkynna að hann hætti svo og Ágúst Ólafur Ágústsson.Það er bæði gott og illt að þingmenn hætti.Nauðsynleg endurnýjun er æskuleg.En þegar ungir menn hætta skyndilega er það eitthvað óeðlilegt. Það er annað hvort vegna þess að þeir þola ekki álagið eða árásirnar,sem þeir sæta eða þá að þeim þykja of mikil bolabrögð viðhöfð  og of mikil klækjastjórnmál notuð.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Framsókn lofar stuðningi á ný

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins tilkynnti fréttamönnum fyrir stundu að flokkur hans styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta var niðurstaða þingflokks framsóknarmanna sem lauk fyrir stundu.

Því er ljóst að hægt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Framsóknarflokkur hafði gert athugasemdir við verkáætlun ríkisstjórnarinnar en tókst að lokum að samþykkja hana.

Sigmundur sagði flokkinn gera það í trausti þess að þau skilyrði sem sett voru fram verði uppfyllt.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði að þau fjögur skilyrði sem Framsóknarflokkurinn hefði sett fram væru öll inni í verkáætlun ríkisstjórnarinnar.

Hann sagði að nú væru menn á beinu brautinni og framundan væri hægt að tímasetja þá fundi sem þyrftu að fara fram áður en ríkisstjórnin tæki við formlega. Forsetinn gæti byrjað að taka til á Bessastöðum og gera allt klárt.

Steingrímur gerir ráð fyrir að þingflokkar stjórnarflokkanna yrðu haldnir í fyrramálið og í kjölfarið yrði flokksráðsfundur í Samfylkingunni.

„Þá er okkur ekkert að vanbúnaði með að kynna innihaldið og það gæti verið um hádegið á morgun," sagði Steingrímur sem var bjartsýnn á að ný ríkisstjórn yrði við völd um kvöldmatarleytið á morgun.

Einnig er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 25.apríl næstkomandi.(visir.is)

Svo virðist sem tímabundin andstaða Framsóknar við stjórnarsáttmálann hafi aðallega komið til vegna óánægju með það að Samfylking og VG ætluðu að tilkynna um nýja stjórn og sáttmála á Austurvelli í gær kl. 6 án þess að hafa samráð við Framsókn um þá athöfn.En nú hefur Framsókn sem sagt á ný endurtekið stuðning sinn við minnihlutastjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

 





Bruðlið heldur áfram í kreppunni!

Laun æðstu embættismanna ríkisins  voru lítillega lækkuð en aðeins lítillega.En hlunnindin haldast. Ráðherrar fá t.d. áfram mjög háa dagpeninga í ferðalögum til útlanda en auk þess greiðir ríkið hótelkostnaðinn,þannig,að unnt er að fara með megnið af dagpeningunum heim aftur.Hvaða rugl er þetta? Af hverju er þessu ekki breytt. Þetta á að afnema og ýmis önnur hlunnindi æðsu embættismanna. Og laun bankastjóra ig skilanefnda eru alltof há.Launin ættu að vera að hámarki 600 þús. á mánuði en þau eru margföld sú upphæð. Hvar sem litið er þá er bruðlað og ekkert lát á því. Er ekki kominn tími til að  breyta til?

 

Björgvin Guðmundsson


Saga af umdeildum forseta

Bók Guðjóns Friðrikssonar,sagnfræðings, Saga af forseta,er áhugaverð lesning.Þar er ferill Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli rakinn mjög ítarlega og svo virðist sem ekkert sé dregið undan.Rakið er hvernig forsetinn hefur mótað embættið á nýjan hátt og ekki alltaf fylgt hefðbundnum reglum.T.d. lenti hann ítrekað í árekstrum við  utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra,Halldór Ásgrímsson. Áður var það  venja,að forsetinn léti utanríkisráðuneytið undirbúa að verulegu leyti opinberar ferðir til útlanda .Þessu breytti Ólafur Ragnar og gekk fljótlega framhjá utanríkisráðuneytinu í þessum efnum við litla hrifningu Halldórs Ásgrímssonar. Yfirlýsingar forsetans um Evrópusambandið og fleiri utanríkismál þóttu á mörkum þess sem væri leyfilegt af forseta.

Ítarlega er fjallað um samskipti forseta við útrásarvíkinga og aðstoð forsetans við þá,einkum þá Björgólfsfegða.Forsetinn hefur veitt viðskiptasendinefndum,sem farið hafa til Asíu ágæta aðstoð en aðstoð hans við einstök fyrirtæki og meðmæli   við  tilgreind  fyririrtæki við erlenda ráðmenn   eru að mínu mati óviðeigandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn misskilur hlutverk sitt

Hópur fjögurra hagfræðinga sat fram á nótt við að útfæra tillögur Framsóknarmanna fyrir verðandi íkisstjón Samfylkingar og Vinstri grænna, en enn er töluverð vinna eftir í þeirri útfærslu, segir undur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Fréttastofa náði tali af honum rétt áður en hann gekk á óvæntan fund með Jóhönnu Sigurðardóttur verðandi forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna í Alþingishúsinu klukkan hálftíu.

Sigmundur segir engar nýjar kröfur í þeim tillögum sem Framsóknarmenn setja nú saman, eingöngu leiðir að sömu markmiðum. Hann telur ekki útilokað að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í kvöld.(visir.is)

Svo virðist sem Framsókn sé að misskilja hlutverk sitt. Það er ekki venja,að flokkur ,sem ákveður að veita minnihlutastjórn hlutleysi fari að skrifa stjórnarsáttmálann fyrir ríkisstjórnina.En Framsókn virðist telja það hlutverk sitt þó hún vilji ekki vera í stjórninni. Þetta  stafar sennilega af því að nýi formaðurinn er ungur ig óreyndur.

Björgvin  Guðmundsson



Bloggfærslur 31. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband