Sunnudagur, 4. janúar 2009
Þúsundir mótmæltu á Austurvelli í gær
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir fluttu ræður við góðar undirtektir. Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, sagði mikla og góða stemmningu hafa ríkt meðal viðstaddra. Það er mikil stemmning og ég er viss um að hér eru þúsundir manna, sagði Hörður.
Ljost er,að mómælin munu halda áfram þar til einhver axlar ábyrgð af bankahruninu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Menn vilja kosningar um ábyrgð vegna bankahruns
Geir Haarde forsætisráðherra hefur varpað fram þeirri hugmynd að kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Ísland eigi að óska eftir aðildarviðræðum við ESB.Í tengslum við þessa hugmynd hefur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingar sagt,að ef kjósa eigi um aðildarviðræður sé best að kjósa til alþingis um leið.
Það er einn galli á því að tengja þingkosningar við Evrópumálin. Það verður þá ekki kosið um ábyrgð stjórnmálamanna vegna bankahrunsins.En krafa almennings er sú,að stjórnmálamenn axli ábyrgð vegna hruns bankanna og það verður best gert í þingkosningum án tengingar við ESB.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Viðtalið,sem aldrei var birt
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Hefur verkalýðshreyfingin brugðist?
Rætt var um verkalýðshreyfinguna í þætti Hjálmars Sveinssonar Á krossgötum í RUV í gær. Viðmælendur voru 4 fulltrúar grasrótarinnar,sem hafa verið ræðumenn á útifundum á Austurvelli.Fulltrúar grasrótarinnar gagnrýndu verkalýðshreyfinguna harðlega og sögðu allan kraft úr henni.Hefði verkalýðshreyfingin um langt skeið verið aðgerðarlítil eða allt síðan þjóðarsáttin var gerð. ASÍ kappkostaði að hafa sem best samstarf við Samtök atvinnulífsins en baráttuviljann skorti.Nú væri mikið atvinnuleysi,mikil verðbólga og kaupmáttur hrapaði stöðugt svo verkalýðshreyfingin gæti ekki setið með hendur í skauti.
Fulltrúar grasrótarinnar,sem komu fram í þætti Hjálmars Sveinssonar virðast hafa mikið til síns mál. Kjarasamningar eru í uppnámi en samkvæmt þeim eiga launþegar að fá verulega vísitöluhækkun en hljóðið varðandi hana er neikvætt hjá fulltrúum iðnaðarins. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur kaupmáttur launa þegar lækkað um 7,7%. Launþegar verða því að fá vísitöluhækkun til þess að vega upp á móti.ASÍ verður að tryggja þá hækkun og ráðstafanir til aukningar á atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Nýja Ísland eftir Guðmund Magnússon
Fyrir jólin kom út bókun Nýja Ísland eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Þetta er athyglisverð bók,sem fjallar um þá breytingu,sem varð hér á skömmum tíma,þegar ný stétt nýríkra manna myndaðist hér og mikill launamismunur og ójöfnuður varð eftir að þjóðfálagið hafði um langt skeið einkennst af jöfnuði og stéttlausu þjóðfélagi svo athygli vakti erlendis. Undirtitill bókarinnar er: Listin að týna sjálfum sér. Höfundur spyr: Getur verið að breytingar síðustu ára hafi verið stórstígari en þjóðfélagiðp réði við. Við lestur bókarinnar verður ljóst,að höfundur saknar gömlu góðu gildanna,sem einkenndu íslenskt þjóðfélag en þau hurfu mörg hver í gróðavæðingunni og kappinu sem einhenndi tímabil kapphlaups eftir peningum og veraldlegum gæðum. I bókinni eru nefnd mörg dæmi um bruðl og óráðsíu hinna nýríku. T.d. segir frá því,að einn bankastjóranna ( bankaráðsformaður) hafi árið 2007 reist sér sumarhöll, á jörð sinni í Borgarfirði en hún hafi verið 840 fermetrqr að stærð með 40 fermetra vínkjallara og stórglæsilegu saunahúsi.Kostnaður við bygginguna hafi verið um 300 milljónir. Mörg fleiri dæmi um bruðl nýríkra manna eru nefnd í bókinni.Ég hvet menn til þess að lesa bók Guðmundar Magnússonar. Hún er athyglisverð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
FME rannsakar peningamarkaðsjóði bankanna
Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins (FME) í kjölfar falls bankanna beinast meðal annars að því að kanna viðskipti með verðbréf og markaðssetningu og fjárfestingu peningamarkaðssjóða samkvæmt upplýsingum frá FME.
Rannsóknir snúa enn fremur að öðrum þáttum en endurskoðunarfyritæki sem rannsakað hafa bankanna skiluðu skýrslum sínum til FME skömmu fyrir áramót. Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar skoðað ákveðna þætti sem snúa m.a. að innri reglum bankanna og lögum og reglum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingum vegna þessarar skoðunar hefur verið skilað til Fjármálaeftirlitsins. (mbl.is)
Almenningur er mjög reiður vegna útkomu peningamarkaðssjóðanna. Fólki var talun trú um að þessir sjóðir væru öryggir eins ig sparisjóðsbækur og fulltrúar bankabna hvöttu fólk til þess að geyma sparifé sitt frekar í peningamarkaðssjóðum en í sparisjóðsbókum.Það væri jafn öruyggt en með hærri vöxtum. Spurning er hver ábyrgð bankanna er í þessu efni. Margir fengu ekku nema 10-30% af peningunum sem þeir áttu í þessum sjóðum. Fólk vill fá allt.
Björgvin Guðmundsson