Mánudagur, 5. janúar 2009
Hvað breytist við aðild að ESB?
Umræða um kosti og galla aðildar að ESB er komin á fullan skrið.Er það vel,þar eð mikil og góð umræða um málið er nauðsynleg áður en tekin er ákvörðun um það hvort sækja eigi um aðild.En hvað breytist,ef Ísland gengur í ESB? Er ekki nóg að vera í EES. Ýmislegt breytist.ESB er margs konar bandalag,m.a. tollabandalag en EFTA er fríverslunarsvæði.Í tollabandlagi eru ekki aðeins innbyrðis tollar felldir niður,heldur eru ytri tollar einnig samræmdir. Í fríverslunarbandalagi eins og EFTA eru aðeins innri tollar afnumdir. EFTA gerði fríverslunarsamning við ESB.EES byggist því m.a. á fríverslunarsamningi milli bandalaganna. Við aðild að ESB yrði Ísland að sæta ytri tollum ESB.Sumir tollar mundu við það hækka en aðrir lækka gagnvart þriðja ríki.Fáeinar sjávarafurðir og búvörur sem ekki sæta tollaniðurfellingu hjá EES mundu gera það við aðild að ESB.
Meginbreytingin er samt sú,að við aðild að ESB mundi Ísland setjast við stjórnarborðið hjá ESB,fá aðild að þingi,ráðherraráði og framkvæmdastjórn sambandsins.Ísland mundi því geta verið með í því að móta frá fyrstu byrjun tilskipanir ESB en ekki eins og nú taka við þeim fullmótuðum án mikillar aðkomu að gerð þeirra,
En allt veltur þó á því fyrir Ísland hvernig fer með sjávaútvegsmálin. Ísland þarf að halda fullum yfirráðum yfir fiskimiðum sínum.Davíð Þór Björgvinsson prófessor segir að Ísland gæti sett í stjórnarskrá sína að Ísland hefði óskoraðan yfirráðarétt yfir fiskveiðiauðlind sinni.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Bjarni Ármannsson viðurkennir mistök
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Glitnis skrifar grein í Fréttablaðið í dag um bankahrunið.Þar viðurkennir hann,að hann hafi ásamt öðrum bankamönnum gert mistök. Hann segir í greininni: Við gerðum mistök í því að byggja upp of stórt kerfi á of skommum tíma,reiða okkur á lítinn gjaldmiðil og peningamálastefnu,sem ekki gat gengið til lengdar í heimi alþjóðaviðskipta. Bjarni segir,að allir sem stýrðu fjármálakerfi Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana.
Já spurningin er: Hvernig ætla´ þeir,sem bera ábyrgðina að axla sína ábyrgð? Bankastjórarnir hafa að vísu látið af störfum en yfirmenn Seðlabanka og FME sitja áfram.Enginn í ríkisstjórninni hefur axlað ábyrð.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 5. janúar 2009
Kærum Breta! Fresturinn er að renna út.
Frestur til þess að höfða mál á hendur Bretum vegna þess að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur og frystu eignir íslenskra banka,rennur út á miðvikudag. Ekki hefur verið höfðað mál enn en þó hefur alþingi samþykkt fjárveitingu til stuðnings málaferlum.Rætt hefur verið um að bæði Kaupþing og íslenska ríkið geti farið í mál. Ég skora á aðila að fara í mál við Breta. Það má ekki klúðra málum þannig,að fresturinn líði án málshöfðunar.Bretar beittu okkur miklum órétti og þeir eiga að svara til saka fyrir dómstólum.
Heyrst hefur,að íslensk stjórnvöld séu hrædd við að höfða mál þar eð ekki sé lokið samningum um Icesave reikningana.Það má ekki blanda þessum málum saman.Málaferlin eru eitt mál,samningar um Icesave annað.Ef ekki nást viðunandi samningar um Icesave á Ísland að neita að borga. Raunar tel ég koma til greina að neita að borga hvort sem er annað en það sem er í tryggingasjóði bankanna og fæst við sölu eigna bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 5. janúar 2009
Vonir bundnar við nýjan forseta í Bandaríkjunum
Nú styttist í,að nýr forseti,Obama,taki við embætti forseta Bandaríkjanna. Forsetaskipti verða 20.janúar n.k. Þá lætur Bush af störfum og Obama tekur við. Það verða kærkomin skipti.Bush hefur ekki verið góður forseti. Hann hefur brotið mannréttindi,.t.d. við meðferð fanga,hann hefur virt umhverfismál að vettugi og þannig mætti áfram telja. Stærstu mistök eða afglöp Bush voru þó hernaðaraðgerðirnar ( innrásin) í Írak.Þá réðust Bandaríkin með hernaði inn í annað ríki á fölskum forsendum.Bandaríkin sögðu að Írak hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða og það þyrfti að uppræta þau. En engin gereyðingarvopn fundust þar. Ísland studdi innrásina en þeir Davíð Oddsson þá foirsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þá utanríkisráðherra stóðu fyrir því án þess að leggja málið fyrir utanríkismálanefnd alþingis eða ríkisstjórn.
Menn binda miklar vonir við Obama sem nýjan forseta. Hann er demokrati og vill framkvæma ýmsar umbætur í þágu almennings, Hann ætlar að breyta stefnunni í umhverfismálum og mannréttindamálum.Hann ætlar að virða umhverfissjónarmið og mannréttindi. Væntanlega verður góð breyting með tilkomu hans í embætti.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Komu þeir fjármunum undan?
Ríkisskattstjóri er að athuga hverjir séu raunverulegir eigendur um 300 stærstu hlutafélaga hér á landi. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri vonast til þess að athuguninni ljúki undir lok þessa mánaðar en rúmur mánuður er síðan hún hófst. Athugunin miðar m.a. að því að upplýsa hve stór hluti af eignarhaldi íslenskra hlutafélaga er hér innanlands. Einnig að komast að því hverjir eiga þá eignarhluta sem skráðir eru á útlensk félög og hve stór hluti þeirra er í raun og veru í eigu Íslendinga með einum eða öðrum hætti.
Skúli segir það hafa færst í vöxt að útlend félög séu skráð eigendur í íslenskum félögum. Svo virðist sem að þróun í þessa átt hafi byrjað svo um munaði fyrir um áratug. Það getur reynst flókið að rekja halarófu þar sem eitt félag er í eigu annars og svo koll af kolli. Þessi félög eru gjarnan skráð til heimilis í ýmsum skattaskjólum heimsins og stundum er komið að lokuðum dyrum.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að flókið eignarhald félaga geti skapað vandkvæði við eftirlit. Það dragi úr gegnsæi og flæki stjórnsýslulega meðferð mála. Samkeppniseftirlitið, líkt og aðrar eftirlitsstofnanir, hafi þurft í ýmsum málum að grafast fyrir um eignarhald félaga. Í flestum tilvikum hafi stofnunin komist að niðurstöðu um raunverulegt eignarhald, en þetta hafi krafist fyrirspurna og eftirgrennslana.
» Við skráningu félags í Fyrirtækjaskrá, sem er til húsa hjá Ríkisskattstjóra, þarf að gera grein fyrir eignarhaldi félagsins.
» Málið flækist oft þegar útlent félag, gjarnan skráð í skattaskjóli, er hluthafi.
» Við nánari eftirgrennslan kemur stundum í ljós að það er í eigu annars félags og svo koll af kolli.
(mbl.is)
Vonndi skilar athugun ríkisskattstjóra árangri .Hætt er við því að íslensk fyrirtæki ( ísl. auðmenn) hafi reynt að koma fjármunum undan.Athugun ríkisskattstjóra leiðir væntanlega hið rétta í ljós í því efni.
Björgvin Guðmundsson
