Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Lýsa furðu sinni á vinnubrögðum heilbrigðisráðherra
Áhugamenn um framtíð St. Jósefspítala í Hafnarfirði lýsa furðu sinni og vanþóknun á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við undirbúning og ákvörðun um að leggja St. Jósefsspítala niður í núverandi mynd. Hópurinn segir að engin fagleg umræða virðist hafa farið fram og ekki verið leitað upplýsinga um starfsemi spítalans af hálfu ráðuneytisins.
Við teljum að mikill þekkingarskortur á starfsemi spítalans hafi leitt til rangrar niðurstöðu. Við skiljum að sparnaðar er nú þörf í heilbrigðisgeiranum sem aldrei fyrr en krefjumst þess að ráðuneytið sýni fram á hvaða sparnaði þessi ráðstöfun skilar, segir í áskorun hópsins til ráðherra.
Þá segir að spítalinn sé einn af stærri vinnustöðum Hafnarfjarðar og áform um sparnað hljóti að leiða til uppsagna starfsfólks.
Spítalinn hefur starfað í 82 ár eða síðan 1926. Bæjarlífið verður eðlilega ekki samt eftir að þessi starfsemi er horfin. St. Jósefsspítali hefur haft orð á sér fyrir að veita góða persónulega og faglega þjónustu og metnaður starfsfólks hefur verið mikill. Jafnframt spyrjum við hvað verði um þá sjúklinga sem til spítalans haf leitað. Margir velunnarar og góðgerðarsamtök í Hafnarfirð hafa gegnum tíðin lagt spítalanum lið með fjárstyrkjum til tækjakaupa enda hefur því ekki verið mótmælt að öll aðstaða er þar góð til þeirra verka sem spítalinn hefur sérhæft sig í að sinna. Hugmyndir um að koma upp sérhæfðri öldrunarþjónustu í húsnæði spítalans kall á gífurlega kostnaðarsamar breytingar. Við skorum því á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína, segir í áskorun hóps áhugamanna um framtíð St. Jósefsspítala en undir áskorunina skrifa 22 einstaklingar. Þeirra á meðal eru heilbrigðisstarfsmenn og forsvarsmenn líknarfélaga sem stutt hafa starfsemi St. Jósefsspítala.
Áhugahópurinn hefur boðað til borgarafundar um framtíð spítalans. Yfirskrift fundarins er Stöndum vörð um starfsemi St.Jósefsspítala og framtíð Heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði.
Hópurinn hefur boðið Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra til fundarins(mbl.is)
Svo virðist sem heilbrigðisráðherra hafi flanað að ákvörðun um að leggja St.Jósefssspítala niður sem hefðbundið sjúkrahús.Ekkert var rætt við yfirmenn spítalans eða annað starfsfólk áður en ákvörðun var tekin.En samkvæmt lögum á að hafa samráð við' starfsfólk áður en slík ákvörðun er tekin.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Jón Bjarnason vill,að Guðlaugur Þór segi af sér
Jón Bjarnason þingmaður VG segir á heimasíðu sinni í dag,að Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér. Ráðherrann hafi brotið lög þegar hann splundraði öllu heilbrigðiskerfinu.Jón segir,að samkvæmt lögum eigi að hafa samráð við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu áður en teknar séu ákvarðanir um svo miklar breytingar,sem nú sé um að ræða.
Björgvin Guðmundssini
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Markaðurinn brást þegar á reyndi.Gömlu gildunum hafði verið vikið til hliðar
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Tek undir með Ólínu
Ólína Þorvarðardóttir skrifar athyglisverðan pistil á bloggið í dag í tilefni af viðtalinu við Ingibjörgu Sólrúnu í Kastljósi í gær. Hún segir m.a.:
Meðal neyðarráðstafana stjórnvalda í skaflmokstrinum eru sparnaðaraðgerðir sem ekki aðeins eru sársaukafullar - þær fela í sér aðför að grunnstoðum velferðarkerfisins. Það eru skelfilegir hlutir að gerast í heilbrigðiskerfinu. Og allt á þetta sér stað nánast án umræðu, á þeirri forsendu að stjórnvöld þurfi frið til að moka sig í gegnum skaflinn.
Velferðarkerfið er helgasta vígi jafnaðarmanna.
Ég tek undir þessi orð Ólínu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Konur í Samfylkingu fordæma árásir á Gaza.Verður árásin ævarandi blettur á Ísrael?
Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fordæmir innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. Loftárásir og innrás hersins bitna helst á íbúum svæðisins sem þegar búa við kröpp kjör. Ekkert réttlætir ofbeldi gegn saklausum borgurum; konum, börnum og öldruðum. Viðvarandi skortur á mat, vatni, rafmagni, lyfjum og öðrum nauðsynjum hefur verið á svæðinu svo mánuðum skiptir. Sjúkrahús eru illa í stakk búin til að sinna sjúkum og særðum. Stöðugar árásir Ísraelshers og bardagar við palestínska skæruliða gera hjálparsamtökum það nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum til íbúa Gaza.
Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar tekur undir með Friðarráði ísraelskra og palestínskra kvenna og krefst þess að árásum Íraelshers á Gaza verði hætt án tafar.
Framangreint var samþykkt í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar 7.jan.sl.Ég tek heilshugar undir ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar .Það er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza og alþjóðasamfélagið horfir aðgerðarlaust á. Forstöðumaður skólans á Gaza,sem Ísrael gerði loftárás á, segir það alrangt,að Hamasliðar hafi haft aðsetur í skólanum og gert þaðan flugskeytaárás.Krefst hann alþjóðlegrar rannsóknar á málinu. Eftir 3 ja stunda vopnahlé á Gaza lét Ísrael rigna sprengjum og flugskeytum yfir Gaza.Engu er líkara en Ísrael ætli að eyða öllu lífi á svæðinu.Ef það tekst mun það verða ævarandi blettur á Ísrael.
Björgvin Guðmundsson.
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Utanlandsferðum Íslendinga fækkað um helming
Ljóst er að kreppan hefur haft þau áhrif að ferðalög hafa dregist saman enda hefur fólk nú minna á milli handanna en áður til að eyða í ferðalög. Frá því að kreppan braust út í byrjun október hefur utanlandsferðum Íslendinga fækkað um tæplega helming. En á sama tíma er Ísland orðið að fýsilegum kosti í huga útlendinga sem mögulegur sumarleyfisstaður en eftir hrun krónunnar er Ísland í flokki ódýrra áfangastaða.
Janúar er sá mánuður ársins sem Bretar byrja að láta sig dreyma um sumarleyfi enda dimmt og drungalegt yfir öllu. En í ár má búast við því að staða pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum verði einn helsti áhrifavaldurinn á hvort þeir fara af landi brott í fríinu eða haldi sig heima. Ísland kemur upp í huga margra Breta og spurning um hvort þeir ákveði að láta innlánsreikninga íslensku bankanna sem vind um eyru þjóta þegar ferðalag ársins er bókað.
Á vef BBC kemur fram að einhverjir breskir sparifjáreigendur hafi lítinn hug á að sækja Ísland heim og að Íslendingar séu ekki yfir sig hrifnir af Bretum þessa dagana.
Ljóst er að kreppan hefur haft þau áhrif að ferðalög hafa dregist saman enda hefur fólk nú minna á milli handanna en áður til að eyða í ferðalög. Frá því að kreppan braust út í byrjun október hefur utanlandsferðum Íslendinga fækkað um tæplega helming.
Alls fóru 45 þúsund Íslendingar að utan um Leifsstöð í október og nóvember á þessu ári, en til samanburðar var þessi fjöldi 83 þúsund á sama tímabili fyrir ári síðan.
Í nóvember fækkaði brottförum Íslendinga um 60% frá sama mánuði fyrir ári síðan. Alls héldu rúmlega 16 þúsund Íslendingar utan í nóvember en ekki hafa jafn fáir Íslendingar farið utan síðan í desember 2002, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.
Það eru þó ekki bara Íslendingar sem ekki fá útrás fyrir sína ferðaþrá þessi misserin. Allstaðar í heiminum finna flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki fyrir minnkandi ferðamannastraumi.
Evrópa, Bandaríkin og Japan ganga nú í gegnum efnahagslega erfiðleika en Japanir, Bandaríkjamenn og Evrópubúar eru duglegastir allra jarðarbúa að ferðast. Asía og Kyrrahafseyjarnar hafa notið ört vaxandi vinsælda undanfarin ár meðal ferðalanga og hafa á örfáum árum komist í hóp vinsælustu áfangastaða í heimi. Á síðasta ári jókst fjöldi ferðmanna sem lögðu leið sína til Asíu og Kyrrhafseyja hinsvegar aðeins um 3% samanborið við 10,5% vöxt árið áður samkvæmt upplýsingum Alþjóðaferðamálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNWTO).
Verulega hægði á ferðalögum á seinni hluta síðasta árs vegna hækkandi olíuverðs sem leiddi til hækkandi flugfargjalda og versnandi efnahagsástands. Búist er við að ferðalögum muni halda áfram að fækka fram á seinni hluta næsta árs en að ferðagleði jarðarbúa taki svo við sér á nýjan leik þegar hin alþjóðlega efnahagskreppa mun hörfa.
Að mati Alþjóðaferðamálastofnunarinnar lýtur nú allt út fyrir að efnahagskreppan muni hafi sömu áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heiminum og hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin haustið 2001 en í kjölfar árásanna fór ferðamannaiðnaðurinn á heimsvísu í djúpa lægð," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.
Á vef BBC er farið yfir mögulega áfangastaði og er mælt með því að Bretar haldi sig fjarri evru-löndum vegna falls pundsins gagnvart evru. Tyrkland er ofarlega á blaði þar sem landið hefur ekki enn gengið inn í Evrópusambandið. Eins þykir fremur ódýrt að dvelja í Tyrklandi og aðstaða góð fyrir ferðamenn. Á síðasta ári jukust ferðalög Breta til Tyrklands umtalsvert og telja blaðamenn BBC líklegt að margir taki Tyrkland fram yfir Grikkland þetta árið.
Egyptaland þykir líka fýsilegur kostur fyrir breska ferðamenn sem og Marokkó og Túnis. Eru ferðamenn hins vegar varaðir við því að taka tillit til laga sem ríkja í þessum löndum og konur beðnar um að virða reglur um sómasamlegan klæðnað á ströndinni.(mbl.is)
Eðlilegt er,að utanlandsferðum Íslendinga fækki,þegar harðnar í ári. Þó er það svo,að margir lemja hausnum við steininn og vilja ekki viðurkenna,að ástandið hafi versnað. Þeir reyna að halda óbreyttuum lífsstíl. En það tekst ekki lengi.Allur kostnaður við að lifa hefur aukist svo gríðarlega mikið,að eitthvað verður undan að láta.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Innheimuharka meiri síðan kreppan skall á!
Ráðherrar töluðu mikið um það í haust þegar bankarnir höfðu hrunið og ljóst var,að atvinnuleysi og lífskjaraskerðing var að skella á að allt yrði gert til þess að auðvelda fólki lífsbaráttuna.Sagt var,að tekið yrði mildilega á fólki,sem lenti í greiðsluerfiðleikum.Ef fólk gæti ekki greitt af íbúðum sínum og missti íbúðirnar mundi því verða gefinn kostur á að leigja þær.Þeir,sem væru með erlend íbúðalán gætu breytt þeim í lán í ísl. krónum,gerðar yrðu ráðstafanir til þess að auka atvinnu o.s.frv. En lítið sem ekkert hefur verið gert af þessu. Þetta virðist aðallega hafa verið kokhreysti hjá ráðherrunum.
Það kom fram hjá Guðmundi Bjarnasyni hjá Íbúðalánasjóði í gær,að ekkert er farið að gera í því að breyta lánum,sem eru í erlendum gjaldeyri, í lán í ísl. krónum. Málið er ekki einu sinni í vinnslu hjá honum. Ekkert hefur verið gert til þess að auka atvinnu.En sennilega verður það framkvæmt,að þeir sem missa íbúðir sinar fái að taka þær á leigu.En það er ekki tekið mildilega á skuldurum.Þvert á móti hefur immheimtuharka aukist þvert á það sem sagt var.Maður hafði samband við mig,sem skuldar iðgjöld til lífeyrissjóðs.Hann fékk harkalegt innheimtubréf,mikið harkalegra en gerðist áður en kreppan skall á.Og það var ekki við það komandi að semja um eitt eða neitt,bara borga 100%.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
10.056 atvinnulausir
Atvinnuleysi í landinu eykst enn og eru nú tíu þúsund manns án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að 10.056 séu án atvinnu, flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 6.206. Tæplega þúsund manns eru án atvinnu á Norðurlandi eystra.(mbl.is)
Mér finnst ríkisstjórnin lítið gera til þess að auka atvinnu. Það var mikið talað um það að stjórnvöld ætluðu að gera ráðstafanir til þess að auka atvinnu en það bólar lítið á þeim ráðstöfunum.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Íslenska ríkinu ber engin skylda til þess að borga Icesave
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
... | . |
Það kemur ekkert fram í tilskipun ESB nr. 94/19/EC um að ríki verði að greiða spariinnlán,sem banki eða önnur fjármálastofnun (útibú) í öðru meðlimaríki EES getur ekki greitt.Tilskipunin kveður á um það,að stofna eigi tryggingarsjóð spariinnlána sem greiði spariinnlán,ef banki kemst í þrot.Í tilviki Landsbankans vegna Icesave reikninga í útibúum bankans erlendis er það bankinn,sem á að greiða spariinnlánin, allt að 20 þús. evrur, á hvern sparifjáreiganda og tryggingarsjóður innistæðna á að greiða ef bankinn getur ekki greitt.Íslenska ríkinui ber ekki skylda til þess að greiða neitt. Þegar ríkisstjórnin hér er að tala um að greiða Icesave reikninga Landsbankans erlendis,20 þús. evrur á reikning,að svo miklu leyti sem Landsbankinn geti ekki greitt af eignum sínum og tryggingarsjóður hrökkvi ekki til, er ríkisstjórnin að lofa að gera meira en henni ber skylda til samkvæmt tilskipun ESB. Forsætisráðherra sagði í fyrstu, að Ísland mundi ekki láta kúga sig til þess að borga.En svo virðist sem rikisstjórnin hafi látið kúga sig eða hafi ákveðið að láta kúga sig. Ég tel,að það hafi verið mistök.Ísland ræður ekki við það með góðu móti að greiða Icesave reikningana. Lánin sem Bretar,Hollendingar og :Þjóðverjar bjóða okkur svo við getum borgað þetta yrðu með það háum vöxtum og erfiðum greiðsluskilmálum að við ættum erfitt með að borga til baka.Ég skil,að ríkisstjórninni hafi ekki litist á blikuna,þegar sagt var,að allt Evrópusambandið stæði á bak við kröfurnar um að íslenska ríkið yrði að borga. En ég dreg í vafa að svo hafi verið. Fróðlegt væri að sjá það plagg ESB þar sem sagt er að íslenska ríkinu sé skylt að borga og fróðlegt væri að skoða orðalag þess. Æskilegt væri að þetta plagg væri birt, ef það er til. Ég hefi heldur enga trú á því að þjóðir ESB hafi hótað að segja upp EES samningnum,ef íslenska ríkið borgaði ekki. Lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal skrifa grein um þetta mál í Mbl. í dag,Þar ítreka þeir,að íslenska ríkið þurfi ekki að borga eins og þeir sögðu í grein í Mbl. 15.oktober sl. Þeir taka sérstaklega fram,að ef bankakerfi fer á hliðina eins og hér gerðist, gildi tilskipunin ekki. Ísland getur enn bakkað út úr þessu máli.Ekki er búið að semja um greiðsluskilmála enn, Og Ísland getur einfaldlega sagt,að við ráðum ekki við að borga þetta. Björgvin Guðmundsson |