Föstudagur, 9. janúar 2009
Rannsóknarnefndin tekin til starfa
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú þegar haldið fundi með skilanefndum bankanna, Fjármálaeftirliti, Seðlabanka Íslands og Nasdaq OMX Kauphöllinni og lagt grunn að gagnaöflun varðandi rannsókn á aðdraganda hruns bankanna. Þetta kom fram á fyrsta blaðamannafundi nefndarinnar í dag.
Rannsóknarnefnd Alþingis var komið á fót með lögum nr. 142/2008 til þess að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Lokið var við að skipa í nefndina 30. desember 2008. Í henni eiga sæti Páll Hreinsson hæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Nefndin mun fá til liðs við sig innlenda og erlenda sérfræðinga til að vinna að einstökum þáttum rannsóknarinnar og skipa sérstaka vinnuhópa með innlendum og erlendum sérfræðingum sem munu sinna ákveðnum þáttum rannsóknarinnar, sem er undir stjórn nefndarinnar.
Fram kemur á vef nefndarinnar , sem var jafnframt kynntur með formlegum hætti á fundinum, að með töluverðri einföldun megi segja að meginhlutverk rannsóknarnefndar Alþingis sé að safna upplýsingum um staðreyndir málsins, draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og svara þeirri spurningu hverjar hafi verið orsakir þess. Þá skal nefndin leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kunni að bera ábyrgð á því, segir á síðunni.(mbl.is)
Auðvitað vonar maður,að nefndin vinni vel og að um raunverulega rannsókn verði að ræða en ekki neitt hálfkák. En ég get ekki neitað því að ég er hræddur um að einungis verði um yfirborðsrannsókn að ræða.Ég tók eftir því,að formaður nefndarinnar sagði,að byrjað yrði að skrásetja allt sem gerst hefði.Fékk ég á tilfinninguna,að fyrst og fremst yrði starf nefndarinnar fólgið í skrásetningu atburða en ekki rannsókn. Ég vona,að nefndin standi undir nafni.
Björgvin Guðmundsson

Föstudagur, 9. janúar 2009
Á að einkavæða skurðstofuna á Reykjanesi?
Talið er,að ætlunin sé að einkavæða skurðstofurekstur á Reykjanesi.Ætlunin er að flytja skurðstofuna frá St.Jósefsspítala til Reykjaness og þeir,sem kunnugir eru málum telja,að ætlunin sé að einkavæða skurðstofuna þar. Menn eru standandi hissa yfir því,að heilbrigðisráðherra skuli hafa ákveðið að loka skurðstofunni á St. Jósefsspítala eða ætla að flytja hana til Reykjaness.Mjög gott starfsfólk er á St.Jósefsstítala. Þar hefur verið rekin afburða góð skurðstofa.Ekkert liggur fyrir um að starfsfólkið í Hafnarfirði sé reiðubúið að flytjast til Reykjaness. Einnig eru á spítalanum í Hafnarfirði mjög góðir meltingarsérfræðingar og hafa farið þar fram rannsóknir á sjúklingum svo sem ristil-og magaspeglanir.Öll þessi starfsemi á St, Jósefsspítala stendur á gömlum merg. Með einu pennastriki er þessari starfsemi allri lokað einungis til þess að uppfylla einhverja einkavæðingardrauma. Ekkert liggur fyrir um að neitt sparist við þessar æfingar. Mikil reiði er meðal Hafnfirðinga vegna þessara ráðagerða og raunar er óánægja út um allt land með áform heilbrigðisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Almenningur vill breytingar
Á morgun.laugardag,verður venju samkvæmt haldinn mótmælafundur á Austurvelli til þess að mótmæla bankahruninu og krefjast þess að einhver axli ábyrgð. Almenningur vill ,að bankastjórn Seðlabankans víki,svo og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.Þessar tvær stofnanir bera ábyrgð á því,að eftirlit með bönkunum brást. Þær bera ábyrgð á því,að ekki var tekið í taumana þegar bankarnir voru að þenjast út og margfaldast miðað við hagkerfi þjóðarinnar.Bankakerfið nam orðið tólffaldri þjóðarframleiðslu okkar.
Bankaeftirlit og Seðlabanki áttu að stöðva þennan ofvöxt. Ef það hefði verið gert hefði mátt afstýra bankahruni.
En ríkisstjórn nú og fyrr bera einnig ábyrgð svo og alþingi.Ríkisstjórn og alþingismenn verða einnig að axka ábyrð. Það verður best gert með því að láta kjósa.Því eiga alþingiskosningar að fara fram,ekki síðar en næsta vor.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 9. janúar 2009
ESB: Gott framtak Morgunblaðsins
Undanfarna daga hefur Morgunblaðið birt greinqar um Evrópusambandið,kosti þess og galla.Tekinn er fyrir einn þáttur ESB á dag og fjallað ítarlega um hann. Í dag er t.d. fjallað um stjórnkerfi og stofnanir ESB.Hér er um mjög gott framtak hjá Mbl. að ræða. Mun það vafalaust auðvelda stjórnmálamönnum og almenningi að taka afstöðu til ESB.
Helstu stofnanir ESB eru 1) Evrópuþingið. Hlutverk þess er að annast lagasetningu ásamt ráðherraráðinu.Þingið þarf að samþykkja fjárlög og það fer með eftirlitshlutverk.Völd þingsins hafa aukist mikið á undanförnum árum en í upphafi var það valdalítið.Ísland fengi 6 fulltrúa á Evrópuþinginu. 2) Ráðherraráðið. Það fer með löggjafarvald ásamt þinginu. Ráðherraráðið er mjög valdamikið. Ísland fengi 1 fulltrúa í ráðinu.3) Framkvæmdastjórnin fer með framkvæmdavald sambandsins. Hún leggur fram tillögur að lagasetningu. Hún kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna í samningum við ríki utan sambandsins. Í framkvæmdastjórninni sitja 27 fulltrúar,1 frá hverju aðildarríki.Ísland fengi 1 fulltrúa.
Reynt er að afgreiða öll mál í ESB með samkomulagi. Það skiptir því ekki öllu máli hvað mörg atkvæði hver hefur heldur hvernig haldið er á málum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 9. janúar 2009
Borgum ekki
Í gær skýrði ég frá því,að það væri ekkert í tilskipun Evrópusambandsins,sem segði,að íslenska ríkinu bæri að greiða Icesave reikningana.Ég sagði eftirfarandi um málið:
Það kemur ekkert fram í tilskipun ESB nr. 94/19/EC um að ríki verði að greiða spariinnlán,sem banki eða önnur fjármálastofnun (útibú) í öðru meðlimaríki EES getur ekki greitt.Tilskipunin kveður á um það,að stofna eigi tryggingarsjóð spariinnlána sem greiði spariinnlán,ef banki kemst í þrot.Í tilviki Landsbankans vegna Icesave reikninga í útibúum bankans erlendis er það bankinn,sem á að greiða spariinnlánin, allt að 20 þús. evrur, á hvern sparifjáreiganda og tryggingarsjóður innistæðna á að greiða ef bankinn getur ekki greitt.Íslenska ríkinui ber ekki skylda til þess að greiða neitt.
Hvers vegna er ríkisstjórn Íslands að ákveða að borga Icesave reikningana úr því henni ber engin skylda til þess?.Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi orðið hrædd við ESB og IMF og þess vegna ákveðið að borga. Víst er það rétt,að staða okkar á alþjóðavettvangi hefði versnað um skeið ef við hefðum ekki borgað en staða okkar er einnig slæm,ef við bindum okkur þá bagga til framtíðar að erftt verði að borga.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins samþykkir,að níðingsverk Breta verði tekið fyrir
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins samþykkti í dag beiðni Íslands um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október sl. yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins. Steingrímur J. Sigfússon á sæti í framkvæmdastjórninni og sótti fundinn sem fór fram í Barselóna.
Forsaga málsins er að 28. nóvember sl. voru þær aðgerðir breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og færa starfsemi dótturfyrirtækja Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi undir breska fjármálaeftirlitið auk yfirlýsinga breskra ráðamanna ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Madríd. Umræðan fór fram að beiðni Íslandsdeildar sem í eiga sæti Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ellert B. Schram og Steingrímur J. Sigfússon, sem átti frumkvæði að umræðunni og flutti málið á fundi stjórnarnefndarinnar, að því er segir í tilkynningu.
eiting breskra hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum er einsdæmi. Í fyrsta sinn var slíkum lögum beint gegn fyrirtæki sem tengist ekki með nokkrum hætti hryðjuverkastarfsemi auk þess sem Ísland er frá bandalagsríki Breta í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Beiting laganna hafði í för með sér að Landsbankinn var settur á sama svarta listann og hryðjuverkasamtökin Al-Kaída. Auk þeirra er að finna önnur samtök og ríkisstjórnir á listanum, sem eiga það sameiginlegt að vera beitt viðurlögum vegna brota á alþjóðalögum og samningum, ekki eingöngu af breskum stjórnvöldum heldur einnig Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum.
Bresk stjórnvöld hafa réttlætt aðgerðina fyrir sitt leyti með vísan til þess að sá hluti laganna, sem beitt var til að frysta eigur Landsbankans, nái ekki eingöngu til aðila sem tengist hryðjuverkastarfsemi, heldur sé starfsemi þeirra ógn við efnahagslegan eða fjárhagslegan stöðugleika landsins.
Það má deila um hvort innlánastarfsemi Landsbankans hafi verið slík ógn, en alls voru innistæður á Icesave- reikningum Landsbankans innan við 0.5% af öllum innstæðum í Bretlandi. Í ljósi afleiðinganna fyrir Ísland er það hins vegar óumdeilanlegt að bresku hryðjuverkalögin veita einstökum ráðamönnum allt of víðtækar valdheimildir sem býður upp á misnotkun og í versta falli valdníðslu," að því er segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.
Á stjórnarnefndarfundinum í nóvember kom fram stuðningur við gagnrýni Íslandsdeildar á aðgerðir breskra stjórnvalda sem halda má fram með rökum að hafi verið umfram meðalhóf og stórlega aukið efnahagsvanda þjóðarinnar.
Í máli breskra stjórnarandstöðuþingmanna á fundinum var m.a. bent á að þegar hryðjuverkalögin voru sett á sínum tíma þá var sá hluti laganna, sem notaður var til að frysta eignir Landsbankans, samþykktur á þeirri forsendu að honum yrði eingöngu beitt þar sem ættu í hlut óvinveitt ríki eða aðilar þrátt fyrir að lögin segðu það ekki berum orðum. Því væri spurningarmerki sett við hvort beiting laganna í tilviki Landsbankans hafi verið í samræmi við anda laganna annars vegar og tilefnið hins vegar í ljósi þeirra alvarlegu afleiðinga sem aðgerðin hafði fyrir efnahag Íslands. Lögmenn hafa metið það svo að litlar líkur séu á því að íslenska ríkið geti unnið mál gegn breska ríkinu á lagalegum forsendum þar sem laganna bókstafur veiti breskum stjórnvöldum í reynd mjög víðtækar lagaheimildir.
isbeitingu
Fordæmið, sem bresk stjórnvöld hafa hins vegar sett með aðgerðum sínum gagnvart Landsbankanum, sýnir ótvírætt hvernig hægt er að beita lögunum á þann hátt að spurningar vakna um hugsanlega misbeitingu, sem margir hafa varað við, þar með talið Martin Scheinin, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna um verndun mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum, að því er segir í tilkynningu.
Í framhaldi af stjórnarnefndarfundinum í nóvember og þeirri niðurstöðu að litlar líkur væru á því að íslenska ríkið gæti farið dómstólaleiðina ákvað Íslandsdeildin að fara þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að málinu væri vísað bæði til laga- og mannréttindanefndar og efnahagsnefndar. Þar yrði m.a. skoðað frekar hvort bresk stjórnvöld hafi gengið of langt í aðgerðum sínum gagnvart Íslendingum og hvort bresku lögin byðu upp á misbeitingu á grundvelli þess hversu víðtæk þau eru.
Ef það verður niðurstaðan er það ósk Íslandsdeildar að gefin verði út tilmæli til allra 47 aðildarlanda Evrópuráðsins um að hryðjuverkalög verði endurskoðuð með það að markmiði að gera skýran greinarmun á lögum sem taka til baráttunnar gegn hryðjuverkum annars vegar og lögum sem ná til viðbragða gegn annars konar vá eins og ógn við efnahagslegan stöðugleika hins vegar. Slík tilmæli eru að mati Íslandsdeildar forsenda þess að beitingu hryðjuverkalaga verði settar meiri skorður og hafi þar með ekki ótilætlaðar afleiðingar eins og á Íslandi þar sem efnahagsvandi þjóðarinnar var aukinn stórlega með aðgerðum breskra stjórnvalda," að því er segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.(mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins skuli hafa samþykkt,að frysting Breta á innistæðum Landsbankans í Bretlandi skuli tekin fyrir. Hér var um hreint níðingsverk að ræða.
Björgvin Guðmundsson

Föstudagur, 9. janúar 2009
Hagnaður Baugs 17,9 milljarðar 2007. Dótturfélög 28 það ár
Nokkrar umræður hafa átt sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um eignir og skuldir Baugs.Hér fara á eftir nokkrar staðreyndir um máið:
Skuldir Baugs samkvæmt reikningum fyrir árið 2007 voru alls um 201 milljarður króna í lok árs 2007 og höfðu hækkað úr um 102 milljörðum króna frá árinu á undan.
Lán voru 176 milljarðar króna.1,5 milljarðar króna af lánunum voru í erlendum gjaldmiðlum en 94,2 milljarðar í íslenskum krónum. .
Eignir Baugs voru metnar á um 313 milljarða króna. Þar af voru eignir í 20 skráðum félögum á innlendum og erlendum mörkuðum metnar á 151 milljarð króna.
.
Eignarhlutir í 56 óskráðum félögum var bókfærður á 152,4 milljarða króna.
Samkvæmt ársreikningnum, sem er endurskoðaður af KPMG, skilaði Baugur 17,9 milljarða króna hagnaði á árinu 2007. Árið áður hafði hagnaðurinn hins vegar verið 91 milljarður króna.
Baugur átti alls 28 dótturfélög. Þar af voru 26 að fullu í eigu félagsins en hin tvö bæði í yfir 70 prósent eigu Baugs.
Töluverðar breytingar urðu á eignasafni Baugs Group á síðasta ári. Meðal annars voru helstu skráðu eignir félagsins hérlendis færðar inn í tvö systurfélög, Styrk Invest og Stoðir Invest. Helstu eigendur félaganna tveggja eru hins vegar þeirsömu og eiga Baug. Þá voru Hagar, sem reka á áttunda tug verslana á Íslandi, meðal annars undir merkjum Bónuss, 10-11 og Hagkaupa, færðar undir Gaum sem er í eigu stærstu eigenda Baugs.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)