Forsetinn ánægður með að kona sé forsætisráðherra

Þessi ákvörðun er söguleg í ljósi jafnréttisbaráttunnar í okkar landi. Þetta er í fyrsta skipti sem konu er falið að verða forsætisráðherra í íslenska lýðveldinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að loknum fundi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, verðandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag.

Ólafur Ragnar sagði að þótt forsetinn tæki í sjálfu sér ekki afstöðu til einstakra flokka eða einstaklinga við slík tækifæri þá vildi hann engu að síður lýsa sérstakri ánægju sinni með það að sú ákvörðun hafi verið tekin að fela Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrstri íslenskra kvenna, að verða forsætisráðherra íslenska lýðveldisins.

„Það er ekki aðeins merkur atburður í okkar sögu, heldur líka í sögu jafnréttisbaráttunnar á veraldarvísu,“ sagði Ólafur Ragnar. (mbl.is)

Það eru vissulega söguleg tíðindi,að kona skuli veljast í embætti forsætisráðherra á Íslandi. Ingibjörg Sólrún gat sest i sætið en hún kaus að gera Jóhönnu að forsætisráðherra.Þar kom tvennt til: Veikindi Ingigjargar og svo sú staðreynt,að Jóhanna er mjög vinsæll stjórnmálamaður og hefur ef til vill meira samband við almenning en nokkur annar  islenskur stjórnmálamaður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Nýfrjálshyggjan yfirgefur stjórnarráðið

Í dag yfirgefur nýfrjálshyggjan Stjórnarráðið. Við tökum við gríðarmiklum erfiðleikum, við erfum þá frá þeirri hugmyndafræði sem leikið hefur Ísland grátt. Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þegar ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG var kynnt.

Steingrímur segir engan vafa leika á að ný ríkisstjórn marki tímamót. íslenska þjóðin standi á einum allsherjar tímamótum.

„Þetta er í fyrsta lagi alger tímamóta ríkisstjórn hvað varðar stöðu jafnréttismála á Íslandi eins og sést m.a á því að ég er eini karlinn hér við þetta borð. Við gleðjumst yfir því og við óskum okkur öllum til hamingju með það og íslensku þjóðinni, að ekki bara leiðir nú kona ríkisstjórn í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, heldur eru hlutföll kynjanna algerlega jöfn. Og ég verð að segja að það er skemmtileg tilviljun fyrir mig að lenda inni í svona ríkisstjórn sem formaður í jafnréttisnefnd Evrópuráðsins,“ sagði Steingrímur.

En tímamótin eru ekki síður mikil vegna þess að í dag lýkur tæplega 18 ára valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins á Íslandi, sagði Steingrímur.

„Þetta eru líka mikil hugmyndafræðileg tímamót. Og í dag yfirgefur nýfrjálshyggjan stjórnarráð Íslands. Og aðrir tímar og aðrar áherslur og annað gildismat tekur við. Við erum okkur vel meðvituð um það að við tökum við erfiðu verkefni. Við tökum við gríðarmiklum erfiðleikum í íslenskum þjóðarbúskap, íslensku atvinnulífi og hvað varðar íslenskt samfélag, heimili og alla stöðu. Við erfum þetta frá þeirri hugmyndafræði sem yfirgefur stjórnarráðið í dag og hefur leikið Ísland  grátt.
Ísland er í sárum eftir langt valdaskeið nýfrjálshyggjuaflanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.

Hann sagði ríkisstjórnina   hafa rúma 80 daga til að gera allar þær ráðstafanir sem mögulegt er til að koma samfélaginu í gegnum erfiðleikana og leggja grunn að betri framtíð.(mbl.is)

Það er rétt hjá Steingrími,að Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna.Það einkarekstursstefnan,nýfjálshyggjan og andstaðan við allt regluverk og eftirlit,sem setti bankana í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


ISG ekki i rikisstjórninni

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna voru kynntir á blaðamannafundi fyrir stundu. Tíu ráðherrar verða í ríkisstjórninni. Fimm karlar og fimm konur. Þar af eru tveir utanþings, þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.


Ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar má sjá hér að neðan:

Forsætisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir
Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Steingrímur J. Sigfússon
Utanríkis- og iðnaðarráðherra: Össur Skarphéðinsson
Heilbrigðisráðherra: Ögmundur Jónasson
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir
Umhverfisráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Ragna Árnadóttir
Viðskiptaráðherra: Gylfi Magnússon
Félags- og tryggingamálaráðherra: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Samgönguráðherra: Kristján L. Möller(visie.is)

Þetta er góður ráðherralisti.Það eina,sem kemur á óvart er,að Ingibjör Sólrún skuli ekki vera í stjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson


Agnes ræðst harkalega á forseta Íslands!

Ägnes Bragadóttir blaðamaður á Mbl. réðist harkalega á forseta Íslands í Silfri Egils í dag. Kallaði hún forsetann öllum illum nöfnum. Sagði Agnes,að forsetinn væri algerlega úr tengslum við fólkið í landinu. Hann hefði flogið um lönd í   þotum með útrásarvíkingum og mært þá en hún gerði lítið úr heimsóknum hans til fólksins  landinu.Agnes sagði,að Ólafur Ragnar ætti að segja af sér sem forseti.

 

Björgvin Guðmundsson


Erfitt verkefni bíður nýrrar stjórnar

Ingibjörg Sólrún gekk á fund forseta Ísland kl. 12 og skýrði honum frá,að samkomulag væri um myndun nýrrar ríkisstjórnar,sem Jóhanna Sigurðardóttir mundi leiða.Kl. 1 e.h. fór Jóhanna síðan á fund forseta og hann fól henni stjórnarmyndun. Er gert ráð fyrir ríkiráðsfundi kl. 5,þar sem nýir ráðherrar mæta og nýja stjórnin tekur við.

Gífurlega erfitt  verkefni bíður nýju stjórnarinnar. Vonandi getur hún framkvæmt einhver raunhæf verkefni fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. En fjöldi fólks er nú að missa íbúðir sinar og gjaldþrot vofir yfir fjölda fyrirtækja.Bankarnir eru einnig nánast óstarfhæfir,þeir lána ekkert til fyrirtækja. Það þarf að koma þeim í gang og láta þá vinna eins og bankar eiga að gera. Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin verður að taka sig á

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fær Samfylkingin aðeins 22% atkvæða.VG fær 30% og Sjálfstæðisflokkurinn 24%. Framsókn fær 15%.

Þetta er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna.Þrátt fyrir,að ný ríkisstjórn undir forustu Samfylkingar væri í burðarliðnum nægði það ekki til þess sð lyfta fylgi Samfylkingar meira en þetts.Hver er ástæðan? Ég hygg,að þær séu tvær: Almenningur kennir Samfylkingunni að hluta til um að ekki var tekið betur til hendinni  eftir bankahrunið.Og sumir henna Samfylkingunni um  bankahrunið sjálft af því Samfylkingin var í stjórn.Hin ástæðan er sú,að Samfylkingin stóð sig ekki nógu vel í ríkisstjórninni.Stjórnarsáttmálinn var of slappur,of loðinn.Samfylkingin kom nokkrum málum í framkvæmd en ekki nógu mörgum og skrefin,sem stigin voru á velferðarsviði og í skattamálum voru of lítil Skattleysismörk voru hækkuð en of seint og of lítið.Ráðstafanir í velferðarmálum voru gerðar en of seint og of litlar.Mikið vantaði á að kjör aldraðra og öryrkja væru bætt eins og lofað hafði verið. Fyrst og fremst var hugsað um þá aldraða sem voru á vinnumarkaði  en ekki hina sem hættir voru að vinna.Samfylkingin verður að gera mikið betur ef hún ætlar að vinna tiltrú almennings.Nú eru kosningar framundan og þá ráða kjósendur á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Ný ríkisstjórn í dag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta klukkan 12:00 í dag að Bessastöðum og gera honum grein fyrir niðurstöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórnarmyndun undanfarna daga.

Þá hefur forseti einnig boðað Jóhönnu Sigurðardóttur verðandi forsætisráðherra til Bessastaða klukkan 13:00. Að loknum þeim fundi verður rætt við fréttamenn.

Heimildir fréttastofu herma að þingflokksfundir Samfylkingar og Vinstri grænna verði haldnir eftir fund Jóhönnu á Bessastöðum en þar verða ráðherralistar flokkanna bornir undir þingflokkanna. Strax í kjölfarið verður flokksráðsfundur Samfylkingar haldinn.

Heimildir herma einnig að stefnt sé að því að kynna nýja ríkisstjórn formlega í gyllta sal Hótel Borgar klukkan 16:00 í dag.(visir.is)

 

Það hefur ekki gengið alveg þrautalaust að mynda þessa rikisstjórn. Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna tóku góðan tíma í að semja stjórnarsáttmála þó stjórnin ætti að standa stutt en þegar hann var tilbúinn fór Framsókn að gera athugasemdir og vildi jafnvel semja hluta af textanum.Framsókn féll þó fra því og ákvað að halda sig við upphaflegu afstöðu sína og veita stjórninni hlutleysi enda hafði hún fengið nokkur stór atriði fram svo sem kjördag og að haldið yrði stjórnlagaþing.

 

Björgvin Guðmundsson




Seðlabanki og FME brugðust

Fólk ræðir að vonum mikið um hrun bankakerfisins..Fólk er reitt.Hvernig gat það gerst,að allir stóru bankarnir 3 hryndu  í einu og kæmust í þrot. Aðalástæðam er sú, að  bankarnir voru orðnir alltof stórir  og skulduðu alltof mikið erlendis.Þeir tóku meiri og meiri erlend lán og enginn gerði athugasemd. við það. ( Þorvaldur Gylfason prófessor gerði þó athugasemdir) .Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á og allar lánalínur lokuðust gátu bankarnir ekki endurfjármagnað sig lengur og fóru á hliðina.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, sváfu  á verðinum.Þessir eftirlitsaðilar horfðu á íslensku bankana bólgna út og skuldsetja sig meira og meira en gerðu ekkert í málinu. Það voru haldnir fundir og vakin athygli á slæmri þróun bankanna í þessu efni en ekkert var gert.Fráfarandi forsætisráðherra segir,að bankastjórar viðskiptabankanna hafi sagt stöðuna betri en Seðlabankinn sagði.Þeir  virðast hafa fegrað ástandið.En raunveruleg staða bankanna lá öll fyrir í uppgjörum bankanna og öðrum gögnum.Seðlabankinn gat fylgst með lausafjárstöðu þeirra. FME gat fylgst með þeim og farið inn í bankana og tekið öll gögn.Ég tel, að eftirlitsaðilar hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Ríkisstjórnin brást einnig. Þessir aðilar voru allir stungnir svefnþorni.Það var ekki nóg að hrópa viðvörunarorð. Það þurfti aðgerðir. Og þeir aðilar,sem höf'ðu yfir þeim að
ráða, áttu að beita þeim.en það gerðu þeir ekki.Því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 1. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband