Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Deilt um álver á Bakka á alþingi
Eftir hádegið á morgun fer fram umræða utan dagskrár á Alþingi um áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Málshefjandi verður Ólöf Nordal, en Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra verður til andsvara.
Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að engin ný áform um álver verði á dagskrá hennar. Má gera ráð fyrir því að tekist verði á um það hvað eru ný áform og hvað ekki.(mbl.is)
Iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir,að álver á Bakka falli undir gömul áform. Þannig að álver verður reist við Bakka,ef áhugi álframleiðandans er enn fyrir hendi.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Hver lak upplýsingum í Birgi Ármannsson?
Embættismenn úr Forsætisráðuneytinu sögðu viðskiptanefnd frá því í morgun að athugasemdir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við frumvarp um Seðlabanka væru bundnar trúnaði og staðfestu að forsætisráðherra hefði ekki fengið upplýsingar um þær fyrr en í gær.
Sjálfstæðismenn krefjast þess að þingið fái athugasemdirnar enda sé eðlilegt að þær séu ræddar þar sem frumvarpið sé til meðferðar. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aflétti ekki slíkum trúnaði samkvæmt hefð en leitað hefði verið efir formlegri umsögn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir þingið. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði hvaða leynipukur væri á ferðinni. Hvað það væri í bréfinu, sem gerði það að verkum að menn reyndu að sveipa það einhverjum leyndarhjúp.
Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði málið allt hið undarlegasta , rakti það síðan til Seðlabankans og taldi víst að bankinn hefði sjálfur óskað eftir þessum athugasemdum og fengið svar um leið og Forsætisráðuneytið.
Bigir Ármannsson sagði þetta hreinar getgátur og það væri athyglisvert hvað málið kæmi við viðkvæman streng. Það gripi einhver taugaveiklun um sig þegar málið væri til umræðu. Hann vissi ekki sjálfur hvað væri í þessum gögnum en í ljósi þessa teldi hann fulla ástæðu til að aflétta þeim.
Álfheiður Ingadóttir sagði að ný stjórnvöld myndu beita sér að öllu afli til að aflétta þeim leyndarhjúp sem hefði umlukið stjórnarathafnir Sjálfstæðisflokksins í átján ár. Hún sagðist fagna liðsstyrk frá Sjálfstæðismönnum og skoraði á Birgi Ármannsson að ríða á vaðið og upplýsa hvaðan hann fékk upplýsingar um bréf til Forsætisráðuneytisins sem forsætisráðherra var ekki kunnugt um sjálfum.( mbl.is)
Ég tek undir með Álfheiði Ingadóttur.Birgir Ármannssn ætti að upplýsa hvar hann fékk upplýsingar um athugasemdir IMF áður en forsætisráðherra fékk þær. Fékk hann upplýsingarnar í Seðlabankanum.?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Eign lífeyrissjóða lækkað um 181 milljarð
Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða var 181 milljarði króna lægri um áramót en hún var í lok septembermánaðar og hafði því lækkað um tíu prósent frá því að bankahrunið átti sér stað á Íslandi. Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti sem Seðlabanki Íslands birti í dag.
Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða var 1.658 milljarðar króna í lok síðasta árs en í september síðastliðnum voru eignir þeirra 1.839 milljarðar króna. Virði eigna sjóðanna dregst saman um 48 milljarða króna á milli nóvember og desembermánaða. Samkvæmt tilkynningu á veg Seðlabankans segir að þá lækkun megi helst rekja til erlendra liða. Þar er einnig tekið fram að enn ríki nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.
Hlutabréfaeign sjóðanna hefur dregist mikið saman á þessu tímabili. Hún var um 229 milljarðar króna í lok september en stóð í um 106 milljörðum króna í lok árs 2008. Þorri þeirrar rýrnunar má rekja til taps á innlendum hlutabréfum, en sjóðirnir áttu slík bréf að andvirði 141 milljarð króna í september en heildarandvirði þeirra var um 30 milljarðar króna um áramót. Tap á erlendum hlutabréfum nemur um ellefu milljörðum króna á umræddu tímabili. Þá hefur eign þeirra í erlendum hlutabréfasjóðum fregist saman um 29 milljarða króna.
Þá áttu lífeyrissjóðirnir 808 milljarða króna í verðbréfum með breytilegum tekjum fyrir hrunið en sú eign þeirra í slíkum bréfum var metin á um 601 milljarð króna í árslok.
Eign sjóðanna í verðbréfum með föstum tekjum helst nokkuð stöðug frá septemberlokum og til loka árs. Hún var 964 milljarðar króna fyrir bankahrun en var í desemberlok metin á 943 milljarða króna.
Ljóst er að lífeyrissjóðirnir hafa í auknum mæli lagt fé sitt í sjóði og bankainnstæður eftir bankahrunið því að upphæð slíkra fjárbindinga í árslok var 154 milljar. (mbl.is)
Ekki liggur fyrir hvað eignir lífeyrissjóðanna höfðu aukist mikið á tímabilinu á undan á meðan lífeyrissjóðirnir græddu á tá og fingri.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Rokkað fyrir framan Seðlabankann
Bubbi Morthens og félagar hans í Egó tóku lagið fyrir framan Seðlabankann í morgun. Mótmælendur komu saman í morgun rétt eins og í gær og segir Hörður Torfason forsvarsmaður Radda fólksins að um hundrað manns séu á svæðinu. Lögregla segir að allt fari fram með ró og spekt en segist ekki hafa upplýsingar um mannfjölda.(mbl.is)
Greinilegt er,að mótmæli hafa tekið á sig nýja mynd,þar eð rokkarar taka þátt og flytja tónlist sína. er það vel,að mótmæli skuli vera friðsamleg.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Ekki kemur til greina að skerða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum
Morgunblaðið skýrir frá því í morgun,að sennilega verði að skerða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum um allt að 10 % nema hjá Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.Ekki þurfi að skerða lífeyrisgreiðslur úr honum. Sagt er,að þetta verði að gera þar eð lífeyrissjóðirnir hafi tapað miklu á bankakreppunni.Áður voru lífeyrissjóðirnir búnir að græða mikið á verðbréfabraski utan lands og innan. Ekki var lífeyrir til lífeyrisþega hækkaður um eina krónu af þeim sökum. Nei,gróðinn safnaðist upp í lífeyrissjóðunum.Þess vegna á ekki fremur að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum nú,þegar sjóðirnir hafa tapað einhverju fé.Það kemur ekki til greina að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðunum
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Ólafur Ragnar vill ekki borga þýskum sparifjáreigendum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við blaðið Financial Times Deutschland í dag að hann hafni því að þýskum sparifjáreigendum verði bætt tap, sem þeir hafa orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings í Þýskalandi.
Þjóðverjar verða að skilja að fólkið á Íslandi hefur tapað öllu," segir Ólafur Ragnar í frétt, sem birtist undir fyrirsögninni Ísland hafnar þýskum sparifjáreigendum". Frétt þessi hefur þegar vakið athygli í Þýskalandi og hafa alþjóðlegar fréttastofur tekið hana upp.
Í ljósi þessa verði ekki lagt á íslenska skattgreiðendur að standa einnig skil á tapi þýskra sparifjáreigenda. Það sé óréttlátt" að þýskir innistæðueigendur búist við því að Ísland beri allan þunga" fjármálakreppunnar, er haft eftir forsetanum.
Ég er hissa á kröfum vina okkar í útlöndum," segir hann. Alþjóðlega fjármálakreppan sé ekki bara mál Íslendinga, er haft eftir honum. Evrópska bankakerfið beri mun fremur ábyrgð og aðkallandi sé að gera umbætur á því.
Í frétt Financial Times Deutschland kennir Ólafur Ragnar auk evrópsks bankakerfis Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um fjármálakreppuna á Íslandi vegna þess að hann hafi beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga. Gordon Brown og fleiri líta hrokafullir niður á Ísland," er haft eftir Ólafi Ragnari. Ákvörðun Browns um að setja Ísland á listann yfir hryðjuverkaríki" hafi gert illt verra". Kaupþing hafi verið fellt með einhliða aðgerð Bretanna. Að sögn Ólafs Ragnars skuldi Brown Íslendingum skýringu á aðgerðum.(mbl.is)
Þessi einarða afstaða forseta Íslands vekur mikla athygli. Menn eru mjög ósammmála um það hér á landi hvort greiða eigi Ice sAVE reikninga og aðra sparifjárreikninga,sem íslenskir bankar stofnuðu til erlendis. Margir telja,að Ísland hafi hreinlega ekki efni á því að borga þá og svo er bent á að tilskipun ESB gerir ekki ráð fyrir,að íslenska ríkið borgi heldur tryggingarsjóður innstæðna.
Bj0rgvin Guðmundsson
