Viðskiptaráðherra: Réttast að taka upp evru

Upptaka evru er rökrétt framhald uppbyggingar íslensk fjármálakerfis, að mati Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Aðrir kostir kunni þó að vera til staðar og þar á meðal myntsamstarf við Norðmenn. Það er þó langsótt, að  hans mati. Gylfi sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri umdeild hér á landi, sérstaklega út af sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Gylfi telur nauðsynlegt að vissar breytingar verði gerðar áður en Ísland gangi í Evrópusambandið. Til að mynda verði að aðlaga íslenska hagkerfið að myntsvæði sambandsins.(visir.is)
Evru má taka upp einhliða enda þótt Ísland hafi ekki tekið ákvörðun um aðild að ESB. Margir sérfræðingar telja þó,að það væri ekkert vel séð hjá ESB. Það er einnig erfitt þar eð Ísland hefði þá ekki  Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl. En ef Ísland bíður eftir aðild að ESB getur það tekið nokkur ár.
Björgvin Guðmundsson


Vill lög um skattaskjól

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir skrið eignarhaldsfélaga og fjármagns til skattaskjóla, til dæmis í Karabíska hafinu. Hann boðar lagabreytingar í þessa veru.

Morgunblaðið fjallar ítarlega í dag um Tortola eyju og íslensku félögin 136 sem þar eru skráð. Félög sem áttu umtalsverða hluti í bönkum. Um helmingur félaganna er í umsjón stóru bankanna þriggja. Steingrímur segir að í fjármálaráðuneytinu sé til skoðunar að breyta lögum til að styrkja möguleika stjórnvalda til að takast á við hluti sem þessa.

Steingrímur segir að mál sem þessi styrki grundvöll tillagna á borð við þá sem Vinstri grænir hafa lagt fram um möguleika stjórnvalda til að kyrrsetja eigur einstaklinga sem tengjast hruni bankanna.

 

 


Hindrar IMF vaxtalækkun?

Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja að þótt aðgerðir í peningamálum hafi skilað árangri á Íslandi sé enn sé of snemmt að breyta um stefnu. Með auknum stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og í verðlagi geti skapast tækifæri til þess að losa smám saman um hömlur á fjármagnsflæði og lækka vexti í litlum skrefum.

Þetta kemur fram í skýrslu  starfsmanna Alþjóðagjaldeyrisssjóðsins, sem hefur nú verið birt  að beiðni íslenskra stjórnvalda, en skýrslan byggir á vinnu sendinefndar sjóðsins sem   var hér á landi í desember.  Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að áætlunin gangi almennt vel, heildarmarkmið áætlunar íslenskra stjórnvalda og sjóðsins séu enn raunhæf, en nauðsynlegt  að vinna af einurð til þess að árangur náist.

Brýnasta verkefnið til skamms tíma var að koma ró á gengi krónunnar og hefur það gengið að mestu eftir að mati gjaldeyrissjóðsins. Þá voru fjárlög ársins 2009 einnig í samræmi við áætlunina og mótun stefnu í ríkisfjármálum til meðallangs tíma er hafin. Endurskipulagningu bankakerfisins miðar sömuleiðis í rétta átt en þar eru þó meiriháttar verkefni framundan að mati starfsmanna sjóðsins. Er það mat í samræmi við skoðun íslenskra stjórnvalda á málinu.

Forsætisráðuneytið segir, að nokkur töf hafi orðið á fjármögnun bankanna vegna þess hve viðamikla vinnu þurfi að klára áður en hún verði möguleg. Frá því starfsmenn sjóðsins voru hér í desember hafi vinnan hins vegar gengið mun betur en fram að þeim tíma. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte meti nú eignir og skuldir bankanna og  alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Oliver Wyman muni  yfirfara þá vinnu alla til samræmis við þær kröfur sem samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geri ráð fyrir. Starfsmönnum sjóðsins verði kynnt staða málsins þegar þeir koma til landsins í febrúar og þá verði framvinda málsins metin.

Ráðuneytið segir, að í heild megi því segja að í meginatriðum gangi vonum framar að framfylgja þeirri metnaðarfullu áætlun sem stjórnvöld settu fram í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslensks efnahagslífs. Ljóst sé að aðstæður kunni að breytast hratt og því mikilvægt að geta brugðist við þeim breytingum. Það hafi tekist með ágætum fram til þessa. (mbl.is)

Það eru mikil vonbrigði,ef IMF ætlar að koma í veg fyrir vaxtalækkun. Það er lífsnauðsyn fyrir atvinnulífið að vextir  lækki.

 

Björgvin Guðmundsson

:það eru mikil vonbrigði ef IMF leggst gegn lækkun vaxta. Engin leið er að  auka atvinnu ef vextir lækka ekki. Og háir vextir eru hættir að verka eins og þeim er ætlað.Þeir lækka ekki verðbólgu.Þeir geta aukið hana.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Fara til baka 

| 06:15

Embætti forsetans og stjórnarmyndanir

Björn Ingi Hrafsson segir,að það sé opinbert leyndarmál að  forsetinn  hafi haft afskipti af myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar og VG.Áður hafa bæði Sturla Böðvarsson og Geir Haarde sagt það sama.

Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð    lét forsetinn ekki marga fá stjórnarmyndunarumboð eins og algengt er heldur  gekk hreint til verks og fékk Geir Haarde umboð til stjórnarmyndunar.Hann skynjaði þá,að  ekki þurfti að tefja málið með  öðrum viðræðum.Hið sama gerðist nú.Forsetinn vissi,að eini raunhæfi stjórnarmyndunarmöguleikinn var stjórn  Samfylkingar og VG. Ásgeir Ásgeirsson átti sem forseti þátt í myndun viðreisnarstjórnarinnar á sínum tíma. Það var ekki gagnrýnt. Það er ekki fremur nú ástæða til þess að gagnrýna þátt forsetans í myndun ríkisstjórnarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu

Meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sat við völd gagnrýndi ég það iðilega í greinum,að skattastefnan væri slík,að hún yki ójöfnuð í þjóðfélaginu. Hátekjuskattur var afnuminn og skattar auknir á þeim sem höfðu lágar og meðaltekjur en skattar voru lækkaðir á háum tekjum! Þessu mótmælti fyrrverandi fjármálaráðherra,Árni Mathiesen. En í skýrslu,sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt í lok nóvember sl.  kom fram,að gagnrýnin á skattastefnu stjórnvalda var réttmæt.Í skýrslunni   sagði svo m.a:" Hérlendis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekjuskattur var afnuminn og raunlækkun varð á persónuafslætti umfram lækkun álagningarhlutfalls " Þannig má segja,að fjármálaráðuneytið sjálft hafi leiðrétt málflutning ráðherrans.

Sá maður,sem gagnrýni mest ójafnaðarstefnu stjórnvalda í skattamálum var Ólafur Ólafsson  fyrrv. landlæknir en hann gagnrýndi þessa stefnu  harðlega sem formaður FEB í Reykjavík.Þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Stefán Ólafsson prófessor gagnrýndu einnig þessa stefnu harðlega.

Samfylkingin lofaði því fyrir kosningarnar 2007 að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Flokkurinn kom því fram í ríkisstjórn,að skattleysismörkin væru hækkuð.Það hjálpar nokkuð en of lítið skref var stigið.Það þarf að laga skattkerfið mikið meira.

 

Björgvin Guðmundsson


136 félög á Tortola eyju stunduðu viðskipti á Íslandi!

Alls fengu 136 félög, sem eru skráð til heimilis á Tortola-eyju, leyfi til að stunda viðskipti á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Þetta kemur fram í tölum frá Fyrirtækjaskrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Kaupþing er skráður umboðsaðili 52 þessara félaga, eða um 40 prósenta þeirra.

Bankinn fékk leyfi fyrir 23 af þessum 52 félögum á árinu 2008 og þar af fengu tíu starfsleyfi síðustu tvo mánuðina fyrir bankahrun.

Þorri þeirra félaga sem skráð eru á Tortola og starfa hérlendis er í umsjón stóru viðskiptabankanna þriggja, eða 87 talsins.

Nokkur þeirra félaga sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu umsjón með voru um tíma á meðal stærstu eigenda í bönkunum sjálfum. Raunverulegt eignarhald þeirra er hins vegar á huldu og aðrir þátttakendur á hlutabréfamarkaði gátu ekki vitað hverjir áttu félögin.

Fjármálaeftirlitið (FME) aflar einungis upplýsinga um slíkt eignarhald vegna rannsókna á einstökum málum, svo sem í tengslum við virka eignarhluti samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX-kauphallarinnar á Íslandi, segir sitt fyrirtæki ekki fara fram á slíkar upplýsingar, enda séu fjármálafyrirtæki undir eftirliti FME, ekki kauphallarinnar.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið, segir starfsemi erlendu félaganna á Íslandi klárlega vera athugunarefni og að umsvif þeirra verði könnuð.(mbl.is)

Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur bent á,að  íslensk fyrirtæki hafi leitað skattaskjóls  á Tortola eyju og víðar erlendis. Væntanlega verður kannað hvort einhver þessara fyrirtækja hafi verið að skjóta undan peningum frá Íslandi.Nýr sérstakur saksóknari segist munu kanna málið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

| 09:10

Geir Haarde á BBC í morgun


Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, eftir að hryðjuverkalögin gegn Íslendingum voru sett á í október. Hann telur hins vegar að hann hefði ef til vill átt að ræða við hann eftir atburðina. Þetta kom fram í samtali Geirs við Stephen Sackur, stjórnanda sjónvarpsþáttarins HardTalk, í gegnum gervihnött á BBC World News núna í morgun.

Geir neitaði að biðjast afsökunar á efnahagshruninu þegar að Sackur innti hann eftir afsökunarbeiðni á sínum þætti málsins. Hann sagði að ef hann myndi biðjast afsökunar myndi hann gera það heima fyrir en ekki í sjónvarpsþætti í BBC. Ef hann bæðist afsökunar yrði það eftir að rannsóknarnefnd um bankahrunið lyki störfum. Geir sagði að erfitt hefði verið að grípa inn í vöxt bankanna vegna þess alþjóðlega reglugerðaverks sem bankarnir hafi verið í. Hann sagðist hafa talið að bankarnir stæðu á traustum grunni þegar að ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í mars. Hann hefði talið að bankarnir gætu fjármagnað sig að minnsta kosti út árið 2009 og stjórnendur þeirra gætu átt auðvelt með að minnka þá og gera þá viðráðanlegri.

Geir sagði að auðvelt væri að segja núna eftirá að menn hefðu átt að gjalda varhug við því að bankarnir væru 10 sinnum stærri en landsframleiðslan. Hann minnti jafnframt á að fall bankanna væri að hluta til komið vegna aðstæðna á alþjóðlegum markaði. Íslendingar hefðu til dæmis ekki getað séð fall Lehman bankans fyrir.(visir.is)

Ég er ekki sammála því að erfitt hafi verið að grípa inn í vöxt bankanna.Ef eftirlitsstofnanir hefðu staðið sig hefðu þær bent á hættuna af ofvexti bankanna og  gert kröfu um sölu eigna og sett skilyrði um að bankar yrðu sviptir leyfum ,ef þeir yrðu ekki við þessum kröfum.Geir er í raun að réttlæta eftirlitsleysi og  réttlæta að gera ekki neitt.En vegna aðgerðarleysis fóru bankarnir í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson



 
















 



Vill,að staðið verði við launahækkanir 1.mars

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur forsendur kjarasamninga sem undirritaðir voru í febrúar 2008 brostnar. Nefndin krefst þess að staðið verði við þau ákvæði aðalkjarasamninga er varða launahækkanir 1. mars nk. Telji Samtök Atvinnulífsins fyrirtækin ekki geta staðið við þann hluta kjarasamninganna, telur AFL eðlilegt að SA segi samningunum lausum.

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags kom saman á fundi í kvöld. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að komi til þess að forsendunefnd telji að unnt sé að ná samkomulagi, sem telja megi til hagsbóta í ljósi þungra aðstæðna í efnahagslífi, en sem þó stenst ekki lágmarkskjör gildandi samninga, hvetur samninganefnd AFLs til þess að frágangi slíks samkomulags verði vísað til samninganefnda
landssambanda ASÍ þannig að unnt sé að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu innan hvers sambands.

„Í ljósi umróts í þjóðfélaginu er brýnt að verkalýðshreyfingin gangi í fararbroddi opinna og lýðræðislegra skoðanaskipta og ákvarðanatöku. Þar sem umboð forsendunefndar ASÍ og SA er óljóst telur samninganefnd AFLS eðlilegt að ákvörðunum um skerðingu kjara, verði vísað til félagsmanna, þ.e. þeirra sem með atkvæðum sínum gerðu samningana gilda og gáfu forsendunefndinni umboð sitt,“ segir í ályktun samninganefndar AFLs.

Nefndin bendir á að á næstu misserum muni hagsmunabarátta á Íslandi harðna til muna þar sem færri krónur eru til skiptanna og vandamálin fleiri en áður hefur þekkst. Því sé brýnt að verkalýðshreyfingin fylki sér og efli samstöðu til að búa sig undir að verja grundvöll velferðarkerfisins.

Samninganefnd AFLs hvetur forystu Alþýðusambandsins til að vera það forystuafl sem launafólk þarf á að halda.(mbl.is)

 

Verkalýðshreyfingin er í vandræðum vegna kreppunnar og veit ekki hvernig hún á að taka á kjaramálunum. En stefna AFLs er skýr. Samtökin vilja, að staðið verði við samninga.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband