Föstudagur, 13. febrúar 2009
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur auka fylgi sitt
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Þar segir einnig að fylgi Framsóknarflokksins dali heldur og mælist nú 14,9% en var 17,2% í janúar. Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast fækkar úr 7,9% frá í janúar í 6,6% nú.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,1%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun þegar fylgi flokksins mældist einungis 16,7%. Síðasta könnun var framkvæmd dagana 20-21 janúar þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og tveim dögum áður en tilkynnt var um slit ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Síðasta könnun sýnir því glöggt hve erfið staða Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu var orðin.(mbl.is)
Kannanir eru mj0g misjafnar eftir því hver framkvæmir þær. Mér virðast kannanir Gallup og Fréttablaðsins einna öruggastar.
Björgvin Guðmundsson
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2009 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Réttast væri að náða Birgi Pál
Birgir Páll Marteinsson, 25 ára, var dæmdur í sjö ára fangelsi í Færeyjum fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu. Þá var Birgir dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Þetta var mjög þungur dómur.Hann afplánar nú refsingu sína á Litla Hrauni.
Birgir Páll sagði sögu sína í Kastljósi í gærkveldi. Samkvæmt henni báðu félagar hans hann að geyma bakpoka og grafa hann.Það var eina aðild hans að Pálstjórnumálinu. Hann var ekki með í skipulagningu smyglsins og vissi ekkert um undirbúning og skipulagningu. En sjálfsagt hlýtur hann að hafa vitað,að það væru fíkniefni í bakpokanum.Hann var látinn sitja í einangrun í fangelsi í Færeyjum mjög lengi eins og um dæmdan morðingja væri að ræða. Birgir Páll segir,að saksóknarinn í málinu hafi verið mjög harður þar eð hann (hún) hefði orðið fyrir slæmri lífsreynslu vegna fíkniefnamáls.Hin langa einangrun,sem, Birgir Páll mátti sæta og hinn langi dómur,sem hann fékk er mjög óeðlilegur miðað við afbrotið. Talið er,að hann hefði fengið 1 1/2 -2 ár hér.Birgir Páll hefur sætt það miklu harðræði í Færeyjum og fengið svo óeðlilega langan dóm,að réttast væri að náða hann nú.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Ábendingar IMF styrkja frumvarpið um Seðlabankann
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir,að ábendingar,sem bárust frá IMF um Seðlabankafrumvarpið styrkji það.Þetta eru upplýsingar almenns eðlis og fræðilegar athugasemdir. Framsókn hefur gert athugasemdir við menntunarkröfur í frv. og má því búast við að slakað verði örlítið á þeim.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Fráleitar sögur um peningaþvætti Rússa á Íslandi
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, kannast ekki við að rússneskir auðjöfrar hafi notað Ísland til peningaþvættis fyrir auðmenn sem hliðhollir voru Valdimir Pútín. Hún geti þó ekki fullyrt að eitthvað slíkt hafi ekki gerst.
Boris Beresovskí, rússneskur auðmaður, fullyrti í sjónvarpsþætt á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í gærkvöldi að á undanförnum árum hefðu auðmenn, hliðhollir ráðamönnum í Rússlandi, sölsað undir sig óhemju mikla fjármuni og komið þeim svo í umferð víða á Vesturlöndum með kaupum á fyrirtækjum. Beresovskí tilgreindi sérstaklega að Ísland hefði verið notað í þessum tilgangi.
Valgerður Sverrisdóttir var iðnaðar og viðskiptaráðherra á árunum 1999 til 2006. Hún kannast ekki við að hafa heyrt um að Ísland hafi verið notað til peningaþvættis fyrir rússneska auðmenn.
Allar þessar skýrslur séu til. Valgerður segir að unnið hafi verið að því áfram að bæta löggjöfina um peningaþvætti eftir að hún fór úr ráðuneytinu.
Í þættinum tók Beresovskí sem dæmi áform rússneskra stjórnvalda um að veita Íslandi stórt lán í kjölfar bankahrunsins en með því ætluðu þau að þvo illa fengið fé og seilast til áhrifa í einu af ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem lesin var upp á Sky var fullyrðingum Beresovskís vísað á bug og bent á að allar reglugerðir ESB um fjármagnsflutninga giltu hér á landi. Þá hefði ekkert lán verið afgreitt frá Rússum. (ruv.is)
Þetta er greinilega allt uppspuni hjá þessum Beresovski.Fráleitust er kenning hans um að Rússar hafi ætlað að þvo peninga með því að veita okkur lán.Lán Rússa var hluti af lánveitingum IMF og annarra landa.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Gætu tapað 51 milljarði á Baugi
Óöruggar veðkröfur íslenskra lánveitenda á Baug Group nema 51 milljarði íslenskra króna, samkvæmt Project Sunrise, sérstakri skýrslu um endurreisn Baugs. Hér er um að ræða lán annarra en föllnu bankanna þriggja.
Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, segir að veðkröfur lánveitenda Baugs á síðari veðréttum séu flokkaðar óöruggar" í Project Sunrise, þrátt fyrir að tryggingar séu í reynd til staðar, þar sem veðin hafi rýrnað töluvert í verði eftir bankahrunið.
Meðal kröfuhafanna eru þrír sparisjóðir, sem eiga samtals kröfur upp á 12,2 milljarða króna. Ef veðkröfurnar reynast ótryggar yrði þrot Baugs þungt högg fyrir þá sparisjóði sem í hlut eiga.
Meira en þriðjungur hinna óöruggu krafna eru vegna skulda Baugs við tengda aðila eins og Landic Property, Fons og Stoðir. Nema þær samtals 131,4 milljónum punda, eða 19,3 milljörðum króna.(mbl.is)
Eigendur og stjórnendur Baugs róa nú lífróður fyrir fyrirtækið.Ég tel,að það séu helmingslíkur á að unnt verði að bjarga fyrirtækinu.
Björgvin Guðmundsson
.
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Ætla að stofna listamiðstöð í kaffibrennslu Kaaber
Stofnun í eigu Francescu von Habsburg, sem sýnir, kynnir og safnar alþjóðlegri samtímamyndlist, Nýlistasafnið og dánarbú Dieters Roth hafa kynnt hugmyndir um nýja lista- og menningarmiðstöð í Reykjavík. Er sjónum beint að fyrrverandi húsnæði kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber við Sætún.
Francesca von Habsburg hefur lýst því yfir að stofnun hennar sé reiðubúin að leggja fram allt að eina milljón evra, um 150 milljónir króna, til að hrinda verkefninu í framkvæmd.
Í dag verða boðin upp í London þrjátíu listaverk úr safni von Habsburg en fyrir andvirðið hyggst hún fjárfesta í íslenskri listsköpun og menningu.(mbl.is)
Þetta er goitt framtak hjá þesasum aðilum og getur væntanlega orðið lyftistöng fyrir listalífið á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson