Laugardagur, 14. febrúar 2009
ISG: Samfylkingin hefur axlað ábyrgð
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Samfylkinguna hafa axlað ábyrgð á stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn með því að slíta því. Jón Baldvin Hannibalsson verði að láta á það reyna hvort hann eigi stuðning flokksins vísan.(ruv.is)
Ekkert fararsnið er á Ingibjörgu Sólrúnu úr leiðtogasætinu.Hún svarar Jóni Baldvini fullum hálsi.Ingibjörg Sólrún er nú á Kanaryeyjum að hvíla sig og safna kröftum eftir aðgerðina sem hún fór í. Svo virðist sem hún sé staðráðin í að koma til baka af fullum krafti.Ég hefi ekki trú á því,að Jón Baldvin reyni að fella hana sem formann.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Styð Ingibjörgu Sólrúnu sem formann
Þar gagnrýndi Jón Baldvin forystu Sjálfstæðisflokksins harðlega. Flokkurinn hefði byggt upp rotið og spillt valdakerfi og skilið samfélagið eftir sem brunarústir. Samfylkingin þyrfti hins vegar einnig að líta í eigin barm. Hún þyrfti að gera sömu kröfu til sjálfrar sín og hún gerði til annarra um að axla ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar hefði brugðist og ekki staðið vaktina. Því bæri formanni flokksins að víkja.
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Á ekki að fylgja ráðum sænska bankamálasérfræðingsins?
Tillögur sænska bankamálasérfræðingsins,Mats Josefsson, um endurreisn bankakerfisins hér,vöktu mikla athygli.Hann sagði,að ef tillögurnar væru framkvæmdar strax gæti endurreisnin gerst mjög hratt og Ísland komist hratt út úr kreppunni.En ekkert bólar á að það eigi að fylgja ráðum Svíans. Það virðist vera sami seinagangurinn hjá núverandi ríkisstjórn eins og hjá þeirri fyrri. Josefsson lagði til,að stofnað yrði eignarhaldsfélag á vegum ríkisins ( eða ríkisbankanna) og 10-15 skuldsettum fyrirtækjum yrði komið þar fyrir til endurskipulagningar.Þetta þyrfti að gera hratt. En mér vitanlega hefur ekkert verið gert í þessu enn.Fjölmargar aðrar tillögur gerði Josefsson og nefnd hans en ekkert bólar enn á framkvæmdum. Það verður aðp drífa hlutina áfram. Við megum engan tíma missa.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Valgerður hættir í stjórnmálum
Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar.
Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli.
,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður.
Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar."
Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum.
,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður.(visir.is)
Það verður eftirsjá af Valgerði af þingi en hún hefur verið mjög öflugur stjórnmálamaður.En hún þekkir sinn vitjunartíma og skynjar,að skynsamlegt er að rýma fyrir yngra fólki. Valgerður var einnig í lykilhlutverki við einkavæðingu bankanna og þróunar þeirra í kjölfarið. Hún ber því vissulega sinn hluta af ábyrgðinni á hruni bankanna. Mestu ábyrgðina bera þó Geir Haarde ,Davíð og Halldór Ásgrímsson. Halldór afrekaði það að eyðileggja Framsóknarflokkinn með því að hanga svo lengi í stjórn með íhaldinu ,að fylgið hrundi allt af Framsókn. Þetta gerði Halldór allt til þess að fá að vera í stuttan tíma forsætisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Mótmælafundur við Austurvöll í dag
Raddir fólksins standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli á morgun kl. 15. Þetta er nítjandi mótmælafundurinn í röð. Talsmenn samtakanna áttu fund með forsætisráðherra í dag þar sem staða seðlabankans og Davíðs Oddssonar var rædd.
Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu. Fram kemur í tilkynningu að krafan sé skýr: Stjórn Seðlabankans verður að víkja.
Talsmenn Radda fólksins áttu fundi með viðskiptaráðherra og forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl., svo og forsætisráðherra föstudaginn 13. febrúar. Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum, segir í tilkynningunni.
Elísabet Jónsdóttir, sem er ellilífeyrisþegi, mun tala.(mbl.is)
Ég taldi,að ekki yrðii mótmælafundur í dag. En það er enginn bilbugur á Röddum fólksins og samtökin hafa verið að mótmæla við Seðlabankann nær alla vikuna. Viðræður samtakanna við ráðamenn eru einnig athyglisverðar. Þau eru nú bæði búin að eiga fund með forseta og forsætisráðherra. Enginn vafi er á því,að samtökin hafa þegar haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Kærleiksganga á Austurvelli í dag og kringum Tjörnina
að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von á þessum erfiðum tímum, segir í fréttatilkynningu. Fólk safnast saman á Austurvelli þar sem þekktir einstaklingar leggja fram fallega hugsun og hvatningu.
Að lokinni athöfn á Austurvelli hefst Kærleiksgangan. Gengið verður
með kyndla í kringum Tjörnina og leikin þekkt ástarlög. Þá sameinast kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og taka lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar./mbl.is)
Það er skemmtileg tilbreyting að efna til kærleiksgöngu og fagna einhverju jákvæðu eftir mótmælin undanfarið. Vissulega hafa ekki allar kröfur náð að ganga en ei að síður, skemmtileg tilbreyting.
Björgvin Guðmundsson