Sunnudagur, 15. febrúar 2009
StJósefsspítali verður rekinn áfram sem sjúkrahús
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra staðfestir í samtali við mbl.is að ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórssonar, um St. Jósefsspítala verði snúið við. Sjúkrahúsið verður starfrækt áfram sem sjúkrahús. Sú áhersla sem menn ætluðu að leggja á öldrunarþáttinn verður einnig endurskoðuð, segir Ögmundur.
Þetta er skoðað heildrænt með tilliti til heilbrigðisstofnana á suðvesturhorninu. Ég hef átt samræður við fulltrúa Landspítalans og sjúkrahússins í Reykjanesbæ, þar sem ég hef viðrað þá skoðun mína að fulltrúar allra þessara aðila þurfi að stilla saman sína strengi, segir Ögmundur og bætir við að á þeim nótum verði málið leyst.
Við munum ekki einblína á St. Jósefsspítala einan og sér heldur skapa honum hlutverk í þessu samhengi. Og þar verður horft til þeirra verkefna sem sjúkrahúsið er að sinna núna.(mbl.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Mér leist illa á það ,að spítalanum yrði lokað sem hefðbundnum spítala.Það hefðu verið mikil mistök.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Íslenskir fjölmiðlar brugðust
Sturla Böðvarsson fyrrv. þingforseti sagði Á Sprengsandi á Bylgjunni í morgun,að íslenskir fjölmiðlar hefðu brugðist í aðdraganda bankakreppunnar. Þetta sjónarmið hefur komið fram víðar að undanförnu. Fjölmiðlar veittu ekki bönkum og eftirlitsstofnunum nægilegt aðhald.
Þegar BBC átti viðtal við Geir Haarde í þættinum Hard Talk sást hvernig breskir fréttamenn tala við stjórnmálamenn. Það var ekki tekið á Geir með silkihönskum eins og venjan er hér þegar fréttamenn tala við stjórnmálamenn hér.Ég býst við,að breskir fréttamenn tali eins við fulltrúa fjármálafyrirtækja úti. En hér voru fjölmiðlar alveg sofandi í aðdraganda fjármálakreppunnar.Þeir veittu bönkunum ekkert aðhald og þaðan af síður eftirlitsstöfnunum eða stjórnvöldum. Þorvaldur Gylfason og nokkrir aðrir hagfræðingar hömruðu á því,að skuldsetning bankanna erlendis væri orðin alltof mikil en fjölmiðlar gerðu lítið með þessar upplýsingar.Fjölmiðlar sváfu,eftitirlitsstofnanir,sváfu og stjórnvöld sváfu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Jón Baldvin varpaði tímasprengju!
Það var alger tímasprengja,sem Jón Baldvin varpaði á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gær,þegar hann sagði,að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Ingibörgu Sólrúnu,ef Jóhanna vildi ekki taka að sér formennsku.Jón Baldvin hefur að vísu gaman að því að kasta pólitískum sprengjum en mér finnst,að fyrrverandi formaður jafnaðarmanna eigi ekki að gera það. Það eru svo alvarlegir tímar í dag,að það er fremur ástæða til sameiningar jafnaðarmanna en sundrungar.Jafnaðarmenn í Samfylkingunni þurfa að standa saman en ekki sundra liðinu.
Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig vel sem formaður Samfylkingarinnar miðað við aðstæður.Hún hefur ekki staðið sig síður en Jóhanna Sigurðardóttir enda þótt Jóhanna njóti meiri vinsælda meðal almennings.Ingibjörg Sólrún þarf ekki fremur að víkja vegna bankahrunsins en Jóhanna Sigurðardóttir.Röksemdarfærsla Jóns Baldvins í því efni gengur því ekki upp.Það eru fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna og og hruni bankanna. Þeir,sem sátu í stjórn þegar bankarnir hrundu, bera einnig pólitíska ábyrgð en þeir axla hana með því að láta kjósa og leggja sig undir dóm kjósenda.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Skera þarf niður um 3 milljarða á Landsspítala
Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa 3 milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls fær stofnunin rúma 30 milljarða á fjárlögum þessa árs. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Þar kom fram að tillögur og áætlanir um þennan niðurskurð hafi verið kynntar á fundi sem stjórnendur Landspítalans héldu fyrr í vikunni með fulltrúum stéttarfélaga.Í þeim aðgerðum er ráðgert að lækka launakostnað um rúma 2 milljarða. (mbl.is)
Þetta er mikill niðurskurður og erfitt að sjá hvernig hann er framkvæmanlegur.Lækka þarf laun þeirra,sem hæst hafa launin.Má búast við,að einhver kurr verði áður en sú launalækkun er afstaðin.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Lag eftir Óskar Pál Sveinsson vann
Alls kepptu 16 lög í undankeppninni sem fór fram í fjórum laugardagsþáttum í sjónvarpinu. Eftir stóðu átta lög sem kepptu sín á milli í kvöld um að komast í lokakeppina í Moskvu.
Undir regnbogann eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Ingós í Veðurguðunum lenti í öðru sæti.´(visir.is)