Mánudagur, 16. febrúar 2009
Samfylkingin stærsti flokkur landsins
Fylgi Samfylkingarinnar eykst talsvert, samkvæmt nýrri könnun Gallups en fylgi vinstri grænna dalar þó nokkuð. Samfylkingin mælist nú stærst flokka. Könnun Gallups var net- og símakönnun gerð dagana 30. janúar til 15. febrúar; það er um það bil sá tími sem ný ríkisstjórn hefur setið.
Niðurstöður könnunarinnar eru m.a. þær að 62% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina. Þá hafa nokkrar breytingar orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun sem birt var um síðustu mánaðamót. Þannig eykst fylgi Samfylkingarinnar talsvert og mælist nú 27,7%, það er aukning um 6 prósentustig frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig.
Fylgi hans mælist nú 25,8% en það er hæsta fylgi flokksins frá því í haust. Fylgi vinstri grænna mælist hins vegar hið minnsta frá því í haust, 24,1% styðja þá í dag. Framsóknarflokkurinn heldur dampi eftir mikla fylgisaukningu í síðasta mánuði og mælist með 15% fylgi. Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn mælast með 2,5% hvor. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin 19 menn á þing, Sjálfstæðisflokkurinn 18, vinstri græn 16 og Framsóknarflokkurinn 10. Hvorki Íslandshreyfingin né Frjálslyndi flokkurinn næði mönnum á þing. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og vinstri græn, meirihluta þingmanna og þyrftu ekki að reiða sig á stuðning Framsóknarflokksins, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Ríflega 3.000 manns voru í úrtaki Gallups, svarhlutfallið var 62,6%.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Að ná sér niðri á forseta Íslands
Eiður Guðnason fyrrverandi alþingismaður og aðalræðismaður Íslands í Færeyjum birtir grein í Mbl. í dag um forseta Íslands.Þar setur hann ofan í við hann vegna ræðu sem forsetinn flutti á hádegisverðarfundi erlendra sendiherra í Reykavík.Í ræðunni á forseti Íslands að hafa skammað Dani,Svía og Breta vegna þess,að þeir brugðust Íslandi á ögurstundu,þegar Ísland þurfti á aðstoð að halda. Á forsetinn að hafa sagt,að Ísland hafi þurft að leita að nýjum vinum og hafi þá m.a. snúið sér til Rússa. Standi þeim nú allar dyr opnar á Íslandi.Eiður Guðnason gagnrýnir Ólaf Ragnar,forseta, harðlega fyrir ummæli forsetans í kastljósi en þar bar forsetinn af sér sakir og gaf til kynna,að ekki hefði verið rétt eftir honum haft. Eiður kveðst hafa fengið það staðfest,að ummæli forseta á hádegisverðarfundinum hafi verið rétt eftir höfð og hafi forseti því farið á svig við sannleikann í umræddum kastljósþætti.Það er alvarlegt mál, segir Eiður.
Jú víst er það rétt,að það er alvarlegt mál,ef forsetinn fer á svig við sannleikann.Er ekki seinna vænna að taka forsetann á beinið, ef hann meðhöndlar sannleikann gáleysislega.Fosetinn er nú á sínu fjórða kjörtímabili,búinn að vera tæp 13 ár í embætti og verður varla forseti fleiri tímabil. Gömlum andstæðingum Ólafs Ragnars í pólitíkinni leiðist ekki að setja ofan í við forsetann.Þeir telja margir,að þeir hefðu fremur átt að verða forsetar en Ólafur Ragnar.Tveir þeirra, Davíð Oddsson og Jón Baldvin, höfðu fullan hug á því en urðu of seinir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Er unnt að kyrrsetja eignir auðjöfranna?
Talsverðar umræður hafa orðið um þá tillögu,að eignir auðmanna verði kyrrvettar.Talið er,að auðjöfrar hafi komið talsverðum eignum undan í skattakjól erlendis,á Jómfrúreyjum og víðar.Það mundi hjálpa Íslandi mikið ef þessir peningar allir kæmu heim og yrðu til aðstoðar við uppbygginguna hér.Kanslari Þýskalands sagði við þýska auðmenn: Komið þið heim með eignir ykkar,sem faldar eru erlendis.Ef þið gerið það ekki verða þær kyrrsettar.Hið sama gætu íslensk stjórnvöld sagt
Mönnum greinir á um það hvort það standist lög og stjórnarskrá að kyrrsetja eignir.Bent hefur verið á,að nóg sé að kalla grunaða menn fyrir til yfirheyrslu og strax í framhaldi af því geti kyrrsetning eigna farið fram.Það var talað um ákvarðanafælni hjá fyrri ríkisstjórn en svo virðist sem hún sé einnig fyrir hendi hjá núverandi stjórn.Krafa almennings er sú,að auðmennirnir komi heim með peningana,sem geymdir eru erlendis.Ef breyta þarf lögum til þess að það sé unnt á að gera það. En það má ekki bíða.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Mikil átök innan VR um formannssætið
Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, sakar formann VR og trúnaðarmenn um að hafa viðhaft óheiðarleg vinnubrögð.
Kristinn Örn hefur sent frá sér fréttatilkynningu, sem er eftirfarandi:
Í ljósi villandi framsettra fréttatilkynninga frá trúnaðarráði VR vil ég að eftirfarandi komi fram:
Að morgni 12. febrúar skilaði Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, fullnægjandi gögnum ásamt ósk um allsherjarkosningar. Kjörstjórn VR staðfesti svo lögmæti framboðsins skömmu eftir hádegi þann sama dag er framboðsfrestur var útrunninn.
Ég harma þau vinnubrögð formanns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um gölluð" mótframboð gegn listum samþykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt að greina um hvaða framboð er að ræða.
Sem fyrr segir hafa engar athugasemdir verið gerðar við lögmæti míns frjálsa framboðs til formanns VR. Svo virðist sem tilkynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíkum vinnubrögðum.(mbl.is)
Nauðsynlegt er,að lýðræði sé haft í heiðri í verkalýðsfélögunum og mótframboð eigi greiða leið,ef þau koma fram.Ekki má leggja stein í götu þeirra.Sitjand formaður í VR,Gunnar Pálsson, hefur sætt gagnrýni þar eð hann var í stjórn Kaupþings og fékk þar lán til hlutabréfakaupa í bankanum ásamt fleirum. Fram kom,að ætlunin var að fella niður lánin til hlutabréfakaupanna.Það var algerlega siðlaust.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Aflaverðmæti fiskiskipa jókst mikið sl. ár
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 91 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 samanborið við 75,1 milljarð á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15,8 milljarða eða 21,1% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 11,1 milljarði kr. miðað við 6,1 milljarð kr. í nóvember 2007.
Greint er frá þessu á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að aflaverðmæti botnfisks frá janúar til nóvember 2008 nam 64,1 milljarð kr. og jókst um 13,5% miðað við sama tímabili árið 2007.
Verðmæti þorskafla var um 29 milljarðar kr. og jókst um 7,3% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 14,2 milljörðum og jókst um 5,8% en verðmæti karfaaflans nam 8,3 milljörðum, sem er tæp 48% aukning frá sama tímabili árið 2007.
Verðmæti ufsaaflans jókst einnig umtalsvert, það nam tæpum 5,7 milljörðum kr. sem er 43,1% aukning miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2007.
Verðmæti flatfiskafla frá janúar til nóvember nam 5,7 milljörðum og jókst um 42,7% frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla nam tæpum 20 milljörðum, sem er 46,1% aukning miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2007.
Verðmæti síldaraflans frá janúar til nóvember nam tæpum 11 milljörðum sem er 122,9% aukning frá sama tímabili árið 2007. Verðmæti makríls jókst einnig mikið á milli ára, nam 4,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarð fyrstu ellefu mánuði ársins 2007.
Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 33,7 milljörðum króna sem er aukning um 9,9% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 1,1% milli ára og nam 12,2 milljörðum fyrstu ellefu mánuði ársins.
Aflaverðmæti sjófrystingar nam 30,7 milljörðum og jókst um 36,8% og verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 11,2 milljörðum, sem er 39,1% aukning frá sama tímabili árið 2007.(visir.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir í miðri kreppunni. Ljóst er,að úvegurinn getur reynst okkur vel við að ná okkur upp á ný.Hafa verður í huga,að kvótinn var skorinn niður sl. ár en samt jókst aflaverðmætið.
Björgvin Guðmundsson