Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
InDefence býður stjórnvöldum aðstoð
InDefence hópurinn býður fram aðstoð sína í samningaviðræðum við Breta vegna Icesave deilunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.
Þar segir að hópurinn fagni umræðum á Alþingi í gær um þá ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum þann 8. október 2008. Þessi afdrifaríka aðför að íslensku samfélagi hafi komið Íslendingum gersamlega í opna skjöldu og breytti erfiðri stöðu í efnahagslegt hrun.
Það eru réttar áherslur íslenskra stjórnvalda að semja á nýjum forsendum um skuldbindingar Íslendinga vegna Icesave, enda ljóst að með beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum stjórnvöldum sem og Landsbanka Íslands, þá rýrðu bresk stjórnvöld eignir íslenskra aðila erlendis sem og sköðuðu viðskiptahagsmuni óskyldra íslenskra fyrirtækja. Ljóst er að orðstír allra Íslendinga var dreginn í efa með því að setja okkur á lista með ógnarstjórnum eins og Norður-Kóreu, Al Kaida og Talibönum svo einhverjir séu nefndir.
Síðan um miðjan október 2008 hefur InDefence hópurinn unnið að því að vekja athygli erlendra stjórnvalda, innstæðueigenda og fjölmiðla á notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. InDefence hópurinn hefur líklega tekið á móti um fimmta tug fjölmiðla alls staðar að úr heiminum. Hópurinn hefur saknað upplýstrar umræðu um beitingu hryðjuverkalaganna á Alþingi og hefur undrast aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að því að verja hagsmuni þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli. Þess má geta að svo virðist sem að íslensk stjórnvöld hafi ekki enn komið mótmælum á framfæri til breskra stjórnvalda, né sent afrit af slíkum mótmælum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og NATO. Það vekur ennfremur furðu okkar að engar beinar viðræður hafi farið fram á milli forsætisráðherra Íslands og Bretlands síðan að hryðjuverkalögunum var beitt þann 8. október síðastliðinn.
InDefence hópurinn vonast til þess að núverandi ríkisstjórn Íslands muni beita sér af meira afli við að verja hagsmuni þjóðarinnar gagnvart ólögmætum aðgerðum og ósanngjörnum kröfum breskra stjórnvalda. Hópurinn býðst jafnframt til þess að veita íslenskum stjórnvöldum aðstoð og ráðgjöf í þessu máli, ef það getur orðið að gagni, segir í tilkynningunni.(mbl.is)
Það er góð hugmynd,að InDefence hópurinn aðstoði stjórnvöld í viðræðum við bresk stjórnvöld um Icesave.
Björgvin Guðmundsson

Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2009 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
61% vill innkalla veiðiheimildir
- Í könnun Markaðs- og miðlarannsókna, MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til fiskveiðiheimilda sögðust 61% svarenda vera hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum.
Aftur á móti voru 20,7% andvígir slíkum hugmyndum og 18,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg hugmyndinni. Nokkur munur mældist á afstöðu ólíkra hópa til þess um að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum.
Til dæmis sögðust tæp 74% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 59,2% í aldurshópnum 30-49 ára og 53,9% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni meira en tvöfalt fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir.
66,6% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 51,9% þeirra sem búa úti á landi. Þá sögðust 16,3% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvíg hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda samanborið við 27,7% íbúa landsbyggðarinnar.
Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn sögðust 74,3% hlynnt því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum.
Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 37,3% þeirra voru því andvíg.
Verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka (þ.e. hvaða flokka þeir myndu kjósa væri gengið til kosninga nú). Þannig sögðust 35,7% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 47,6% þeirra sögðust andvígir.
54,8% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 30,3% þeirra sögðust andvígir.
69% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 7,8% þess sagðist andvígt.
Þá voru 76,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 11,5% voru því andvígir.
Könnunin var gerð dagana 11. - 12. febrúar. Um var að ræða síma- og netkönnun meðal 971 einstaklings á aldrinum 18 til 67 ára.
Spurt var, ertu hlynntur eða andvígur því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir (kvóta) og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 82,9% tóku afstöðu til spurningarinnar.(mbl.is)
Þetta er mjög athygliverð niðurstaða. Bæði Samfylking og VG eru hlynnt því með einum eða öðrum hætti að veiðiheimidir verði innkallaðar.Það ætti því aðgeta gerst fljótlega.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Til baka

Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Ákvörðun um hvalveiðar ekki afturkölluð
Ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um hvalveiðar stendur óbreytt fyrir yfirstandandi ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, síðdegis.
Eitt síðasta embættisverk Einars K. Guðfinnssonar í sjávarútvegsráðuneytinu var að leyfa, með reglugerð, veiðar á hundrað til 100-150 hrefnum og álíka mörgum langreyðum í atvinnuskyni. Í umsögn lögmanns kom fram að þó málsmeðferðin væri gagnrýniverð væri ákvörðunin bindandi.
Ástráður Haraldssonar, lögmaður, var fenginn til að gefa umsögn um ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Hann gagnrýndi málsmeðferðina í setningu reglugerðarinnar en sagði hana hins vegar bindandi.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að grundvöllur hvalveiða verði endurmetinn og þeirri vinnu verði lokið fyrir undirbúning vertíðar ársins 2010. Þá verði skipuð þriggja manna nefnd til að endurskoða hvalveiðilögin frá árinu 1949 í vetur. Frumvarp þess efnis verði lagt fram til kynningar á þessu þingi.
Greint var frá því á blaðamannafundinum að afmörkuð verði hvalagriðlönd til hvalaskoðunar út frá þeim stöðum sem hvalaskoðun fer nú fram. Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun geri tillögu um þau innan tíðar.(ruv.is)
Ég tel þetta rétta ákvörðun hjá Steingrími.Það á að nýta allar okkar auðlindir.Ekki veitir af nú.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Ummæli forseta í þýsku blaði voru rangtúlkuð
Þingmenn Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd fóru fram á það á fundi nefndarinnar í dag, að Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, óski eftir upplýsingum frá forsetaembættinu og utanríkisráðuneytinu í tilefni af grein Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi sendiherra í Morgunblaðinu á mánudag.
Ragnheiður Árnadóttir, sem situr í nefndinni, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu talið eðlilegt að óska eftir skýringum utanríkisráðuneytisins og skrifstofu forseta í ljósi skrifa Eiðs, sem sagði að Ólafur Ragnar hefði farið á svig við sannleikann þegar hann bar til baka frásögn norska sendiherrans af fundi forsetans með erlendum sendiherrum í Reykjavík. Sagðist Eiður hafa lesið frásögn annars sendiherra af fundinum, sem staðfesti norsku frásögnina.
Á fundi nefndarinnar í morgun var fjallað um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem birtust í þýskri útgáfu viðskiptablaðsins Financial Times. Þar var haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir vegna Edge innlánsreikninga Kaupþings í Þýskalandi.
Árni Þór Sigurðsson sagði í samtali við mbl.is að utanríkismálanefnd muni ekki aðhafast frekar í máli forsetans og telur ekki tilefni til þess.
Ragnheiður sagðist telja mjög óheppilegt hvernig ummæli forsetans hefðu verið túlkuð, hvert svo sem samtal hans og blaðamanns þýska blaðsins hefði verið.
Árni Þór sagði að á fundinum hafi verið lagt fram minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem farið var yfir viðbrögð ráðuneytisins vegna viðtalsins og hvað gert hefði verið til að leiðrétta þau. Einnig var lagt fram bréf frá forsetaskrifstofunni þar sem lýst var aðkomu hennar að málinu og að hún teldi að orð forsetans hefðu verið rangtúlkuð. Send var yfirlýsing frá forsetaembættinu sem birt var í þýskum fjölmiðlum.
Það kom ekkert annað fram en að það sé rétt að orð hans hafi verið rangtúlkuð, sagði Árni Þór. Hann sagði að utanríkisráðuneytið hafi upplýst að eftir að það brást við hafi engin eftirmál orðið í Þýskalandi eða frekari umfjöllun um málið. (mbl.is)
Samkvæmt þessu virðast orð forseta hafa verið rangtúlkuð í Þýzkalandi.Ekki liggur eins ljóst fyrir hvað rétt er varðandi ummæli forseta á fundi sendiherra í Reyjavík sl. haust.Spurningin er sú hvort orð hans þar hafi einnig verið rangtúlkuð.
Björgvin Guðmundsson
Árni Þór Sigurðs

Árni Þór Sigurðsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Menntunarkröfur seðlabankastjóra rýmkaðar
Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir að ekki standi til af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að gera breytingar á tveimur meginatriðum frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka, þ.e. að seðlabankastjóri verði einn í stað þriggja nú og sett verði á stofn peningastefnunefnd.
Hins vegar hafi komið fram athugasemdir um kröfur, sem gerðar eru í frumvarpinu um menntun seðlabankastjóra og reikna megi með, að nefndin leggi til að þær kröfur verði rýmkaðar. Í upphaflega frumvarpinu er gerð krafa um að seðlabankastjóri hafi lokið meistaraprófi í hagfræði.
Álfheiður segir að nefndinni hafi borist mikið af ábendingum og athugasemdum við frumvarpið. Fundur var í nefndinni í morgun og sagði Álfheiður, að farið verði yfir allar athugasemdir, sem borist hafa.
Sagist hún gera sér vonir um að frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni fyrir helgina. (mbl.is)
Framsókn gerði athugasemd við menntunarkröfur í frv. og vildi hafa þær rýmri. Má búast við að fallist verði á það.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Kraftur í stjórn Jóhönnu
Mikill kraftur virðist vera í minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.Frumvörpin koma eitt af öðru frá stjórninni og í gær var sagt,að öll mál stjórnarinnar ættu að vera komin fyriir þingið innan hálfs mánaðar.Fram er komið frv. um afnám sérréttinda í eftirlaunum,frv. um stjórnlagaþing,frv. um breytingar á kosningalögum ( að vísu enn til meðferðar hjá flokkunum) en það gerir kleift að raða á lista í kjörklefanum,frv. um frestun gjaldþrota og nauðungaruppboða,frv. um greiðsluaðlögun o.fl.ofl.
Leiðtogar stjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon halda vikulega fundi með blaðamönnum til þess að greina þeim frá gangi mála.Er það mjög til fyrirmyndar en gagnrýnt var að almenningi væri ekki haldið nægilega upplýstum um hin ýmsu mál.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Flokksþing Samfylkingar 26.-29.mars
Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 26. 29. mars í Smáranum og Smáraskóla í Kópavogi. Á landsfundinum verður mótuð og samþykkt kosningastefna Samfylkingarinnar fyrir þing- kosningarnar 25. Apríl, fram fara kosningar til forystu flokksins, framkvæmdastjórnar, flokksstjórnar og verkalýðsmálaráðs auk lagabreytinga og hefðbundinna landsfundarstarfa. Einstök aðildarfélög Samfylkingarinnar munu á næstu vikum velja þá fulltrúa sína sem munu hafa atkvæðisrétt á landsfundinum. Allir félagsmenn í Samfylkingunni og þeir sem áhuga hafa á því að leggja flokknum lið í aðdragandi kosninganna eru velkomnir á landsfund.
Búast má við fjölsóttu og fjörugu þingi.Tekist verður á um stefnu Samfylkingarinnar í aðdraganda kosningar.Og einnig verður kosinn nýr varaformaður flokksins en Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lýst því yfir,að hann gefi ekki kost á sér áfram sem varaformaður.Ármi Páll Árnason gefur kost á sér til varaformanns.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Hjúkrunarfræðingar hafa áhyggjur af niðurskurði
Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir miklum áhyggjum á fyrirhuguðum samdráttaraðgerðum á Landspítala. Einkum segist hjúkrunarráð hafa áhyggjur af áhrifum þess að fækka hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum í hjúkrun.
Víða er mikil sérþekking í hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa en hún stuðlar að betri þjónustu, auknum gæðum og síðast en ekki síst aukins öryggis sjúklinga. Hjúkrunarráð telur að við fækkun eða tilfærslu starfsfólks innan hjúkrunar muni þessi sérþekking tapast og þannig ógna öryggi sjúklinga og skerða þjónustu," segir í ályktun frá hjúkrunarráði Landspítala.(mbl.is)
Niðurskurðurinn er svo mikill,að menn hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Gæta verður þess,að því sé ekki teflt í tvísýnu.
Björgvin Guðmundsson