Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
4000 listaverk úr bönkunum fara til ríkisins
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægt að listaverk í eigu bankanna færist í hendur ríkisins. Gömlu viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Lansdbankinn og Glitnir, áttu samtals um 4000 listaverk þegar þeir féllu. Talsverður hluti þeirra fylgdi Kaupþingi og Landsbankanum þegar þeir voru einkavæddir. Nú hefur ríkið hins vegar tekið bankana yfir.
Kristinn H Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði menntamálaráðherra, á Alþingi í dag hvort þessi verk yrðu færð úr eigu bankanna og til ríkisins áður en bankarnir verða seldir aftur, þegar fram líða stundir.(ruv.is)
Það eru mikil gleðitíðindi,að öll þessi 4ooo listaverk komist á ný í eigu ríkisins.Þarna eru mörg mjög eftirsóknarverð listaverk.Það má ekki gerast á ný að þau fari á vergang.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2009 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Nýr formaður Félags eldri borgara
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sem haldinn var á Hótel Loftleiðum sl. helgi, var Unnar Stefánsson kosinn ný formaður félagsins. Hann tekur við af Margréti Margeirsdóttur sem hefur sinnt embættinu frá árinu 2005. Unnar Stefánsson er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og viðskiptafræðingur frá HÍ. Hann sat öðru hvoru á Alþingi á árunum milli 1960-1970 sem landskjörinn varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn.
Aðalstarf Unnars hefur verið á sviði sveitastjórnarmála. Hann hefur verið deildarstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1960 og komið þar að margvíslegum málum bæði innanlands og utan, m.a. setið nokkra fundi Sveitar-og héraðsstjórnarþings Evrópuráðsins. Einnig hefur hann verið fulltrúi á Allsherjarþingi SÞ. Hann hefur verið mikilvirkur í norrænu samstarfi og verið bæði ritari og formaður í Vinabæjarnefnd Norræna félagins á Íslandi. Unnar hefur setið í stjórn FEB frá árinu 2007 og frá 2008 sem varaformaður framkvæmdastjórnar. Auk Margrétar hætti gjaldkeri framkvæmdastjórnar, Hinrik Bjarnason en hann hafði setið í stjórn FEB í sex ár eða frá 2003, samkvæmt tilkynningu.(mbl.is)
Ásamt Unnari eru þessir í stjórn FEB:Anna Þrúður Þorkelsdóttir,Auður Jónasdóttir,Björgvin Guðmundsson,Björn Ástmundsson,Bryndís Jónsdóttir,Guðmundur Garðarsson,Haukur Ingibergsson,Margrét K.Sigurðardóttir,Ólafur Hannibalsson,Pétur Maack,Valgarð Runólfsson og Þóra Krisrinsdóttir.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Tónlistarhúsið í gang aftur
Tilkynnt verður um áframhaldandi framkvæmdir viðTónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Samkvæmt heimildum á að kynna yfirlýsingu um að ríkið og borginu muni taka höndum saman um framkvæmdirnar komist aftur af stað.
Um 13-14 milljarða kostar að klára húsið samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki stendur til að ríkið og borgin eigi tónlistarhúsið til langframa.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
3500 fyrirtæki stefna í gjaldþrot
Tæplega 150 fyrirtæki fóru í þrot á fimm vikna tímabili í upphafi árs eða 30 fyrirtæki í hverri viku að meðaltali.
Creditinfo kynnti í morgun niðurstöður greiningar um spá og þróun vanskila íslenskra fyrirtækja. Fyrirtækið hefur spáð fyrir um ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja frá því árið 2002 og eru frávik á rannsóknum Creditinfo mjög lítil, þegar spár eru bornar saman við rauntölur.
Með ógjaldfærni er átt við árangurslaust fjárnám sem oftar en ekki er undanfari gjaldþrots.
Á góðæristímabilinu, frá 2004 til 2007 hélst fjöldi fyrirtækja sem fór í þrot nokkuð stöðugur. Veturinn 2007 til 2008 fór hins vegar að bera á aukningu vanskila og var sú aukning orðin sýnileg í öllum atvinnugreinum á landinu í janúar 2008.
Árin 2004 til 2007 lentu að meðaltali 1.000 fyrirtæki á ári í alvarlegum vanskilum en árið 2008 rauk sú tala upp í rúmlega 1.500.
Þá fóru að meðaltali 1.150 fyrirtæki í þrot á hverju ári, 2004 til 2007 en árið 2008 voru þau rúmlega 1.500.
Fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi voru kröfuhafar í um 9,5% fleiri málum árið 2007 en 2008, þar sem fyrirtæki fóru í þrot eða lentu í alvarlegum vanskilum. Kröfur opinberra aðila drógust saman um 9,1% á sama tíma. Fjöldi krafna jókst hins vegar á þessu tímabili um 64%.
Miðað við óbreyttar aðstæður spáir Creditinfo því að 4.369 fyrirtæki, sem ekki eru skráð í vanskilum í dag, verði skráð á vanskilaskrá innan 12 mánaða. Af þessum fyrirtækjum spáir Creditinfo því að 3.492 fyrirtæki fari í þrot.
Af þeim tæplega 3.500 fyrirtækjum sem fara í þrot á næstu 12 mánuðum eru 70% eða rúmlega 2.400, á höfuðborgarsvæðinu en hlutfallslega flest fyrirtæki á Reykjanesi stefna í þrot, samkvæmt spá Creditinfo.
Flest fyrirtæki sem eru í hættu á þroti eru í byggingariðnaði eða 647 fyrirtæki. Næst á eftir fylgja fyrirtæki í verslun og þjónustu eða 588. Þá eru 483 fyrirtæki í fasteignaviðskiptum í hættu á þroti næstu 12 mánuði.
Gangi spá Creditinfo eftir aukast þrot fyrirtækja um tæp 200% frá því árið 2007. Töluvert meiri aukningu er spáð fyrir um fjölda fyrirtækja sem lenda í alvarlegum vanskilum.(mbl.is)
Þetta er dökkt útlit. Nauðaynlegt er að gera ráðstafanir til þess að fækka þessum gjaldþrotum.Ein leiðin er sú,að nýtt eignaumsýslufélag á vegum bankanna taki ákveðinn fjölda fyrirtækja yfir,önnur er nú að bankarnir taki fyrirtæki yfir og breyti skuldum í hlutafé.
Björgvin Guðmundsson

Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Skuldir heimilanna 2000 milljarðar
Skuldsetning íslenskra heimila hefur á síðustu árum vaxið hratt og eru
samanlagðar skuldir heimilanna nú um 2.000 milljarðar króna. Þar af eru um 1.400 milljarðar verðtryggð lán og 370 milljarðar gengistryggð lán. Áætla má að heimili í landinu séu um 110.000 talsins og eru meðalskuldir hvers heimilis samkvæmt því ríflega 18 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri samantekt hagdeildar ASÍ um skuldir heimilanna.
Skuldir hækka, greiðslubyrði eykst og ráðstöfunartekjur lækka. Þetta er veruleikinn í heimilisbókhaldi flestra fjölskyldna í dag. Staðan veldur mörgum heimilum verulegum vanda en hjá flestum er vandinn þó tímabundinn og úrræði í boði sem gera fólki kleift að vinna sig út úr honum með tímanum. Sá hópur sem við þurfum sértæk úrræði fyrir til þess að forða frá gjaldþroti, eru þau heimili sem í fyrirsjáanlegri framtíð munu ekki geta staðið undir skuldbindingum sínum og hafa verulega neikvæða eignarstöðu sem ólíklegt er að þeim takist að snúa við.
Í heildina eru það hóparnir á þrítugs- og fertugsaldri sem eru viðkæmastir. Þetta eru skuldsettustu hóparnir, með hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina og flest börn á framfæri. Líkur eru til þess að í þessum hópi séu einnig flestir þeir sem komið hafa inn á húsnæðismarkaðinn með lítið eigið fé á síðustu tveimur árum og sitja nú í yfirveðsettum eignum.
Á síðustu árum hafa gengistryggð lán heimilanna aukist mikið og á sama tíma hefur hlutur verðtryggðra lána minnkað sem gert hefur heimilin viðkvæmari fyrir sveiflum í gengi krónunnar en áður.
Staða margra heimila er viðkvæm. Skuldir hafa á síðustu mánuðum hækkað hratt vegna mikillar verðbólgu og veikingar krónunnar sem hvort tveggja hefur valdið hækkun á höfuðstól skulda og hækkað greiðslubyrði heimilanna. Á sama tíma hefur fjöldi fólks misst atvinnu sína að hluta eða öllu leyti og margir orðið fyrir miklum tekjusamdrætti og í ofanálag hafa allar brýnustu nauðsynjar hækkað mikið í verði. Þessi alvarlega staða sem nú blasir við heimilunum kallar á nánari greiningu á umfangi vandans, í hverju hann felst og hvaða hópar samfélagsins eru verst settir og líklegastir til að lenda í erfiðleikum á næstu misserum. Út frá slíkri greiningu er unnt átta sig á því til hvaða aðgerða er brýnt að grípa og hvar þeirra er mest þörf.
Til að greina stöðu mismunandi hópa er hér að mestu notast við tölur um tekjur, eignir og skuldir frá Ríkisskattstjóra sem unnar eru úr skattframtölum. Byggt er á gögnum frá samsköttuðum einstaklingum, hjónum og sambúðarfólki, sem gefa ágæta heildarmynd af stöðunni. Nýjustu upplýsingar sem fyrir liggja eru úr framtalsgögnum frá árinu 2008 sem segja til um stöðu heimilanna í lok árs 2007. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið bæði í tekjum, eignum og skuldum hjá mörgum heimilum á því ári sem liðið er síðan þessar tölur voru gefnar upp. Þær geta samt sem áður gefið ágæta vísbendinu um hvaða hópar eru viðkvæmastir fyrir og í mestri hættu á að lenda í vanda við breyttar aðstæður, að því er segir í skýrslunni.(mbl.is)
Þessar gífurlegu miklu skuldir sýna hvað staða heimilanna er erfið. Vonandi munu ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hjálpa heimiliunum eitthvað. Á því er mikil þörf.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Undirbúningi að persónukjöri haldið áfram
Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn leggjast gegn málinu. Leikurinn er hafinn og ekki er hægt að breyta reglunum eftir á. Það er búið að auglýsa prófkjör og tilkynna hvaða aðferðir eigi að hafa við að stilla upp á listana. (mbl.is)
Frumvarpið gerir ráð fyrir,að unnt sé við framboð að velja á milli hvort listi sé raðaður eða óraðaður.Þess vegna ætti það ekki að koma að sök þó auglýst hafi verið einhver prófkjör. Almenningur hefur kallað eftir því að lýðræði væri aukið við framboð og áhrif kjósenda á röðun á lista aukin.Sjálfsagt er að verða við þessari kröfu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Gengur í þingflokk Sjálfstæðisflokksins.Svik við kjósendur frjálslyndra
Jón Magnússon,sem kosinn var á þing fyrir frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum gekk í gær í þingflokk Sjálfstæðisflokksins.Með þessu svíkur hann kjósendur frjálslynda flokksins,sem kusu hann á þing.Að sjálfsögðu ætti það að vera bannað,að maður sem kosinn er á þing fyrir ákveðinn flokk geti gengið til liðs við annan flokk áður en kjörtímabilið er búið. Þetta hefur að vísu verið gert áður en það er jafnóeðlilegt fyrir það.Svo virðist sem stjórnmálamenn telji allt leyfilegt. Þeir hugsa ekkert um kjósendur og þau mál,sem þeir standa fyrir heldur það eitt að auka og treysta eigin völd. Það er vissulega tímabært að breyta stjórnarskránni og auka lýðræðið.
Björgvin Guðmundsson