3 vilja kaupa Morgunblaðið.2 innlendir og 1 erlendur aðili

Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.

„Þetta er nú ekkert leynifélag og það verður ekkert leyndarmál hverjir standa að þessu tilboði með mér. Ég hef hinsvegar ákveðið að segja ekki frá því nema tilboðinu verði tekið. Eignarhald á tilboði á ekki að skipta neinu máli en eignarhald á fjölmiðli kann að skipta máli," segir Óskar aðspurður hverjir standi að tilboðinu.

Hann segir að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er með Árvakur í söluferli eigi að taka afstöðu til tilboðanna fyrir klukkan 17:00 á mánudag.(visir.is)

Fjárhagur  Árvakurs er mjög slæmur.Skuldir munu í kringum 5 milljarðar.Kaupandi verður að geta yfirtekið skuldirnar ( eða greitt þær) og   greitt  talsverða fjárupphæð  til viðbótar.

Björgvin Guðmundsson


Konur með 17% lægri laun en karlar

Konur voru með 17% lægri laun en karlar í fyrirtækjum, sem tóku þátt í launakönnun ParX í september. Eftir að margvíslegar forsendur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fyndust á því en kynferði.

Byggt var á upplýsingum um laun rúmlega 6000 starfsmanna í 37 fyrirtækjum. Könnunin var gerð í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Í svipaðri könnun 2006 var óútskýrður launamunur 12%.(mbl.is)

Það mjakast örlítið í átt að launajafnrétti. En ósköp gengur þetta hægt. Laun kvenna í fyrirtækjum eru 17% lægri en laun karla en óútskýrður launamunur er 7%,var 12% árið 2006.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Gerum ekki sömu mistökin aftur.Bankana ekki í hendur einkaaðila

Fréttablaðið segir á forsíðu í dag,að það eigi að kynna viðskiptaráðherra í dag tilboð um sölu á Nýja Kaupþingi í hendur einkaaðila.Sagt er,að um sé að ræða kröfuhafa á hendur gamla Kaupþingi sem rætt sé um sem hugsanlega kaupendur bankans.Ef þetta verður gert er verið að endurtaka sömu mistökin aftur: Það er þá verið að einkavæða Kaupþing,selja bankann erlendum einkaaðilum.Menn halda ef til vill,að engin hætta sé á ferðum ef kaupendurnir eru erlendir. En það er mikill misskilningur. Erlendir bankar hafa unnvörpum farið í þrot ekki síður en þeir íslensku. Og ef útlendingar  kaupa Nýja Kaupþing  geta  þeir hagað sér nákvæmlega eins og íslensku eigendurnir gerðu,braskað,keypt og selt,tekið lán og teflt á tæpt vað. Nei,það er öruggast að hafa bankann ( bankana) í höndum ríkisins.

Ég veit,að menn hafa áhyggjur af erlendum kröfuhöfum.Og vissulega verður að líta til þeirra einnig., En ég veit ekki betur en meiningin með neyðarlögunum hafi verið sú að skipta bönkunum,stofna nýja banka um íslenska starfsemi bankanna en láta erlendar kröfur vera í gömlu  bönkunum og sjá hvað mundi innheimtast upp í kröfur. Þess vegna væri eðlilegast að  erlendir aðilar yfirtækju gömlu bankana en keyptu ekki nýjan banka.

 

Björgvin Guðmundsson


Segir 72 milljarða falla á Ísland vegna Icesave

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Það er umtalsvert minni upphæð en reiknað hafði verið með.

Fram kom í máli Lárusar að eignir Landsbankans séu metnar á 1195 milljarða króna sem er 20% meira en áætlað var í lok síðasta árs. Heildarskuldir bankans nema um 3348 milljörðum króna.

Ekki er búið að semja um greiðslu vegna Icesavreikninganna í Bretlandi og Hollandi en reiknað er mað að um 1000 milljarðar tapist hjá erlendum kröfuhöfum vegna hruns íslenska bankakerfisins.

Hann telur að það taki 3-7 ár að vinda ofan af gömlu bönkunum og sagði það hefði tekið Svía 7 ár að gera slíkt hið sama í bankakreppunni við upphaf tíunda áratug síðustu aldar.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að meiri eignir komi út úr Landsbankanum en reiknað var með.Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar,að íslenska ríkið eigi ekkert að greiða vegna Ice save reikninganna. Það stendur ekkert í tilskipun ESB um að ríki eigi að greiða fyrir einkaaðila.

Björgvin Guðmundsson




Óvissa um álver í Helguvík

Mikil óvissa ríkir nú um það hvort byggt verði álver í Helguvík. Norðurál tapaði miklu sl. ár og af þeim sökum og vegna erfiðleika í efnahagsmálum yfirleitt er óvíst að af framkvæmdum verði.Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra segir,að fyrirtækið geti ekki lengi haldið orkusölusamningi og landi í Helguvík ef félagið ráði ekki við byggingu álverksmiðju.

Það yrði skaði,ef hætta yrði við byggingu álvers í Helguvík.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvers vegna hætta Gunnar Svavarsson og Ágúst Ólafur?

Gunnar Svavarssson  alþingismaður og efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum hefur  ákveðiðað hætta á þingi.Gunnar hefur staðið sig mjög vel   sem formaður  fjárlaganefndar.Það er því mikil eftirsjá af honum af þingi. Mbl. segir í dag,að Gunnar  hætti þar eð hann sé ekki í   klíku Ingibjargar Sólrúnar og því hafi verið gengið framhjá  honum við val á ráðherrum  2007. Þórunn Sveinbjarnasdóttir var tekin fram yfir Gunnar enda þótt Gunnar hefði sigrað hana í prófkjöri.Ekki veit ég hvort kenning Mbl. er rétt en mér þótti undarlegt að Gunnar skyldi ekki gerður að ráðherra eftir kosningar. Eins fannst mér undarlegt að gengið skyldi framhjá Ágúst Ólafi Ágústssyni,varaformanni flokksins. Þetta  leiðir hugann að því að ef til vill er vald formanns of mikið við val á   ráðherrum. Ef til vill ætti einhver nefnd flokksins að velja ráðherrana. Það gengur ekki lengur,að formenn flokkanna hafi alræðisvald.

 

Björgvin Guðmundsson


Bónus með lægsta vöruverðið

Mikill verðmunur er á milli verslana samkvæmt könnun ASÍ í vikunni og getur munurinn hlaupið á hundruðum prósenta. Ódýrast er að versla í Bónus. Fjarðakaup er ódýrasta þjónustuverslunin en Samkaup strax ódýrasta klukkubúðin.

Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að stærri pakkningar séu ekki endilega ódýrari. Þá sé ekki sé endilega hagkvæmara að kaupa vöru með 40% afsláttamiða. Hún gæti verið ódýrari í öðrum pakkningum með engum eða minni afslætti.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, eða á 28 af þeim 40 vörum sem voru skoðaðar. 10-11 var hinsvegar oftast með hæsta verið eða í 16 tilvikum. Ef litið er á þjónustuverslanir er Fjarðarkaup oftast með lægsta verðið, eða á 26 vörum af 40. Ef litið er á klukkuverslanirnar þá er Samkaup-Strax ódýrast í 25 tilvikum af 40.

Athygli vekur hve margar vörur eru aðeins einni krónu dýrari í Krónunni og Kaskó en í Bónus. Það gerist í 11 tilfellum hjá Krónunni, og 6 hjá Kaskó.

Mesti verðmunur í könnuninni var tæplega 350 prósent. Þar var á pasta sem reyndist ódýrast í Kaskó á 129 krónur en dýrast í 10-11og kostaði þar 578 krónur. Þar er reyndar miðað við kílóverð á mismunandi pastategundum.

ASÍ hvetur almenning til að fylgjast vel með verðlagi á þessum umbrotatímum. Minnstur verðmunur sé á forverðmerktum vörum eins og ostum og áleggi. Mikill verðmunur sé hinsvegar á brauðmeti og kexi, kjötvörum, dósamat og þurrvöru, ávöxtum og grænmeti.(ruv.is)

Ljóst er,að almenningur getur áfram treyst því,að vöruverð sé lægst í Bónus.Það er mikilvægt nú í kreppunni þegar fólk þarf að velta hverri krónu fyrir sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 20. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband