Laugardagur, 21. febrúar 2009
Einar Már slettir úr klaufunum í allar áttir
Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar mikla grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni:Kjölfestubandalagið.Þar slettir hann úr klaufunum í allar áttir.Hann hefur áður skrifað margar greinar um bankahrunið og gagnrýnt það harðlega og þá sem áttu sök á því. En nú bætir hann um betur og ræðst á Samfylkinguna.Hann sakar hana um að hafa tekið útrásarvíkingana upp á sína arma,eða a.m.k þá þeirra,sem ekki hlutu náð fyrir augliti íhaldsins og var úthýst úr Valhöll eins og Einar Már kallar það.Það var Davíð Oddsson,sem fyrst kom með þá kenningu að Jón Ásgeir og fleiri auðmenn væru á snærum Samfylkingarinnar.Það er óþarfi fyrir Einar Má að eta það upp eftir Davíð. Það er ekki fótur fyrir þessu. Þessir menn hafa aldrei komið inn fyrir dyr Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Raddir fólksins vilja frysta eignir auðmanna og innkalla kvótann
Hörður Torfason kynnti nýjar kröfur Radda fólksins á útifund á Austurvelli í dag. Eignir auðmanna verði frystar, verðtrygging aflögð og kvótinn færður til þjóðarinnar. Um 200 manns komu á fundinn.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra gagnrýndi laun skilanefndarmanna. Sagði greinilegt að einhverjir vildu verða næsta ofurlaunastétt. Marinó Njálsson, frá Hagsmunasamtökum heimilanna, varaði við því ef fólk þyrfti að setja allar tekjur í að borga af lánum. Neysla væri nauðsynleg til að vernda störf.
Hann krafðist þess að 4% þak yrði sett á verðtryggingu frá 1. janúar 2008.
Hörður Torfason beindi athyglinni að vinnubrögðum á Alþingi og gagnrýndi tafs og óþarfa tuð. Þá minnti hann á kröfuna um að öll seðlabankastjórnin víki (ruv.is)
Mér líst vel á þessar nýju kröfur.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Ekki má fresta persónukjöri
Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú að koma í veg fyrir,að persónukjör komi til framkvæmda við alþingiskosningar í apríl.Það kemur ekki í á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á persónukjöri. En ekki má presta persónukjöri. Það er krafa almennings,að það komi til framkvæmda strax. Með því er lýðræði aukið.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Húsfyllir á málþingi til heiðurs Jóni Baldvin 70 ára
Fullt er út úr dyrum á málþingi sem stendur nú yfir í Iðnó til heiðurs Jóni Baldvini Hannibalssyni sjötugum. Það eru gamlir nemendur Jóns Baldvins sem standa að málþinginu til heiðurs meistara sínum," eins og segir í tilkynningu.
Málþingið ber yfirskriftina Norræna velferðarríkið og óvinir þess: endurreisn í anda jafnaðarstefnu en frummælendur eru prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Í panelumræðum taka þátt Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Árni Páll Árnason alþingismaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaþingmaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þóra Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur stýrir umræðunum.(mbl.is)
Ég óska Jóni Baldvin til hamingju með 70 ára afmælið.Hann hefur markað djúp spor í stjórnmálasögu landsins,einkum með því að koma Íslandi í EES.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 21. febrúar 2009
20.útifundurinn á Austurvelli í dag
Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Þetta er 20. vika útifundanna og sem fyrr undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.
Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að ræða og bregða ljósi á það stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir á landinu.
Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak, tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð, segir í tilkynningu frá Röddum fólksins.
Ræðumenn á Austurvelli verða Marinó G. Njálsson ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason en fundurinn hefst klukkan 15.(mbl.is)
Fundirnir hafa verið að breytast að undanförnu. Þeir eru nú ekki eins og áður miklir mótmælafundir heldur til þess að bregða ljósi á stjórnmálaástandið.eir hafa breyst vegna þess að kröfur hafa náð fram að ganga og það er komin vinveittari ríkisstjórn.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Gamli Landsbankinn afskrifar 1500 milljarða
Gamli Landsbankinn áætlar að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun. Þetta kemur fram í yfirliti eigna og skulda bankans sem kynnt var kröfuhöfum hans í gær. Til samanburðar færði gamla Kaupþing 954 milljarða króna á afskriftarreikning til bráðabirgða fyrr í þessum mánuði, en efnahagsreikningur Kaupþings var mun stærri en Landsbankans fyrir bankahrun.
Alls nam virði eigna bankans 2.647 milljörðum króna hinn 14. nóvember síðastliðinn þegar búið var að skuldajafna fyrir 785 milljarða króna. Í yfirlitinu kemur hins vegar fram að skilanefnd Landsbankans metur virði eigna hans nú 1.195 milljarða króna. Mestur hluti afskriftanna er vegna útlána til viðskiptavina bankans og krafna á önnur fjármálafyrirtæki, eða tæplega 1.100 milljarðar króna.
Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir yfirlitið byggt á mati sem er áætlað miðað við núverandi stöðu. Þetta teljum við raunhæft mat eins og staðan er í dag. Lánasöfnin sem voru færð yfir í nýja bankann hafa líka verið færð heilmikið niður. Þetta er það sem er að gerast. Það er svo mikil rýrnun á virði eigna.
Á sama tíma nema skuldir Landsbankans 3.348 milljörðum króna. Þar af nema forgangskröfur, sem eru innstæður á Icesave-reikningum bankans, 1.338 milljörðum króna. Því munar um 144 milljörðum króna á eignum bankans og forgangskröfunum.(mbl.is)
Svo virðist sem allir gömlu bankarnir hafi lánað óvarlega.m.a. erlendra aðila.
Björgvin Guðmundsson
Til baka