Mánudagur, 23. febrúar 2009
Fimmtugsafmæli fagnað
Rúnar Björgvinsson,rafmagnsverkfræðingur,sonur minn,er 50 ára í dag. Ég óska honum innilega til hamingju með afmælið.
Hann heldur upp á afmælið n.k. laugardag í Íslensku sjávarfangi í Kópavogi en þar er hann framkvæmdastjóri.Þar verður margt um manninn.Matur verður á borðum,ýmis skemmtiatriði og síðan stiginn dans fram að miðnætti.
Til hamingju Rúnar!
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Ný uppbygging undirbúin í Rvk.
Samfylkingin lagði til í borgarstjórn 4. nóvember á síðasta ári að efnt yrði til samvinnu og víðtæks samráðs um uppbyggingu atvinnulífs framtíðar og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tilefnið var augljóst. Það er bráðaverkefni að setja fram sýn til framtíðar um raunhæfar leiðir út úr kreppunni þannig að fjöldi Reykvíkinga og Íslendinga neyðist ekki til að sæja til annarra landa í leit að lífsviðurværi og tækifærum. Með vísan til tillögu Samfylkingarinnar lagði borgarstjóri til við borgarráð 20. nóvember að verkefnið fengi heitið Sóknaráætlun og að skipaður yrði starfshópur til undirbúnings þess og átti hann að skila niðurstöðum til borgarráðs eigi síðar en 1. febrúar sl. Þessi vinna dróst því miður. Nú hefur hins vegar verið boðað til fyrstu funda með þátttöku fulltrúa úr atvinnu- og þjóðlífi.
Vonandi kemur eitthvað gott út úr tillögum Samfylkinarinnar.Mikil þörf er á uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Kemur sólarkísilverksmiðja til Íslands?
Elkem Ísland ehf. á Grundartanga áformar að koma upp nýrri framleiðslulínu í verksmiðju sinni til framleiðslu á sólarkísli. Fram kemur í áætlunum Elkem að fjárfesting í verksmiðjunni verði umtalsverð og 500-1000 manns muni vinna við byggingu hennar. Þá er áætlað að 350 manns vinni við framleiðslulínuna þegar hún verður tekin til starfa.
Eftir miklu er að slægjast, því áætlað er að bygging verksmiðjunnar muni kosta einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 100 milljarða íslenskra króna, að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem Ísland. Einar segir að það myndi skipta mjög miklu fyrir þjóðarbúið að fá þessa verksmiðju hingað. Orkuþörf verksmiðjunnar verður 100 MW, en ekki er búið að tryggja þá orku ennþá.(mbl.is)
Það yrði gífurlegur fengur að því að fá sólarkísilverksmiðjuna á Grundartanga.Vinna þarf að því öllum árum að svo verði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Það verður að ná í peninga auðmanna í skattaskjólunum
Almenningi finnst rannsókn á orsökum bankahrunsins ganga alltof seint.Hin nýi saksóknari er mjög varfærinn og þannig vinna allir saksóknarar í réttarríki. En spurningin er sú hvort stofna hefði átt sérstakt lögreglustjóraembætti,embætti rannsóknar efnahagsbrota í tengslum við bankahrunið.Í hverjum umræðuþætti er bent á,að auðmenn hafi komið miklum peningum undan og geymi þá í skattaskjólum í Karabiska hafinu,víðar og jafnvel í Luxemborg.En það er ekkert gert til þess að athuga hvort þetta sé rétt.Atli Gíslason þingmaður vill,að auðmennirnir verði settir á válista. Margir vilja,að eignir auðmanna verði kyrrsettar. Það er mikið talað en það gerist ekkert.Rannsókn saksóknara mun ganga mjög hægt.En sérstakur lögreglustjóri hefði getað látið hendur standa fram úr ermum.Það þýðir ekki að bíða þar til peningarnir eru allir horfnir. Það verður að gera eitthvað strax.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Ríkisstjórnin stóreykur upplýsingagjöf til almenningsV
Í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG hefur upplýsingamiðlun til almennings um störf stjórnvalda verið efld til muna. Verkefnaskráin í heild er aðgengileg og reglulegar uppfærslur tryggja að allir sem áhuga hafa geta fylgst með helstu verkefnum og framgangi þeirra. Dagskrá ríkisstjórnarfunda aðgengileg á netinu sem og vikulegir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.Blaðamannafundir Jóhönnu og Steingríms mælast vel fyrir.
Það var gagnrýnt mjög í tíð fyrir stjórnar,að upplýsingagjöf væri ekki næg. En úr þessu hefur verið bætt mjög vel.Þegar ástandið er eins slæmt og raun ber vitni er góð upplýsingagjöf mjög mikilvæg.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 9,5%
Launavísitalan í janúar hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Hún hefur hækkað um 7,5% síðustu tólf mánuði. Á sama tíma var verðbólgan 18,7%.
Kaupmáttur hefur því rýrnað um tæplega 9,5% prósent á sama tíma. Laun grunnskólakennara hækkuðu um 2,5% en auk þess eru áhrif af öðrum kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaganna inni í launavísitölunni auk samnings við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.(ruv.is)
Þetta er gífurleg kjaraskerðing,sem launafólk verður fyrir. Og kjaraskerðingin á enn eftir að aukast.Það er búið að fresta umsömdum launahækkunum verkafólks.Það eru takmörk fyrir því hvað hinir lægst launuðu og launafólk almennt getur tekið á sig.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)