Seðlabankinn átti að grípa til aðgerða

Seðlabankinn varaði ríkisstjórnina við.En Seðlabankinn gaf líka út skýrslu vorið 2008,sem sagði,að allt væri í lag hjá bönkunum. En Seðlabankinn átti ekki aðeins að vara við.Seðlabankinn átti að grípa til aðgerða gegn útþenslu bankanna.Seðlabankinn átti að takmarka lántökur bankanna erlendis.Seðlabankinn átti að setja bönkunum skilyrði,Seðlabankinn átti að  auka bindiskyldu bankanna og Seðlabankinn átti að auka gjaldeyrisforðann meira en gert var. Ekkert af þessu gerði Seðlabankinn. Síðast en ekki síst átti Seðlabankinn að leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina um lögfestingu aðgerða gegn bönkunum ef talin var þörf á þeim.En það gerði Seðlabankinn ekki. Það var ekki nóg að tala.Það þurfti aðgerðir. En enginn þessara aðila vildi gera neitt til þess að takamarka umsvif bankanna,ekki forsætisráðherra,ekki Seðlabankinn og ekki fjármálaeftirlitið,þar eð þessir aðilar vildu hafa allt frjálst. Þeir trúðu á frelsið. Þess vegna fóru allir bankarnir á hausinn.

 

Björgvin Guðmundsson


Vaxtalækkun við sjóndeildarhringinn

Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, segir að aukinn stöðugleiki krónunnar og minnkandi verðbólga ættu að gefa færi á stigvaxandi stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands og afnámi gjaldeyrishaftanna, að því er fram kemur í viðtali sem birtist við hann í dag á vef sjóðsins. Hann segir að slíkar aðgerðir séu við sjóndeildarhringinn en gæta þurfi varúðar þar sem fyrir þurfi að liggja með skýrari hætti fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar um hvernig eigi að endurskipuleggja fjárhag ríkisins.

Flanagan segir jafnframt að kostnaður af hruninu hér verði mikill en að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé til þess fallin að draga úr kostnaði vegna kreppunnar. Til dæmis með því að takmarka samdrátt í framleiðslu með aðstoð stöðugra gengis krónunnar. Áhrif kreppunnar verði samt mjög mikil hér á landi, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins.

Aðspurður hvort Íslendingar geti greitt skuldir sínar án þess að stefna velferð borgara sinna í voða segir Flanagan að greiðsla skulda muni með tímanum draga úr vaxtaálagi og þar með skapa svigrúm fyrir aukin ríkisútgjöld í þágu uppbyggingar, eða svigrúm fyrir skattalækkun.

Spurður um hlutverk sjóðsins í endurskipulagningu fjármálakerfisins segir Flanagan að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekki koma nálægt endurreisn föllnu bankanna þriggja. Sjóðurinn muni hins vegar gefa góð ráð um hvernig eigi að endurfjármagna fjármálakerfið og gefa ráð um endurskoðun þeirra reglna sem fjármálastofnanir hér á landi starfi eftir.

Íslensk stjórnvöld gerðu sl. haust samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem gildir til tveggja ára og felur í sér, að sjóðurinn veitir Íslandi 2,1 milljarðs dala lán. Von er á sendinefnd sjóðsins, undir stjórn Flanagans, hingað til lands á fimmtudag til að fara yfir það hvernig efnahagsáætlun Íslands og IMF hafi gengið eftir.(mbl.is)

Mjög brýnt er orðið að lækka stýrivexti til þess að  hjálpa atvinnulífinu. Vonandi er vaxtalækkun á næstu grösum.

 

Björgvin Guðmundsson

.

 

Fara til baka 


DO;Seðlabankinn gerði ekki mistök

Davíð Oddsson seðlabankastjóri neitaði í Kastljósviðtali í kvöld að Seðlabankinn hefði gert mistök í bankahruninu. Þvert á móti hafi Seðlabankinn haldið öllu uppi eftir að bankarnir hrundu. Seðlabankinn hafi tryggt að greiðslukerfið virkaði.

Menn sem gagnrýni seðlabankann ættu að skoða störf hans. Þegar þurft hafi að koma greiðslum til landsins hafi allir treyst á seðlabankann. Stjórnendur hans hafi fyllt bankann af fólki úr hinum bönkunum til að halda kerfinu gangandi. Hann sakar Jóhönnu Sigurðardóttur um árás á seðlabankann.

Niðurstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að Seðlabankinn fái hæstu einkunn. Seðlabankinn hafi fengið einkunnina A, ríkisstjórnin B en Viðskiptaráðuneytið hafi fengið einkunnina C. Fleyting á krónunni hafi heppnast vel.

Hann dró í efa að kannanir sem sýndu að 90% þjóðarinnar vildu hann úr bankanum væru marktækar. Hann efist um að kannanir „Baugsmiðla“ hefðu verið gerðar í raun.

Hann segir að bankinn hafi varað ríkisstjórn og bankana við allan tímann. Bankarnir hafi sýnt mikinn hagnað. Allir hafi trúað að þetta væru galdrameistarar. Seðlabankinn hafi varað við því að menn settu inn óefnislegar eignir í bókhald. Seðlabankinn hafi kvatt til þess að bankakerfið yrði minnkað.

Bindiskyldan hafi verið lækkuð 2003 til að laga reglurnar að reglunum í Evrópusambandinu til að íslensku bankarnir sætu við sama borð og aðrir bankar erlendis. Hann hafnar því að hækkun bindiskyldu hefði komið til hjálpar. Bindiskyldan hafi ekki haft áhrif á bankanna. Hún hefði þrengt að hag innlendra sparisjóða. Bankarnir hafi hinsvegar haft endalausan aðgang að erlendu ódýru fjármagni. Þetta sé eitt af því sem menn hafi notað til að sverta seðlabankann.

Hann segir að gjaldeyrisforðinn hafi verið í stærra lagi miðað við allt annað en stærð bankanna. Ef hann hefði átt að elta stærða bankanna og útrásarvitleysuna værum við stórskuldug þjóð.

Davíð var spurður að því hvað hann viti um hvað olli því að Bretar beittu hryðjuverkalögum. Hann spurði á móti hvort menn hefðu heyrt það einhverstaðar frá Bretum að kastljósviðtal hans á síðasta ári hafi valdið því. Ekki sé útilokað að þegar menn sáu að íslenskir aðilar tóku peninga út úr stofnunum sem lutu bresku eftirliti hafi menn orðið hræddir um að það gerðist í stofnunum sem ekki lutu eftirliti breskra yfirvalda. Bretar hafi verið hræddir. Hann segist vita að fyrst hafi verið millifærðar 400 milljónir punda, næst 800 milljónir punda og svo ótilgreind hærri upphæð.

Hann hafi komið á ríkisstjórnarfund 30. september. Þá hafi hann sagt við ríkistjórnina að allt íslenska bankakerfið yrði komið á höfuðið innan 2-3 vikna. Þá hafi verið sagt að óþarfi væri að dramatísera hlutina. Hann hafi bætt því við að ef einhvertíma væri grundvöllur fyrir þjóðstjórn væru slík skilyrði að skapast. (ruv.is)

Menn höfðu reiknað með því,að Davíð mundi upplýsa hvers vegna Bretar hefðu sett á okkur hryðjuverkalög en að gerði hann ekki. Ekki var að heyra á Davíð að hann ætlaði aftur í pólitíkina.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Þingflokkar ræða stjórnlagaþing

 

Hugmyndum ríkisstjórnarinnar  um stjórnlagaþing hefur verið vísað til þingflokka stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Eitt af skilyrðum Framsóknarflokkssins fyrir því að verja ríkisstjórnina falli var að komið yrði á stjórnlagaþingi sem semja myndi nýja stjórnarskrá.

Fram kom á fundi Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J. Sigfússonar með blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin gerir tillögu um ákvæði í stjórnarskrá sem er stjórnskipulag heimild eða grundvöllur fyrir stjórnlagaþing. Í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þingfulltrúar verði 41 og kosnir persónukjöri. Hugmyndir framsóknarmanna gerðu ráð fyrir 63 fulltrúum.

Verkefni stjórnlagaþingsins verður að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins þar sem byggt verður á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Alþingi mun gefa umsögn sína um nýja stjórnarskrá áður en hún er samþykkt.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að kosið verði um nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu og er gert ráð fyrir að að minnsta kosti 25% kjóseneda á kjörskrá þurfi að samþykkja stjórnarskrána til þess að hún öðlist gildi.

Frekar reglur um kosningu fulltrúa á stjórnlagaþing og skipulag þess gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að verði sett að loknum þingkosningunum í vor. (visir.is)

Það er mjög mikilvæt,að stjórnlagaþing verði haldið.Það er leið til þess að auka lýðræði í landinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 



    Fastsett,að kosningar verða 25.apríl

    Ákveðið hefur verið, að kosið verði til Alþingis laugardaginn 25. apríl.  Fram kom á blaðamannafundi forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag, að samkvæmt því þyrfti að rjúfa þing 27. mars en verið er að ræða leiðir til að þingið geti starfað nokkra daga til viðbótar, þó lengst til 4. apríl. 

    Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á fundinum vona að haldinn yrði aukafundur í viðskiptanefnd Alþingis í hádeginu og þar muni nefndin komast að sameiginlegri niðurstöðu um frumvarp um Seðlabankann svo hægt verði að hefja lokaumræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. 

    Fram kom á blaðamannafundinum, að von er á fulltrújm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins á fimmtudag. Sagðist Jóhanna vonast til að búið yrði að skipta um stjórn í Seðlabankanum fyrir þann tíma því fulltrúar sjóðsins þyrftu að eiga viðræður við nýja stjórnendur bankans. 

    Jóhanna sagði, að rætt yrði við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um vaxtalækkun, sem væri orðin afar brýn.

    Á fundinum sögðust bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telja tillögur Framsóknarflokksins um niðurfellingu 20% af öllum íbúðalánum, algerlega óraunhæfar en þær  myndi kosta 4-500 milljarða króna. Sagði Jóhanna, að engum væri greiði gerður að koma fram með tillögur af þessu tagi, sem myndu m.a. þýða að Íbúðalánasjóður færi lóðbeint á hausinn.  (mbl.is)

    Ljóst er,að margt er að gerast hjá ríkisstjórninni og mikill kraftur í henni. Mikill skaði er að Höskuldur Framsóknarmaður skyldi tefja Seðlabankafrumvarpið. Ekki verður séð,að neitt samhengi sé á milli frv, um Seðlabanka og tillagna Seðlabanka Evrópu um fjármálamarkaði í Evrópu. Ljóst er,að íhaldið  er að reyna að tefja frv. um Seðlabankann og slæmt að Höskuldur skyldi hjálpa við það.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     

    Fara til baka 


    Ríkisstjórnin fjallar um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum

    Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir í dag ríkisstjórn Íslands aðgerðir sem ætlað er að styrkja heimildir skattyfirvalda á Íslandi til að afla upplýsinga um eignir Íslendinga í svokölluðum skattaskjólum.

    Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhersla lögð á að skattyfirvöld eigi auðveldara með að rekja nákvæmlega umsvif íslenskra félaga sem skráð eru í skattaskjólum. Meðal þekktra skattaskjóla sem eignir Íslendinga hafa tengst eru eyjan Tortola sem er hluti af Bresku Jómfrúaeyjum, Ermarsundseyjarnar Guernsey og Mön, Kýpur og Cayman-eyjar. Hundruð íslenskra eignarhaldsfélaga eru skráð á þessum stöðum.

    Fram hefur komið í Morgunblaðinu á undanförnum vikum að bein peningaleg eign íslenskra félaga á fyrrnefndum stöðum fimmtíufaldaðist frá 2002 til 2007. Fór úr 945 milljónum árið 2002 í 43,7 milljarða króna í lok árs 2007. Inni í þeirri tölu er ekki óbein peningaleg eign Íslendinga, sem getur til dæmis átt uppruna sinn í Lúxemborg og Hollandi.

    Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagðist ekki geta tjáð sig sérstaklega um þær aðgerðir sem stjórnvöld ætluðu að grípa til. Hann væri bundinn trúnaði þangað til þær væru orðnar opinberar og til umræðu opinberlega.

    Stjórnvöld víða erlendis, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa lagt á það áherslu að undanförnu að fá fram allar upplýsingar um félög í þekktum skattaskjólum. Stærsti banki Sviss, UBS, hefur meðal annars fallist á að greiða bandarískum yfirvöldum 780 milljónir dollara í stjórnvaldssekt, um 89 þúsund milljarða króna, gegn því að fallið verði frá formlegri ákæru vegna aðstoðar bankans við bandaríska viðskiptavini sína við komast undan að borga skatt í Bandaríkjunum. Ekki hefur þó enn náðst samkomulag um að bandarísk stjórnvöld fái upplýsingar um samtals 52 þúsund viðskiptavini sem eiga um 20 milljarða dollara á leynireikningum, yfir 2.000 milljarða króna.

    Skúli Eggert segir fjögur atriði helst koma til greina sem yfirvöld hér á landi sem og víða annars staðar vilji skoða nánar varðandi skattaskjólin. Það er í fyrsta lagi hvort verið sé að svíkja undan skatti. Í öðru lagi hvort verið sé að fela eignarhald til að forðast viðurlög samkvæmt samkeppnislögum. Í þriðja lagi hvort verið sé að leyna eignarhaldi til að komast hjá yfirtökuskyldu, og svo í fjórða lagi hvort samskipti minni- og meirihluta séu eðlileg og á grunni réttra upplýsinga. „Það er því ekki svo að upplýsingar um félögin í skattaskjólunum tengist aðeins rannsóknum á skattalegum þáttum í rekstri. Heldur ekki síður því hvort farið sé að almennum leikreglum á markaði,“ segir Skúli Eggert.(mbl.is)

    Ég fagna því,að ríkisstjórnin skuli í dag fjalla um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum.Það er krafa almennings að svo verði gert og fyrr en síðar.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    Fara til baka 

    Steingrímur J. Sigfússon

    Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

     

    Samkvæmt


    461 grein á heimasíðunni

    Um nokkurra ára skeið hefi ég haldið úti heimasíðu; www.gudmundsson.net Þar  hefi ég m.a. birt nær allar greinar,sem ég hefi birt í dagblöðum um þjóðfélagsmál undanfarin ár. Á heimasíðu minni eru nú 461 grein. Greinarnar eru um margvísleg efni,stjórnmál,málefni aldraðra,kvótakerfið.skattamál,jafnréttismál,sameiningu jafnaðarmanna og fleira og fleira.Nýjasta grein mín,sem birtist í Morgunblaðinu í dag er birt á heimasíðunni.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Innkalla á allar veiðiheimildir

    Björgvin Guðmundsson skrifar  grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Innkalla á allar veiðiheimildir. Þar segir svo m.a.:

    Það á að innkalla allar veiðiheimildir strax á  árinu 2009.Síðan á að úthluta þeim aftur eftir nýjum reglum,þannig að allir sitji við sama borð.Þar koma ýmsar aðferðir til greina. Það mætti bjóða aflaheimildirnar upp og leyfa öllum að bjóða í þær.Einnig mætti hugsa sér að  úthluta eftir ákveðnum reglum gegn gjaldi og gæta þess,að  veiðiheimildir dreifðust út um allt land,þannig að sjávarbyggðir úti á  landi yrðu ekki afskiptar og allir hefðu möguleika á að fá veiðiheimildir.Það kerfi,sem byggðist á því að nokkrir útvaldir fengju veiðiheimildirnar, gengur ekki lengur. Þetta kerfi felur í sér svo mikið misrétti,svo mikil brot á  mannréttindum,að Mannréttindanefnd Sameinuði þjóðanna hefur úrskurðað, að það feli í sér mannréttindabrot og því verði að breyta.En ríkisstjórnin( fyrrverandi) hefur ekkert gert til þess að breyta kerfinu enn sem komið er. Hún hefur aðeins sent bréf til Mannréttindanefndar Sþ. og sagt,að hún muni skoða breytingar síðar.Ætlun rikisstjórnarinnar mun vera að skipa nefnd til þess að endurskoða kvótakerfið og koma með  einhverjar tillögur um breytingar. En mér vitanlega hefur þessi nefnd enn ekki verið skipuð.Seinagangur ríkisstjórnarinnar í þessu máli var slíkur, að hann leiddi í ljós,að áhugi á málinu var enginn..Þegar  Ísland er sakað um mannréttindabrot af Sameinuðu þjóðunum tekur Ísland ekki meira mark á því en svo að málinu er nánast stungið undir stól.
    Björgvin Guðmundsson
    www.gudmundsson.net
     

    Brá fæti fyrir Seðlabankafrumvarpið

    Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé búið að finna lausn á seðlabankamálinu en frumvarp um bankann komst ekki á dagskrá Alþingis í dag þar sem það fékkst ekki afgreitt úr viðskiptanefnd þingsins.  Jóhanna segist vona að lausn finnist fyrir þingfund á morgun. Fundur hefur verið boðaður í viðskiptanefnd klukkan 8:30 í fyrramálið.

    „Því miður fannst ekki  lausn á þessu í viðræðum við framsóknarmenn í dag," sagði Jóhanna nú undir kvöld. Hún sagðist hafa gert sér vonir um að frumvarpið yrði að lögum í kvöld en nú sé ljóst að svo verði ekki. 

    Jóhanna sagði að skýrslan, sem von væri á frá Evrópusambandinu og sjálfstæðismenn í viðskiptanefnd og annar af tveimur framsóknarmönnum vilja bíða eftir, fjalli um aðra hluti en séu í seðlabankafrumvarpinu.  Sagði Jóhanna, að þegar skýrsla ESB lægi fyrir á miðvikudag eða fimmtudag yrði hún væntanlega rædd í viðskiptanefnd Alþingis. Efni þeirrar skýrslu sé hins vegar frumvarpinu um Seðlabankann óviðkomandi.

    Jóhanna sagðist ekki vita nákvæmlega hvernig staða mála væri en vonaði, að hægt yrði að koma seðlabankafrumvarpinu á dagskrá Alþingis á morgun enda sé það afar brýnt.

    Aðspurð hvers vegna fresta hafi þurft þingfundi í dag vegna seðlabankamálsins sagði Jóhanna, að þetta væri eitt stærsta dagskrármálið sem lægi fyrir  þinginu og það væri, auk mála fyrir atvinnulífið og heimilin, eitt af grundvallarmálunum sem ná þyrfti fram  til að hægt sé að koma á efnahagsstöðugleika í landinu. 

    Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagðist meta stöðuna þannig, að þetta mál þyrfti eitthvað lengri tíma. „Það er bagalegt að það dragist, menn höfðu treyst því að það myndi klárast hér í dag. En auðvitað er þetta ekki klukkutímaspursmál," sagði Steingrímur.

    Hann sagði að stjórnarflokkarnir vildu að málið klárist sem allra fyrst. enda væri það tilbúið og breytingartillögur hefðu verið samþykktar í góðri sátt eftir aðra umræðu á föstudag. „En svona mál eru bara til að leysa þau," sagði Steingrímur og bætti við að hann vissi ekki hvort niðurstaða fengist fyrir  þingfund á morgun, sem er boðaður klukkan 13:30.(mbl.is)

    Það er mjög bagalegt,að Höskuldur Framsóknarmaður skyldi bregða fæti fyrir Seðlabankafrv. Hann virðist hafa fallið fyrir þeim  áróðri Sjálfstæðismanna,að gott væri að fá álit ESB á fjármálamörkuðum áður en frv. væroi afgreitt.

     

    Björgvin Guðumndsson

     


    Bloggfærslur 24. febrúar 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband