Ný lög um Seðlabankann á morgun.Bankastjórar hætta

Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands var afgreitt frá viðskiptanefnd Alþingis í kvöld með einni breytingartillögu.

Breytingartillagana kemur frá fulltrúum Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks. Í henni felst að peningastefnunefnd getur gefið út viðvörun um ástand í efnahagsmálum.

Þriðja og síðasta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun og verður þá frumvarpið væntanlega afgreitt sem lög.(visir.is)

Samkvæmt þessu hefur Hoskuldur Framsóknarmaður hleypt frv. í gegn.Það verður væntanlega að lögum að morgun og munu þá núverandi bankastjórar hætta.

 

Björgvin Guðmundsson



Þórsmörk kaupir Moggann

Þórsmörk ehf., félag undir forustu Óskars Magnússonar, hefur gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka  um kaup á nýju hlutafé Árvakurs, sem ætlunin er að gefa út  eftir að núverandi hlutafé félagsins hefur verið fært niður.

Auk Óskars eru Gísli Baldur Garðarsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Pálsson, Þorgeir Baldursson og Þorsteinn Már Baldvinsson aðilar að Þórsmörk. Til að dreifa eignaraðildinni enn frekar er ráðgert að fleiri hluthafar komi til liðs við félagið á síðari stigum. 

Við kaupin færist hlutafé fyrri eigenda niður í núll. Áskilnaður er um að samningar takist við aðra lánardrottna Árvakurs en Íslandsbanka á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að þegar niðurstaða fæst verði boðað til hluthafafundar.

Þrjú skuldbindandi tilboð bárust í Árvakur í síðustu viku og tók Íslandsbanki tvö þeirra til nánari skoðunar, tilboð ástralska fjárfestisins Steve Cossers og viðskiptafélaga hans, annars vegar, og tilboð frá Þórsmörk.

Samkvæmt upplýsingum frá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var á föstudag ljóst hver röð tilboðsgjafa var og þeim gerð grein fyrir stöðunni í stórum dráttum. Ekki var unnt að segja opinberlega frá röð þeirra fyrr en tilboðin höfðu verið kyrfilega lesin yfir af lögfræðingum og eftirlitsaðila og einstök atriði staðfest af hæstbjóðanda. Sú yfirferð leiddi ekki til breytinga á röð bjóðenda, enda tilboðin öll í samræmi við skilmálana.

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að það sé fagnaðarefni fyrir starfsmenn og áskrifendur Morgunblaðsins og mbl.is að búið sé að eyða óvissu um framtíð félagsins. Þetta söluferli ætti að geta orðið fyrirmynd að endurskipulagningu annarra fyrirtækja af hálfu bankanna.  (mbl.is)

Fróðlegt væri að sjá hvernig tilboðin tvö voru sem komu til álita,þe. tilboðið frá Þórsmörk og  Ástralanum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Jón Baldvin vill aftur á þing

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, gefur kost á sér í eitt af átta efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir þingkosningar vorið 2009. Í fréttatilkynningu frá Jóni kemur fram að framboðið sé sett fram án vísunar til tiltekins sætis með fyrirvara um og í trausti þess að boðað stjórnarfrumvarp um breytingar á kosningalögum, er feli í sér rétt kjósenda til persónukjörs, nái fram að ganga þannig að væntanlegir alþingismenn öðlist ótvrírætt umboð kjósenda.

 

Björgvin Guðmundsson


Fara þarf í mál við Breta

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag, að viðskiptaráðherra skuli hafa lýst því yfir í samtali við breska blaðið Financial Times, að  engin áform séu af hálfu íslenskra stjórnvalda að leita til dómstóla vegna hryðjuverkalaga sem beitt var gegn Íslandi.

Spurði Sigurður Kári Þórunni Sveinbjarnardóttur, varaformann utanríkismálanefndar þingsins, um skýringar og sagði að sér vitanlega hefði ekki verið rætt um þessa ákvörðun í ríkisstjórn eða í utanríkismálanefnd. Sagði Sigurður Kári að hagsmunir Íslendinga væru gríðarlegir af að fá niðurstöðu í málinu fyrir dómstólum.

Þórunn sagði, að sú ákvörðun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, frá því í ársbyrjun 2009, stæði að leitað verði allra leiða til að leita réttar Íslands fyrir mannréttindadómstóli Evrópu. Þórunn sagði, að þeirri athugun væri ekki lokið en hún vissi ekki betur en vinna væri enn í gangi og ekki sé útilokað að farið verði í mál. 

Sagði Þórunn, að sú ríkisstjórn, sem tók við í janúar, sé að vinna áfram það mál, sem hófst í haust en m.a. þyrfti að semja um Icesave-skuldbindingarnar. Ekkert væri í raun nýtt í málinu nema að viðskiptaráðherra hefði látið þessi ummæli falla. „Menn hafa látið ýmis ummæli falla í erlendum fjölmiðum án þess að þau hafi verið rædd fyrirfram á Alþingi," sagði Þórunn.(mbl.is)

Ég tel,að halda eigi áfram að undirbúa málssókn gegn Bretum fyrir Evrópudómstólnum. Einnig tel eg æskilegt,að Kaupþing eða ríkið fari í mál við Breta vegna beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendingum.

Björgvin Guðmundsson


Verðbólgan farin að minnka

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 21,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% sem jafngildir 10,9% verðbólgu á ári.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2009 er 336,5 stig og hækkaði um 0,51% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 308,5 stig og hækkaði hún um 1,25% frá janúar.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 3,2% (vísitöluáhrif -0,49%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,45% og -0,04% af lækkun raunvaxta.

Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (0,28%). Verð á pakkaferðum til útlanda hækkaði um 8,6% (0,18%) og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 12,8% (0,15%).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2009, sem er 336,5 stig gildir til verðtryggingar í apríl 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.644 stig fyrir apríl 2009.(ruv.is)

Samkvæmt hefðbundinni mælingu er verðbólgan nú   17,6% en  miðað við hækkun neysluverðs sl. 3 mánuði en hún  10,9% á ársgrundvelli. Því er spáð,að verðbólgan muni minnka hratt á næstunni.

 

Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband