Tilkynnt um nýjan seðlabankastjóra eftir stjórnarfund á morgun

Gera má ráð fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir tilkynni það eftir ríkisstjórnarfund á morgun hver verður settur tímabundið í embætti seðlabankastjóra.

Ný lög um stjórnskipulag Seðlabanka Íslands sem fela það í sér að embætti bankastjóranna Davíðs Oddssonar og Eiríks Guðnasonar verða lögð niður taka gildi á miðnætti. Þá má segja að bankinn verði stjórnlaus um stund, en þó ekki lengi því að nýr bankastjóri verður settur í embættið strax á morgun.

Það er Jóhanna Sigurðardóttir sem skipar í stöðuna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún ekki enn gert ríkisstjórninni formlega grein fyrir því hver verður fyrir valinu. Það mun hún væntanlega gera á ríkisstjórnarfundinum og svo tilkynna almenningi það strax á eftir.(ruv.is)

Sennilega tilnefnir hún einhvern innlendan hagfræðing.

 

Björgvin Guðmundsson


Steingrímur ánægður með fundina með IMF í dag

Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðherra, segir fundi með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í dag hafa gengið vel. Þar hafi verið rætt um stöðu efnahagsmála. Ekkert liggi fyrir um hvenær hægt verði að lækka stýrivexti. Þeir eru nú 18 prósent. Það gerir greiðslubyrði margra fyrirtækja og heimila erfiða.

„Það liggur ekkert fyrir um hvenær mögulegt verður að lækka vexti. Það sem skiptir mestu máli er að fá fram allar upplýsingar um stöðu mála, og draga upp rétta mynd af stöðunni,“ sagði Steingrímur J. í samtali við mbl.is. Hann hefur setið á fundum í dag með fulltrúum sjóðsins. Þeir verða hér á landi til 10. mars en þeir komu í gær.

Ekki stendur til að endurskoða, eða breyta, efnahagsáætlun stjórnvalda og IMF. Til skamms tíma er helsta markmið áætlunarinnar að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og koma stoðum undir nýju bankanna. Stefnt er að því að ljúka verðmati á eignum og skuldum gömlu og nýju fyrir 15. apríl. Eftir það verður hægt að leggja bönkunum til eigið fé, sem reiknað er með að verði 385 milljarðar.(mbl.is)

Sérfræðingar telja,að skammt sé í að unnt verði að  lækka stýrivexti. Verðbólgan er farin að lækka og mun lækka hratt á næstunni. Þess vegna eru að skapast forsendur fyrir  vaxtalækkun.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Ný lög um Seðlabankann

Frumvarp um Seðlabanka Íslands var samþykkt á Alþingi nú undir kvöld með 33 atkvæðum þingmanna Samfylkingar, Vinstrihreyfingar-græns framboðs, Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Kristins H. Gunnarssonar gegn 18 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks.  12 þingmenn voru fjarstaddir, þar af 8 þingmenn Sjálfstæðisflokks.

Lögin taka væntanlega gildi á miðnætti eftir staðfestingu forseta Íslands og birtingu í Stjórnartíðindum. Þau gera ráð fyrir því, að einn aðalbankastjóri verði skipaður við Seðlabankann og einn aðstoðarbankastjóri. Þá verði sett á stofn peningastefnunefnd, sem taki ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum.

Við gildistöku laganna er bankastjórn Seðlabanka Íslands lögð niður og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni, þ.m.t. embætti formanns bankastjórnar sem Davíð Oddsson gegnir. Á forsætisráðherra að auglýsa nýtt embætti seðlabankastjóra og nýtt embætti aðstoðarseðlabankastjóra laus til umsóknar eins fljótt og hægt er. Þá skal forsætisráðherra  setja tímabundið menn í embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra sem gegna embætti þar til skipað hefur verið í stöðurnar á grundvelli auglýsinga.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa í forsætisráðuneytinu, verður nýr bankastjóri til bráðabirgða skipaður í fyrramálið.

Fulltrúar þingflokka gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið í heild. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist telja að þessi breyting á stjórnskipan Seðlabanka væri til mikilla bóta.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar þingsins, sagði að þingið ætti að starfa eins og það hafi gert þegar fjallað var um frumvarpið. „Ég Hef þá trú að samþykkt frumvarpsins  muni auka trúverðugleika efnahagsstefnunnar og auka trú á Seðlabankanum.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að frumvarpið væri í anda frumvarps sem framsóknarmenn lögðu fram á Alþingi í vetur. Það hefði einnig batnað til muna í meðförum þingsins. Þá hefði verið skynsamlegt að bíða eftir skýrslu starfshóps Evrópusambandsins. „Það sem við stöndum uppi með er vonandi seðlabanki, sem nýtur trausts ekki bara innanlands heldur einnig erlendis," sagði hann.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þingmenn flokksins styðji að gerðar séu breytingar á lagaumhverfi Seðlabankans. Þeir hefðu reynt að leggja gott til málanna og stutt breytingartillögur við 2. umræðu um frumvarpið sem hefðu verið til bóta. Hins vegar hefðu breytingartillögur, sem þingmenn flokksins lögðu fram verið felldar. Þá hefði nú við síðustu umræðu um frumvarpið í dag verið samþykkt breytingartillaga, sem kynni að vera stórskaðleg. Því hefðu þingmenn flokksins ákveðið að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

Breytingartillagan, sem Birgir vísaði til, var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 18. Hún var frá meirihluta viðskiptanefndar um að peningastefnunefnd, sem sett verður á stofn við Seðlabankann, skuli gefa opinberlega út viðvaranir þegar tilefni er, ef nefndin metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu.   

Álfheiður sagði að ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á eðli peningastefnunefndar heldur væri verið að tryggja gegnsæi í störfum nefndarinnar en slíkt hefði skort í fjármálalífi Íslands á undanförnum árum. Höskuldur sagði að það hefði verið til bóta ef slíkt ákvæði hefði verið í eldri lögum. Birgir sagði hins vegar að enginn gerði sér grein fyrir því hvaða áhrif þessi breytingartillaga muni hafa. (mbl.is)

Þetta eru mikil tíðindi.Bankastjórum fækkar úr 3 í 1 og forsætisráðherra skipar strax bankastjóra til bráðabirgða.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 

I
I
I
I

Seðlabankinn sagði bankakerfið standa styrkum fótum

Margoft hefur verið bent á,að Seðlabankinn hefur yfir margvíslegum stjórntækjum að ráða til   þess að hafa áhrif á vöxt  viðskiptabankanna og fjármálalegan stöðugleika.


Stjórn bankans beitti ekki þessum stjórntækjum en hélt því fram í opinberum skýrslum, ræðu og riti, að íslenska bankakerfið stæði styrkum fótum,.

Mikilvægara en öll aðvörunarorð eru  aðgerðir eða tillögur um aðgerðir. Fyrir liggur að sjálfur beitti bankinn ekki þeim stjórntækjum sem honum voru tiltæk skv. lögum.
Björgvin Guðmundsson


Jóhanna hittir norræna starfsbræður sína við Bláa lónið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir, Anders Fogh Rasmussen, Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg og Matti Vanhanen munu taka þátt í hnattvæðingarþingi sem haldið verður í Bláa Lóninu í dag og á morgun.  febrúar.

Íslendingar eru gestgjafar þingsins þar sem leitast verður við að svara spurningum um áhrif hnattvæðingar og stöðu smærri hagkerfa í ólgjusjó alþjóðlegrar fjármálakreppu.

Auk forsætisráðherranna taka á annað hundrað gestir aðrir þátt í ráðstefnunni, þeirra á meðal sérfræðingar á sviði hagfræði, orku- og loftslagsmála, fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og frjálsra félagasamtaka.

Jóhanna mun  mun eiga fundi með starfsbræðrum sínum þar sem meðal annars verður farið yfir þá stöðu sem nú blasir við á Norðurlöndunum. Á þeim fundi mun Jóhanna Sigurðardóttir gera öðrum leiðtogum grein fyrir ástandi mála hér á landi. Forsætisráðuneytið segir, að fjöldi háttsettra embættismanna og erlendir blaða- og fréttamenn muni sömuleiðis sækja þingið og því gefist gott tækifæri til að skýra stöðuna á Íslandi fyrir fjölþættum hópi áhrifamanna.

Markmið þingsins er að skapa lifandi umræðu um stærstu viðfangsefni hnattvæðingarinnar og þá möguleika sem hún skapar. Miðpunktur umræðunnar verður hin alþjóðlega fjármálakreppa og áhrif hennar á stefnu þjóða í loftslagsmálum og nýsköpun. Rástefnugestir munu einnig skiptast á skoðunum um samkeppnishæfni Norðurlandanna í nútíð og framtíð.

Aðalfyrirlesari hnattvæðingarþingsins er Kenneth S. Rogoff prófessor í hagfræði við Harvard háskóla sem flytur erindi um alþjóðlegu fjármálakreppuna og efnahagshorfur á næstu árum. Aðrir merkir fyrirlesarar eru meðal annarra Curtis Carlsson framkvæmdastjóri hins heimfræga nýsköpunarfyrirtækis SRI International sem flytur erindi undir fyrirsögninni Nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða.

Hnattvæðingarþingið er haldið undir forystu Íslendinga á formennskuári þeirra í Norrænu ráðherranefndinni. Það er skipulagt af Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. (mbl.is)

Það verður kærkomið tækifæri fyrir Jóhönnu að hitta norræna starfsbræður sína hér á landi.Einnig mun ingibjörg Sólrún hitta Stoltenberg leiðtoga norskra jafnaðarmanna á fundi við Bláa lónið. Ingibjörg er ekki komin til starfa en   mun væntanlega tilkynna fyrir vikulokin hvað hún hyggst fyrir,

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka T

Bláa lónið.

Bláa lónið. mbl.is/RAX

 


Bankastjórar Seðlabankans kveðja starfsfólkið

Þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason bankastjórar Seðlabanka Íslands kvöddu starfsfólk bankans á sérstökum fundi í morgun. Var fundurinn haldinn í Sölvhól og mættu um 100 manns eða nær allir starfsmenn bankans.

Markús Möller einn af hagfræðingum bankans segir að um smekklega og látlausa athöfn hafi verið að ræða en hann minnist ekki þess að hafa séð jafnmarga starfsmenn bankans samankomna áður. Lauk fundinum með dynjandi lófaklappi starfsfólksins.

„Það er að sjálfsögu sjónarsviptir að mönnum eins og þeim tveimur," segir Markús sem starfað hefur í bankanum síðan árið 1974 og þekkir því gerla starfsemi bankans.

„Ég man að þegar Eiríkur kom til starfa við bankann var hann einhver öflugasti starfsmaðurinn í hagfræðideildinni," segir Markús. „Og hann var lífið og sálin í deildinni þar til hann fluttist upp á loft."

Markús nefnir sem dæmi um hve öflugur Eiríkur hafi verið að hann hannaði töflurit sem gerir auðvelt að sjá stöðuna í lánakerfinu hverju sinni. „Þetta hefur svo þróast í gegnum tíðina en grunnurinn sem Eiríkur lagði er enn til staðar," segir Markús.(visir.is)

Ekki hefur kvisast hver verði ráðinn bankastjóri Seðlabankans til bráðabirgða. Ég tel,að það gæti orðið aðalhagfræðingur bankans, en einnig gæti það orðið erlendur hagfræðingur,jafnvel Svíinn,Josefsson sem var hér til ráðgjafar.

 

Björgvin Guðmundsson


Árni Mathiesen hættur

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum og gefa ekki kost á sér í framboði til Alþingis í komandi kosningu. Í yfirlýsingu sem hann sendir flokkssystkynum sínum í Suðurkjördæmi segir hann að á ferðum sínum um kjördæmið undanfarið hafi berlega komið í ljós að vilji sé til breytinga innan Sjálfstæðisflokksins. Árni vildi ekkert kannast við það í morgun að hann væri að hætta.

„Þó ég sé allur af vilja gerður til þess að bregðast við þessu kalli um breytingar má ljóst vera að því eru takmörk sett hvað ég get gert í þeim efnum af augljósum ástæðum. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í prófkjöri flokksins þann 14. mars næstkomandi vegna kosninganna 25. apríl í vor. Það er hlutverk leiðtoga að leiða en það er líka nauðsynlegt fyrir leiðtoga að vita hvenær á að víkja," segir Árni.

Að lokum þakkar Árni öllum sem starfað hafa með sér í kjördæminu á undanförnum árum en hann hefur verið í kjördæminu í eitt kjörtímabil. „Á átján ára þingferli hef ég verið 1. þingmaður í þremur kjördæmum og ráðherra í tæp tíu ár í í ráðuneytum sjávarútvegs og fjármála. Öllum þeim sem með mér hafa starfað færi ég þakkir fyrir samstarfið. Sérstaklega vil ég þó þakka þeim sem hefðu viljað styðja mig í prófkjörinu í næsta mánuði og vona að ég valdi þeim ekki of miklum vonbrigðum með ákvörðun minni," segir Árni að lokum.(visir.is)

Það er til bóta að mikil endurnýjun verði á þingi.Árni hefur skynjað það og er hann maður  að meiri að

vilja greiða fyrir endurnýjun.

Björgviun Guðmundsson

 


Frjálslyndir að lognast út af

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, hefur sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta var tilkynnt á Alþingi í dag. Kristinn situr áfram á Alþingi sem óflokksbundinn þingmaður. Áður hafði Jón Magnússon sagt sig úr þingflokknum. Eftir sitja Guðjón Arnar Kristjánsson og Grétar Mar Jónsson.(ruv.is)

 

Úrsögn Kristins úr flokki frjálslyndra gæti táknað endalok flokksins. Nýlega sagði Jón Magnússon sig úr flokknum. Margir telja,að innganga Jóns í flokkinn hafi verið upphaf endalokanna. Það hefur verið stöðugur ófriður síðan hann kom í flokkinn. Hann ætlaði sér greinilega að ná völdum í flokknum en þegar það tókst ekki sagði hann sig úr flokknum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 26. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband