Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Íhaldið stærst á ný
Spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið væri til kosninga núna? Afstöðu tóku 414 eða 52 prósent.
Þrjátíu og áttaprósent voru óákveðnir og 6 prósent ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og fjögur prósent aðspurðra vildu ekki svara. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkur 7 prósent atkvæða. Frjálslyndir eitt prósent - Samfylking og Sjálfstæðisflokkur 15 prósent og Vinstri grænir 13 prósent. Eitt prósent sögðust ætla að kjósa annan flokk.
Ef einungis er tekið tillit þeirra sem tóku afstöðu fengi Framsóknarflokkur 14 prósent, frjálslyndir tvö prósent, Samfylking 28 prósent, Sjálfstæðisflokkur 29 prósent, Vinstri grænir 25 prósent og önnur framboð 2 prósent.
Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. 52 sögðust styðja ríkisstjórnin en 26 prósent styðja hana ekki. 18 prósent voru óákveðnir og um 4 prósent vildu ekki svara.
Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segist lesa það helst í þessari niðurstöðu að fylgið virðist vera á fleygiferð. Fyrrum ríkisstjórnarflokkar eða síðustu ríkisstjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fara talsvert upp á við. Langt síðan við höfum séð sjálfstæðisflokkinn svona háan. Þannig að fólk virðist vera verðlauna þessa flokka fyrir að hafa gengið út úr óvinsælli ríkisstjórn," segir Einar Mar.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Innistæður í ríkisbönkunum tryggðar
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, kynnti á blaðamannafundi fyrr í stuttu áréttingu ríkisstjórnar þess efnis að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hérlendis verði tryggðar að fullu.
Aðspurður sagði Gylfi ástæðu þess, að þetta væri áréttað á þessum tímapunkti, þá að taka af allan vafa í hugum fólks um trygginguna og til að koma í veg fyrir óróa.
Gylfi sagði vinnu við að setja upp nýja bankakerfið á rústum þess gamla ganga í grundvallaratriðum vel. Sagði hann eftir sem áður stefnt að því að þeirri vinnu yrði lokið með sama hætti og ráð hefði verið gert fyrir, en að ferlinu seinki aðeins.
Tók hann fram að nýju viðskiptabankarnir myndu verða stofnanir með því að ríkissjóður muni tryggja þeim nýtt fé. Nýju bankarnir munu því byrja með hreint borð.
Fram kom í máli Gylfa að Fjármálaeftirlitið starfaði áfram þótt það hefði í augnablikinu enga stjórn. Sagðist hann reikna með því að ný stjórn verði skipuð á allra næstu dögum, sennilega fyrir vikulok.
Aðspurður hvort til greina komi að sameina banka sagðist Gylfi ekki geta svarað því að svo stöddu, þar sem ekki hefði verið tekið ákvörðun um það. Hann lýsti þeirri skoðun, að bankakerfið, eins og það var, hafi verið of stórt.
Spurður hvaða áhrif boðaður flutningur húsnæðislána frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs myndi hafa á eignasamsetningu þeirra og eignastöðu, sagði Gylfi, að vissulega myndi það hafa áhrif, en að búast mætti við því að ríkið myndi bæta bönkunum það upp með öðrum hætti.
Aðspurður hvort hann teldi heppilegt að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið sagðist Gylfi þeirrar skoðunar að sameining væri ekki nauðsynleg svo lengi sem þessar tvær stofnanir störfuðu náið saman.
Spurður um hugmyndir þess efnis að Íslendingar taki upp norsku krónuna sagði Gylfi slíkt vel geta gengið, en ljóst megi vera að það geti þó aldrei verið framtíðarlausn.
Gylfi var inntur eftir svörum um stöðu mála í tengslum við Icesave-deiluna. Sagðist hann nýkominn að þessu samningsborði. Sagðist hann telja að deilan snérist núna fyrst og fremst um lánakjörin. (mbl.is)
Það er ágætt,að fyrri yfirlýsingar ríkisins um,að innistæður í íslenskum bönkum séu tryggðar,skuli
itrekaðar. En ef bankar verða seldir mundi ég ekki treysta neinu. Það er eins gott að fylgjast með.
Björgvin Guðmundsson

Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Skipulagsbreyting í Seðlabankanum
Forsætisráðherra skýrði frá því í gær,að hún hefði samið frumvarp um skipulagsbreytingu á Seðlabankanum,sem gerði ráð fyrir einum faglegum bankastjóra í bankanum í stað þriggja áður.Það er gamalkunnug aðferð að gera skipulagsbreytingu,þegar ætlunin er að segja upp óæskilegum yfirmönnum.Þessi aðferð hefur oft verið notuð áður hjá ríki og borg.
Halldór Blöndal fráfarandi formaður bankaráðs Seðlabankans, segir,að skipulagsbreytingin beinist gegn Davíð Oddssyni,sem hefur verið formaður bankastjórnar Seðlabankans.Segir Halldór,að það liggi við,að um einelti sé að ræða.Morgunblaðið tekur undir í forustugrein í gær,að þessi skipulagsbreyting sé gerð og einn faglegur bankastjóri ráðinn við Seðlabankann.
Frá því að bankarnir hrundu hefur það verið hávær krafa á öllum útifundum almennings,að yfirstjórnir Fjármálaeftirlits og Seðlabanka væru látnar víkja og axla ábyrgð svo og að ríkisstjórnin færi frá. Hér verður ekki rætt hversu mikil ábyrgð FME og Seðlabanka er á hruni bankanna en ef til vill er þetta eins og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í gærkveldi,að hugmyndafræðin á bak við eftirlit FME og Seðlabanka hafi verið röng. Þessar stofnanir,sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum og gæta þess að þær skuldsettu sig ekki um of og þendu sig ekki of mikið út, þær voru eiginlega í liði með bönkunum en ekki að hafa eftirlit með þeim.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Engin ný áform um álver
Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öllum líkindum ekki breytt," segir Kolbrún Halldórsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra.
Hvað varðar álver á Bakka segir Kolbrún að þar liggi öll áform niðri. Alcoa hefur sjálft sagt að þeir séu að draga úr framkvæmdum hjá sér og þess vegna eru orkuframleiðendurnir, sem þar hafa verið inn í myndinni, í raun lausir allra mála og geta þess vegna leitað annarra kaupenda," segir Kolbrún. Viljayfirlýsingin sem fyrri ríkisstjórn undirritaði við Alcoa kemur til með að renna út næsta haust og við ætlum ekki að gera nýja samninga eða endurnýja neitt í sambandi við Bakka."(mbl.is)
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir,að áver á Helguvík og á Bakka séu gömul áform En ekki verði um ný áform að ræða í bráð.
Björgvin Guðmundsson
T
