Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Opnað fyrir persónukjör í vor
Jóhanna Sigurðarsdóttir,forsætisráðherra,skýrði frá því í stefnuræðu sinni á alþingi í kvöld,að ríkisstjórnin stefndi að því að unnt yrði að hafa persónukjör í alþingiskosningunum í vor. Takist það verður unnt að merkja við persónur í kosningunum,þ.e. raða á lista eins og í prófkjöri. Þetta yrði mikil framför.Almenningur hefur kallað á slíka breytingu. Með henni mundi lýðræði aukast mikið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Trúi ekki samsæriskenningu Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, segir að ákvörðun Landsbankans um að slíta viðræðum um endurskipulagningu og björgun fyrirtækisins komi sér á óvart. Baugur hafi lagt fram áætlun um að greiða allar skuldir. Aðgerð Landsbankans að fara fram á greiðslustöðvun sé fjandsamleg. 50 þúsund störf í Bretlandi hafi verið sett í uppnám.
Hann óttast að góðar eignir Baugs lendi í hendur breskra hrægamma. Jón kveðst hafa upplýsingar um að Davíð Oddsson hafi sett það skilyrði fyrir starfslokum í Seðlabankanum að Baugur færi fyrst í þrot. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir fullyrðingar um að pólitísk afskipti hafi ráðið för vera fráleitar.
Hann telji greiðslustöðvun heppilegustu leiðina til að fá sem mest fyrir eignir Baugs.
Rétt er að taka fram að Hagar sem reka meðal annars Bónus er ekki innan Baugs.
Margir fjölmiðlar í Evrópu fjalla um greiðslustöðvun Baugs í dag. Breska sjónvarpsfréttastöðin Sky og breska ríkisútvarpið BBC fylgjast grannt með málinu. Einnig Financial Times og International Herald Tribune svo einhverjir séu nefndir.
Breska blaðið Guardian segir málið vekja að vonum mikla athygli í Bretlandi. Fall Baugs hafi mikil áhrif á smásöluverslun í landinu. Fyrirtækið eigi meðal annars 34% í House of Fraser, 14% í verslunarkeðjunni Iceland og 36% í fataversluninni All Saints. Einnig á það hlut í Karen Millen, Oasis, Debenhams og French Connection, sem eru áberandi verslanir í Bretlandi.(ruv.is)
Ég trúi ekki samsæriskenningu Jóns Ásgeirs.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Vöruverð lægst í Bónus
8,1% verðmunur reyndist vera á dýrustu og ódýrustu matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum í gær. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 12.421 krónur en dýrust í Nettó, 13.422 krónur. Lítill munur var á verði körfunnar í Kaskó, Krónunni og Nettó.
Í vörukörfunni eru rúmlega sjötíu almenn neysluvara til heimilisins, svo sem mjólkurvörur, ostur, brauð, morgunkorn, ávextir, grænmeti, álegg, kjöt, drykkjarvörur, pakkavörur og dósamatur.
ASÍ segir, að við útreikning á verði vörukörfunnar sé tekið mið af því hvar neytandinn fær mesta magn af ákveðinni matvöru fyrir sem lægst verð. Vörurnar í körfunni séu flestar frá þekktum vörumerkjum sem þó geti verið seldar í mismunandi pakkastærðum eftir verslunum. Sé þá tekið mið af lægsta mælieiningaverði vörunnar í hverri verslun.
Mikill verðmunur var á grænmeti og ávöxtum í könnuninni eða allt frá 100,5% á gulrótum, sem voru ódýrastar í Nettó eða 199 kg hvert kíló, en dýrastar í Krónunni, 399 krónur. Í Bónus kostaði kínakál 198 kr. kílóið og var það 76,3% ódýrara en í Nettó þar sem kílóið kostaði 349 krónur.
ASÍ segir að það veki athygli, að af 71 vörutegund, sem eru í vörukörfunni hafi verið 1 krónu verðmunur á milli Bónus og Krónunnar í 11 tilvikum og sama verð í báðum verslunum í 5 tilvikum.(mbl.is)
Það er gott,að Bonus reynir enn að halda vöruverði niðri.Ekki veitir af í kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
T
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Guðbjartur kjörinn þingforseti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag, að það væri afar sérstakt að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar, sem að auki væri minnihlutastjórn, væri að koma réttkjörnum forseta Alþingis úr embætti.
Á dagskrá þingsins er m.a. að kjósa nýjan þingforseta í stað Sturlu Böðvarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Fyrir liggur að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur við embættinu.
Sagði Þorgerður Katrín, að þingmenn hefðu í áratugi heyrt formann Vinstri grænna tala um að þingforsetinn ætti að koma úr röðum stjórnarandstöðu. Þegar á hólminn er komið verða beinin að brjóski," sagði Þorgerður Katrín og bætti við að forsetaskiptin væru í boði Framsóknarflokksins.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að það væri ekki mikil reisn yfir því, að koma með umræðu af þessum toga nú vegna þess, að meirihluti þingsins hefði óskað eftir því að fram fari kosning um embætti forseta þingsins og það væri í anda þingskapa. Ekki væri um að ræða neina aðför gegn Sturlu Böðvarssyni heldur eðlilegar breytingar.
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að breyting á forseta hefði ekkert með persónu Sturlu Böðvarssonar að gera. Ný ríkisstjórn hefði tekið við völdum og meirihluti þingsins óskað eftir því að fram fari forsetakjör. Embætti séu ekki séreign einhverra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið forseta Alþingis í 18 ár.
Sagði Birkir að ný ríkisstjórn þurfi að koma mörgum málum til leiðar. Það ætlaði hún að gera og framsóknarmenn ætli að styðja hana í öllum góðum málum.
Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði að Sturla Böðvarsson hefði komið mörgum hagsmunamálum þingmanna fram á þeim tæpu tveimur árum sem hann hefur gegnt embættinu. Það færi ekki hjá því, að þegar skipt væri um forseta á miðju kjörtímabili fælist í því vantraust á forsetann. Sagðist Jón ekki geta tekið þátt í að lýsa slíku vantrausti á forseta, sem hefði komið fram með einstökum glæsibrag.
Langar og á stundum háværar umræður fóru fram um þetta mál. Undir lok þeirra sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að það hefði verið athyglisvert að varaformaður Sjálfstæðisflokks (Þorgerður Katrín) hefði ekki komið með nein hlýleg orð eða árnaðaróskir í garð nýrrar ríkisstjórnar. Sagði hann að viðbrögð sjálfstæðismanna á Alþingi við stjórnarskiptunum væru einhver heiftarlegustu fráhvarfseinkenni sem hann hefði séð og það væri víst hægt að fá sér hjálp við þannig löguðu.(mbl.i
Ég tel,að upphlaup Sjálfstæðisflokksins við kjör þingforseta hafi verið sjónarspil,sett á svið til þess að slá ryki í augu kjósenda.Venjan hefur verið sú,að þingforseti hefur verið kosinn úr hópi stuðningsmann ríkisstjórnar hverju sinni.Það hefði verið út í hött að víkja frá þeirri venju nú,þegar tími er mjög naumur hjá ríkisstjórn og nauðsynlegt að afgreiiða mikinn fjölda mála fyrir kosningar. Hins vegar færi vel á því að stjórnmálaflokkarnir semdu um að breyta þessari venju t,d, eftir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Jón Ásgeir harðorður í garð Landsbankans
Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi.
Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum.
Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast.
Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir.
Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans.(visir.is)
Ekki eru það góðar fréttir,ef Bretar eignast fyrirtæki Baugs í Bretlandi á brunaútsölu á sama tíma og þess er krafist,að íslenska ríkið borgi Ice save reikningana.Að mínu mati kemur ekki til greina að ríkið borgi Icesave.
Björgvin Guðmundssin
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Baugur á Íslandi í greiðslustöðvun
Baugur Group hf. og nokkur dótturfélaga þess, þ.á m. BG Holding ehf., fóru í morgun fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Þetta er gert til að vernda eignir fyrirtækjanna sem og allra lánardrottna þeirra.
Í tilkynningu kemur fram að stjórn Baugs ákvað samhljóða að fara þessa leið í kjölfar ákvörðunar Landsbankans í gær að hætta viðræðum um mögulega endurskipulagningu Baugs.
Í síðustu viku var tilkynnt um að Baugur Group hefði sagt upp öllum 15 starfsmönnum sínum á Íslandi og ætli að loka skrifstofu sinni við Túngötu í Reykjavík. Þá yrði starfsmönnum félagsins í Bretlandi fækkað um helming, úr 29 í 16.
Stærstur hluti eigna félagsins er í Bretlandi en engar eignir eru á Íslandi. Baugur tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur verslanir í Bretlandi og Danmörku.
BG Holding, fjárfestingafélag Baugs, er hluthafi í Iceland Food Group og House of Frasier. (mbl.is)
Ljóst er af þessari frétt,að Baugur er á fallandi fæti.Í Bretlandi rær félagið lífróður en mikil lægð er nú í efnahagslífi Bretllands og hún hitti Baug eins og önnur fyrirtæki þar.Hvort Baugur í Bretlandi lifir af veit enginn en mikil barátta er framundan hjá félaginu.Á Íslandi á Baugur litlar sem engar eignir.
Björgvin Guðmundsson
L