Hafa misst Baug

Jóhannes Jónsson  í Bónus var gestur Björns Inga

í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld. Það kom fram hjá Jóhannesi,að þeir feðgar væru búnir að missa Baug. Bankarnir hafa tekið fyrirtækið yfir.

Það er synd að svona skuli hafa farið hjá þeim, feðgum. En sennilega hefur Baugur fjárfest of mikið og stofnað til of mikilla skulda.Það er eins með Baug og bankana,sem komnir eru í þrot. Útþenslan var of mikil,skuldsetningin var of mikil Þetta gekk í uppsveiflunni og meðan auðvelt var að fá lán, En þegar samdráttur byrjaði og kreppa skall á og lánalínur lokuðust var skammt í endalokin.Sem betur fer er  góður gangur á Högum hér heima.

Björgvin Guðmundsson

i


Ný stjórn FME skipuð

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hefur í dag skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins sem hér segir:

Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Phd, formaður stjórnar, Kristín Haraldsdóttir, lögfræðingur, LLM., Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Seðlabanka Íslands, Óskar Sigurðsson, héraðsdómslögmaður, varamaður, Þóra M. Hjaltested, lögfræðingur, varamaður og Guðrún Ögmundsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Seðlabanka Íslands, varamaður.(mbl.is)

Það  er ljóst,að nýi viðskiptaráðherrann er röggsamur. Mér virðist honum hafa tekist  vel við skipun nýju stjórnarinnar yfir FME.

 

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka 


Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans

Bankaaráð Landsbankans, NBI hf., ákvað í dag að fresta að auglýsa stöðu bankastjóra þar til í haust. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, hefur gert bankaráðinu grein fyrir því að hún hyggist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störfum um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá. Bankaráð hefur falið Ásmundi Stefánssyni, núverandi formanni bankaráðs, að taka við hlutverki bankastjóra þar til staðan verður auglýst og í hana ráðið á haustmánuðum.

Haukur Halldórsson, varaformaður bankaráð,s mun taka við formennsku þess og varamaður Ásmundar, Ása Richardsdóttir, tekur sæti í bankaráðinu.

„Meginástæða frestunarinnar er sú tímabundna óvissa sem um þessar mundir ríkir í rekstrar- og viðskiptaumhverfi bankans sem torveldar framtíðarsýn og um leið markmiðssetningu til lengri tíma litið. Af hálfu bankaráðsins verður þeirri vinnu hraðað eins og auðið er við þessar aðstæður," segir í yfirlýsingu bankaráðs NBI.(mbl.is)
Ásmundur Stéfánsson er sjálfsagt vel hæfur til þess að vera bankastjóri  Landsbankans.Hann er hagfræðimenntaður og hefur mikla reynslu af bankastörfum.
Björgvin Guðmundsson


Verður varnarmálastofnun lögð niður?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að starfsemi Varnarmálastofnunar sé til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki sé þó tímabært að að gefa yfirlýsingar um stefnubreytingu stjórnvalda varðandi stofnunina.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um framtíð stofnunarinnar og fyrirhugað loftrýmiseftirlit Dana á næstunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

„Við lestur á mjög rýrri verkaefnaskrá er ekki minnst á þessi mál og hvert á að stefna." Fram kom í máli Jóns að hann telur að reka eigi Varnarmálastofnun með öðrum hætti og að loftrýmiseftirlitið sé óþarfi.

Össur sagði að í utanríkisráðneytinu starfi nefnd sem kanni hvort hægt sé að haga megi málum með öðrum hætti en nú sé gert og um leiða spara fé.

Ekki stendur til að gera breytingar á fyrirhuguðu loftrýmiseftirliti Dana, að sögn Össurar. (mbl.is)

Ég tel,að vel komi til greina að leggja varnarmálastofnun niður í sparnaðarskyni vegna fjárhagserfiðleika þjóðarinnar.Það má síðan endurreisa stofnunina aftur þegar ástandið í fjármálum hefur batnað.

 

Björgvin Guðmundsson



Ragna Árnadóttir mælir fyrir sínu fyrsta máli á alþingi

Fundur verður á  alþngi kl. 10.30. Mun þá nýskipaður dómsmáaráðherra,Ragna Árnasdóttir mæla fyrir sínu fyrsta máli,þe. frv. um greiðsluaðlögun.Ragna hefur ekki atkvæðisrétt á þingi þar eð hún er ekki þingmaður en hún getur setið á þingi og flutt þar mál. Sama gildir um Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra.Langt er síðan  ráðherrar hér á landi hafa ekki jafnframt verið þingmenn. En dæmi eru um það t.d. þegar dr. Kristinn Guðmundsson var utanríkisráðherra.
Björgvin Guðmundsson

Glitnir gjaldfellir lán Baugs

Glitnir hefur ákveðið að gjaldfella öll lán Baugs. Bæði Landsbanki og Glitnir hafa því

 ákveðið að  ganga að Baugi.Bankarnir segjast þó ekki ætla að selja eignir Baugs strax eða á næstunni,heldur muni  þeir tilnefna tilsjónarmenn og hafa eftirlit með rekstrinum.Í rauninni eru bankarnir að taka  yfir þær eignir Baugs sem bankarnir eiga veð í.

Baugur á ekki Bónus,heldur eru það Hagar en aðaleigndi Haga er Gaumur,sem er í eign Jóns Ásgeirs og fjölskyldu.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband