Föstudagur, 6. febrúar 2009
Sjálfstæðisflokknum líður illa í stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokknum líður illa í stjórnarandstöðu. Þessa fáu daga,sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu hefur hann haft allt á hornum sér. Þegar þingið kom fyrst saman á miðvikudag eftir stjórnarskiptin lét flokkurinn öllum illum látum yfir yfir því að hann fengi ekki að halda þingforsetanum eftir að ný ríkisstjórn væri tekin við. Þó veit flokkurinn,að .að það hefur verið föst venja hér á landi ,að þingforseti væri valinn úr hópi stjórnarliða.Það hefði verið skrítið ástand á þinginu,ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að stjórna því fram að kosningum hvað mál væru tekin til afgreiðslu á þinginu.I dag urðu háværar deilur um Seðlabankafrumvarpið. Þó Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði verið búinn að fallast á breytingar á yfirstjórn Seðlabankans og Þorgerður Katrín varaformaður einnig létu Sjálfstæðismenn eins og það kæmi þeim í opna skjöldu,að ríkisstjórnin legði til,að yfirstjórn Seðlabankans yrði breytt. Meira að segja hinn rólegi þingmaður Pétur Blöndal rauk upp og lét öllum illum látum yfir því að breyta ætti yfirstjórn Seðlabankans. Það er greinilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að vera í stjórnarandstöðu!
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Sigmundur Ernir í pólitíkina
Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur gengið til liðs við stjórnmálastéttina og býður sig fram í annað sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hefur aldrei verið flokksbundinn er reyndar ekki enn genginn í Samfylkinguna en ætlar að gera það á næstu dögum.
Sigmundur Ernir var að koma fra Akureyri þegar MBL sjónvarp hitti hann áðan þar sem hann var að kanna baklandið. Hann segir mikla kröfu um endurnýjun eftir búsáhaldabyltinguna og hann langi að hella sér út í pólitíkina og hjálpa til við endureisnarstarfið.(mbl.is)
Það er mikill fengur að því fyrir Samfylkinguna að fá Sigmund Erni til liðs við sig. Sigmundur Ernir er mjög frambærilegur maður og sjálfsagt gott efni í stjórnmálamann. Það vantar einmitt nýja menn í stjórnmálin núna og það er aðdáunarvert,að ungir og frambærilegir menn helli sér í slaginn.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Mótmælin halda áfram á Austurvelli
Raddir fólksins,sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli,hafa tilkynnt,að mótmælafundur verði á Austurvelli á morgun. Nú krefjast samtökin þess,að öllum fulltrúum flokkseigenda verði vikið úr stjórnum banka og fjármálastofnana.Næsta verkefni samtakanna er: Hreinsanir.
Fram hefur komið að fulltrúar samtakanna áttu fund með forseta Íslands og var á fundinum rætt um mótmæli samtakanna og kröfur þeirra.Forsetinn hefur sjálfur rætt um að það þurfi að gera nýjan sáttmála við þjóðina.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Ástralinn bjartsýnn á að fá Moggann
Ástralinn Steve Cosser, Óskar Magnússon, Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson og Almenningshlutafélag um rekstur Morgunblaðsins eru fjárfestarnir sem boðið hefur verið að halda áfram í söluferli Fyrirtækjaráðgjafar Nýja Glitnis á hlutafé í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Óskar Magnússon fer fyrir hópi fjárfesta sem hann vill ekki nefna að svo stöddu.
Við erum að fara í áreiðanleikakönnun næstu daga og fáum þá frekari upplýsingar og gögn. Þá verður tekin endanleg afstaða til þess hvort við gerum bindandi tilboð, segir Óskar sem segir hópinn hafa lýst formlega áhuga á kaupunum fyrir áramót.
Þegar ekkert gerðist hvöttum við til þess að þetta yrði auglýst eins og gert hefur verið, bætir Óskar við.
Steve Cosser óttast ekki keppinautana. Við fáum þetta þar sem við bjóðum best. Það er ekki spurning, segir hann.(mbl.is)
Það verður fróðlegt að sjá hver fær Morgunblaðið. Það eru margir um hituna,4
islenskir aðilar og einn erlendur.Sennilega munu íslensku bjóðendurnir reyna að semja við Glitni um að yfirtaka mikið af skuldum Árvakurs en Ástalinn borga út í hönd,þar eð hann á nóg af peningum. Spurning er hvað best er að gera í stöðunni. Æskilegra er,að Mbl. haldist í eigu íslenskra aðila.Er það gamaldags sjónarmið?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)