Laugardagur, 7. febrúar 2009
Hvetur til mómæla við Seðlabankann
Hörður Torfason hvatti í dag mótmælendur á Austurvelli til að efna til mótmæla við Seðlabankann á mánudaginn þegar Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, sem ekki hafa orðið við beiðin forsætisráðherra um að láta af störfum, mæta til vinnu.
Klappað var fyrri því á Austurvelli að þrjár af fjórum kröfum mótmælenda hefðu verið uppfylltar. Krafan um kosningar, nýja ríkisstjórn og brottrekstur forstjóra Fjármálaeftirlitsins.(ruv.is)
Um eitt þúsund manns mætti á útufundinum á Austurvelli í dag.Það hefur farið fækkandi á útifundunum enda hafa kröfurnar náð fram að ganga nema ein,þ.e. breytingar á yfirstjórn Seðlabanka.En kröfur um kosnigar,nýja ríkisstjorn og afsögn forstjóra FME hafa náðst fram.Mótmælendur á Austurvelli geta því verið ánægðir.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Tæpur milljarður afskrifaður
Nafni minn skrifar eftirfarandi í Mbl. í dag:
"Við stofnun Nýja Kaupþings voru 935 milljarðar króna færðir á afskriftareikning. Fyrir voru 19 milljarðar á afskriftareikningi. Samtals er því gert ráð fyrir að 954 milljarðar af lánum sem veitt voru í gamla Kaupþingi fáist ekki endurgreiddir.
Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Kaupþings í greiðslustöðvun, segir þetta vera bráðabirgðamat unnið af fjármálaráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman. Fulltrúar Wyman vinna við að meta eignir og skuldir nýju viðskiptabankanna.
Í glærukynningu sem kynnt var kröfuhöfum á fundi á Nordica í fyrradag kemur fram að eigið fé Kaupþings er neikvætt um 807 milljarða. Fyrir rúmu hálfu ári var eigið fé jákvætt um 424 milljarða króna. Þetta eru umskipti upp á 1.230 milljarða króna sem hægt er að túlka sem tap bankans á hálfu ári.
Ólafur segir að væntanlegt tap á útlánum til viðskiptavina, sem sé bráðabirgðaniðurfærsla þangað til endanlegt mat liggi fyrir, skýri stóran hluta af þessum umskiptum á eiginfjárstöðu bankans. Einnig hafi verið tap á rekstri Kaupþings á þessu tímabili.
Spurður hvers konar lán þetta séu segir Ólafur að um sé að ræða lán til einstaklinga og fyrirtækja. Bæði sé um innlenda og erlenda aðila að ræða."
Umskiptin í afkomu Kaupþings á rúmu ári eru gífurleg eða 1230 milljarðar. Að verulegu leyti er þetta vegna tapaðra útlána.Undanfarið hafa verið að birtast fréttir um ýmis vafasöm útlán Kaupþings. Erlendum aðilum hafa verið lánaðar stórar upphæðir t.d. yfir 100 milljarðar til vissra viðskiptavina. Sumir þessir viðskiptavinir hafa tengst íslenskum fyrirtækjum.Allar eru þessar lánveitingar mjög grunsamlegar og hljóta að verða rannsakar af FME,sérstökum saksóknara og sérstakri rannsóknarnefnd þingsins.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ellert ekki fram aftur
Ellert Schram skýrir frá því í grein í Fréttblaðinu í dag,að hann ætli ekki að bjóða sig fram við þingkosningarnar í vor.Hann vill hleypa yngra fólki að. Í greininni segir Ellert,að þingmenn geti ekki vikið sér undan ábyrgð af bankahruninu. Hann telur Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð og því hafi verið eðlilegt að hann færi úr stjórn en aðrir þingmenn beri einnig ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Flókið að taka upp myntsamstarf við Noreg
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að það yrði ekki einfalt verkefni að taka upp myntsamstarf við Íslendinga. Hún ræddi þetta á fundi í dag með starfsbróður sínum, Steingrími J. Sigfússyni.
Þessi fundur Halvorsen og Steingríms var ákveðinn fyrir nokkru síðan. Norski fjármálaráðherrann kom hingað í dag og hitti Steingrím í þjóðmenningarhúsinu, þau ræddu við fréttamenn að fundinum loknum, og Halvorsen var spurð um mögulegt myntsamstarf Íslendinga við Norðmenn.
Halvorsen sagði þetta vera umfangsmikið mál og erfitt viðureignar. Norska hagkerfið sé fimmtán sinnum stærra en það íslenska og gengi myntanna sveiflist af mismunandi ástæðum. Norska krónan styrkist þegar olíuverð sé hátt, en hér valdi það auknum útgjöldum vegna útgerðarinnar. Mikilvægast sé þó að Íslendingar taki sjálfir ákvörðun um þessi mál. Íslenskum yfirvöldum yrði þó vel tekið, ákveði þau að fara fram á samstarf við Norðmenn. (ruv.is)
Ég tel,að til greina komi myntsamstarf við Noreg sem bráðabirgðalausn sem myndi gilda í 5-10 ár. Það gæti gilt fram að þeim tíma að Ísland gengi í ESB.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ingimundur Friðriksson baðst lausnar
Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabanka Íslands baðst í gær lausnar úr embætti. Ingimundur og Eiríkur Guðnason, svöruðu síðdegis bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra en hún fór í vikunni fram á að allir þrír bankastjórar Seðlabankans biðjist lausnar og semji um starfslok.
Ráðherra fór fram á að bréfinu yrði svarað eigi síðar en 5. febrúar eða á fimmtudag en bankastjórarnir báðu um frest til föstudags, þar sem Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar var væntanlegur til landsins á fimmtudagskvöld.
Með bréfi sem Ingimundur Friðriksson sendi forsætisráðherra síðdegis í gær, biðst hann lausnar úr embætti frá og með næstkomandi mánudegi og hefur ráðherra fallist á beiðnina.
Ekki fengust upplýsingar um innihald bréfs Eiríks Guðnasonar, að öðru leyti en því að hann baðst ekki lausnar úr embætti.
Ekkert svar hafði í gærkvöld borist frá Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans.
Tafir á svörum bankastjóranna hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla, En AP fréttastofan greindi frá því í gær, að bankastjórarnir virtu forsætisráðherra Íslands að vettugi.
Þær upplýsingar fengust úr forsætisráðuneytinu í kvöld að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra myndi nú íhuga stöðu málsins og hvernig brugðist yrði við gagnvart þeim Eiríki Guðnasyni og Davíð Oddssyni.(mbl.is)
Ekki er ljóst hvað vakir fyrir þeim bankastjórum,sem ekki hafa sagt upp störfum.Ef til vill bíða þeir eftir,að þeim verði sagt upp.Fram er komið frumvarp á alþingi,sem gerir ráð fyrir,að bankastjóri við Seðlabankann verði einn og hagfræðimenntaður. Auglýsa á stöðuna lausa,.Ef frv. verður samþykkt verða núverandi bankastjórar að hætta og nýr verður ráðinn í þeirra stað vegna skipulagsbreytingar.
Björgvin Guðmundsson