Forsætisráðherra lýsir vonbrigðum með afstöðu Seðlabankastjóra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lætur í ljósi mikil vonbrigði með bréf Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem birt var í dag.

Í yfirlýsingu forsætisráðherra segir: Í tilefni af bréfi Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem birt hefur verið opinberlega, vill forsætisráðherra lýsa miklum vonbrigðum með þá afstöðu sem bankastjórinn hefur ákveðið að taka í þessu máli. Greinilegt er að bankastjórinn er ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar í Seðlabankanum nú, séu til þess fallnar að auka traust og trúverðugleika bankans.

Það er hans afstaða og verður hann að taka ábyrgð á henni.

Forsætisráðherra mun að öðru leyti ekki bregðast við einstökum atriðum sem fram koma í bréfi bankastjórans en vinna áfram að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins, ekki síst í þeim tilgangi að endurreisa að fullu traust á fjármálakerfinu. Er frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og varðar endurskipulagningu á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands mikilvægt í því sambandi og brýnt að það fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og unnt er.(mbl.is)

Samkvæmt svarbréfi Seðlabankastjóra er ljóst,að hann ætlar ekki að hætta í Seðlabankanum fyrr en lögum hefur verið breytt um bankann.

 

Björgvin Guðmundsson


Persónukjör í vor?

 Umræða   um persónukjör þingmanna í alþingiskosningum hefur komist á flug eftir að ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún vildi breyta kosningalögum þannig að opnað væri fyrir slíkt kjör, helst fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru í vor. Með persónukjöri er átt við að kjósendur hafi möguleika á að greiða vissum frambjóðendum sérstaklega atkvæði sitt, og hefur slíkt þekkst víða um heim, þótt útfærslan sé iðulega með misjöfnu sniði.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að lengi vel hafi það verið algengast í öðrum löndum að menn gætu breytt litlu á framboðslistum flokka sinna en undanfarin ár hafi tilhneigingin verið sú að auka persónukjör. „T.d. er umtalsvert persónukjör í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir hann. „Hins vegar er misjafnt hversu mikið það er notað og sömuleiðis eru reglurnar um kjörið ólíkar.“(mbl.is) 

 

Það er á mörkunum að það takist að koma á persónukjöri í vor. En ég tel mjög áríðandi,að það takist strax í vor.

 

Björgvin Guðmundsson 


Jón Ásgeir áfram í stjórnum helstu fyrirtækja Baugs

Skilanefnd Landsbankans hefur samið við Jón Ásgeir og Gunnar Sigurðsson um að þeir sitji áfram í stjórnum helstu fyrirtækja Baugs,sem  bankinn hefur tekið yfir.Með  því að þeir þekkja best til reksturs fyrirtækjanna þjónar það hagsmunum bankans að þeir sitji áfram í stjórnum fyrirtækjanna. Ekki er meining bankans að selja fyrirtækin í bráð.
Björgvin Guðmundsson

Á að hækka skatta eða skera niður ríkisútgjöld

Þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason  voru gestir Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengusandi   á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu pólitíkina og einkum ríkisútgjöldin og hvernig ætti að loka fjárlagagatinu sem er 150 milljarðar kr. Árni Páll sagði,að hækka mætti skatta á þeim efnameiri en Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á hátekjufólki en hækkað á hinum efnaminni í stjórnartíð sinni,Þessu þyrfti að breyta. Árni Páll sagði,að það mundi ekki leysa vandann að fara í fjöldauppsagnir hjá ríkinu,þar eð þá færi það fólk allt á atvinnuleysisbætur. Það var að heyra á Bjarna að hann vildi skera hraustlega niður hjá ríkinu en hann útilokaði þó ekki einhverjar skattahækkanir.

Sennilega er skynsamlagt að fara báðar þessar leiðir,niðurskurð ríkisútgjalda og hækkun skatta hinna efnameiri. Þess verður þó að gæta við niðurskurð rikisútgjalda,að niðrskurður bitni ekki á velferðarkerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylking í borgarstjórn leggur fram siðareglur

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur að undanförnu unnið að undirbúningi tillagna og því að móta heildstæða sýn á það hvernig eigi að bregðast við tekjusamdrætti, atvinnuleysi og auknum velferðarverefnum á vettvangi borgarstjórnar. Flokkurinn  hefur ekki síður verið að huga að því hvernig Reykjavík geti snúið vörn í sókn. Í haust voru kynntar tillögur um mótun nýrrar atvinnustefnu og gerð sóknaráætlunar vegna stöðunnar á vinnumarkaði. Áherslur á velferð, grunnþjónustu og hag heimilanna báru hæst í umfjöllun um fjárhagsáætlun árins. . 


Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar lagði í borgarráði  fram tillögur að reglum um skráningu á hagsmunatengslum borgarfulltrúa. Þær ná til tekna, gjafa, utanlandsferða, fjárhagslegs stuðnings, þ.m.t. framlög til framboðsmála, eignatengsl og samkomulag við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur. Tillögurnar byggja á fyrirmynd frá danska þjóðþinginu og eru liður í tillögugerð Samfylkingarinnar um ábyrga stjórn borgarinnar sem kynnt verður frekar á næstunni. Markmið tillagnanna er að endurreisa traust á borgarstjórn eftir þann hrunadans við stjórn borgarinnar sem borgarbúar hafa orðið vitni að á yfirstandandi kjörtímabili. 



Í borgarráði hvatti borgarstjórnarflokkurinn jafnframt aðra flokka í borgarstjórn til að taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna um siðareglur. Þær hafa legið fyrir frá því fyrir jól. Siðareglurnar voru skráðar eftir ítrekaða tillögugerð Samfylkingarinnar í borgarstjórn um gerð þeirra. .
Björgvin Guðmundsson

Fyrrverandi þingforseti gagnrýnir forseta Íslands

Sturla Böðvarson fyrrverandi forseti alþingis hefur ráðist harkalega að  forseta Íslands og sakað hann um að  hafa komið í veg fyrir myndun þjóðstjórnar og stuðlað að myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar  og VG. Hér er um ómaklega gagnrýni   á forsetann að ræða.Við stjórnarmyndunarviðræður kemur stjórnmálareynslan forsetanum að  góðu gagni. Það kann vel að vera að forseti án stjórnmálareynslu  hefði látið umboð til stjórnarmyndunar ganga á milli formanna flokkanna,byrjað á stærsta flokknum og svo koll af kolli.En niðurstaðan hefði orðið nákvæmlega sú sama.Það var ekki grundvöllur fyrir þjóðstjórn og því hefði það verið alger tímaeyðsla að reyna hana. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu ekki fremur  getað  unnið saman í þjóðstjórn en í fyrri stjórn. Framsókn vildi ekki fara í stjórn fyrir kosningar en  var búin að lýsa yfir stuðningi við minnihlutastjórn eins  og nú situr. Það er skiljanlegt,að Sturla sé súr yfir því að missa embætti þingforseta og yfir því að Sjálfstæðisfokkurinn skuli hafa misst völdin. En hann á ekki að láta óánægju sína  bitna á forseta Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Erlend fyrirtæki sýna áhuga á Drekasvæðinu

Hópur olíuleitarfyrirtækja hefur sýnt áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Kæmi til þess að olía fyndist, fengju leitarfyrirtækin forgang að olíuvinnslu í 30 ár.

Nú eru rúmar tvær vikur síðan útboð á leitarleifum hófst. Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun, segir bæði meðalstór og minni félög hafa sýnt áhuga. Í þessari umferð verða veitt allt að 5 leyfi hvert til leitar á 800 ferkílómetra svæði. Leitarleyfin gilda í 12 ár og hægt að framlengja um 4 ár. Finndist olía á Drekasvæðinu er það ekki svo að íslenska þjóðarbúið fengið olíugróðann. Fyrstu 30 árin ættu leitarfyrirtækin einkarétt að allri olíuvinnslu.

Fyrirtækin borga ekkert fyrir leyfin en þurfa að skuldbinda sig til að ráðst í dýrar rannsóknir. Ríkið fengi tekjur í gegnum skatta og umsvif olíuleitarfyritækja á norð-austurlandi. Útboð á leitarleyfum lýkur 15. maí. Fyrst þá kemur í ljós hvort áhugi fyrirtækja er nógu mikill til að ráðist verði í olíuleit á Drekasvæðinu. (ruv.is)

Það er ánægjulegt,að olíuleitarfélög skuli sýna áhuga á Drekasvæðinu.Hér er  um langtímaverkefni að ræða. En ef erlend félög eru áhugasöm getur fljótlega risið upp þjónustuaðstaða fyrir norðaustan sem veitir mörgum vinnu og tekjur.Ekki veitir af.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattleysismörk verði hækkuð og lífeyrir aukinn

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík er á næstu grösum. Kjaranefnd félagsins hefur samþykkt kjaramálaályktun. Þar er farið  fram á,að skattleysimörk verði hækkuð verulega.Ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 160 þús. á mánuði.Kjaranefnd FEB telur,að skattleysismörkin eigi að fylgja launavísitölu og hækka í 160 þús. á mánuði í áföngum. Þá óskar kjaranefndin þess,að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum fylgi neyslukönnun Hagstofunnar.Síðasta neyslukönnu,sem birt var í desember sagði, að  meðaltalsneysluútgjöld einhleypinga væru 282 þús. á mánuði án skatta.Kjaranefnd FEB vill,að lífeyrir aldraðra frá TR hækki í þá fjárhæð og að sú leiðrétting verði gerð í áföngum.
Sennilega er mesta kjarabótin,sem aldraðir gætu fengið hækkun skattleysismarka. Og hækkun skattleysismarka yrði einnig mikil kjarabót fyrir allt láglaunafólk.Þrátt fyrir smávægilegar lagfæringar,sem gerðar hafa verið á lífeyri aldraðra vantar enn  hátt á annað hundrað þúsund á mánuði upp á að hann nái  neyslukönnun Hagstofunnar, Lífeyrir aldraðra frá TR er í dag hjá einhleypingum um   144 þús.kr. á mánuði eftir skatta en  ætti að vera 282 þús. á mánuði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.
Enda þótt fjárhagur ríkisins sé erfiður verður að gæta vel hagsmuna aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.Það er stefna núverandi ríkisstjórnar.
Björgvin Guðmundsson

Jóhanna þakklát Ingimundi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sér finnist það mjög virðingarvert af Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra að verða við ósk hennar um að biðjast lausnar.„Ég er honum mjög þakklát fyrir það að leggjast á sveif með stjórnvöldum og auðvelda okkur þessa endurskipulagningu. Eiríkur hefur sent bréf þar sem hann biðst ekki lausnar. Ég hef ekki fengið svar frá Davíð,“ sagði Jóhanna í dag.

Hún sagði að í ráðuneytinu væri verið að meta og skoða hver næstu skref yrðu í málinu. Innt eftir því hver þau gætu orðið út frá lagalegu sjónarmiði sagði Jóhanna: „Ég vil ekkert um það segja á þessu augnabliki.“( mbl.is)

Fólk ræðir mikið um Seðlabankann þessa dagana og tilmæli forsætisráðherra um að bankastjórarnir segi  af sér.Í því sambandi er rifjað upp  þegar bankastjórar Landsbankans sögðu af sér en það var einmitt vegna tilmæla bankaráðsmanna,að það var gert.Það  hefur oft gerst,að  stjórnvöld hafa óskað eftir,að yfirmenn stofnana létu  af störfum,t.d. þegar Páll Pétursson þá félagsmálaráðherra  breytti nafninu á Húsnæðisstofnun  í Íbúðarlánasjóð til þess að   geta ráðið Guðmund Bjarnason forstjóra í stað Sigurðar E. Guðmundssonar,.þegar nafninu á Samkeppnisstofnun var breytt i Samkeppniseftirlit  til þess að unnt væri að skipta um forstjóra þar,þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður til þess að losna við forstjóra hennar og þegar  forstjórum Bæjarútgerðar Reykjavíkur var fækkað úr tveimur í einn til þess að losna við fyrri forstjóra Bæjarútgerðarinnar.Í tveimur síðustu tilvikunum var Davíð Oddsson raunar  sjálfur að verki  sem forsætisráðherra og borgarstjóri.Dæmin eru mikið fleiri.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband