Mánudagur, 9. febrúar 2009
Opinberar stofnanir brugðust eftirlitshlutverki sínu
Hagfræðingarnir Gylfi Zoega og Jón Danielsson skýrðu frá því í Kastljósi í kvöld,að þeir hefði skrifað skýrslu um bankahrunið.Skýrslan er ekki komin inn á netið ennþá. En Gylfi Zoega flutti erindi um málið í janúar. Þar sagði hann m.a.:
Opinberar stofnanir brugðust eftirlitshlutverki sinu og gættu ekki hagsmuna almennings í þeim uppgangi sem varð hér á landi síðustu árin. Á sama tíma lánuðu viðskiptabankarnir án þess að hafa varkárnissjónarmið að leiðarljósi auk þess að skuldsetja sig um of.
.
Ef það eru reglur í landinu þarf að fylgja þeim eftir, sagði Gylfi og bætti við að opinberar stofnanir hefðu átt að fylgjast með því sem var að gerast í bönkunum.
Gylfi rakti hvernig ríkt hefði mikil bjartsýni í viðskiptalífinu síðustu árin. Þannig hafi nægt framboð verið af lánsfjármagni og bankarnir einkavæddir.
Þetta var ekki bara ímyndun heldur voru góðir hlutir að gerast, sagði Gylfi og bætti við að bankarnir hefðu í stórum stíl staðið að baki fyrirtækjum sem starfa enn í dag.
Vorið 2007 hefði hins vegar hafist sú atburðarrás sem leitt hefði til hruns íslensku bankanna og íslensks efnahagslífs. Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefði farið lækkandi, bankar erlendis byrjað að tapa fé sem síðan hefði lokað á lánagetu þeirra. Í kjölfarið hafi verið erfitt að fá lán inn í íslenska fjármálakerfið og afleiðingarnar þekkjum við öll, sagði Gylfi við troðfulla Hringstofu í Háskólatorgi.
Þannig lýsti Gylfi því hvernig einstaklingum hefði fundist í lagi að eyða um efni fram og skuldsett sig í þeirri von að eignir þeirra myndu hækka í verði. Að sama skapi hefðu fyrirtæki og ekki síst bankarnir skuldsett sig í þeirri von að eignir þeirra myndu vaxa.
Það sem Gylfi segir hér að framan er mjög
i samræmi við það,sem ég hefi skrifað um málið'.Ég er sammála.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Minnihlutastjórnin hækkar ekki skatta
Ríkisstjórnin hyggst ekki hækka skatta á starfstíma sínum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að skattar verði ekki hækkaðir á árinu.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá lýst áhyggjum af því að ríkisstjórnin hygðist hækka skatta í ljósi ýmissa yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þetta af og frá. Fundað yrði með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á næstu dögum og farið yfir það hvernig áætlun sjóðsins verði fylgt.(ruv.is)
Þetta er góð yfirlýsing hjá Jóhönnu. Það er gott,að ekki verði um skattahækkanir að ræða á þessu ári en síðar má taka upp hátekjuskatt.Þeir,sem miklar tekjur hafa geta látið meira af hendi rakna þó síðar verði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Seðlabanki og FME höfðust ekki að
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Á að kjósa forsætisráðherra beint?
Nú er mikið rætt um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni.Eitt af því sem rætt er því sambandi er að gera þær breytingar að kjósa forsætisráðherra í beinni kosningu við alþingiskosningar.Vilmundur heitinn Gylfason barðist fyrir þeirri breytingu og fleiri málsmetandi menn hafa viljað gera slíka breytingu.Þetta er í raun svipað fyrirkomulag og er í Bandaríkjunum og Frakklandi en í Bandaríkjunum t.d. er forsetinn í raun einnig forsætisráðherra og skipar síðan aðra ráðherra. Með þessu fyrirkomulagi er tryggður aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds en hér hefur verið erfitt að halda þessu aðskildu.Yrði þetta góð breyting? Ég veit það ekki. Ég er hræddur um,að ef við tækjum þetta upp þá værum við að íta undir persónudýrkun og þá þróun að allt snérist hér um sterka einstaklinga í stað þess að í dag snúast stjórnmálin um flokka.
Ég tel betra að efla þingræðið á annan hátt. T.d. mætti taka það upp að stjórnarandstaðan hefði formenn nefnda á alþingi og jafnvel að hún hefði forseta alþingis. Það fyrirkomulag hefur verið tekið upp á hinum Norðurlöndunum og hefur gefist vel og orðið til þess,að þingmenn mismunandi flokka hafa orðið að vinna meira saman..Síðan mætti auka vægi formanna þingnefnda og í raun auka vægi þingsins yfirleitt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Verslunareigendur hrökklast af Laugavegi
Eigendur tveggja barnafataverslana eru hættir rekstri á Laugavegi og ætla að selja fötin um netið. Þeir segja leiguna of háa og efnahagsástandið gera þeim ókleift að halda verslununum opnum.(mbl.is)
Það kemur ekki á óvart,að verslunareigendur við Laugaveg gefist upp. Það hefur dregið úr verslun vegna kreppunnar en auk þess er leiga fyrir verslunarhúsnæ'ði mjög há við Laugaveg.Það er mikil synd,ef margir verslanir hætta við Laugaveg þar eð þetta er mjög skemmtilerg verslunargata.
Björgvin Guðmundsson

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)